Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 1
Myndir f rá Nýja-Sjálandi ÞAÐ er með ólíkindum hvað blaðið okkar, Myndasögur Moggans,^ berst víða um heiminn. í landi sem heitir Nýja-Sjáland (á máli frum- byggjanna heitir það Aote- aroa) og er hinum megin á hnettinum - eiginlega beint undir fótum okkar sem erum hér uppi á norðurhjara ver- aldar - búa systur sem eiga pabba sem er frá íslandi. Hann heitir Stígur og dætur hans heita Lybbi Janika Stígsdóttir, 9 ára að verða 10, og Alanah Jade. Stígs- dóttir, 8 að verða 9. Borgin þar sem þær búa með for- Ljósin á jólunum Loginn á kertunum brennur, bæði lítill og stór. Vaxið niður það rennur, hjá þessum syngjandi kór. Jól, já blessuð eru jól með sitt stóra ljós. Myrkrið fór í skjól, en úti býr frostrós. Aníta S. Ásmunds- dóttir (engar fleiri upp- lýsingar, því miður) sendi þetta fallega jóla- ljóð til okkar. Jólin eru nýliðin að við megum til með að birta það. Aníta, þakka þér fyrir. eldrum sínum heitir Whangarei og er nyrst í landinu þeirra. Nýja-Sjáland saman- stendur af tveimur stórum eyjum, Norðurey og Suður- ey, ásamt mörgum smáeyj- um. Stærð landsins er 267.844 ferkílómetrar, ís- land er 103.000 ferkílómetr- ar, ríflega helmingi minna en Nýja-Sjáland. Höfuð- borgin heitir Wellington. Þekktasta dýr Nýja-Sjá- lands er kívífuglinn, sem er ófleygur. Frumbyggjar landsins nefnast maóríar og eru taldir upprunnir á norð- lægan eyjum Eyjaálfu, Pólý- nesíu. Þeir komu til Nýja- Sjálands um svipað leyti og ísland var að byggjast, á 9. öld. Enskir landnemar komu til landsins á átjándu og nítj- ándu öld. íbúar Nýja-Sjá- lands eru um þijár og hálf milljón. Tungumál eru enska og maórí. Helstu atvinnu- vegir eru landbúnaður og iðnaður. Nýja-Sjáland hlaut sjálfstæði frá Breska sam- veldinu árið 1907. Lybbi Janika sendi mynd af Pétri nokkrum Pan og Alanah Jade mynd af ljós- álfakonu eða ef til vill engli. Við kunnum þeim systrum bestu þakkir fyrir og send- um þeim og öðrum Nýsjá- lendingum kærar kveðjur. Þar sem við vitum ekki hvort þær systur kunna íslensku sendum við þeim kveðju á ensku og segjum: Children in Iceland wish you a happy New year (börnin á íslandi senda ykkur bestu nýárs- kveðjur). Pennavinir KÆRA Bamablað! Mig langar að eignast penna- vini 8 ára til 10 ára, er sjálf að verða 9, helst úti á landi. Áhugamál: Handmennt, skíði, skautar og pennavinir. PS. Ég er eldhress og skemmtileg en dálítið feimin. Inga K. Skúladóttir Grettisgötu 83 101 Reykjavík Ég heiti Vigdis Tinna og langar að eignast pennavini á aldrinum 6 til 9 ára, en ég er sjálf 8 ára og áhuga- mál mín eru hestar, hundar og kettir. Vigdís T. Sigríðardóttir Vegghömrum 4 112 Reykjavík Halló, halló! Ég heiti Ómar og hef áhuga á fótbolta, Disney-myndum og stangveiði. Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 6-9 ára. PS. Svara öllum bréfum. Ómar Ö. Aðalsteinsson Bollagörðum 83 170 Seltjarnanes Góða nótt, ÆJgÆÆÆ IIIII ÁTTA ára stúlka að nafni Lilja María Þorvaldsdóttir sendi okkur mynd af einhveij- um, kannski henni sjálfri, að blása á kertisloga um leið og hún býður góða nótt. Kerti eru falleg og friðsam- leg þegar þau fá ekki eldsmat nærri sér, en ef það gerist er hætta á ferðum; friðarins ljós breytist í hvæsandi skrímsli sem engu eirir. Farið varlega með opinn eld. Börn eiga ekki að vera með eld- færi og ennþá síður að fikta með eld.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.