Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 25 _____AÐSENDAR GREINAR_ Herðum róðurinn til bættra kiara ÞÓ NOKKUR tilhneiging virðist vera hjá landanum um þessar mund- ir til að hleypa heimdraganum og hasla sér völl í öðrum löndum. Hjá Hagstofunni er upplýst að 1.418 manns hafi flutt til útlanda umfram aðflutta eða 49% fleiri. Ef litið er á mismun aðfluttra og brottfluttra á lengri tímabilum þá eru miklar sveiflur í þessu, sem jafna sig út á síðasta 10 ára tímabili, þ.e. árunum 1986-1995, en þá er munurinn að- eins 1% hvað brottfluttir eru fleiri. Síðustu 7 árin eru 16% fleiri brott- fluttir og sl. 5 ár 11% fleiri brott- fluttir. EES samningurinn Ef draga á einhverjar ályktanir af þessu þá virðist heldur vera vax- andi hreyfing til útlanda sem á sér margar skýringar. Ein nærtækasta skýringin er eflaust EES samningurinn þar sem íslendingum er frjálst að sækja vinnu hvar sem er á því svæði. Ekki er hægt annað en fagna því að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hafi komið því svo fyrir í samning- um sínum við ríki Evr- ópu á síðasta kjörtíma- bili, að íslendingar geta nú { fyrsta sinn farið hvert sem er inn- an EES svæðisins auk Norðurlanda í atvinnu- leit. Það sem meira er þá er auðvelt fyrir flesta íslendinga að fá þar vinnu og sætta sig við breytta lífshætti ef marka má blaðaviðtöl. Fyrir okkur sem erum hér heima hefur þessi brottflutn- ingur ekki komið upp sem mikið vandamál, heldur jafnvel að menn gleðjist yfir auknum möguleikum og útþenslu á þessu sviði. Það er þó dálítið merkilegt að auðvelt skuli vera að fá vinnu í Danmörku þar sem er um 10% at- vinnuleysi en á íslandi er atvinnu- leysi um 5%. Flestir þeir íslendingar sem flutt hafa á sl. ári virðast fara í verkamannavinnu, sem bendir til þess að Danir sjálfir hafí ekki áhuga á slíkum störfum. Bætt Igör nauðsyn Hér heima er helst hægt að fá vinnu í fiski og eru einstaklingar hvattir til að fara út á land í fisk- vinnslu. En þeir fara ekki nema einu sinni eftir því sem DV hermir því eftir slíkar ferðir verður oft lít- ið eftir og jafnvel aðeins 9 kr.!!! eftir 4ra daga vinnu. Það hefur tíðkast lengi að flytja inn útlend- inga til að vinna í fiski á lands- byggðinni. Þessi innflutningur vinnuafls hefur þó alltaf verið tak- markaður og dregist saman hin síð- ari ár ef eitthvað er. Nú eru blikur á lofti hvað þetta varðar og óska fyrirtæki nú eftir auknum fjölda erlendra verkamanna vegná þess að íslendingar eru ekki fáanlegir í vinnu þrátt fyrir atvinnuleysi, þeir virðast frekar vilja fara til Dan- merkur og vinna þar í fiski eða jafnvel vera á atvinnuleysisskrá. Ef sú þróun heldur áfram að ís- lenskt verkafólk leitar til annarra landa eftir betri launum fyrir minna vinnuframlag þá má allt eins búast við því að verkafólk á íslandi verði fljótlega flest af erlendu bergi brot- ið. Ekki er ég á móti því að fá er- lent vinnuafl til íslands en það er þó erfitt að kyngja því að íslenskt verkafólk treystir sér ekki til að lifa á þeim launum sem boðin eru hér. Það er heldur ekki veijandi að laun fyrir 8 stunda vinnu skuli í sumum tilfellum vera lægri en atvinnuleysisbætur. Það hvetur fólk ekki til dáða né bætir vinnu- móralinn. Þessu verðum við að breyta. Keppa við það besta í Evrópu Á sl. 5 árum hefur náðst mikill árangur í eflingu atvinnulífsins og stöðugleiki haldist sem öllu skiptir svo heilbrigt atvinnulíf nái að þró- ast. Með þessum stjómunaraðferðum hefur náðst að skapa traust á ís- lensku efnahagslífi, sem hefur m.a. borið þann árangur að ákvörðun var tekin um stækkun álversins í Straumsvík. Ýmislegt fleira jákvætt hefur verið að gerast og má þar nefna sókn íslenskra útgerðarfyrir- tækja á erlendri grundu, ráðgjöf ýmiskonar og þjónustu. Að geta sótt útávið er mjög nauðsynlegt í nútíma þjóðfélagi þegar hraði í þróun upplýs- inga og tækni er meiri en nokkru sinni fyrr. Markaðir og vinnuafl eru einnig sífellt að verða hreyfanlegri og landamæri að hverfa í þess orðs merkingu með aðild okkar að EES. Við erum að keppa á kröfu- harðasta markaði heimsins og þeim sem krefst mestrar þekking- ar og meiri framleiðni en nokkur annar í heiminum. Við emm því einnig komin { sam- keppni um okkar fólk, verkafólk sem mennta- fólk, og þeir sem fá tækifæri til betri lífs- kjara „erlendis" eiga auðvelt með að slíta fjötra átthaganna. Samkeppnin um hæ- fasta vinnuaflið mun því aukast mjög á næstu árum. Á þessum vinnumark- aði verðum við að vera samkeppnis- hæf í launum og aðstöðu við það besta í heiminum. Ef skoðaðir eru hópar sem hafa verið til umræðu og þeir bomir saman við það besta í Evrópu þá lítur dæmið þannig út: Þátttaka erlendra aðila í íslenskum fiskvinnslu- fyrirtækjum styrkti hag þeirra, segir Kristján Pálsson, og sterkari fyrirtæki geta greitt hærri laun. Tímakaup verkamanna í fisk- vinnslu hér heima er um 270 kr./klst. sem er aðeins um 30% af því sem gerist t.d. í Danmörku. Byijunarlaun bréfbera hjá Pósti og síma em um 51.000 kr. á mánuði en um 120.000 kr. í Danmörku. Byijunarlaun tæknimanns Pósts og síma eru um 65.000 kr. pr. mán. en um 200.000 í Danmörku. Því miður er þessi samanburður okkur víðar mjög í óhag þegar miðað er við það besta hjá öðmm þó margt hafi farið á betri veg hjá okkur en áður. Að skapa forsendur fyrir hærri launum í landinu hefur aldrei verið brýnna og nauðsynlegt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkið herði róðurinn að því marki. Að því marki má stefna með ýmsum hætti en ég nefni hér nokkur mikilvæg atriði. Opnum opinber fyrirtæki Hraðari tækniþróun innan opin- berra fyrirtækja og opnari stjómun er ein aif lykilforsendum til betri arð- semi og kjara starfsmanna. Eðlileg opnun opinberra fyrirtækja eins og Pósts og síma hefur dregist úr hömlu vegna pólitískrar togstreitu. Hjá frændum okkar Dönum og Norð- mönnum hefur farið fram gagnger endurskipulagning á símanum og póstinum og búið að breyta símanum í báðum löndunum í hlutafélagsfomi. Hjá Dönum hefur ríkið selt 49% af sínum hlut á erlendum hlutabréfa- mörkuðum, sem hefur víkkað starf- semi þeirra mjög mikið. Heyrst hefur að norska ríkið hafi hug á að selja 49% af TeleNord. Þessi formbreyting hefur leitt til meiri skilvirkni og umsvifa hjá símanum í báðum þess- um löndum. Hjá Dönum hefur þróun- in orðið enn hraðari'vegna opnunar og einkavæðingar sem hefur styrkt TeleDanmark á alþjóðamarkaði og opnað ný svið. Allt þetta hefur leitt til betri kjara starfsfólks á þessu sviði en víðást annars staðar. Að opna önnur fyrirtæki eins og ríkis- bankana er einungis aðferð sem gæti skapað ríkissjóði betri afkomu og starfsfólkinu betri kjör, því eru öll skref í þá átt jákvæð og því opn- ara því betra. Erlenda fjárfestingu í sj ávarútveginn Að frumkvæði sjávarútvegsfyrir- tækja víða um landið hefur orðið mikill samruni fyrirtækja í þeim geira sem hefur gjörbreytt afkomu þeirra til hins betra. Án þessarar viðhorfsbreytingar stjómenda í sjáv- arútvegi væri staða þeirra í heild mjög bágborin og jafnvel eins og staða landvinnslunnar er í dag. ís- lendingar hafa verið mjög tregir til að hleypa erlendum aðilum inn í land- ið o g aðild þeirra að sjávarútveginum verið nánast bannorð. Þessi hugsun- arháttur verður að breytast, aðild útlendinga á frekar að vera fagnað- arefni en áhyggjuefni. Það er aug- ljóst að með þátttöku erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi má ná fram ýmsum ávinningi í bæði framleiðslu og markaðssetningu sem einungis næst með fjölþættri aðild framleið- enda- og neytendaþjóða. Að heimila þátttöku erlendra aðila í íslenskum fískvinnslufyrirtækjum allt að 49% hefði álíka áhrif á bættan hag sjávar- útvegsfyrirtækjanna og sameining þeirra innbyrðis hefur haft til þessa. Sterkari sjávarútvegsfyrirtæki gpta greitt hærri laun og bætt þjóðarhag. Kvótann verður að tryggja þann- ig að hann verði aldrei til úthlutun- ar nema hjá fyrirtækjum sem em í meirihlutaeigu íslendinga og starfa á íslandi. Togstreita hamlar nýsköpun Á sviði framleiðslu og viðskipta hefur endalaus togstreita við at- vinnurekendur valdið því að mikil- væg tilraun með frísvæði hefur ekki ennþá náð fram að ganga. Vegna togstreitu milli ráðuneyta og vegna fornaldarvinnubragða á stjórnun flugvalla næst engin nýting út úr tugmilljarða ijárfestingu á Keflavík- urflugvelli. Ef nauðsynlegar breyt- ingar á íslensku efnahagslífi nást ekki fram með meiri hraða en nú er þá tel ég mun meiri líkur á því en ekki að Islendingar biðji um inn- göngu í ESB. Úrelt vinnulöggjöf og stöðnuð verkalýðsforusta Að breyta vinnulöggjöfínni og heimila vinnustaðasamninga er einn- ig breyting sem verður að ná fram að ganga. Það er afskaplega dapur- legt að heyra verkalýðsforingja út- hrópa einstaka fyrirtæki fyrir að greiða lág laun, sem em þau laun sem sömu verkalýðsforingjar sömdu um fyrir sína umbjóðendur. Slíkur tvískinnungur er ekki líðandi, breyt- ingar á Iqörum þeirra stétta sem lægst hafa launin eru óhjákvæmileg- ar og þar verða allir að leggja sig fram. Það hefur sýnt sig að með allsheijarsamningum þar sem tíma- kaup er fast innan starfsgreina, bind- ur það kjör fólksins við afkomu þeirra fyrirtækja sem ganga verst. Starfs- menn fá seint notið eðlilegs ávinn- ings af batnandi afkomu fyrirtæja með stöðnuðum hugsunarhætti verkalýðsforustunnar. Höfundur er alþingismaður. Kristján Pálsson Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema. Námskeið fyrir þá sem vilja skara fram úr: T ÖLVUUMS JÓN í Nútímarekstri Á námskeiðinu er farið mjög ítarlega í notkun forrita og stýrikerfis, Þátttakendur geta að því loknu séð um tölvumál fyrirtækja, skóla og stofnana og veitt samstarfsmönnum margskonar aðstoð við tölvunotkun. 145 kennslustunda námskeið, kr. 99.900,-stgr. hk 960220 Dagskrá: • Stýrikeifi og netumsjón • Word • Excel • Access • PowerPoint • Fjölvar og VisualBasic • Tölvusamskipti og Intemetið Námskeið síðdegis, á kvöldin og á laugardögum Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuráögjöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 Raðgreiðslur Euro/VISA SBE 480 Borvél VERÐ STGR.: 11.300,- ‘ 480 W heimilisborvél meS höggi áfram/afturábak. 1 Stiglaus rofi. 1 Er í tösku • Borasett fyrir stein fylgir WSCE 800/115 Iðnaðarslípirokkur • 800W slípirokkur • Léttur og meSfærilegur meS 115 mm skífu • GangráSur sem heldur snúnings- hraSanum VERÐ STGR.: BRÆÐURNIR AEG OBMssmm— Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umboðsmenn um allt lancI Reykjavík: Ellingssen. Byggingavoruversl Nethyl Vesturlend: Málningarjtjónustan Akranesi, Kt. Borgtirðinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi.Guöni E. Hallgrimsson, Grundartiröi. Vestflrölr: Geirseyrarbúðin, Patreksfirðí. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.fsafirði. Norðurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósl. Skagtiröingabúö. Sauðárkróki. KEA Siglufirði. KEA Ólafsfiröi. KEA, Lónsbakka Akureyri. KEA.Dalvlk. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austuriand: Kf. Vopnfir&inga.VopnafirSi Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Stál, Seyðisfiröi. Verslunln Vík, Neskaupsstaö. Kt. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Hðfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfeil, Heliu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Porlákshðfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell. Keflavfk. Rafborg, Grindavfk. • 12 V hleSsluborvél. meS aukarafblöSu og skrúfbitasetti í tösku • Tveggja þrepo gír 0-360 sm./mín. 0-i 100 sm./mín. • Nítján þrepa átaksstilling • Bremsa á mótor • Seigla (TORQUE) 14,9/31,7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.