Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gríðarlegt tjón þegar eldur kom upp í togaranum Mainz Eitt skipa Samherja brann í Cuxhaven Time segir Leif ís- lenskan ENGINN vafi leikur á þjóðemi Leifs Eiríkssonar í nýjasta hefti Time, þar sem hann er sagður ís- lenskur. Til- efnið er sýn- ing í Helsinki þar sem nor- rænir land- könnuðir verða I fyr- irrúmi. „Til að minnast hetjudáða sona sinna, munu Norðurlöndin fimm standa saman að ferða- sýningu þar sem lögð verður áhersla á ævintýri Leifs Eiríks- sonar frá íslandi, Vitus Bering frá Danmörku, Adolf Erik Nordenskjold frá Finnlandi, Sven Hedin frá Svíþjóð og Ro- ald Amundsen frá Noregi,“ seg- ir í Time. GRÍÐARLEGT tjón varð þegar eldur kom upp í frystitogaranum Mainz þar sem hann lá við bryggju í Cux- haven í Þýskalandi. Skipið er í eigu Deutsche Fischfang Union, en Sam- herji á Akureyri er stærsti hluthafi í fyrirtækinu. Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri DFFU, segir að tjónið sé gríðarlegt og óvíst hvort hægt sé að endurbyggja skipið. Verið var að gera endurbætur á Mainz þegar eldur kom upp í því kl. 8 í fyrrakvöld. Menn voru að vinna um borð og kölluðu strax á slökkvi- lið. Þrátt fyrir að það kæmi fljótlega á staðinn náði eldurinn að breiðast um skipið og var það um tíma nán- ast alelda. A annað hundrað slökkvi- liðsmenn börðust við eldinn um nótt- ina. Þegar Morgunblaðið náði tali af Finnboga Baldvinssyni um miðjan dag í gær var ekki búið að slökkva að fullu eldinn í skipinu. Hann sagði að menn héldu að sér höndum við slökkvistarf þar sem slagsíða væri komin að skipinu, en búið væri að dæla gífurlegu magni af vatni á það. Komin slagsíða að skipinu „Það er ljóst að þetta er gríðarlega mikið tjón. Hve mikið vitum við ekki. Við getum á þessu stigi ekki gert okkur grein fyrir hvort hægt verður að endurbyggja skipið. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Það er búið að vera hér fjölmennt lið sem hefur barist við eldinn. Á tímabili í nótt voru hér á annað hundrað slökkviliðs- menn, vel útbúnir tækjum, en réðu ekki neitt við neitt. Það er komin slagsíða að skipinu og menn eru ragir við að dæla meiri sjó í það,“ sagði Finnbogi. Finnbogi sagði að hvasst hefði verið og það hefði gert mönnum erf- iðara fyrir við slökkvistarfið. Mainz er 94 metra frystitogari. Hann hefur verið frá veiðum undan- famar vikur, en fyrirhugað var að hann færi á veiðar að nýju í mars eða apríl. Finnbogi sagði ekki ljóst hvaða áhrif bruninn hefði á rekstur DFFU. Fyrirtækið ætti þijú önnur skip og þau væru öll á veiðum. Hann sagði að allt yrði gert sem hægt væri til að tryggja að þau markmið, sem stjómendur fyrirtækisins hefðu sett sér, næðust. Gjöld fyrir læknisverk hækka Stefnt að því að spara 100 millj. HEILBRIGÐISRAÐHERRA hefur gefið út reglugerðir sem auka sértekj- ur heilbrigðisstofnana um 100 millj- ónir á þessu ári. Meðal breytinga er að réttur ellilífeyrisþega til greiðslu lægra gjalds við komu á heilsugæslu- stöð er hækkaður úr 67 ámm í 70 ár nema hjá öryrkjum. Sum gjöld fyrir læknisverk hækka, en þök á greiðslu til þeirra sem að eiga rétt á afsláttarkorti hækka ekki. Þá verða gmndvallarþættir í heilsu- vemd áfram ókeypis, s.s. mæðra- vemd, ungbamaeftirlit og heilsu- gæsla í skólum. Haldið er þeirri stefnu að hvetja almenning til að leita til heilsugæslu frekar en beint til sér- fræðinga. Þannig hækka greiðslur vegna komu til sérfræðings meira en vegna komu til heilsugæslulæknis. Almennt gjald hækkar um 100 krónur Koma til heilsugæslulæknis á dag- vinnutíma hækkar úr 600 í 700 krón- ur. Gjald vegna komu ellilífeyrisþega 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþega, ellilífeyrisþega 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, bama sem njóta umönnunarbóta og bama innan 16 ára aldurs hækkar úr 200 í 300 kr. Gjald fyrir vitjanir er hækkað til samræmis við almennt gjald nema vegna bama sem njóta umönnunarbóta. Gjald fyrir komu til sérfræðings hækkar úr 1.200 kr. auk 40% af umframkostnaði í 1.400 kr. auk 40% af umframkostnaði. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, svo og örorkulífeyris- þegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og bama sem njóta umönnun- arbóta greiða 500 krónur auk 1/3 af 40% umframkostnaði. Rétti til afsláttarkorts er haldið óbreyttum varðandi þær flárhæðir sem þar eru til viðmiðunar. Réttur til afsláttarkorts á kjöram ellilífeyr- isþega færist úr 67 áram í 70 ára aldur nema vegna þeirra sem voru öryrkjar til 67 ára aldurs. Morgunblaðið/Ásdís Á ANNAÐ hundrað manns sóttu fund Ferðafélags íslands í gær. Mannvirkjagerð á Hveravöllum mótmælt ALMENNUR félagsfundur í Ferðafélagi íslands samþykkti í gærkvöldi harðorða ályktun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Hveravöllum. í ályktuninni er mótmælt hug- myndum um „viðamikla og vara- sama mannvirkjagerð á HveravöU- um, sem birtast i þeim drögum að umhverfismati og deiliskipulagi, er nú hafa verið auglýst á vegum skipulagsyfirvalda og sem m.a. myndu leiða til þess að starfsemi og aðstöðu Ferðafélags íslands, sem á sér áratuga hefð, yrði rutt til hliðar,“ eins og þar segir. Fundurinn vefengdi eignar- og yfirráðarétt Svínavatnshrepps yfir Hveravöllum og ferðamannasvæð- inu í grennd og beindi þeim tilmæl- um til yfirvalda skipulags- og byggingarmála að áætlanir um skipulag hljóti „alls ekki endanlega umfjöllun fyrr en lokið hefur verið vinnu við heildarskipulags alls há- lendisins." Árás á Akranesi Gæsluvarð- hald lengt HÆSTIRÉTTUR úrskurðaði í gær 19 ára stúlku í gæsluvarðhald til 4. febrúar nk. vegna líkamsárásar á 16 ára stúlku á Akranesi. Héraðsdómur Vesturlands úr- skurðaði stúlkuna og þijár 16 ára stúlkur á sunnudag í gæsluvarðhald til 31. janúar. Fulltrúi sýslumanns á Akranesi hafði krafist tveggja vikna gæsluvarðhalds yfir þeim öll- um á grundvelli alvarleika brotsins og vegna rannsóknarhagsmuna. Veijandi stúlknanna kærði úr- skurðinn til Hæstaréttar en þar sem yngri stúlkunum þremur var sleppt úr haldi á þriðjudag voru kærur þeirra dregnar til baka. í úrskurði um kæru elstu stúlkunnar breytti Hæstiréttur forsendum gæsluvarð- haldsins á þá leið að stúlkan er úr- skurðuð vegna alvarleika brotsins í tveggja vikna gæsluvarðhald, eins og upphaflega var krafist. Rannsóknarlögregla á Akranesi er enn að ýfirheyra vitni vegna málsins og miðar rannsókn vel. Líðan stúlkunnar, sem fyrir árás- inni varð, er að mestu óbreytt, að sögn læknis á gjörgæsludeild Borg- arspítalans. -----♦ ♦ ♦---- Viðræður í Moskvu Rættum Smuguþorsk VIÐRÆÐUR íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um veiði- stjómun fyrir norsk-íslenzka síldar- stofninn hófust í Moskvu í gær. Að sögn Guðmundar Eiríkssonar, for- manns íslenzku viðræðunefndarinn- ar, byijuðu fundir seint og voru of skammt á veg komnir, er þeim var frestað í gær, til að hann vildi tjá sig um hvort miðaði í samkomulags- átt. Gert var ráð fyrir óformlegum samtölum um síldarmálin í gær- kvöldi. í dag heíjast fundir að nýju og verður rætt um síldina til hádeg- is. Þá skipta bæði Rússland og Nor- egur um samninganefndir að stórum hluta og viðræður um þorskveiðar íslenzkra skipa í Barentshafi heljast. Náist ekki niðurstaða í síldarvið- ræðunum í dag, kann svo að fara að komið verði á öðrum síldarfundi í lok vikunnar, þyki ástæða til. ÁLBRÆÐSLA Columbia Aluminum Corporation í Goldendale í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Valdabarátta tefur ákvörðun um álver VALDABARÁTTA innan fyrirtæk- isins Columbia Aluminum mun verða þess valdandi að ákvörðun um það hvort fyrirtækið reisi álver á íslandi eða í Venezuela dragist enn og þær fyrirætlanir verði jafnvel lagðar á hilluna. Trúnaðarráð eignarhaldsfélags starfsmanna (ESOP) Columbia Al- uminum lýsti því yfír rétt fyrir jól að það hygðist nýta rétt til að kaupa hlut Kenneths Petersons, forstjóra fyrirtækisins, og selja fyrirtækinu Goldendale Aluminum. í upphafí þessarar viku kom stjórn Columbia saman og 23. janúar var tilkynnt að ákveðið hefði verið að gera tilboð í eignarhlut starfsmannanna í fyrir- tækinu. Tilboðið hljóðar upp á 63 milljónir dollara (rúma fjóra millj- arða íslenskra króna). í fréttatilkynningu frá Columbia Aluminum segir að ESOP hafí átt kauprétt á 564.000 hlutum I fyrir- tækinu, sem eru í eigu Petersons, allt frá árinu 1988. Hyggst engu að síður reisa álver Jim Hensel, yfírmaður nýrra verk- efna hjá Columbia, sagði í gær- kvöldi að Peterson hefði hug á að reisa álver annaðhvort á íslandi eða í Venezuela hvernig sem færi með Columbia Aluminum. Ákvörðun um byggingarstað myndi hins vegar tefjast fram í byijun apríl að minnsta kosti. Hensel sagði að í raun væri um tvo kosti að ræða: ESOP keypti hlutabréfín og seldi nýjum eiganda, eða tilboði stjórnar Columbia yrði tekið og þá myndu starfsmenn ekki eiga hlut í fyrirtækinu. Ef álbræðsla Columbia í Washing- ton-ríki í Bandaríkjunum kemst í eigu Goldendale Aluminum munu tvær álbræðslur, sem seldar voru hvor í sínu lagi á níunda áratugnum, komast undir einn hatt. Hensel sagði að keypti fyrirtækið Goldendale Columbia myndi Peter- Starfsmenn og stjórnandi bítast um yfirráð í Col- umbia Aluminum son aðeins geta haldið fast í áætlan- ir sínar um að reisa álver á íslandi eða í Venezuela ef hann keypti þýsku bræðslutækin af Goldendale. Eig- endur Goldendale hefðu ekki í hyggju að reisa nýtt álver og því mögulegt að þeir seldu Peterson bræðslutækin, sem Columbia keypti af fyrirtækinu Vereinigte Alum- inium Werke í Töging í Þýskalandi I ágúst 1995, en ekki hefði verið samið um neitt slíkt enn. Tilgangur starfsmanna í grein, sem birtist í bandaríska blaðinu American Metal Market 25. desember, er látið að því liggja að starfsmönnum hafí ekki hugnast útþenslufyrirætlanir Petersons og haft eftir Jessie Casewell, sem stjórnar trúnaðarráði eignarhaldsfé- lags starfsmanna, að starfsmenn vildu „einbeita sér að fyrirliggjandi starfsemi í Goldendale". Hensel sagði að starfsmenn hefðu ekki ákveðið að neyta kaupréttar síns vegna ótta um að störf þeirra flyttust úr landi. „Höfuðástæðan er að þeir vilja vera eigin herrar,“ sagði Hensel. „Þeir hafa ekki áhyggjur af störfum vegna þess að ætlunin er ekki að loka Goldendale-bræðsl- unni.“ „Við höfum vitað af þessu nokkr- un tíma,“ sagði Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri Markaðsskrif- stofu iðnaðarráðuneytisins, í gær. „Við vitum líka að Peterson hefur ekki gefið Töging álverið upp á bát- inn.“ Garðar sagði að ómögulegt væri að vita hvert framhald þessa máls yrði, sérstaklega ef hvorugur aðili gæfí sig og til kasta lögfræðinga kæmi. í fréttatilkynningu Columbia Al- uminum segir að hlutabréf í fyrir- tækinu hafi verið metið á 143 doll- ara (um 9.500 krónur) í lok árs 1994, en samkvæmt niðurstöðum hlutlauss ráðgjafa sé hvert hlutabréf með kauprétti eignarhaldsfélags starfsmanna 250 dollara (um 16.500 krónur) virði. Tilboð stjórnar Col- umbia í hlut starfsmanna beri því vitni hvílíka tröllatrú hún hafi á framtíð fyrirtækisins. c I £9 \ í f < I < M á \ i < < < i i < i 11 i i í i Hl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.