Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT Santer hefur vaxið í áliti NÚVERANDI framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur setið ár í embætti nú í vikunni. Margir höfðu í upphafí efasemdir um hæfileika Jacques Santer, forseta framkvæmdastjómarinnar, en hann var áður forsætisráðherra Lúxemborgar. Skipan Santers í embætti var á sínum tíma málamiðl- un þar sem ekki náðist samkomulag milli stærstu aðildarríkj- anna um skipan Jean- Luc Dehaene, forsæt- isráðherra Belgíu, eða Ruud Lubbers, fyrrum forsætisráðherra Hol- lands, þegar Frakkinn Jacques Delors lét af embætti. Sú breyting varð einnig á framkvæmda- stjórninni í janúar í fyrra að þá tóku í fyrsta skipti sæti í henni fulltrúar nýjustu aðildarríkjanna: Svíþjóðar, Aust- urríkis og Finnlands. Mat flestra að loknu þessu fyrsta ári er að Santer láti ekki mikið fyrir sér fara en sé starfmu vaxinn. Aðrir fulltrúar í fram- kvæmdastjóminni fá misjafna dóma. Ekki allir áberandi Austurríkismaðurinn Franz Fischler og Finninn Erkki Liikanen fá almennt mjög góða dóma og eru taldir hafa skilað starfí sínu vel en Daninn Ritt Bjerregaard hefur aðallega verið til vandræða. Lítið hefur farið fyrir mörgum í framkvæmdastjóminni og telja þeir sem rætt var við að það mætti skýra með því að málaflokk- ar þeirra gæfu þeim ekki mörg tækifæri á að láta Ijós sitt skína. Er Edith Cresson, fýrrum forsæt- isráðherra Frakklands, gjarnan nefnd sem dæmi en hún fer með vísindarannsóknir og þróun innan framkvæmdastjórnarinnar. Santers beið erfitt verkefni þeg- ar hann tók að sér að vera í for- sæti framkvæmda- stjórnarinnar þar sem forveri hans Delors hafði um tíu ára skeið verið með virtustu og áhrifamestu stjórn- málamönnum Evr- ópu. Maður málamiðlana Þrátt fyrir efa- semdir í upphafi hefur honum hins vegar tekist að vinna sér traust aðildarríkjanna og í flestum tilvikum, þegar erfið mál hafa komið upp, hefur hann á lipran hátt náð að miðla málum milli hinna nítján fulltrúa fram- kvæmdastjórnarinnar og aðildar- ríkjanna fimmtán. Að mati margra er hann réttur maður á réttum tíma því að nú sé talið æskilegt að framkvæmda- stjórnin gegni minna hlutverki varðandi löggjöf og stefnumótun en raunin var í tíð Delors. Aðrir sakna hins vegar þeirrar forystu og þeirrar sterku framtíð- arsýnar er einkenndi Delorsárin. „Það á sér ekki lengur nein póli- tísk umræða stað,“ sagði stjórnar- erindreki og einnig var bent á hversu litla forystu framkvæmda- stjórnin sýndi í tengslum við ríkj- aráðstefnuna á þessu ári. Jacques Santer Utanríkisráðherrar Norðurlanda Náið samband um ríkjaráðstefnu UTANRÍKISRÁÐHERRAR Norð- urlandanna, sem héldu reglubund- inn fund í Helsinki á þriðjudag, lýsa því yfír að Norðurlöndin muni hafa náið samband um þróun mála á ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins, sem hefst í Tórínó í marz. Utanríkisráðherrarnir lýsa jafnframt yfír stuðningi við stækk- un ESB til austurs. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra sat fundinn af Islands hálfu. í yfírlýsingu ráðherranna fagna þeir því að leiðtogafundur Evrópu- sambandsins í Madríd skuli hafa kveðið á um að upplýsa skyldi EFTA-ríkin (þ.á.m. Noreg og Is- land) um þróun mála á ríkjaráð- stefnunni. „Ráðherrarnir töldu mikilvægt fyrir öll norrænu löndin að ESB- samstarfíð verði eins skilvirkt, öflugt og áþreifanlegt og mögu- legt er,“ segir í yfírlýsingunni. Þar er einnig hvatt til þess að evrópu- samstarfíð fái sterkari lýðræðis- legan grundvöll og að ákvarðana- taka verði opnari. Utanríkis- og öryggissamstarf opið fyrir iöndum utan ESB Hið nána samband, sem ráð- herrarnir vilja hafa milli Norður- landanna meðan á ráðstefnunni stendur, mun ekki sízt þjóna þeim tilgangi að upplýsa ísland og Nor- eg um þróun hinnar sameiginlegu utanríkis- og öryggismálastefnu ESB, en ríkin eiga bæði aðild að NATO og aukaaðild að Vestur- Evrópusambandinu. Ráðherrarnir leggja í yfirlýsingu sinni áherzlu á að samstarfíð á þessu sviði verði „opið fyrir nánu samráði og sam- bandi við ríki, sem standa utan ESB.“ Ánægja með stækkun ESB Utanríkisráðherrarnir lýsa yfír ánægju sinni með að öll Austur- Evrópuríkin, sem gert hafa svo- kallaða Evrópusamninga við ESB, þar á meðal Eystrasaltsríkin, hafi nú sótt um aðild að sambandinu. Þeir segjast sömuleiðis ánægðir með að leiðtogafundurinn í Madríd skuli hafa rutt brautina til þess að hægt sé að byrja að ræða við öll Austur-Evrópuríkin á sama tíma. „Stækkun ESB til austui's, sem innifelur Eystrasaltsríkin, mun verða mikilvægt framlag til öryggis og friðar í Evrópu,“ segja ráðherramir. Loks ítrekuðu ráðherrarnir nauðsyn þess að norræna vega- bréfasambandinu yrði viðhaldið, innan ramma þátttöku Norður- landanna í Schengen-samkomu- laginu. 13 ára bresk stúlka gengur í hjónaband í Tyrklandi „Eigin- maðurinn“ handtekinn Kahramanmaras í Tyrklandi. Reuter. ÁTJÁN ára tyrkneskur atvinnu- laus þjónn hefur verið handtek- inn í heimabæ sínum við sýr- lensku landamærin og kærður fyrir að nauðga 13 ára breskri stúlku sem hann kvæntist að hætti múslima. Fór vígslan, sem hefur ekkert lagagildi í Tyrk- landi, fram með fullu samþykki foreldra stúlkunnar. Að sögn tyrkneskra embættis manna verður þjónninn, Musa Komeagac, sóttur til saka fyrir að eiga mök við stúlku undir lög- aldri. Er það lagt að jöfnu við nauðgun, samkvæmt laganna bókstaf. „Vegna ungs aldurs stúlkunnar var hún send í læknis- skoðun þar sem í ljós kom að hún hafði misst meydóm sinn,“ sagði embættismaður. Stúlkan, Sarah Cook, var á ferðalagi í Tyrklandi í fyrra er hún kynntist Komeagac. „Við erum mjög hamingjusöm," sagði hún við fréttamenn er hún var leidd út af sjúkrahúsi úr læknis- skoðuninni. Þau voru gefin sam- an að hætti múslima fyrir hálfum mánuði og voru foreldrar stúlk- unnar viðstaddir athöfnina, sem hefur ekkert gildi gagnvart tyrk- neskum lögum. Samkvæmt tyrkneskum lögum er lágmarksaldur stúlkna til að ganga í hjónaband 15 ár og verð- ur þá að liggja fyrir samþykki beggja foreldra. Hægt mun þó að fá þann aldur lækkaðan mæli læknar með því vegna sérstaks líkamlegs þroska viðkomandi. í því tilviki verður einnig sam- þykki beggja foreldra að liggja fyrir svo vígsla geti farið fram. Á myndinni kemur Sarah Cook úr læknisskoðun ásamt „eigin- manni" sínum. Framtíð Norður-Irlands Major vill kosningar London, Belfast. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, lagði í gær til að efnt yrði til kosninga á Norður-írlandi, þar sem að hann teldi að tillögur alþjóðlegrar nefndar um afvopnun írska lýðveldishersins, IRA, ekki framkvæmanlegar. Nefndin, sem heitir eftir formanninum, Banda- ríkjamanninum George Mitchell, hefur gert það að tillögu sinni að afvopnum fari fram samhliða frið- arviðræðum, nefndarmenn telja ekki nauðsynlegt að hún hefjist áður. Aðalmarkmið kosninganna yrði, að sögn Majors, að kjósa hóp manna sem samningamenn í frið- arviðræðum yrðu síðan valdir úr. Hann nefndi ekki ákveðinn tíma fyrir kosningarnar, en lagði til að þær yrðu haldnar eins fljótt og unnt væri. Bresk stjórnvöld telja að mót- mælendur á Norður-írlandi myndu ekki sætta sig við þann kost að IRA helji ekki afvopnun áður en gengið verður til friðarviðræðna. Sagði Major að Bretar teldu fram- lag Mitchell-nefndarinnar vissu- Iega mikils virði en að tillaga henn- ar fæli ekki í sér hvernig fá megi fulltrúa andstæðra fylkinga að samningaborðinu. Bresk stjórnvöld vonast til þess að kosningarnar verði til þess að fá mótmælendur aó samninga- borðinu og fagnaði David Trimble, leiðtogi Sambandssinna Ulster, stærsta flokks mótmælenda, til- lögu Majors og sagði eina raun- hæfa skrefið fram á við að kjósa menn til að taka þátt í viðræðum. Talsmenn Sinn Fein, stjórnmála- arms IRA, voru hins vegar hallari undir tillögu Mitchell-nefndarinn- ar, sem þeir sögðu góðan grunn til að byggja friðarviðræður á. Kína Bæta umönnun munaðar- lausra New York. Reuter. BARNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur náð samkomulagi við kínversk stjórnvöld um að hrinda í framkvæmd áætlun sem miðar að því að bæta hag og aðbúnað munað- arlausra og fatlaðra barna sem vistuð eru á sérstökum stofnunum í Kína. Áætlunin gerir ráð fyrir því að UNICEF taki að sér að betrumbæta a.m.k. eitt munaðarleysingjahæli í hveiju hinna 30 héraða Kína. Ætl- unin er að þau verði fyrirmynd ann- arra stofnana og þar hljóti starfsfólk annarra hæla þjálfun í endurhæfingu og umönnun svo og stjórnun. Önnur áætlun, sem UNICEF hyggst hrinda í framkvæmd á næstu vikum, miðar að því að endurþjálfa starfsfólk á núverandi þjálfunar- og endurmenntunarstofnunum fyrir starfsfólk munaðarleysingjahæla. Alls gerir UNICEF ráð fyrir að kostnaður stofnunarinnar vegna þessara verkefna í Kína á þessu ári nemi um 850.000 dollurum, jafnvirði 56 milljóna króna. Reuter Samper segi af sér MÖRG hundruð háskólanemar í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, efndu til mótmælafundar við þinghúsið á þriðjudag og kröfð- ust afsagnar Ernestos Sampers forseta. Daginn áður hafði Fern- ando Botero, fyrrverandi varnar- máiaráðherra, lýst því yfir í sjói varpsviðtali að Samper hefði vil að af því að fíkniefnabarónar lögðu fram fé í kosningasjóði forsetans. Málið hefur valdið eii hverri erfiðustu stjórnmála- kreppu í landinu í áratugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.