Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Til allra foreldra hvar sem er á landinu Frá Dagmar Völu Hjörleifsdóttur: í TILEFNI af þeim hryllilega atburði sem gerðist hér á Akranesi um síð- astliðna helgi vil ég undirrituð móðir á Akranesi beina eftirfarandi til allra foreldra: Við sem eigum börn (unglinga) undir 16 ára aldri virðum landslög um útivistartíma. Þrátt fyrir að ein- hveijum þyki lögin af ströng er ekki rétt aðferð að brjóta þau. Rétt er þá að endurskoða lögin og breyta þeim en á meðan ber öllum að virða gildandi lög og reglur. Látum ekki blekkjast af gömlu lummunni um að allir fái að vera úti til kl. þrjú, fimm eða eitthvað annað. Hringjum frekar í hina foreldrana og ráðfærum okkur við þá, við erum öll að kljást við sömu vandamálin. Séu unglingamir orðnir 16 ára er betra að þau séu inni í húsum, jafn- vel í bílum, en að þau velkist um úti á götu fsköld um miðjar nætur. Látum þau tilkynna okkur hvar þau verða og bjóðumst til að sækja þau á áður ákveðnum tíma frekar en að við bíðum milli vonar og ótta hálfa nóttina heima. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og við spyijum okkur hvar geta óharðnaðir unglingar lært ann- að eins og þær hryllilegu aðfarir sem þau hafa í frammi við jafnaldra sína og skóiafélaga? Höfum við kennt þeim þetta? Hvar geta þau lært svona lagað annars staðar? Nýlega hefur birst í blöðunum áskorun frá umboðsmanni barna tii kvikmyndahúsa og annarra sem sýna ofbeldi án þess að foreldrar hafí tækifæri til að veija börn sín gegn því. Það skiptir ekki máli þótt atriðin sem sýnd eru séu útdráttur úr öðrum kvikmyndum, auglýsingar eða kynn- ingaratriði. Ofbeldi í hvaða mynd sem er, er ekki fyrir barnsaugu að sjá. Það hryggir mig ósegjanlega hvernig ábyrgðarmenn þeirra fyrir- tækja sem sýna þannig ofbeldi virð- ast ætla að taka á þessari áskorun umboðsmanns barna. Hvernig eigum við foreldrar að veija bömin okkar ef við erum ekki einu sinni vöruð við því sem sýna á? Ef við förum með barnið á barna- kvikmynd í bíóhúsum landsins eða erum að bíða eftir fréttunum í sjón- varpinu þá er mjög erfítt að hindra að börnin berji þessi atriði augum. Að vísu er einn möguleiki til með sjónvarpið og það er að slökkva á öllum auglýsingatímum og hvet ég foreldra hér með til að gera það. Ennfremur verðum við að fylgjast með því hvort börnin okkar eru að leigja myndbönd sem innihalda of- beldi. Allar myndbandaumbúðir eru rækilega merktar með grænum, gul- um eða rauðum miða svo að það ætti ekki að vera erfítt að fylgjast með fyrir hvaða aldur þau eru ætl- uð. Vandamálið er að þau leigi án okkar vitundar og þá oft ofbeldis- myndir. Vissulega bera eigendur myndbandaleiganna einhverja ábyrgð. Þeir eiga að ganga'úr skugga um aldur barnanna þegar um þannig myndir er að ræða. Geti krakkarnir ekki sannað aldur sinn eiga þau ekki að fá myndbandið. Það er þó ekki erfitt að fara framhjá þessu með hjálp eldri félaga og þá erum við komin aftur að foreldrunum. Ekki má gleyma tölvuleikjunum. Vitum við hvað börnin eru að gera þegar þau „eru í tölvu“? Ég varð klumsa þegar ég sá hvernig leikir þetta eru. Ég hvet alla foreldra til að kveikja á tölvunni og fara í gegnum leiki barna sinna. Úrvalið af tölvuleikjum er það mikið að hægt er að skipta út ofbeldisleikjunum móti öðrum skaðlausari. Það erum við sem verðum að fylgj- ast með hvað börnin okkar hafa fyr- ir stafni. Það er misskilin góðmennska af okkar hálfu að skipta okkur ekki af þeim. Ef börnin hafa ekki takmark- anir í tilveru sinni, ákveðinn ramma eða veggi, verða þau óörugg og leita lengra þangað til þau finna veggina. Hvernig líður manni í herbergi án veggja? Þegar þannig börn síðan rekast á veggi í tilveru sinni er hætta á að áreksturinn geti orðið harður. Umhyggju okkar hljóta þau að finna best með því að við fylgjumst með því sem þau eru að gera hveiju sinni, þ.e. að við skiptum okkur af. Að lokum: Þetta eru börnin okkar og við foreldrar berum ein ábyrgð á þeim. DAGMAR VALA HJÖRLEIFSDÓTTIR, unglingamóðir á Akranesi. Getur Island staðið við Ríó - samþykkt um koltvísýringsmengun? Frá Gísla S. Einarssyni: í TILEFNI af skrifum hæstv. um- hverfísráðherra um gróðurhúsaáhrif og aukningu koltvísýrings í Morgun- blaðinu laugardaginn 20. jan. sl. fínnst mér ástæða til að setja nokkur orð_ á blað um málið. A ráðstefnunni í Ríó var undirrituð fyrir íslands hönd skuldbinding um að aukning koltvísýrings yrði ekki á Islandi frá því sem var árið 1990. Ekki hefur verið staðið við þennan samning eða fyrirheit. Stofnuð var C02 nefnd hér á landi sem á að fylgj- ast með aukningunni á þessari loft- tegund og gera tillögur til úrbóta. Allar líkur eru á því að aukning kolt- vísýrings sé um 10% frá því að um- rædd undirritun átti sér stað. Hvað hafa íslensk stjómvöld gert til að koma í veg fyrir þessa þróun? Því miður ekkert, nema að skipa umrædda nefnd, og nú á síðustu dögum hóp 7 aðstoðarmanna úr jafn- mörgum ráðuneytum sem eiga að gera tillögur um málið. Undirritaður flutti þingsályktun- artillögu um að ákveðið yrði að setja búnað í hluta bifreiða ríkisins, sem gæti minnkað C02 mengun um 4-10% og minnkað eldsneytisnotkun ámóta mikið. Umræddur búnaður nefnist Powerplus í tilviki smærri bifreiða. Þessari tillögu var vísað til ríkisstjórnar þar sem umhverfisnefnd þótti ekki liggja fyrir nægjanlegar rannsóknir á þessum búnaði til þess að geta tekið á málinu með afger- andi afgreiðslu. Með harðfylgi hefur tekist að fá viðurkenningu íslenskra yfirvalda á áliti Bandarísku orkumálastofnun- arinnar sem viðurkennir búnaðinn Powerplus og Brennsluhvatann sem mengunarvörn. Bæði þessi tæki eru framleidd og samsett hér á íslandi hjá D.B. þjónustunni á Akranesi, svo að um er að ræða íslenskan búnað. Gróðurhúsaáhrif eru mjög mikil vegna áhrifa frá útblæstri bifreiða og skipa á íslandi sem annars staðar í okkar vélvæddu veröld. Við getum minnkað eldsneytiseyðslu og mengun með notkun umræddra tækja, þó að ekkert væri gert nema að viðurkenna með formlegum hætti gagnsemi þeirra og að íslenska ríkið hafí for- göjigu um notkun slíks búnaðar í bifreiðum og skipum i ríkiseign. Með þessari stuttu athugasemd er ég að koma þeim skilaboðum á framfæri að íslenska ríkisstjórnin stökkvi ekki yfir lækinn í leit að búnaði sem liggur hennar megin á bakkanum. Þeirri spurningu sem sett er fram í greinarheiti er ekki svarað, en bent er á færa leið sem getur haft veruleg áhrif á möguleika til að standa við gefín fyrirheit af hálfu íslendinga. GÍSLIS. EINARSSON, þingmaður Alþýðuflokksins. Á HÓTELSÖGU LAUGARDAGINN 10. FEBRÚAR KL. 19.00 VEISLUSTJÓRI; ÁRNI JOHNSEN. Fram kemur m.a. hin óviðjafnanlega SlGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR (DlDDÚ). Stórsveitin saga klass leikur fyrir dansi. MATSEÐILL: pressuð hreindýra- og lundalifur með rúsínum og púrtvínshlaupi. :*■■» ' ö.W.yS§§líS§i Tært trjónukrabbaseyði með laxaflaueli og ostaprjónum. PÖNNUSTEIKT FJALLAPERLA FRAMREIDD MEÐ RÓFUVÖFFLUM, KRYDDSOÐINNI LAMBASULTU OG HUNANGS-SINNEPSKORNASÓSU AMARETTO- og EXPRESSOÍS MEÐ KÖKUSTUÐLUM og SÚKKULAÐIFLUGU v' \ • ’ Kaffi, konfekt 0" W •■"■ k ■« flik. * 4 BORÐVÍN MIÐAVERÐ KR. 7.500. MlÐASALA OG BORÐAPANTANIR Á SKRIFSTOFU FÉLAGSINS, AUSTURVERI, SÍMI 568 6050. FORSALA OG BORÐAPANTANIR LAUGARDAGINN 27. JANÚAR KL. 13 TIL 16. MIÐALDRA? ENGAN VEGINN Álag. Stress. Ofþreyta. Meira og minna hluti af daglegu lífi. Þess vegna Gericomplex. Sérstaklega samansett til að halda þér í líkamlegu og andlegu toppformi fram eftir öllum aldri. Gericomplex inniheldur yfir 20 vítamín og steinefni og hið frábæra Ginseng þykkni Ginseng G115. Áhrifin? Aukin líkamleg og andleg vellíðan. Bætt úthald. GLÆDDU Þú glæðir lif þitt lífi. Éh eilsuhúsið Skólavörðustíg & Kringlunni Árangurinn? Þú lítur vel út. Þér líður vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.