Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 17 StefnuræðaBills Clintons, forseta Bandaríkjanna Boðaði öld tækifæranna og minni ríkisafskipti Virðist hafa styrkt stöðu sína hjá kjósendum og í slagnum við repúblikana REPÚBLIKANAR sátu steinþegjandi undir ræðu Clintons en sam- flokksmenn hans, demókratar, voru þeim mun ákafari í að risa úr sætum og fagna með langvarandi lófataki. Samkvæmt skoðana- könnunum hefur ræða Clintons mælst vel fyrir þjá kjósendum. Knúið á um afsögn Slezevicius ALGIRDAS Brazauskas for- seti Litháens bættist í hóp þeirra í gær sem hvöttu Adolf- as Slezevicius forsætisráð- herra til þess að segja af sér. í kjölfar bankakreppu í land- inu, þar sem tveimur stærstu bönkum landsins var lokað, hefur Slezevicius sætt vaxandi gagnrýni og um þverbak keyrði er í ljós kom, að hann hafði tekið sparifé sitt út nokkrum dögum áður en öðr- um bankanna var lokað. Innrásá Tævan í bígerð? KÍNVERJAR vísuðu í gær á bug fregnum bandaríska blaðsins New York Times þess efnis að þeir hefðu til- tækar nýjar áætlanir um inn- rás í Tæwan eftir forseta- kosningar þar í landi í mars. Forseti Tæwan, Lee Teng- hui, notaði tilefnið til þess að biðja bandarísk stjórnvöld um að halda áfram að útvega Tæwönum vopn. Osamkomu- lag íMostar TILRAUNUM til þess að ná samkomulagi múslima og Króata um borgar- og hverfa- mörk Mostar runnu út í sandinn í gær, að sögn tals- manns Evrópusambandsins (ESB). Mun fulltrúi ESB kveða upp úrskurð, nokkurs konar gerðardóm, í næstu viku. Hleypa hútúum inn í Tanzaníu LANDAMÆRI Tanzaníu voru opnuð í gær til þess að hleypa inn í landið a.m.k. 16.000 Rúandamönnum sem eru á flótta undan ofbeldis- verkum þar í landi. Fólkið, sem er af þjóð hútúa, tók að safnast saman við landamær- in sl. sunnudag af ótta við árás tútsa. Ástríðu- fullir í gufubaðinu TILRAUN til að opna gufu- böð í íþróttamiðstöð í Toola við Helsinki báðum kynjum samtímis þykir hafa mistekist að nokkru. Ástríður sumra karla dvínuðu ekki í hitanum og neyddist starfsfólkið til að setja skilrúm milli karla og kvenna. Fyrstu skilrúmin reyndust helst til lág því karl- ar sem vildu komast í snert- ingu við hitt kynið klofuðu yfir. Voru veggirnir, sem eru úr plastgleri, því hækkaðir aftur. Óþekkt er í Finnlandi að kynin deili baðtímum en það er hins vegar algengt í Mið-Evrópu. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sagði í stefnuræðu sinni í fyrrakvöld, að tímar „Stóra bróður" í líki ríkisvaldsins væru liðnir og gerði sér far um að hrekja þær ásakanir, að hann væri fulltrúi eyðslusemi og aukinnar skatt- heimtu. í ræðu sinni lagði Clinton áherslu á ýmis mál, sem hingað til hafa aðallega verið eignuð repúblikön- um, til dæmis hallalaus fjárlög, skattalækkanir, endurbætur á vel- ferðarkerfinu og aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum. Sagði hann, að öld tækifæranna væri að renna upp og boðaði aðgerðir til að efla fjölskylduna og menntun í landinu. Kvað hann FBI eða alríkis- lögreglunni verða beitt í auknum mæli gegn glæpahópum og dregið yrði úr ofbeldi í sjónvarpi. „Tímar „Stóra bróður“ í líki ríkis- valdsins eru liðnir,“ sagði Clinton en bætti síðan við, að „við getum ekki horfið til þess tíma þegar hver var sjálfum sér næstur. Við verðum að standa saman sem samfélag". Ólíkar undirtektir Demókratar risu oft úr sætum og klöppuðu ákaflega fyrir Clinton en repúblikanar sátu steinþegjandi undir ræðunni, sem tók klukkutíma í flutningi. Áður höfðu oddvitar þeirra varað sína menn við að sýna forsetanum ókurteisi og hlýddu þeir því í aðalatriðum. Nokkrir gengu þó út undir ræðunni, aðrir ræsktu sig hátt og sumir hlógu. Þegar DÓMARI á vegum hæstaréttar Spánar birti í gær sósíalistanum Jose Barrionuevo, fýrrverandi inn- anríkisráðherra, ákæru í þrem lið- um vegna glæpsamlegs framferðis og er málið talið geysilegt áfall fyrir Felipe Gonzales forsætisráð- herra og sósíalistaflokkinn. Þing- kosningar verða 3. mars og var ætlunin að Barrionuevo skipaði eitt af öruggustu sætum framboðslista sósíalista en nú er rætt um að hann verði ef til vill ekki í framboði. Barrionuevo stjórnaði baráttunni gegn hryðjuverkamönnum úr röð- um hreyfingar aðskilnaðarsinna Baska, ETA, á níunda áratugnum. Hann er sakaður um að hafa með leynd stutt GAL, sjálfstæðan hóp úr röðum liðsmanna öryggislög- reglu er barðist gegn ETÁ í „skít- uga stríðinu" svonefnda og myrti 27 manns. Síðar kom í ljós að þriðj- ungur fórnarlambanna var saklaus af öllum tengslum við hryðjuverka- mennina. Grunsemdir eru um að fleiri ráðamenn Spánar hafí beint og óbeint stutt starfsemi GAL, jafn- vel Gonzales sjálfur. „Ef við látum Barrionuevo fara er það refsing sem við myndum síðar iðrast,“ sagði Gonzalez á fréttamannafundi í gær. Hann sagði ákæru vera annað en dóm; Barrionuevo væri saklaus þar til annað sannaðist. Sósíalistaflokkur- ræðunni lauk flýttu þeir sér út úr þingsalnum á undan Clinton. Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild, svaraði ræðu Clint- ons og gagnrýndi hann harðlega. Sagði hann, að forsetinn væri helsti þröskuldurinn í vegi hallalausra fjárlaga og síðasti talsmaður óbreytts ástands, sem allir hefðu skömm á. Reyndi Dole að draga sem skörpust skil á milli flokkanna enda hafa sumir keppinautar hans í for- kosningabaráttu repúblikana vegna forsetakosninganna sakað hann um linkind gagnvart demókrötum. inn hefur fram til þessa ekki hvikað í stuðningi sínum við Barrionuevo sem neitar öllum sakargiftum. Valið sem flokkurinn stendur frammi fyrir núna er erfítt. Dag- blaðið E1 País, sem jafnan er hlið- hollt sósíalistum, gefur í skyn að ekki sé hægt að ætlast til þess af kjósendum flokksins að þeir sætti sig við framboð Barrionuevo. Harðskeyttur dómari Verði ráðherrann fyrrverandi á hinn bóginn ekki í framboði glatar hann þinghelgi sinni og myndi hæstiréttur þá geta látið mál hans í hendur lægra dómstigi þar sem þekktasti dómari Spánar, Baltasar Garzon, ræður ríkjum. ,Hann er landsfrægur fyrir að beijast fyrir því að þáttur ráðamanna í GAL- málinu verði upplýstur. Sagt er að dómarinn harðskeytti muni geta þjarmað svo að Barrionuevo að hann gefist loks upp og skýri frá þætti annarra háttsettra manna í málinu. Er háttsettur liðsmaður í helsta flokki stjórnarandstæðinga, Þjóðar- flokknum (PP), var spurður í liðinni viku hvers vegna hann teldi víst að Barrionuevo yrði á lista sósíal- ista svaraði hann: „Til þess að Gonzalez verði ekki á lista Barri- onuevo“. „Góð ræða“ í viðtölum við fréttamenn að lok- inni ræðunni sökuðu repúblikanar Clinton um að hafa stolið ýmsum stefnumálum þeirra og sumir sögðu, að Ronald Reagan hefði ver- ið fullsæmdur af mörgu, sem þar kom fram. William Cohen, öldunga- deildarþingmaður repúblikana í Maine, sagði þó hreint út, að ræða Clintons hefði verið góð, hann vissi augljóslega hvað klukkan slægi hjá almenningi. Repúblikanar, sem hafa reynt að Stórslys í Napóli ÓTTAST er, að 10 manns hafi týnt lífi þegar hús hrundi í Napólí á Ítalíu í gær og í sprengingu, sem hrunið olli. Verið var að grafa jarðgöng fyrir bílaumferð undir húsinu en þótt varað hefði verið því, að húsveggirnir væru farnir að springa, var því ekki sinnt. Líklega létust fimm menn þeg- ar húsið hrundi en við það rofnuðu gasleiðslur og gasið olli sprengingu í göngunum. Þar létust fjórir menn og sá tíundi var ökumaður, sem átti leið framhjá þegar ósköpin dundu yfir. fá Clinton til að fallast á áætlanir sínar um hallalaus fjárlög og er aðallega kennt um, að ríkisstofnun- um hefur verið lokað í tvígang, höfðu vonað, að ný fjárlög Iægju fyrir þegar forsetinn flytti ræðu sína eða að öðrum kosti, að hann væri í nokkurri vörn. Sú er þó ekki raunin og Clinton kom við kaunin á þeim þegar hann hyllti Richard Dean, ríkisstarfsmann, sem bjarg- aði nokkrum samstarfsmönnum í sprengingunni í Oklahoma og vann kauplaust síðast þegar ríkisstofnun- um var lokað. „Vegna Richards og fjölskyldu hans skora ég á alla, sem hér eru: Lokið ekki ríkisstofnunum aftur, aldrei aftur,“ sagði Clinton við mik- il fagnaðarlæti demókrata en repú- blikanar þögðu sem fastast. Meðalhófið best Um utanríkismálin sagði Clinton, að fara yrði meðalveginn milli þeirra, sem vildu engin afskipti Bandaríkjanna erlendis, og þeirra, sem vildu gera þau að alþjóðlegri lögreglu. „Við getum ekki gert allt en þar sem hagsmunir okkar og gildismat eru að veði og þar sem um okkur munar, þar verðum við að vera í fararbroddi." Hillary, eiginkona Clintons, hlýddi á ræðuna í þinginu ásamt dóttur þeirra, Chelsea, og risu demókratar úr sætum og fögnuðu ákaflega þegar hún gekk í salinn en hún á að mæta fyrir alríkisdóm- stól á morgun vegna Whitewater- málsins. Minni við- skiptagróði Tókýó. Reuter. AFGANGUR á viðskiptajöfnuði Jap- ana minnkaði í fyrsta sinn í fimm ár í fyrra og hagfræðingar telja að enn dragi úr honum í ár. Ein ástæðan er aukinn innflutningur. Viðskiptahagnaðurinn lækkaði úr 120,8 milljörðum dollara, rúmlega sjö þúsund milljörðum króna, árið 1994 í 107 milljarða dollara. Hagnaðurinn gagnvart Banda- ríkjunum hefur undanfarin ár valdið miklum erfiðleikum í samskiptum ríkjanna tveggja. Hagnaður Japana í viðskiptum ríkjanna var um 45,5 milljarðar dollara en 54,9 milljarðar 1994. Akæra lögð fram á hendur fyrrverandi ráðherra á Spáni Ovissa um fram- boð Barrionuevo Madrid. Reuter. Reuter Japan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.