Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samskip stofna dótt- urfélag í Bandaríkjunum Þjónustan við ísland stóreykst, segir Reynir Gíslason, framkvæmdastjóri Samskipa Inc. FRÁ KYNNINGU á nýju dótturfélagi Samskipa. Á myndinni eru f.v. Ólafur Ólafsson, forsljóri, Jón Pálsson, starfsmaður Sam- skipa, Kristinn Hrafnsson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, Reynir Gíslason, framkvæmdasljóri Samskipa Inc., og Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri flutningasviðs. Verslun Skrif- stofuvara hf. lokað SKRIFSTOFU V ÖRUR hf. hafa hætt rekstri verslunar sinnar í Skeifunni 11 og standa nú yfir samningar við Pennann um sölu á vörubirgð- um og rekstri. Verslun Skrifstofuvara hf. var lokað síðastliðinn föstu- dag en í dag verður væntan- lega gengið frá samningi um kaup Pennans á vörubirgðum og rekstri fyrirtækisins að sögn Gunnars B. Dungal, for- stjóra Pennans. „Það er hins vegar rangt sem haldið er fram í Viðskiptablaðinu í dag [miðvikudag] að Penninn sé að kaupa 80% í fyrirtækinu og ætli sér að halda rekstrin- um áfram í Skeifunni. Hið rétta er að Skrifstofuvörur eru komnar í þrot og við erum að kaupa eignir og rekstur fyrirtækisins,“ segir Gunnar. Verslun Skrifstofuvara hf. var opnuð síðla árs 1994 og var tilgangur hennar að selja skrifstofuvörur á stórmark- aðsverði. Hannar heilsu- gæslustöð íKuwait ÓLAFUR Steindórsson hefur verið ráðinn sem arkitekt hjá fyrirtækinu Norman + Dow- barn Ltd. í Guildford í Englandi. Olafur mun sjá um hönnun á 500 her- bergja heilsugæsl- umiðstöð fyrir ríkis- stjómina í Kuwait. Mun hann starfa að mestu frá aðalskrif- stofunni í Guildford í Surrey. En eins og kunnugt er stend- ur nú yfír mikil endurbygging í Kuwait, eftir skemmdir sem urðu í Persaflóastríðinu. Norman + Dowbarn Ltd. er rótgróin arkitekta- og verk- fræðistofa með skrifstofur í Englandi og útibú á nokkrum stöðum í Afríku. Fyrirtækið hafa byggt allmargar opin- berar byggingar svo sem spít- ala og háskóla, en eitt þekkt- asta verk þess er BBC sjón- varpshúsið í London. Áð loknu stúdentsprófí frá Verslunarskólanum 1984 hóf Ólafur nám í arkitektúr við háskólann í Kingston í Eng- landi. Lauk hann BA gráðu með hon. í arkitektúr árið 1987. Mastersgráðu lauk hann frá sama stað árið 1991. Full réttindi sem arkitekt í Englandi öðlaðist hann árið 1993. Undanfarin 8 ár hefur Ólafur starfað sem arkitekt hjá Architon Group Practice í Epsom í Surrey. Þetta fyrir- tæki hefur sérhæft sig í margskonar byggingum m.a. fyrir Glaxo og Wellcome lyfja- fyrirtækin. Ólafur er kvæntur Juliu Bradbum, sem einnig er menntuð sem arkitekt. Þau eiga tvo syni. SAMSKIP hf. stofnuðu nú um ára- mótin sérstakt dótturfélag um starf- semi sína í Norfolk í Bandaríkj- unum, Samskip Inc. Var viðskipta- vinum og helstu samstarfsaðilum þar í landi boðið til sérstakrar kynn- ingar af því tilefni sl. mánudag. Framkvæmdastjóri nýja fyrirtækis- ins er Reynir Gíslason, en hann hefur verið viðloðandi flutningsþjón- ustu undanfarin 10 ár í Bandaríkj- unum, m.a. hjá Ambrosio Shipping. Stofnun nýja fyrirtækisins er lið- ur í uppbyggingu á Ameríkuflutn- ingum Samskipa sem verið hefur í gangi frá því sl. sumar. Vikulegir gámaflutningar til N-Ameríku Eins og fram kom í Morgunblað- inu á þriðjudag bjóða Samskip nú viðskiptavinum sínum vikulega gámaflutninga til Norður-Ameríku gegnum Evrópu í samstarfi við stærsta skipafélag heims, Maersk Line. Það felur í sér að gámar á leið til Norður-Ameríku verða fyrst fluttir til Rotterdam eða Bremer- haven með Evrópuskipi Samskipa. Þar verður þeim verður skipað um borð í flutningaskip Maersk sem sigla beint yfir Atlantshafið á hinar ýmsu hafnir í Norður-Ameríku. Inn- flutningsvörur verður á sama hátt hægt að flytja þaðan til Evrópu og síðan til íslands. Félagið mun hins vegar jafnhliða sigla áfram beint til Norður-Amer- íku á þriggja vikna fresti með fjöl- hæfnisskipi. „Við höfum markað þá stefnu að veita góða þjónustu við íslenska inn- HLUTABRÉF í íslandsbanka hafa hækkað verulega í verði undanfarna daga og er gengi bréfanna nú kom- ið í 1,55 en var 1,39 nú um áramót- in. Þetta samsvarar um 11,5% ávöxtun á röskum þremur vikum og er markaðsvirði bankans nú kom- ið yfír 6 milljarða. Þessi hækkun hefur endurspeglast í gengi hluta- bréfa í Eignarhaldsfélagi Alþýðu- bankans, enda er hlutur þess í ís- landsbanka stór hluti af heildareign- um félagsins. Gengi hlutabréfa í Eignarhaldsfélaginu er nú 1,31 en hafði staðið í 1,25 frá áramótum. Svo virðist sem vangaveltur um góða afkomu bankans á nýliðnu ári séu drifkrafturinn á bak við þessar hækkanir nú. Magnús Guðmunds- son, forstöðumaður hjá Kaupþingi, segir það einnig hafa mikið að segja að bankinn hafi verið kynntur betur fyrir mörgum stærri fjárfestum að undanförnu, m.a. í tengslum við og útflytjendur í viðskiptum við Bandaríkin," sagði Reynir Gíslason, framkvæmdastjóri Samskipa Inc. í samtali við Morgunblaðið. „í fram- tíðinni_ verða vikulegir flutningar milli íslands og Norður-Ameríku gegnum Evrópu, en samhliða því verðum við með okkar eigið skip. Þjónustan við ísland stóreykst.“ Kostnaður lækkar með hagræðingu og samnýtingu Reynir segir að samstarfið við hugsanlega sölu Eignarhaldsfélags Alþýðubankans á hlut sínum í bank- anum. Þá bendir hann á að bönkum vegni yfirleitt best á þenslutímum og því sé eðlilegt að ásókn í bréf bankans aukist nú. Þá séu einnig horfur á lægri afskriftaþörf hjá bankanum en verið hefur á undan- förnum árum. Mikið framboð er á hlutabréfum í íslandsbanka um þessar mundir. Eignarhaldsfélagið hefur sem fyrr segir lýst því yfir að það hyggist selja hlut sinn í bankanum, en hann nemur tæpum 500 milljónum króna að nafnvirði. Auk þess er hlutur Valfellsættarinnar í bankanum nú falur, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, og nemur hann um 200 milljónum króna að nafnvirði. Þetta samsvarar því að rúm 18% hlutafjár í bankanum sé til sölu en heildar- hlutafé í Islandsbanka er nú um 3,88 milljarðar króna. Maersk geri kleift að tengja ísland við hafnir í Miami, Charleston, Nor- folk, New Ark og Halifax. „Menn geta annað hvort komið vorum til þessara hafna eða losað þær og le- stað í vöruhúsum sem við höfum aðgang að í nágrenninu. Fólk sem býr í Flórída þarf t.d. ekki lengur að sækja vörur eða færa þær alla leið til Norfolk. Allur kostnaður við innanlandsflutninga í Bandaríkjun- um minnkar verulega. Með hagræð- ingu og samnýtingu gáma ætlum EIGNIR verðbréfasjóða í vörslu Kaupþings hf. námu alls um 5,5 milljörðum króna í lok sl. árs og höfðu þær aukist um 5% á árinu. Kaupþing hefur nú náð nokkrum yfirburðum hvað stærð sjóða snert- ir, en markaðshlutdeild fyrirtækis- ins var 38,1% um áramótin saman- borið við 32,3% hlutdeild í lok ársins 1994. Á sama tíma drógust heildareign- ir verðbréfasjóða á markaðnum saman. Þær voru 14,5 milljarðar í lok ársins eða u.þ.b. 10% minni en árið á undan. Að sögn Guðmundar Haukssonar, forstjóra Kaupþings, minnkuðu inn- lendir verðbréfasjóðir fyrstu mánuði ársins en sú þróun snérist við á síð- ari helmingi ársins. „Vextir hækk- uðu framan af árinu sem leiddi til þess að gengi skuldabréfa í sjóðum lækkaði. Eftir að sú leiðrétting var komin fram varð ávöxtunin mjög EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðu- bankinn hf. hefur samið við Lands- bréf hf. um að annast 300 milljóna skuldabréfaútboð félagsins. Að sögn Guðjóns Ármanns Jónssonar, fram- kvæmdastjóra, var ákveðið að taka tilboði um sölutryggingu fyrir alla upphæðina miðað 6,15% ávöxtun- arkrofu. „Við túlkum þetta þannig að félagið sé viðurkennt sem trú- verðugur greiðandi." Þessu fjármagni verður varið til endurfjárfestinga í vaxtaberandi eignum en ekki hefur verið ákveðið við að ná niður kostnaði þannig að hægt sé að bjóða hagstæð farm- gjöld. Ég get nefnt sem dæmi að fram- leiðandi í Miami hefur hingað til þurft að flytja vörur á leið til ís- lands fyrst til Norfolk. Núna verður hægt að bjóða flutninga með Maersk frá Miami til Evrópu og þaðan með Samskipum til íslands. Þannig skapast mikill sparnaður af því að bjóða upp á svona margar hafnir í Bandaríkjunum, sérstaklega þegar um er að ræða fulla gáma.“ Reiknað er með því að flutnings- tími á vöru frá austurströnd Banda- ríkjanna gegnum Evrópu og til ís- lands verði um 18 dagar, að sögn Reynis. Þá er miðað við að hægt verði að færa gáma á milli skipa í höfnunum í Evrópu nær samdæg- urs. Samskip Inc. hafa jafnframt sett á stofn fyrirtækið BM International sem hefur það að markmiði að ann- ast flutningsmiðlun bæði til íslend- inga og á alþjóðamarkaði. „Við munum einnig vinna náið með skrif- stofum okkar í Evrópu. Þá rekur fyrirtækið sínar eigin vörugeymslur hér á svæðinu þar sem hægt er að taka á móti vörum sem bæði eru á leið til íslands og Evrópu. Síðan eigum við í samstarfi við CCX sem er eitt af stærstu flutn- ingafyrirtækjum á Mið-Austur- strönd Bandaríkjanna. Þetta gerir okkur kleift að bjóða mjög hagstæð flutningsgjöld til Norfolk, svo og hagstæða flugfragt t.d. frá Balti- more-flugvelli og JFK flugvelli í New York,“ sagði Reynir Gíslason. góð á ný,“ sagði hann. Innlendir verðbréfasjóðir sem Ijárfesta erlendis hafa stækkað tölu- vert, enda var árið 1995 mjög hag- stætt á erlendum verðbréfamörkuð- um. „Við stofnuðum sjóð 10 á sl. ári og eignir hans voru komnar í liðlega 624 milljónir í árslok. Þessi sjóður fjárfestir eingöngu í verðbréf- um sem ríkissjóður Islands gefur út erlendis eða hafa viðmiðun við erlendar myntir. Verðbréfín eru eignarskattsfrjáls og eru gengis- tryggð.“ Kaupþing rekur elsta verðbréfa- sjóð landsins sem ber heitið Sjóður 1. Þann 18. janúar fór gengi sjóðs- ins í 8,0 og hafði þá áttfaldast frá því hann var stofnaður þann 9. maí árið 1985. Þeir aðilar sem eiga upp- haflegu bréfín hafa fengið 21,4% nafnávöxtun á ári sem jafngildir 9,3% raunávöxtun á ári á féð á þessum tíma. nákvæmlega hvernig því verði hag- að. Meðalgreiðslutími bréfanna er fjögur og hálft ár. „Með þessu móti getum við nýtt sterka eiginfjárstöðu til þess að taka hagstæð lán úti á markaðnum og endurávaxta þá fjár- muni með vaxtamun til að hafa af því tekjur. í leiðinni er þetta hluti af þeim áherslubreytingum félags- ins að ná meira jafnvægi í rekstrin- um þannig að samsetningin í eign- um félagsins verði meira í bland hlutabréf og skuldabréf. 1,46- 1,44 1,42 1,40- 1,38+ 5. ian. 1,39 221.248 307.535Í 11.jan. 1,40 1.037.556 i.452.578 15. jan. 1,41 250.000 352.500 15. jan. 1,42 150.000 213.000 18. jan. 1,42 100.000 142.000 18. an. 1,43 250.000 357.500 18. an. 1,44 250.000 360.000 W. jan. 1,45 300.000 435.000 19. jan. 1,43 267.814 382.974 22. jan. 1,50 400,000 600.000 23.jan. 1,53 250.000 382.500 23. jan. 1,53 200.000 306.000 23. jan. 1,55 1.000.000 1.550.000 23. jan. 1,55 2.000.000 3.100.000 3.jan 8. 13. 18. 23. Samtals: 9.941.587 Tæp 20% hlutaflár í íslandsbanka til sölu Mikil hækkun á gengi bréfanna Verðbréfasjóðir Kaupþings stærstir Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn Býður út 300 millj- óna skuldabréf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.