Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 15 Geymið kvittanir í sex til tíu ár FÓLK þarf að geyma kvittanir sínar í sex ár komi upp sú staða að skattayfirvöld vilji fá að sjá nót- ur aftur í tímann. Ragnar M. Gunnarsson forstöðu- maður hjá eftirlitsstofu ríkisskatt- stjóra segir að við gerð skattfram- tals gildi sex ára regla. „Skattayfir- völd hafa heimild til að taka upp skattskil sex ár aftur í tímann og þá þarf viðkomandi að leggja fram gögn til staðfestingar þeim upplýs- ingum sem hann gerir grein fyrir á framtali sínu.“ Vöru- og þjónustukvittanir geymdar í fjögur ár - En hversu lengi þarf að geyma kvittanir svo ekki sé hægt að tvírukka um afborganir eða greiðslu? Sigríður Arnardóttir, lögfræðing- ur Neytendasamtakanna, segir að réttur manna byggist á reglum um fyrningu, þ.e. hvenær krafa fyrnist. morgunverðarborði, eftirmið- dagskaffiboði, heilsuborði, tertu- borði og barnaafmæli. Einnig verður skipulögð skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Keppnin hefst á laugardaginn og lýkur um miðjan dag á sunnu- dag. Þá eiga keppendur að hafa bakað þriggja hæða tertu og gert kransaköku og konfektsmástykki auk borðskreytinga sem má borða. Dómnefndina skipa þrír köku- skreytingarmenn, einn íslenskur og tveir erlendir, framkvæmda- stjóri Neytendasamtakanna og einn listamaður. Þeir munu meta kökur og skreytingar keppenda meðal annars með tilliti til hug- myndar og hönnunar, frumleika, samræmingar milli skreytinga og efnisvals, bragðs og faglegra vinnubragða. Faginu til framdráttar Að sögn Hrannar Kristinsdótt- ur, framkvæmdastjóra keppninn- ar, hafa margir bakarar farið utan til framhaldsnáms í kökuskreyt- ingum á undanfömum ámm, en ekki er hægt að fullmennta sig í greininni hér heima. Islenskir kökuskreytingamenn séu mjög færir og gefi erlendum starfs- bræðrum sínum ekkert eftir. Þá segir Ragnar Hafliðason, bakarameistari í Mosfellsbakaríi sem á sæti í undirbúningsnefnd keppninnar, að það hafí komið mjög á óvart í fyrra, þegar keppn- in var haldin í fyrsta sinn, hvað kökuskreytingamennirnir eru fær- ir. „Það er okkar trú að svona keppni sé faginu mjög til fram- dráttar," segir Ragnar. Þá segir hann að nú fyrir jólin hafí þrír íslendingar brautskráðst sem kökuskreytingamenn frá Dan- mörku. Frammistaða þeirra þótti svo góð að þeir fengu þijár rósir af sex sem nemendum sem skara fram úr eru veittar í tilefni út- skriftarinnar. „Það er mismunandi langur fyrn- ingartími og fer eftir því um hvers konar kröfur er að ræða.“ Sigríður segir að almenna reglan sé fjögur ár þegar um er að ræða keypta þjónustu eða vöru, s.s. raf- magn, hita, hótelkostnað, flutnings- gjöld og þjónustu iðnaðarmanna, húsaleiga fellur hér einnig undir. „Eftir fjögur ár er ekki í neinu til- viki hægt að krefjast greiðslu og því þarf viðkomandi ekki að geyma kvittanir eftir þann tíma.“ Fyrning á skuldabréfi 10 ár Aðrar reglur gilda um skulda- bréf. Sigríður segir að þá fyrnist krafan gagnvart skuldara á tíu árum frá og með gjalddaga hverrar afborgunar en gagnvart ábyrgðar- manni á fjórum árum. Þegar kemur að víxlum fyrnist krafan á þremur árum gagnvart samþykkjanda víx- ils en gagnvart ábyrgðarmanni á einu ári. Símnotendur geta fengið símreikning- inn sundur- liðaðan SÍMNOTENDUM gefst nú kostur á að fá sundurliðun yfir símtöl sín utanbæjar og til útlanda og væntanlega mun á næstunni verða hægt að fá innanbæjarsímtöl sund- urliðuð. í sundurliðuninni kemur fram í hvaða númer var hringt, að sleppt- um tveimur síðustu stöfum, hve- nær, hve lengi símtalið stóð og fjöldi teljaraskrefa. Ekki er greitt stofngjald fyrir þessa þjónustu en ársfjórðungsgjald er 150 krónur og gjald á símtal ein króna. Þegar hægt verður að fá innan- bæjarsímtölin sundurliðuð líka verður kostnaðurinn sá sami, ein króna fyrir hvert símtal. Sótt er um þessa þjónustu skriflega á af- greiðslustöðum Pósts og síma og verða rétthafar símans að sækja um sjálfir. -----♦ Kísilsýra í apótek Silicol-kísilsýra sem Sjónvarps- markaðurinn hefur selt síðastliðna mánuði fæst nú í apótekum líka. Kísilsýra er náttúrulegt bætiefni sem á að virka gegn bijóstsviða, vægum magasærindum, vind- gangi, uppþembdum maga, niður- gangi og harðlífi. Um er að ræða fljótandi efni sem á meðal annars að vernda og róa slímhimnur þarma, einangra óæskileg að- komuefni og gera þau óvirk og styrkja bandvef í meltingarkerfinu. Hampiðjan styður menntun sjómanna í Namibíu HAMPIÐJAN hf. færði Sjávarút- vegsskólanum í Walvis Bay í Namibíu, Walvis Bay Maritime School, nýlega tölvubúnað, troll- líkön og fleira að gjöf. Verðmæti tölvubúnaðarins er um 900.000 krónur og er hann gefinn til minningar um Guðmund S. Guð- inundsson, stofnanda Hamiðj- unnar. Það var Gunnar Svavars- son, forsljóri Hampiðjunnar, sem afhenti skólastjóra Sjávarútvegs- skólans, Dave Narburgh, gjöfina í hófi, sem haldið var í skólanum, en þar starfa 6 íslenzkir kennar- ar á vegum Þróunarsamvinnu- stofnunar Islands. Hampiðjan er nú að hefja starfsemi alhliða veiðarfæraþjónustu í Walvis Bay. Guðmundur S. Guðmundsson var fæddur í nóvember 1895 og stofnaði hann Hampiðjuna ásamt 12 öðrum árið 1934. Gjöf Hamp- iðjunnar er í tilefni þess að hund- rað ár eru liðin frá fæðingu Guð- mundar, sem lézt langt um aldur fram í maí 1942. Gunnar Svavarsson sagði við afhendingu gjafarinnar, að mjög mikilvægt væri fyrir Hampiðjuna að taka þátt í því þróunar- og uPPbyggingarstarfi, sem íslend- ingar hefðu unnið í Namibíu á undanförnum árum. ÚR VERINU Þróun skólans í Walvis Bay er mjög skammt á veg komin og í frétt þaðan segir að gjafir Hampiðj- unnar muni koma að nyög góðum notum, þar sem ýmis bún- aður, sem sjálfsagður þykir í skólum á Is- landi, sé fágætur í Namibíu. Einn af kcnnurum skólans var á ferðinni á Is- landi á dögunum og fékk skólinn þá mikið af búnaði frá fyrirtæly- um og einstaklingum að gjöf. Var hann fluttur til Namibíu með Seaflower, flaggskipi Seaflower GJÖFIN afhent. Gunnar Svavarsson, forsljóri Hampiðj- unnar og Dave Nar- burgh, skólastjóri Sjávarútvegsskólans í Walvis Bay. GUÐMUNDUR S. Guðmundsson, einn stofnanda Hampiðj- unnar. Whitefish Corp. Kennarar við skólann, Walvis Bay Maritime School, kunna öllum þeim, sem hönd lögðu á plóginn beztu þakk- ir fyrir. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson. DAGRÚNIS hefur nú hafið veiðar á ný eftir langt stopp vegna vélarbilunar. Skipið er nú gert út á rælyu. Dagrún til veiða á ný eftír 12 mánaða stopp Bolungarvík. Morgunblaðið. TOGSKIPIÐ Dagrún IS landaði hér í Bolungarvík í vikunni 40 lestum af rækju eftir sjö daga veiðiferð, en skipið var í sinni fýrstu veiðiferð eftir gagngerar endurbætur. Eitt ár er síðan aðalvél skipsins brotn- aði og hefur það síðan verið bundið við bryggju hér í Bolungarvík. Dagrún ÍS var í eigu Einars Guðfinnssonar hf. en.það fyrirtæki lét smíða skipið í Frakklandi árið 1974. Eftir gjaldþrot Einars Guð- finnssonar hf. var stofnað almenn- ingshlutafélagið Ósvör hf. sem keypti skipakost þrotabúsins, mb. Dagrúnu og mb. Heiðrúnu. Eftir að Bakki hf. í Hnífsdal keypti meirihluta í útgerðarfyrir- tækinu Ósvör hf. var tekin sú ákvörðun að skipta um vél í Dag- rúnu og búa skipið út til rækju- veiða. Keypt uppgerð aðalvél Keypt var uppgerð 2.000 hest- afla vél af gerðinni Deutz árgerð 1986 sem hafði 3.500 keyrslutíma en gerð upp og reynslukeyrð af Deutz í Þýskalandi. Þá var vindu- kerfí fýrir grandara endurnýjað, búið vökvavindum sem áður voru rafknúnar. Rafkerfí skipsins var endurnýjað að mestu, m.a. skipt um aðaltöflu, tækjabúnaður í brú var endurnýjað- ur að mestöllu leyti. Þá var sett niður vinnslukerfi fyrir ferskrækju á millidekk. Skipasmíðastöðin á ísafirði í samvinnu við Vélsmiðjuna Mjölni í Bolungarvík og Vélsmiðjuna í Bol- ungarvík sá um alla málmiðnaðar- vinnu en Örgjafínn hf. annaðist rafmagnsvinnuna. Kostnaður um 70 miiyónir króna Kostnaður við þessar endurbætur á skipinu er rúmar 70 milljónir króna. Skipstjóri á Dagrúnu er Guðmundur Bárðarson en í hans forföllum var Pétur Birgisson stýri- maður með skipið í þessari fyrstu veiðiferð skipsins eftir endurbætur. Að sögn Sævars Birgissonar út- gerðarstjóra Ósvarar hf. er ætlunin að gera Dagrúnu og Heiðrúnu út á ferskrækjuveiðar en þar sem Dag- rún var frá veiðum allt sl. ár verður skipið að afla nokkurra hundraða tonna af þorski til að viðhalda afla- heimildum sínum. Línuskipin veiða fyrir vinnsluna Þá gerir Ósvör hf. út línuveiðiskip- in'Vin ÍS sem búinn er beitingarvél og Flosa IS sem er á landróðrum. Afli þessara báta hefur verið mjög góður það sem af er vertíðinni. Með vorinu verður ráðist í endurbætur á mb. Flosa þar sem byggt verður yfir skipið og skipt um brú. Sævar sagði að ætlunin væri að láta línuveiðiskipin annast hráefnis- öflun fyrir frystihúsið en það tekur til starfa í næsta mánuði eftir viða- miklar endurbætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.