Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 124,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 16,8 tonn á 97,37 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 14,3 tonn á 85,26 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 93,6 tonn á 105,71 kr./kg. Af karfa voru seld alls 39,6 tonn. í Hafnarfirði á 81,35 kr. (4,31), á Faxagarði á 82,14 kr./kg (4,21) og á 87,89 kr. (31,11) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld ails 41,7 tonn. í Hafnarfirði á 68,29 kr. (4,91), á 63,46 kr. á Faxagarði (9,11) og á 61,87 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (27,81). Af ýsu voru seld 139,4 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 95,04 kr./kg. Þorskur » Karfi w Ufsi ■■■■ Eitt skiþ seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Haukur GK 25 seldi 161,3 tonn á 181,66 kr./kg. Þar af voru 157,9 tonn af karfa á 183,36 kr./kg. Enginn ufsi var í aflanum. Eingöngu var seldur |f fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 190,9 | tonn á 146,68 kr/kg. |!í Þaraf voru 14,5 tonn af þorski á 127,40 kr./kg. Af ýsu voru seld 113,3 tonná 122,10 | kr./kg, 24,5tonnaf lí kolaál 95,00 kr./kg . og 3,0 tonn af karfa | á 148,88 kr. hvert kfló. Þuirkuð loðna í smápakkningum, pækilrækja og fleiri nýjar afurðir ÞRÓUNARDEILD Sölumiðstöðvar \liini llITISVÍf hÍá hraðfrystihúsanna vinnur að nokkrum « umfangsmiklum verkefnum en auk brounardeild SH þess berast henni margar fyrirspurair ~ frá framleiðendum, dótturfyrirtækjum SH og ýmsum opinberum stofnunum. Starfsemi þróunardeildarinnar er mikilvægur grunnur fyrir þróun nýrra afurða og sókn á mörkuðunum, bæði hefðbundnum og nýjum. Alda Möller stýrir starfi þróunardeildar SH og verður hér á eftir farið yfir nokkra þætti úr nýrri skýrslu um starfsemi deildarinnar Meðal meginverkefna deildarinnar er sérskurður flaka og er unnið að þeim verkefnum með söluskrifstofum SH í Hamborg og París og með Ice- landic Freezing Plants í Bretlandi og Coldwater í Bandaríkjunum. Einkum er sóst eftir lausfrystum og nákvæmt stærð-arflokkuðum flakastyklqum sem auk þess verða að hafa einsleitt útlit. Þessar vörur eru mest seldar til veitingahúsa og til fyrirtækja er dreifa frystri vöru heim til fólks. Forsendan fyrir því að slík vinnsla gangi vel er að í sérskurðinum felist heildarlausn fyrir hvem stærðarflokk flaka. Þá er átt við að allt flakið nýtist vel í bitaskurði en aðeins þann- ig skilar vinnslan góðri framlegð. StærAarflokkarnlr kortlagðir Þróunardeildin hefur því kortlagt helstu stærðarflokka flaka með til- liti til bestu lausnar í bitaskurði og hefur lagt mikla áherslu á að kynna þessar lausnir hjá framleiðendum. Til að auka notkunargildi og ná- kvæmni þessarar vinnu hóf SH þró- unarsamstarf við fyrirtækið Skyn hf. og nú er næstum fullgerður hug- búnaður á þessu sviði sem á að verða verkfæri fyrir alla þá framleiðslu- stjóra sem þurfa að gera áætlanir og meta hvers konar sérskurður gefur bestu afkomu miðað við hrá- efni og sölusamninga á hveijum tíma. Myndræn framsetning á skjá gef- ur notandanum nákvæma mynd af því hvaða afurðum margvíslegur bitaskurður skilar, hvaða flaka- stærðir henta best og hvaða nýtingu megi búast við í vinnslunni. Notkun skurðarvéla í bolfiskvinnslu verður á sama hátt mun markvissari þegar þessi hugbúnaður er notaður sem hjálpartæki. Allar þessar upplýsingar eru einn- ig mikilvægar fyrir sölumenn SH og kaupendur afurðanna sem alltaf þurfa að meta hvaða árangri nýjar hugmyndir geta skilað og hvaða magni í vinnslu. Bitaskurður sem byggist á kort- Vöruþróun lagningu og heildarlausn fyrir flakið hefur verið notaður með góðum ár- angri í ufsavinnslu undanfarið. Mest er bitavinnslan nú fyrir veitingahús og heimsendingafyrirtæki í Þýska- landi. Vissulega er hér aðeins um lítinn hluta ufsavinnslunnar að ræða en þessi þróun lofar góðu og er þeim mun athyglisverðari ef tillit er tekið til þess að frá 1992 hefur ufsaveiðin minnkað um 30%. Þróun nýrra smásöluafurða er einnig meðal stórra verkefna þróun- ardeildar. SH hóf sölu smápakkn- inga í Þýskalandi með samstarfi við stærsta matvælafyrirtæki Evrópu árið 1988 og annaðist síðan með því þróun nýrra smásöluvara fyrir mark- aði í Belgíu og Ungveijalandi. Nú eru framleiddar fimm vöruteg- undir í 250-450g öskjum undir merkj- um kaupenda í Evrópu og Bandaríkj- unum en þijár vörutegundir undir Icelandic vörumerkinu og unnið er að þróun nýrra Icelandic öskjupakkn- inga fyrir markaði í Norður Evrópu. Framleiðslan er nokkuð stöðug og vörumar meðal dýrustu fiskafurða á neytendamarkaði. Útf lutningur á þurrkaðri loðnu Nýjar smásöluvörur í plastumbúð- um undir Icelandic vörumerkinu hafa einnig verið þróaðar og kynntar á Frakklandsmarkaði. í vöruröðinni eru fimm fisktegundir, þ.e. þorskur, kaffí, ufsi, grálúða og steinbítur. Allt eru þetta lausfryst, stærðar- flokkuð flök og flakastykki. Fleiri verkefni þróunardeildar og framleið- enda komust á framleiðslustig ný- lega. Þurrkaðar loðnuafurðir í smá- pakkningum eru t.d. athyglisverð nýjung. Útflutningur er hafinn og mikilvæg reynsla hefur skapast í þessari vinnslu, sem er ný hérlendis en afar hefðbundin á mörkuðum okkar fyrir frystar loðnuafurðir. Vlnnsla á pækilrækju Meðal rannsóknaverkefna sem lokið hefur verið við er vinnsla á rækju í pækli. Pækilrækja er mikil- væg söluvara í Evrópu og er unnin úr ferskri eða frystri rækju. Vinnsla hefur hins vegar ekki verið stunduð hérlendis vegna þess hve geymsluþol er takmarkað og viðskipti hefðbund- in með vöruna. Með rannsóknum á pækilrækju hér hefur safnast aukin þekking á vinnslu og eiginleikum vörunnar og leitað er möguleika til að hagnýta þessa þekkingu betur. Meðal rannsóknaverkefna sem nú standa yfir er athugun á eiginleikum sjófrystra flaka sem kælivöru, þ.e. í ferskfískdreifíngu. Þetta verkefni nýtur stuðnings Rannsóknarráðs ís- lands og er unnið með Rannsókna- stofnun fískiðnaðarins. Með Rf er einnig unnið að því að gera geymslu- þolsspár fyrir fersk flök í framleiðslu og flutningum. Nýjar vörur á markaði ÞRÓUNARDEILD SH vinnur stöðugt að þróun nýrra afurða af ýmsu tagi auk framþróunar 1 pökkun í amvinnu við markaðsdeild og söluskrifstofur SH. Vinna þessi er hvað lengst komin í rækku- vinnslu, en ferskar afurðir og sjávarréttir eru einnig komnir á markaði erlendis. í rækjuvinnslu hefur orðið mikil þróun í sjálfvirkri pökkun skel- flettrar rækju og tveir stórir framleiðendur hafa komið upp full- komnum pökkunarbúnaði fyrir rækju í smásöluumbúðum. Fram- Ieiðsla þessara afurða náði 600 T árið 1995 en framleitt er bæði undir kaupendamerkjum og vörumerkinu Icelandic. Mest af fram- leiðslunni er selt á markaði í Bretlandi og meginlandi Evrópu. SH hefur á nokkrum árum aflað sér mikillar reynsiu í sölu ýmis konar ferskra afurða. Þessi útflutningur nam um 1800 tonnum árið 1995. Mest er flutt út af ferskum flökum en SH hefur einnig mesta reynslu í útflutningi ígulkerahrogna og er stærsti seljandi fersks hrossakjöts frá íslandi. Sölumiðstöðin hóf á árinu 1995 að selja fjölbreytt úrval sjávar- rétta sem fyrirtækið íslenskt franskt hf hefur þróað. Um er að ræða flakarúllur með fyllingum, mótaðar fisksneiðar með fylling- um, heitreiktan lax og ýmis konar fiskpate. Markaðsátakið hefur þegar skilað athyglisverðum árangri á markaði í Evrópu og hafa fyrstu samningar byggst á samstarfi við HB hf á Akranesi um framleiðsluna. Þús. tonn 120 100 80 60 40 20 0 Heildarframleiðsla Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna 1986-1995 Landfrystar og sjófrystar afurðir, innlendir og erlendir framleiðendur 93,5 91,7 95,9 84,5 82,4 — 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 ■naaftfeyWi Neytendavörur Þróun framleiðslu: 1992-1995 feífn SH eykur sérvinnsluna NEYTENDAV ÖRUR í fram- leiðslu frystihúsanna innan SH eru nú um 60% af magni bolfisk- afurða. Hæsta hlutfall neytenda- vöru er í vinnslu karfa- og grá- lúðuflaka, eða um 80%, en í þorskvinnslunni er hlutfallið 60%. Neytendavörur eru skil- greindar sem þær afurðir sem fara fullfrágengnar héðan og eru notaðar án frekari vinnslu eða umpökkunar. Þær eru seldar til veitingahúsa, með frystibílum heim til fólks eða í smásöluversl- unum. Hluti af neytendavöru SH er mjög sérhæfð framleiðsla og vörumar þá unnar samkvæmt sérsamningum við framleiðend- ur og einstaka kaupendur. Þessi framleiðsla varð um 8000 tonn árið 1995 og hefur vaxið mjög undanfarin ár. Smásöluvörur Þróun í framleiðslu smásöluvara: lausfrystar afurðir fyrir Evrópumarkað | | 3 2 1 1992 1993 1994 1995 ” MIKIL aukning hefur orðið í framleiðslu og sölu lausfrystra o g stærðarflokkaðra flaka í plastumbúðum undanfarin ár og stunduðu mörg stór frystihús innan SH þessa vinnslu. Nú er verið að koma á sjálfvirkri pökk- un fyrir þessar afurðir í stærstu húsunum. Þessar vömr em allar seldar á meginlandi Evrópu og mest í verslunarkeðjum í Þýska- landi. Með aukinni tækni í vinnsl- unni bendir allt til að verkefnum af þessu tagi muni fjölga. 1992-1995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.