Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 20. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 25. JANUAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rannsókn á meintum njósnum pólska forsætisráðherrans Oleksy segir af sér en segist saklaus Varsjá. Reuter. JOZEF Oleksy, forsætisráðherra Póllands, sagðist í gær myndu segja af sér í kjölfar þess að saksóknarar pólska hersins kváðust hafa haf- ið formlega rann- sókn á ásökunum á hendur Oleksy um að hann hefði verið njósnari Rússa. Þá verða einnig rannsak- aðar meintar njósnir tveggja fyrrum sendiráðs- manna Rússa í Póllandi, sem Oleksy er sagður hafa átt samskipti við. Forsætisráðherrann heldur fram sakleysi sínu og segir um ofsóknir pólitískra andstæðinga sinna að ræða. „í nafni ríkishagsmuna hef ég ákveðið að segja af mér," sagði Oleksy í sjónvarpsávarpi í gær og ítrekaði sakleysi sitt. Krafðist hann þess að 611 sönnungargögnin gegn honum yrðu birt opinberlega og fagnaði ákvörðuninni um rannsókn- ina, kvaðst myndu svara öllum spurningum saksóknara. Búist er við breytingum á ríkis- stjórn flokks Oleksys, Lýðræðislega vinstribandalagsins, og Bænda- flokksins en síðarnefndi flokkurinn hefur krafist þess að fá stjórnar- taumana í hendur. Munu viðræður flokkanna hefjast á föstudag. Krefjast kosninga Lech Walesa, fyrrverandi forseti landsins, bættist í gær í hóp þeirra sem krefjast þess að boðað verði til kosninga svo að leysa megi þann hnút sem stjórnin er komin í vegna ásakananna á hendur Oleksy. Á þriðjudag náði Walesa samkomu- lagi við stærsta stjórnarandstöðu- flokkinn, Frelsisbandalagið, um myndun kosningabandalags. Reuter Stefnuræð- an mælist vel fyrir Washington. Reuter. BILL Clinton, forseta Banda- ríkjanna, virðist hafa tekist vel upp með stefnuræðu sinni í fyrrakvöld og honum tókst að koma repúblikönum í nokkurn bobba með því að leggja áherslu á mál, sem þeir hafa aðallega barist fyrir hingað til. í ræðu sinni boðaði Clinton minni ríkisafskipti, aukna bar- áttu gegn glæpum og ólögleg- um innflytjendum en kvaðst jafnframt mundu vinna að því að efla fjölskylduna og fjölga tækifærum til mennta. Skoraði hann á þingmenn að hefja sig upp yfir flokkaríg og leysa fjár- lagadeiluna með því að samein- ast um það besta í tillögum beggja flokka. I skoðanakönnun ABC-sjón- varpsstöðvarinnar að lokinni ræðunni, kvaðst 51% styðja stefnu Clintons en 28% voru á bandi republikana. Á sama tíma fyrir ári voru þessar tölur 50 á móti 50. ¦ Boðaðiöldtækifæra/17 í haldi gamallar konu MÚSLIMAKONAN Sedika Hajruli var föl og tekin er hún ræddi við fréttamenn í gær en þá voru aðeins liðnar nokkrar klukkustundir frá því að hún hafði verið leyst úr haldi Bosn- íu-Serba. Saga Hajruli er óvenjuleg, því hún var fangi gamallar serbneskrar konu, Tonuuúju Kukrícar, sem hugð- ist skipta á Hajruli og dóttur sinni, sem er fangi múslima. Serbneskir lögreglumenn rændu Hajruli af heimili henn- ar í Sarajevo árið 1992 en áður höfðu þeir tekið hana og eigin- mann hennar til fanga. Ekkert er vitað um örlög hans. Parið var með Hajruli til gömlu kon- unnar, sem bjó í hverfi Bosníu- Serba í borginni, og átti að láta hana í skiptum fyrir serb- neska konu. Konan lokaði Hajr- uli inni í kjallara húss síns og þar dvaldi hún næstu þrjú árin. Reuter SADIKA Harjuli, t.h., brast í grát er systir hennar, Izeta, sagði henni að móðir þeirra hefði látist í síðustu vikn. „Tomanija var stundum góð og stundum afar vond, þegar henni varð hugsað til dóttur sinnar... En þegar við fengum okkur kaffi, drukkum við það saman," segir Hajruli um samskipti sín við „fangavörðinn". Hún fékk að fara út og viðra sig á dag- inn og sat stundum úti í sól- inni. A næturnar læsti hún að sér af ótta við hermenn. Hajruli vildi ekki ræða um meðferðina en systir hennar sýndi blaðamönnum blóðug hár Sadiku, sem hún haf ði klippt af henni. Þá kom fram að Hajruli haf ði lést um 50 kíló í fangavistinni. Það skyggði mjög á gleði Sadiku Hajruli að ekkert hefur frést af eíginmanni hennar, auk þess sem móðir hennar lést í síðustu viku. Háttsettur ráðherra í Rússlandi óánægður með stefnu ríkisstjórnarinnar Moskvu. Reuter. HÁTTSETTUR ráðherra í Rúss- landi, Oleg Soskovets, hvatti til þess í gær að gerðar yrðu breytingar á efnahagsstefnunni og sagði að gerð hefðu verið þau mistök að reyna að líkja í einu og öllu eftir vestrænni hagstjórn. Soskovets er fyrsti að- stoðarforsætisráðherra. Er hann sagður gæta vel hagsmuna ráða- manna í stórum iðnfyrirtækjum frá sovétskeiðinu er flest eiga í vök að verjast vegna umskiptanna til mark- aðsskipulags. í viðtali við /íar-Tass-fréttastofuna sagði Soskovets að gera yrði grund- vallarbreytingar á stefnunni og stokka upp spilin í fjármálum ríkis- ins. „Mörg mistök voru gerð þegar umbótunum var komið á, ástæðan var sú að sumir frammámenn reyndu Gagnrýnirað- hald hjá ríkinu að líkja vandlega eftir stjórnarháttum í löndum markaðshyggjunnar hér í Rússlandi án þess að taka tillit til sérstakra aðstæðna hjá okkur," sagði ráðherrann. Ráðist að Tsjúbajs Hann nafngreindi ekki frammá- mennina en ljóst þykir að hann hafi beint skeytum sínum að umbóta- sinnanum Anatolíj Tsjúbajs. Hann stjórnaði einkavæðingu í Rússlandi þar til í liðinni viku er hann sagði af sér vegna harðrar gagnrýni Borís Jeltsíns forseta. Forsetinn sagði Tsjúbajs, sem hefur haft baráttuna gegn verðbólgu að leiðarljósi, hafa valdið eigendum sparifjár stórtjóni og selt ríkiseignir hræódýrt. Soskovets sagði ennfremur að Draumur ura palest- ínskt ríki TIL átaka kom í gær er ísraelsk- ir hermenn hófu að rífa niður byggingar á Yesturbakkanum, sem þeir sögðu reistar í óleyfi og reyndu Palestínumenn, m.a. þessi gamli maður, að koma í veg fyrir aðgerðirnar. Ágætlega fór hins vegar á með Yasser Arafat, nýkjörnum leið- toga Palestinumanna, ogShimon Peres, forsætisráðherra fsraels, á fundi þeirra í gær. Er Arafat var inntur eftir þeim ummælum sínum að hann sæi fyrir sér að ríki Palestínumanna yrði að veruleika innan 18 mánaða, sagði hann: „Mér leyfist að láta mig dreyma." Peres, sem stóð við hlið hans, svaraði að bragði: „Ég fellst á það sem draum." gengi rúblunnar hefði um of verið bundið við Bandaríkjadollar, hefði þetta valdið útflutningsfyrirtækjum miklum erfiðleikum, ekki síst í málmvinnslu. Margir túlka ummæli Soskovets svo að nú verði dregið úr aðhaldi í fjármálum ríkisins, lögð áhersla á hagvöxt með opinberum aðgerðum og verndarstefnu. Talið er að Jeltsín stefni að end- urkjöri í júní. Hvetur hann nú til þess að reynt verði með félagslegum aðgerðum að lina þjáningar almenn- ings vegna sársaukafullra umskipta í efnahags- og stjórnmálum er hafa m.a. valdið atvinnuleysi og glæpa- fári. Hann átti hins vegar fund með erlendum fjárfestum í vikunni og fullyrti að ekki yrði horfið frá mark- aðsumbótum. Gíslum frá Dag- estan sleppt NovogroznenskQ. Reuter. TSJETSJENSKIR uppreisnar- menn slepptu í gær 42 gíslum sem þeir höfðu haft í haldi í tvær vikur. Var fólkið að von- um frelsinu fegið en flestir í hópnum voru frá Dagestan. Gíslarnir sögðu Tsjetsjenana hafa farið vel með þá og einn þeirra talaði um bræðralag hópanna tveggja. Tjstjsenarnir halda enn rússneskum lög- reglumönnum sem þeir segjast munu láta lausa í skiptum fyr- ir Tsjetsjena í haldi Rússa. Gfslarnir voru þreytulegir er þeim var ekið i gulri rútu út úr bænum Novogroznenskíj þar sem þeir hafa verið í haldi undanfarna daga. Rútan ók í kjölfar bifreiða sem stjórn- málamenn og trúarleiðtogar frá Dagestan óku. Hundruð Tsjetsjena höfðu safnast sam- an við húsið sem gíslunum var haldið í og hrópuðu þeir, „Guð er mestur" og „Herinn burt", er gíslunum var ekið á braut. Kvíða heimkomu Hluti gíslanna var tekinn höndum í Kísljar fyrir hálfum mánuði er Tsjetsjenarnir létu til skarar skríða en aðrir í hópnum voru íbúar þorpsins Pervomajskoje, þar sem rúss- neski herinn gerði áhlaup á skæruliðana fyrir viku. Flestir sögðu að vel hefði verið farið með þá í prísundinni og kvöddu sumir gíslanna mennina sem höfðu haft þá i haldi. Þá kváð- ust nokkrir úr gíslahópnum kvíða því að þeir yrðu úthróp- aðir stuðningsmenn Tsjetsjena og að það kynni að valda þeim erfiðleikum við heimkomuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.