Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ liJÍ Li/í^V Mikil verðlækkun ELÍSUBÚÐIN Skipholti 5 m tii mmwm Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndur við íslenskar aðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR. Eínar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 - 5622901 og 5622900 Stjórntækniskóli íslands Höfðabakka 9 Sími 567 1466 MARKAÐSFRÆÐI Stjórntækniskoíi íslands 1 - gefur þér kost á beinskeyttu 250 stunda námi í markaðs- fræðum. Náminu er ætlað að koma til móts við sívaxandi kröfur atvinnulífsins um hæfari starfskrafta. Námið er ætlað fólki, sem vill bæta við sig þekkingu og fá innsýn í heim markaðsfræðanna. Markmið námsins er meðal annars að þátttakendur tileinki sér markaðshugsun í íslensku viðskipta- og athafnalífi og nái þannig betri árangri. Námið er í formi fyrirlestra og verkefnavinnu og tekin eru próf í einstökum greinum. Kennarar eru allir háskólamenntaðir og eiga að baki góða reynslu við kennslu og í viðskiptalífinu. Námsgreinar: Markaðsfræði. Stjórnun og sjálfstyrking. Sölustjórnun og sölutækni. Auglýsingar. Vöruþróun. Tölvunotkun í áætlanagerð. Vörustjórnun. Viðskiptasiðferði. I^® mennsku i 6 ár og námskeiðið hefur nýst mér vel í starfi. Fjölbreytt og áhugavert námskeið.“ Elísabet Ólafsdóttir, Eggert Kristjánsson hf. Starfsmenntun. Fjárfesting til framtiðar. Sími 567 1466. Opið til kl. 22.00. markaðs-. solu-, upplýsinga-, skipulags-, og/ eða framleiðslumálum sinna fyrirtækja." Hendricus Bjarnason, Skýrr I DAG lék síðast 39. Dc2-cl? í erfiðri stöðu þar sem það háir honum að svarti bisk- upinn á d5 er margfalt sterkari en hvíti riddarinn 39. - Dxf3! 40. Dxh6+ - Kxh6 41. Hh8+ - Hh7 og hvítur gafst upp því endataflið er vonlaust með riddarann spilinu. Norski þjóðameistarinn Rune Djurhuus sigraði á mótinu . .. °g tryggði sér stórmeistaratitil. Hann hlaut 7 v.af 9 mögu- legum. 2. A. Sokolovs, Lettlandi 6 v. 3. Westerin- en, Finnlandi 5 'A v. Djur- huus er væntanlegur á Reykjavíkurskákmótið í mars ásamt tveimur öðr- um nýbökuðum norskum stórmeisturum, þeim Tisdall og Gausel. SKÁK llmsjón Margcir Pétursson Svartur leikur og vinnur STAÐAN kom á alþjóð- legu móti í Gausdal í Nor- egi um áramótin. Rús- neski stórmeistarinn Mik- hail Ivanov (2.385) var með hvítt, en Daninn D. Madsen (2.295) hafði svart og átti leik. Hvítur Með morgunkaffinu HÖGNIHREKKVÍSI Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Oft má satt kyrrt liggja ÉG VIL lýsa yfir van- þóknun minni á skrifum Leifs Sveinssonar í Morgunblaðinu 20. jan- úar sl. þar sem hann dregur fram nærri ald- argamla yfirsjón Marka- Leifa vegna þráhyggju sinnar við að koma höggi á tiltekna menn vegna orðuveitingar. Fróðlegt væri að hann upplýsti hvaða tveir starfsmenn sem hann tengist hafa afþakkað Fálkaorðuna. Að lokum langar mig til að biðja Lesbók Morgun- blaðsins að endurbirta ljóð eftir Jónas Tryggva- son um Marka-Leifa sem birtist í Lesbókinni fyrir rúmlega 20 árum. Sigurður St. Pálsson. Lofa skal það sem vel er gert SIGURÐUR S. Wiium hringdi og vildi lýsa ánægju sinni með Lesbók Morgunblaðsins. Hún er alveg einstaklega vönduð og góð og mikið af áhugaverðum greinum. Eins vill Sigurður lýsa ánægju sinni með fram- tak rússneska sendiherr- ans á íslandi en hann talar íslensku i öllum við- tölum og leggur sig greinilega fram þar sem málfar hans er gott og hann virðist hafa gott vald á beygingakerfinu. Sýnir sendiherrann með þessu mikla virðingu við land og þjóð og er það til fyrirmyndar. Tapað/fundið Armband tapaðist ARMBAND sem er eins og slanga í laginu týndist 17. janúar sl. Mögulegir staðir þar sem armband- ið gæti hafa týnst eru verslunarmiðstöðin í Grindavík, Vogue í Hafn- arfirði eða á Laugavegin- um. Finnandi vinsamleg- ast hringi í Huldu í síma 426-8025. Kvenúr tapaðist GYLLT kvenúr af teg- undinni Delma tapaðist í Árbæjarhverfi sl. fimmtudag. Úrið er með perlumóðurskífu. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 587-4902 eða 587-7000. Gæludýr Hamstur óskast HAMSTUR óskast, helst gefins, eða ódýr. Uppl. hjá Auði í síma 565-3479. Kettlingar fást gefins UTLIR sjö vikna gamlir kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 568-2878 eftir kl. 18. Kettlingar TVEIR högnar, níu vikna gamlir, kassavanir og mannelskir kettlingar, óska eftir nýju heimili. Uppl. í síma 552-3824. Rússneski sendiherrann á íslandi, Júrí Resetov. Víkveiji skrifar... SEM krakki minnist Víkveiji þess að hafa farið í Náttúrugripa- safnið og þótt mikið um. Nú er öldin önnur og safnið vistað á algjörlega óviðunandi hátt og ekki er hægt annað en að taka undir það sem segir um Náttúrugripasafnið í ársriti Náttúrufræðistofnunar íslands: „Náttúrugripasafnið er enn hluti af Náttúrufræðistofnun íslands þrátt fyrir að stofnunin hafi ekki lengur lagaskyldu til að reka slíkt safn. Þegar ný lög voru sett um Náttúru- fræðistofnuyn íslands árið 1992 var gert ráð fyrir að safnið yrði sameigin- leg eign stofnunarinnar, Reykjavík- urborgar og Háskóla íslands sam- kvæmt samkomulagi, sem þá var í burðarliðnum. Þá var fyrirhugað að flytja safnið í nýtt og betra húsnæði og reka það sameiginlega af þessum aðilum, en af því hefur ekki orðið. Náttúrugripasafnið er enn í afleitu og þröngu bráðabirgðaplássi á 3ju og 4ðu hæð i húsnæði Reykjavíkur- seturs Náttúrufræðistofnunar. Unnið var að því á árinu að fínna nýtt hús undir safnið, en án árangurs." Er ekki kominn tími til að taka á þessu máli? xxx SJÓNVARPSÞÆTTINUM Happ í hendi hefur' með nýju ári verið tekið upp á þeim ósið að fá börn í þættina til að skafa af happareitum eins og fullorðna fólk- ið gerir. í stað þess að fá talsverða fjárhæð í vinning fá krakkarnir leik- föng, mismunandi verðmæt eftir því hversu heppin þau eru. Víkveija finnst þetta gjörsamlega óþolandi og setja þáttinn verulega niður. Með þessu er verið að kenna krökk- unum skafrpiðaleiki og æsa þau upp í fjárhættuspili. Hermann Gunnars- son hefur einstakt lag á að spjalla við litla krakka en með þessu er verið að misnota börnin. Hemmi Gunn. og félagar hafa að þessu sinni heldur betur skotið yfír mark- ið að mati skrifara. FYRIR nokkrum dögum birtist hér í blaðinu samtal við fram- kvæmdastjóra Heyrnarhjálpar. Sérstaka athygli skrifara vakti sá mikli fjöldi sem talinn er tilheyra þessum hópi. Framkvæpdastjór- inn telur að um 10% af íslending- um séu heyrnarskert eða svipað og á öðrum Norðurlöndum. Þetta þýði að um 20 þúsund manns eigi við þessa fötlun að glíma. Framkvæmdastjórinn nefnir rokktónlistarmenn í þessu sam- hengi og trúlega er hægt að bæta ýmsum starfshópum við, en ekki er mjög langt síðan farið var að bregðast við hávaðamengun á vinnustöðum. Eflaust mætti líka bæta unglingum og yngra fólki við þennan hóp, fólki sem ekki er vant öðru en að eiga eða hafa aðgang að kraftmiklum hljóm- flutningstækjum og notar þau óspart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.