Morgunblaðið - 25.01.1996, Page 38

Morgunblaðið - 25.01.1996, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KARL KRISTJÁN KARLSSON ■4- Karl Kristján ' Karlsson stór- kaupmaður fæddist í Nýjabæ á Húsavík 7. mars 1919. Hann andaðist 16. janúar síðastliðinn á Land- spítalanum. For- eldrar hans voru Carl Cristian Crist- iansen bryti og Ein- hildur Halldórs- dóttir. Faðir hans lést af slysförum áður en Karl fædd- ist, og ólst hann upp hjá móður sinni og foreldrum hennar, Guðrúnu Eldjárnsdóttur og Halldóri Ein- arssyni sjómanni, til fermingar- aldurs. Þá fluttist hann með móður sinni til Akureyrar og lauk þar gagnfræðaprófi 1935. Hann missti móður sína ungur og vann með gagnfræðanáminu hjá Valgarði Stefánssyni á Ak- ureyri. Karl var tvíkvæntur, fyrri kona hans hét Fridel Mey- er og voru þau búsett erlendis barnlaus. Seinni kona hans var Helga Ingvarsdóttir og gengu þau í hjónaband 27. júlí 1946 og áttu saman þijú börn. Karl og Helga skildu en börn þeirra eru Ing- var Jónadab Karls- son, og á hann þrjú börn, Jóhönnu Mar- gréti, Helgu og Hjör- var. Sambýliskona hans er Kristbjörg Stella Hjaltadóttir. Karl átti eitt langafa- barn, Ásgeir Jóhann Kristinsson, son Jó- hönnu Margrétar. Guðrún Soffía Karls- dóttir er gift Jóni Bjarnarsyni lækni. Hún á fimm börn, Karl Kristján Davíðsson, Magn- ús, Soffíu, Bjössa og Steinar Jóns börn. Hildur Halldóra Karlsdótt- ir, maður hennar er Gunnar Hrafn Birgisson sálfræðingur og eiga þau tvær dætur, Gunnhiidi Helgu og Isgerði Elfu. Karl fer til Kaupmannahafnar I fram- haldsnám við Kobmandsskolen 1939-1940 og fór þaðan til Ham- borgar þar sem hann starfaði sem fréttaritari og stundaði frek- ara nám. Hann fór svo aftur til Danmerkur og stundaði fram- haldsnám við Kobmandshvile í Ringsted 1942-1943. í stríðslok fluttist Karl aftur til íslands og lagði stund á ýmis verslunarstörf. 1946 fékk hann heildsöluleyfi og sama ár stofnaði hann fyrirtæki sitt Karl K. Karlsson. Meðan á upp- byggingu fyrirtækisins stóð stundaði hann önnur störf og vann að framgangi fyrirtækis- ins eftir vinnu. Hann var fram- kvæmdastjóri hjá I. Guðmunds- syni og Co. 1952-1955. Hann stofnaði og rak Pappírsiðjuna hf., starfrækti plastvörufyrir- tæki og rak um tíma Lista- verkaverslun Vals Norðdahls og keypti hana síðan. Hann rak fyrirtæki sitt til ársins 1981 en þá varð hann fyrir áfalli í hjartaaðgerð og hóf ekki störf við fyrirtækisrekstur sinn aft- ur. Karl var meðal stofnenda Bifreiða og landbúnaðarvéla og Verslunarsparisjóðsins. Hann sat í stjórn og varastjórn all- margra hlutafélaga og nefnda. Þar má nefna Þjóðhátíðarnefnd 1974. En þar hafði hann umsjón með útgáfu minjagripa og milli- göngu um samkeppni á gerð þjóðhátíðarplatta hjá Bing og Gröndahl verksmiðjunum. Karl var virkur í Oddfellow- hreyfingunni og gegndi mörg- um trúnaðarstörfum þar. Útför Karls fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „ÉG ER ekkert nema myndarskap- urinn og handbragðið og allt eftir því.“ Þetta sagði Karl K. Karlsson, eða Kalli í Carlsberg, oft í góðlát- legu gríni. Þó hann hafi verið að grínast þá á þessi setning vel við hann. Það þurfti myndarskap og gott handbragð til að áorka því sem hann gerði um ævina. í bernsku missti Karl foreldra sína og þurfti því snemma að spreyta sig á eigin spýtum. Hann vann og komst til náms erlendis. Þegar síðari heimsstyijöldin geisaði var hann í Danmörku og Þýska- landi. Stríðsárin fengu mikið á hann og þau rifjuðust upp fyrir honum síðar á gamlárskvöldum í flugeldaskothríð sem minnti óhuggulega á sprengjuregn. Hon- um var yfirleitt tregt að ræða þenn- an tíma en sagði eitt sinn frá er honum tókst að smygla fyrri konu sinni, sem var gyðingur, frá Þýska- landi. Eftir stríðið kom Karl heim frá meginlandi Evrópu með nýjar hugmyndir og réðst af krafti út í atvinnurekstur. Hann kom víða við og má nefna síldarsöltun, lista- verkasölu, pappírsverksmiðju, plastiðju og heildsölu. í umsvifum sínum var hann allt í öllu. Kalla vantaði aldrei hugmyndir til framkvæmda. Það er mér minnis- stætt að eftir vinnuvikuna fyllti hann sendiferðabílinn af byggingar- efni, fræjum, garðplöntum og girð- ingarstaumm. Svo hélt hann af stað í sumarbústaðinn Vörðuberg í landi Munaðarness í Borgarfírði. Hann hafði valið að byggja bústaðinn á mel því hann vildi sýna fram á að hægt væri að rækta melinn upp. Kalli hló oft að því hve margir töldu hann vitlausan að reisa bústað á mel þegar nóg ræktað land var í boði. Hann vissi að dropinn holar steininn. Á vorin fóram við í girðing- arvinnu og að henni lokinni var plantað, fræjum sáð og áburði dreift. Með árunum tók landið við sér eins og Kalli hafði spáð, melur- inn varð grænni og vistlegri. Þar varð gott að fara í berjamó á haust- in. Þá spásseraði Kalli um móana með barnabömin, sýndi þeim lyng og plöntur, og tók af þeim raðir af myndum. Með þeim átti hann marg- ar ánægjustundir. Ætíð var Kalla umhugað um að fólk hefði það sem best. Þó fjöl- skyldan hans væri honum kærust lét hann sér mjög umhugað um fleiri. Hjálpsemin var honum í blóð borin. Eitt sinn bjargaði hann um- komulausum fuglsunga og tók hann í fóstur. Þennan unga hafði hann með sér hvert sem hann fór, hvort sem það var upp í sveit eða að sinna viðskiptum í bænum. Hann stappaði ánamaðka og gaf unganum að éta. Hann hlúði að unganum svo honum yrði ekki kalt. Þessi saga er lýsandi fyrir hug hans til manna og dýra. Oft sýsl- aði hann í kyrrþey við að greiða úr málum einhvers og sagði þá gjarnan: „Við skulum gera þetta svo lítið beri á. Við skulum ekkert vera að tala um þetta, það varðar engan um það.“ Kalli var skapmikill og menn fengu að heyra það hjá honum ef því var að skipta. Hann gerði hik- laust mannamun, en ekki eftir titla- togi eða efnahag, heldur eftir því hvort honum líkaði við fólkið eða ekki. Við Kalli urðum strax góðir vinir og sú vinátta hélst og styrkt- ist, sérstaklega við að starfa saman og að njóta náttúru landsins. Þó Kalli ætti við heilsuleysi að stríða á seinni árum reyndi hann að láta það ekki há sér og nýtti hvern möguleika til að eiga ánægjustundir með sínu fólki. Hann hafði gaman af happdrættum og átti það til að gefa hinum og þessum miða eða að heita á þá ef hann ynni. Meira gaman fannst honum að aðrir ynnu heldur en hann sjálfur. Á jólum vildi hann gefa góðar gjafir en fannst það algjör óþarfi og varð hálf pirraður yfir að eytt væri í gjafir fyrir hann. Að gleðja aðra og gleðjast með þeim yfír velgengni þeirra var hon- um mest virði. Þó svo að hann missti sinn fyrri styrk, hvatti hann okkur hin af hlýhug með ráðum og dáð. Kalli var ekkert nema myndar- skapurinn og handbragðið og allt eftir því; heiðursmaður og höfðingi sem skilur eftir sig stórt skarð, en um leið í mínum huga margar góð- ar minningar og þakklæti fyrir að hafa orðið vináttu hans aðnjótandi. Gunnar Hrafn Birgisson, Karl Kristján Karlsson. Þegar ég hitti Karl vin minn nú um jólin var hann að vísu ekki eins glaður og reifur og vant er en langt var þó frá því að mér fyndist hann vera farinn að beija í nestið. Það kom mér því nokkuð á óvart er ég kom á Eir um daginn að frétta að hann væri kominn á Landsspítal- ann. Þegar ég kom þangað var ljóst að hann var lagður í sína hinstu för, sáttur en með sinni venjulegu reisn. Það skýtur upp ýmsum minning- um frá langri samferð. Þessi fal- legi, fjörmikli, ljóshærði maður sem skyndilega kom inn í hringiðu versl- unarlífsins í Austurstræti með æv- intýraljóma og dulúð stríðsáranna í Danmörku að baki sér. Hann var mikil félagsvera, skemmtilegur og ræðinn og eignaðist auðveldlega vini, kunningja og viðskiptasam- bönd. Þar sem ég átti við hann viðskipti um 20 ára skeið fór ekki hjá því að ég kynntist því vel hversu mikill sölumaður hann var og hversu náið samband hann hafði við umbjóðendur sína. Er það minn- isstætt er við hittumst í Kaup- mannahöfn og ég fór með honum í heimsókn til Carlsberg-verksmiðj- unnar. En aðrir munu rekja feril Karls betur en ég vil sérstaklega víkja málinu að síðasta hluta ævinnar þar sem æviþræðir okkar tvinnuðust með undraverðum hætti. Um miðjan áttunda áratug- inn varð Karl fyrir því óláni að fá slæmt heilablóðfall með afleiðing- um eins og þær geta verstar orðið án þess að leiða til dauða. En lífs- kraftur hans og viljaþrek var með ólíkindum. Örlögin höfðu hagað því svo til að ég hafði einnig misst heilsuna á góðum aldri og urðum við því nokkrum sinnum samtíma á endurhæfingarstofnunum. Það var ævintýri líkast að fylgjast með því hvernig þessi gáfaði og kjarkm- ikli maður brást við erfiðleikum sínum og sigraði þá að mestu. Þar sem við vorum góðkunningjar frá fornu fari og svipað ástatt með okkur, urðu samskipti okkar nán- ari en verið hafði þrátt fyrir langan kunningsskap. Karl var stórbrotinn í skapi og bar sig vel eftir föngum. „Eigi skal haltur ganga .. “ eins og Gunnlaugur ormstunga sagði forðum. Sjálfsbjargarviðleitnin og kjarkurinn kom fyrst, áður en minni og mál komu til skjalanna. Hann tók allri þjálfun vel og færð- STEFAN JÓNSSON frá Eyrarbakka. Þau eignuðust tvö böm. 1) Jenný Dag- björt, gift Þórami Bjömssyni og eiga þau einn son. 2) Steinar, kvæntur Guðrúnu Ólafsdótt- ur og eiga þau þijár dætur. Fyrir átti Sigrún einn son, Gunnar B. Guð- mundsson, kvæntur Helgu Jónsdóttur og eiga þau þijú böm. Útför Stefáns verður gerð í dag frá Selfosskirkju og hefst at- höfnin klukkan 13.30. + Stefán Jónsson, fyrrverandi bif- reiðasljóri, fæddist að Viðvík í Skaga- firði 15. ágúst 1915. Hann lést í Land- spítalanum 16. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans vom Jón Jónsson frá Ennl í Skagafirði, f. 1882, d. 1923, og Steinunn Stefáns- dóttir, f. 1886, d. 1984. Systkini Stef- áns em Guðjón og Siguijóna. I júlí 1951 kvæntist Stefán eftirlifandi konu sinni Sigrúnu Ólafsdóttur FAÐIR minn Stefán Jónsson hefur nú kvatt þennan heim, eftir rúmlega áttatíu ára dvöl hér á hótel jörð. Hann fluttist að norðan hingað á Suðurlandsundirlendið árið 1942 og hóf störf sem bifreiðastjóri sem síð- an varð hans ævistarf, fyrst um sinn á mjólkurbíl en síðar á. eigin vörubíl allt til ársins 1980 þegar hann varð að hætta vegna heilsu- brests. Pabbi og mamma vora ein af frumbyggjum Selfosskaupstað- ar. Árið 1953 fluttu þau inn í ný- byggt hús sitt við Kirkjuveg 19 þar sem þau bjuggu allt til ársins 1994, en þá fluttu þau í Grænumörk 5. Margs er að minnast frá æskuár- um mínum. Á túninu bak við húsið hafði hann byggt sér lítinn skúr þar sem hann var með 3 rollur, og mik- ið hefur saga mín til minna barna verið vinsæl þegar ég lýsi fyrir þeim hversu hændar rollurnar voru að pabba, þegar þær heyrðu vörubílinn koma inn Kirkjuveginn stukku þær af stað og vissu að nú fengju þær brauðmola og ef ekki vildi betur til þá kom fyrir að þær röltu sjálfar inn í eldhúsið bakdyramegin og nældu sér í brauð. Margar voru líka ferðir okkar pabba í hesthúsin. Þar hafði hann komið sér upp fjögurra hesta húsi, og naut þess að vasast í kringum hrossin, þó svo hann væri ekki mikið fyrir reiðtúra, þá naut ég góðs af þessum áhuga hans fyrir hestum. Þarna áttum við margar góðar stundir. Mér er einn- ig ofarlega í huga hversu bóngóður pabbi var, hvort um var að ræða ferðir á vörubílnum til að safna í brennur eða síðar meir þegar ég var kominn með bílpróf, að fá lánað- an fólksbílinn, aldrei sagði pabbi nei. Síðustu 15 ár var starfsorka pabba skert en lífsorkan var mikil og naut hann þess að sjá fjölskyldu sína stækka og fylgdist hann vel með öllu sem við tókum okkur fyr- ir hendur og vildi hann hag okkar alltaf sem bestan. Að lokum bið ég góðan Guð að gefa okkur öllum styrk og ekki síst mömmu sem staðið hefur við hlið pabba eins og klettur í 45 ár, án hennar hefði honum vart hlotnast að dvelja heima næstum til dauða- dags. Elsku pabbi minn, ég og fíjöl- skylda mín kveðjum þig með sökn- uði, en við vitum að þú varst hvíld- inni feginn eftir erfítt stríð við al- mættið og við vitum að þú barðist til síðustu stundar. Minning þín lifir. Þinn sonur, Steinar. Stebbi afi minn er látinn á áttug- asta og fyrsta aldursári eftir lang- varandi veikindi. Fyrir um það bil sextán árum greindist afi með heila- æxli sem reyndist nauðsynlegt að fjarlægja. Þetta reyndist afdrifarík aðgerð og afi stundaði eftir þetta ekki vinnu og ekki hin daglegu störf af eðlilegri getu. Það hlýtur að vera ansi þungbært fyrir fullfrískan mann að vera sviptur heilsunni að- eins 64 ára gamall. Eftir þetta gekk afí alltaf við göngustaf eða göngu- grind. En þrátt fyrir líkamlega fötl- un var hann ætíð mjög sterkur og vel á sig kominn og það kannski helst vegna þess hversu duglegur og ákveðinn hann var í því að hjálpa sér sjálfur. Hann missti aldrei áhuga á því hvað var að gerast í kringum hann þrátt fyrir allt sem á undan var gengið, hann las blöð- in, hlustaði á útvarp og spurði okk- ur hin ætíð í þaula um hvað við værum að aðhafast. Fyrir sjö árum fór Stebbi afí í sína aðra aðgerð. Eftir hana hrakaði honum mjög og varð alltaf verri og verri, fór að detta_ og endaði að lokum í hjóla- stól. í gegnum þessi veikindi reynd- ist amma honum geysilega vel með krafti sínum og dugnaði. Þegar ég lít til baka til minna æskuára er margs að minnast. Þeg- ar afi var að dytta að Volvounum á planinu á Kirkjuveginum, smyija, þvo, laga keðjumar o.s.frv. og ég að sjálfsögðu að aðstoða. Svo fórum við upp á stöð að hitta Mjölniskall- ana eða upp í fjall að ná í grús eða mulning. Já, ég ætlaði sko að verða vörabílstjóri, pabbi var vörubílstjóri og svo afi. Afi stundaði hesta- mennsku alla tíð og var einn af þeim fyrstu sem reistu sér hesthús hér við Selfoss. Ég fór oft með honum í hesthúsið og hafði gaman af enda átti ég orðið fallegan, lítinn hest, sem afi hafði gefið mér. Eftir að afi veiktist hugsuðum við pabbi um hestana í nokkur ár og spurði afi ætíð mikið um þá. Eitt atriði er mér mjög minnisstætt þegar ég rifja upp stundir með afa. Það var þegar ég var sex ára og lá á Landspítalanum og var orðinn leiður mjög á að vera þar. Vonsku- veður var og ekkert útlil fyrir að hægt væri að komast heim, en þá kom afí á Bronco-jeppanum til Reykjavíkur og sótti mig og mömmu og kom okkur heim í gegn- um stórhríð. Mikið var ég feginn þá, enda orðinn býsna leiður á Reykjavíkurvistinni. Elsku amma, ég veit þið voruð ákaflega náin og nálægt hvort öðru þann tíma sem hann Stebbi afi var veikur. Ég veit líka að án þín hefði hann verið ákaflega máttvana, því það varst þú sem stóðst að baki honum allan veikindaferilinn. Ég veit líka að hann skilur eftir sig tóm og hans verður sárt saknað. Eg efa það hins vegar ekki að þar sem hann er núna hvílist hann vel og þar líður honum vel. Elsku Stebbi afi, hvíl þú í friði. Elvar. Nú er elsku afi dáinn, nú líður honum vel sem engill á himnum. Afi og amma fluttu af Kirkjuvegin- um í Grænumörkina fyrir rúmlega ári. Það var skrítið fyrst en nú erum við orðnar vanar því, það er líka skrítið að hafa ekki afa hjá ömmu núna, en kannski eigum við líka eftir að venjast því. Nú hjálpum við afa ekki lengur, hvorki með því að sitja hjá honum á meðan amma skreppur í búðina, né heldur nokkuð annað sem við vorum liðtækar við. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (S. Egilsson) Elsku afi, við söknum þín en við geymum minninguna um þig í huga okkar, og biðjum Guð að passa ömmu og okkur öll. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar, Dagbjört og Sigríður Rún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.