Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 8
 FOLK MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 ÖNNUM KAFNIR FEÐGAR Morgunblaöið/HG • ÞAÐ ER nóg að gera hjá Þór- arni Guðbergssyni og sonum hans Einari Má Aðalsteinssyni og Sveini Inga Þórarinssyni þessa dagana. Þeir starfa allir að umboðmennsku og stjórnun tengdri sjávarútvegi víðs vegar í heiminum. Þórarinn hefur tekið að sér ýmis verkefni fyrir ís- lenska togara á Flæmska hattin- um auk þess sem hann er að sðgn að vasast í skipasölum hér heima. Sveinn Ingi starfar fyrir Norfar Agency Ltd. á Nýfundnalandi þar sem hann sér um landanir og ýmsar útréttingar fyrir 3 ís- lensk skip, 14 rússnesk og 2 grænlensk sem eru öll á rækju- veiðum á Flæmska hattinum. Einar Már er hinsvegar yfir- vinnslustjóri þjá Northern Fish- ing Industries í Namibíu og sér þar um pökkun á lýsing fyrir Spánarmarkað. Það er ekki oft sem þeir hittast en svo varð reyndar nú í janúar í Harbour Grace á Nýfundnalandi. Varðskipin of gömul og fá og viðhaldsfrek „Þörf fyrir fleiri oröið mikiP‘ VARÐSKIPAFLOTI Landhelgisgæslunnar er kominn nokkuð til ára sinna og þykir mörgum löngu tímabært að endurnýja hann. í nýjasta clrirk nrðið milril “ tölublaði Gæslutíðinda er fjallað um þessi mál L»1U lllllvll 0g m a kemuc þar fram að viðhaldskostnaður við varðskipin er mikill auk þess sem mikil þörf er á fleiri skipum til að sinna þeim verkefnum sem Landhelgisgæslan hefur á sinni könnu. Nefnd er vinnur að hugsanlegri smíði eða kaupum á nýju varðskipi hefur að undanförnu viðað t að sér upplýsingum en hinsvegar ekki tekið neinar ákvarðanir í þeim málum, * að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Sigurður Steinar Ketilsson, skip- herra á varðskipinu Ægi, skrifar í Gæslutíðindi að Landhelgisgæsla ís- lands gegni einni þýðingarmestu stjórnsýslu ríkisins, þ.e. að gæta land- helginnar og auðlindalögsögunnar. Því sé löngu tímabært að endurskoða lög um Landhelgisgæsluna sem sett voru árið 1967. Margt hafi breyst í þjóðfé- laginu á þessum tíma, ekki síst það að landhelgin var færð út í 200 mílur árið 1976. Ráða ekkl vlð verkefnln Sigurður segir í grein sinni að meðal- aldur þeirra þriggja varðskipa sem nú séu í notkun sé 28 ár. Þessi skip geti ekki sinnt þeim verkefnum sem ætlast er til, síst ef fjárveitingar til þeirra verði skornar meira niður en orðið er. Sigurður segir í samtali við Verið að með auknum verkefnum á undan- fömum árum hafi þörf fyrir fleiri skip orðið enn meiri. Að minnsta kosti þurfi nú fjögur skip til að sinna björgunar- störfum og eftirliti með auðlindinni „Það er ljóst að ef Landhelgisgæslan á að taka að sér eftirlit á Reykjnes- t hrygg og fylgja flotanum í Smuguna er orðin meiri þörf á skipum," segir I Sigurður otg gagnrýnir einnig áhuga- : leysi þjóðfélagsins gagnvart lögsög- unni. „Menn féllu í doða eftir að 200 mílna lögsagan vannst. Við vorum með fjögur skip þangað til við misstum Þór úr rekstri. Þessu hefur því ekki verið fylgt nægjanlega vel eftir. Auk þess eru skipin ekki keyrð alveg út, þau þurfa mikið viðhald og stoppa mikið þess vegna. Eftir að Þór var lagt lent- um við í miklum niðurskurði og þjóðfé- lagið virtist ekki hugsa nóg um það sem er að gerast á hafinu," segir Sig- urður. Miklll vlAhaldskostnaður Þrjú varðskip em nú í eigu og rekstri Landhelgisgæslunar. Elst þeirra er Óðinn sem var smíðaður í Álaborg árið 1959 en Týr er yngstur, smíðaður 1975. Ingvar Kristjánsson skrifar í Gæslutíðindum að 37 ára gömlu skipi fylgi vitanlega mikill viðhaldskostnað- ur, m.a. vegna þess að oft þurfi að sérsmíða varahluti eða leggja skipinu meðan beðið er eftir þeim frá framleið- anda. Einnig kemur fram í greininni að fyrir liggi að endurnýja þyrluþilfar og brú Oðins ef ákveðið verður að gera hann út lengur en næstu 3-4 ár. Ingvar segir einnig að reikna megi með að vélarkerfi Óðins sé á síðasta snúningi og þurfi á allsheijar upptekt að halda á næsta ári en þar sé um mjög kostnaðarsamt verk að ræða. Það sé alltaf spurning hvort slíkar endur- bætur séu réttlætanlegar þar sem enn- þá sé hætta á frekari bilunum og kostn- aður við að skipta um vél væri óheyri- legur og mjög hæpinn kostur í svo gömlu skipi. í grein Ingvars kemur einnig fram að kostnaðarúttekt á endurbótum á Óðni sem gerð var árið 1990 var áætl- uð um 346 milljónir króna ef miðað er við að gera ætti skipið út næstu 15-20 ár. Ingvar segir að einnig séu farin að koma upp svipuð vandamál við öflun varahluta fyrir Ægi og Tý þrátt fyrir að skipin séu bæði í nokkuð góðu ástandi. Ennfremur segir Ingvar um- hugsunarvert að engar framfarir hafi orðið á skipunum sem smíðuð hafi ver- ið eftir að Þór var smíðaður árið 1951. Upplýslngum safnaA um nýtt sklp Byggingarnefnd sem sjávarútveg- ráðherra skipaði og fjallar um kaup eða smíði á nýju varðskipi fyrir Land- helgisgæsluna, hefur að sögn Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgis- gæslunnar, að undanförnu viðað að sér upplýsingum um skip og þær kröfur sem þarf að gera til þess. „Það voru ekki miklar framkvæmdir innan stofn- unarinnar á þessu sviði í fyrra en von- andi verða þær meiri á þessu ári. Það hefur margt annað gengið fyrir, meðal annars stóðum við í þyrlukaupum, en við höfum fengið nokkrar upplýsingar um hugsanleg skip. Einnig þarf að athuga hvaða skipakosti við þurfum að vera búnir. Þetta eru þau mál sem nefndinni var falið að athuga. En eins og staðan er í dag er ekkert ákveðið í þessum málum. Við munum koma með okkar tillögur til ráðherra þegar þar að kemur en það verður að minnsta kosti ekki á allra næstu mánuðum. Liðsmenn þróunardeildar • FJÓRIR fastir starfsmenn eru nú við Þróunardeild SH. Töluverður hluti af vinnu margra starfsmanna mark- aðsdeildanna á íslandi og starfi innkaupadeildar SH felst einnig í vöru-þróun og að fylgja nýjum vörum eftir í framleiðslu og sölu. Við þetta bætist vinna verkstjóra í vinnslunni og sölumanna SH erlendis þannig að áætla má að liðsmenn þróunar- starfsins fyrir framleiðendur SH skipti nokkrum tugum. Fastir Iiðsmenn deildarinnar eru kynntir í ársskýrslu hennar nú í janúar: Dr. Alda B. Möller er matvælafræð- ingur og hefur unnið hjá SH síðan 1986 við þróunarverk- efni, markaðsmál og kynn- ingarstörf. Hún stýrir starfi þróunardeildar. Páll Gunnar Pálsson er matvælafræðingur og lauk einnig námi í viðskipta- og rekstrarfræði frá Endur- menntunarstofnun Há- skóla íslands. Hann hóf störf hjá SH árið 1993. Páll Gunnar hefur sérhæft sig í tækni við framleiðslu smá- Alda Páll Gunnar Möller Pálsson Óskar G. Gunnar B. Karlsson Sigurgeirsson söluvöru og annast verkefni fyrir Japansmarkað. Óskar G. Karlsson er fisk- tæknir og iðnrekstrarfræð- ingur. Hann hóf störf hjá SH árið 1993. Hann hefur sér- hæft sig í sérskurðarverkefn- um er byggjast á nákvæmri flokkun bita fyrir neytenda- markaði í Evrópu og Banda- ríkjunum. Gunnar B. Sigurgeirsson er matvælafræðingur og hef- ur lokið MS prófi í hagfræði. Hann hóf störf hjá SH vorið 1995. Hann sérhæfir sig í sérskurðarverkefnum, úr- vinnslu gagna og annast að mestu verkefni fyrir Bret- landsmarkað. Nesfiskur fyrirtæki ársins á Suðurnesjum • NESFISKUR hf. í Garði og dótturfyrirtæki þess var valið fyrirtæki ársins 1995 á Suðurnesjum af fréttablaðinu Víkurfréttum. Það eru feðg- arnir Baldvin Njálsson og Bergþór Baldvinsson, sem bera hitann og þungann af rekstrinum, en fyrirtækin eru í eigu fjölskyldu Baldvins. Velta Nesfisks og dótturfyrir- tækja í fyrra var 1,7 milljarður króna. í fyrra keytpi fyrirtæk- ið útgerðarfélagið Eldey og togarann Eldeyjar-Súlu. Dótturfyrirtækið Njáll hf. á 8 báta auk Eldeyjar-Súlu, en það eru Una í Garði GK, Sigur- fari GK, Bergur Vigfús GK, Siggi Bjarna GK, Benni Sæm GK og Baldur GK, sem stunda veiðar, en Dóri á Býja GK og Bragi GK eru ekki gerðir út. Kvóti fyrirtækisins Baldvin Bergþór Njálsson Baldvinsson svarar til 3.700 tonna af þorski. Starfsmenn eru yfir 200 og er fiskvinnslan til húsa í Gerðum í Garði. Á síðasta ári var unnið úr 10.000 tonn- um af hráefni og námu launa- greiðslur um 450 milljónum króna. Vinnslan byggist að mestu á frystingu, en saltfisk- framleiðsla skilaði um 30% verðmæta framleiðslunnar á síðasta ári. Soðin ýsuflök með karrý-smjörsósu Hafsteinn Sigurðsson, yfirmatreiðslumaður á Glóðinni, er lesendum Versins innan handar aðra vikuna í röð. Soðningin Að þessu sinni hristir hann fram úr erminni uppskrift að soðnum ýsuflökum með karrý-smjörsósu. Ysan er soðin með veiyulegum hætti, en helsta kúnstin felst í sósugerð- inni. í réttinn þarf: 1 kg roðflett og beinhreinsuð ýsuflök 1 stk. Iítill smátt skorinn laukur lVi dl ijómi 2 tsk. karrý 1 tsk. soya-sósa 1 tsk. Mango Chutney (ekki nauðsyn- legt) 250 g kalt smjör salt og pipar Ýsuflökin eru soðin i söltu vatni. Þá er hafist handa við sósuna. Laukurinn er svitaður i litlum potti með smjöri. Karrýi, soya-sósu og Mango Chutney er bætt út í. Þetta er látið krauma við vægan hita í 1 til 2 mínútur. Þá er ijómanum bætt út í. Síðan smjörinu, matskeið fyrir matskeið og þeytt vel í með piskara. Sósan er svo bragðbætt með salti og pipar. Gott er að bera réttinn fram með fersku salati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.