Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Einstakt tækifæri til að hlusta á einn fremsta stjórnanda Indlands fjalla um stefnumótun BAKGRUNNUR DR. JAGDISH PARIKH Dr. Jagdish Parikh útskrifaðist frá Harvardháskóla og sam- einar það að vera í hópi þekktustu stjórnenda Indlands og vera einn eftirsóttasti fyrirlesari Evrópu á sviði stjórnunar og stefnumótunar. Hann er fyrirlesari hjá MCE (Manage- ment Centre Europe) og gestaprófessor við IMD í Sviss og INSEAD í Frakklandi. Hann er auk þess framkvæmdastjóri Lemuir fyrirtækjasamsteypunnar á Indlandi sem er traust fjölskyldufyrirtæki með mikil umsvif á sviði flutninga, ferðaþjónustu og í prentiðnaði. Dr. Parikh er auk þess varaformaður World Business Council, í stjórn Harvard Business School Alumni Association, í ráðgjafastjórn World Economic Council, í stjórn Indverska stjórnunarfélagsins og Asísku stjórnun- arstofnunarinnar auk þess sem hann er stjórnarformaður Fræðslustofnunar Indlands. Dr. Parikh hefur víða komið við og var hann m.a. meðframleiðandi stórmyndarinnar um Gandhi sem vann til fjölmargra Óskarsverðlauna. Hann er nú stjórnarformaður Indverska kvikmyndaþróunar- sjóðsins. Hann hefur gefið út þrjár bækur á sviði stjórnunar og stefnumótunar: Managing Your Self, Intuition og Beyond Leadership sem hann samdi í félagi við dr. Warren Bennis sem kom til (slands á vegum Stjórnunarfélags íslands fyrir nokkrum árum. Þessar þrjár bækur eru innifaldar í námstefnugjaldinu og verða þær afhentar öllum þátt- takendum í lok námstefnunnar. Koma dr. Jagdish Parikh til íslands á vegum Stjórnun- arfélags íslands er í samstarfi við AIESEC. Dr. Jagdish Parikh STJÓRNUN SAMKVÆMT FRAMTÍÐARSÝN Námstefna á Scandic Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 13. febrúar 1996, frá kl. 9 til 16. Á öllum sviðum þjóðfélagsins verða breytingar sífellt örari. Niðurstaðan er sú að við stöndum frammi fyrir yfirþyrm- andi óreiðu, óvissu og yfirvofandi árekstrum. Mikilvægasta viðfangsefni allra, á öllum sviðum, er því að takast á við þessar öru breytingar og þrífast á þeim. Samkvæmt hugmyndum dr. Parikh á mótun framtíðarsýnar að vera stöðug og raunsæ. Samþætt nálgun dr. Parikh tryggir að: • Menn beri höfuðið hátt án þess að vera skýjaglópar. • Menn hafi báða fætur á jörðinni án þess að vera bundnir í báða skó. Til að takast á við breytingar þarf jafnvægi; til að takast á við flókna hluti þarf einföldun; til að takast á við óvissu þarf styrk og til að takast á við árekstra þarf samhæfni og skýra skynjun. Stjórnendur samtímans þurfa að vera fjölhæfir. Þeir verða að vera frumkvöðlar, fagsérfræðingar og jafn- framt framúrskarandi stjórnendur - framsýnir stjórnendur. Þessi námstefna gerir þátttakendum auðveldara að skapa og miðla framtíðarsýn fyrirtækis síns, stofnunar eða félaga- samtaka, m.a. til að hrinda í framkvæmd breytingum svo þau taki stöðugum framförum, lagi sig að síbreytilegum aðstæðum og fái þrifist í framtíðinni. Or. Jagdish Parikh mun fjalla um: • Lykilatriði samtímans (breytingar, óreiða, óvissa og átök). • Einkenni og mikilvægi hinna víðtæku breytinga á viðskiptaumhverfinu. • Breytingar á innri uppbyggingu nútímafyrirtækja, fyrirtækjabrag og stjórnunaraðferðum. • Hvers vegna sköpun og miðlun á framtíðarsýn fyrirtækja eru nauðsynleg fyrir afkomu og hagnað. • Hvers vegna fyrirtæki ættu að vinna SAMKVÆMT framtíðarsýn en ekki í ÁTTINA AÐ framtíðarsýn. • Hvert erform og innihald framtíðarsýnar. • Hvernig á að skapa framtíðarsýn, sem einstaklingur og sem hluti af heildinni. • Hvernig á að miðla og deila framtíðarsýn innan fyrirtækisins. • Hvernig á að brú bilið frá framtíðarsýn til framkvæmda. • Hvernig á að tryggja að uppbyggingarferli framtíðarsýnar verði varanlegt. Almennt verö: kr. 29.900. Félagsverð SFÍ: kr. 25.415 (15% afsl.). Innlfalið: Bækurnar: Managing Your Self, Intuition og Beyond Leadership. Einnig er innifalið morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Skráning er hafin 562 1066 Stjórnunarfélag islands i SAMSTARFI VIÐ fltargtsiiMiifeife - kjarni malsins! Dagbók Námstefna um stjórnun VON er á kunnum indverskum athafnamanni og fyrirlesara hingað til lands í byijun febrúar, Dr. Jagdish Parikh. Hann verð- ur fyrirlesari á námstefnu á veg- um Stjórnunarfélags Islands, 13. febrúar nk. frá kl. 9.00 til 16.00 á Scandic Hótel Loftleið- um. Námstefna ber yfirskriftina „Stjómun samkvæmt framtíðar- sýn“, segir í frétt frá félaginu. Dr. Jagdish Parikh útskrifaðist frá Harvard háskóla og er í senn athafnamaður og stjórnandi í al- þjóðaviðskiptum. Hann hefur gef- ið út þijár bækur á sviði stjórnun- ar og viðskipta. Þær bækur fá þátttakendur á námstefnunni hér á landi afhentar. Dr. Parikh heldur reglulega fyrirlestra fyrir stjómendur helstu fyrirtækja og samtaka heimsins meðal annars á vegum MCE (Management Centre Europe). Hann er auk þess gestaprófessor við IMD i Sviss og INSEAD í Frakklandi. Hann hefur komið kenningum sínum í framkvæmd sem framkvæmda- stjóri Lemuir fyrirtækjasam- steypunnar á Indlandi. Það er íjölskyldufyrirtæki með mikil um- svif á sviði flutninga, ferðaþjón- ustu og í prentiðnaði. Hugbúnaða- rsamkeppni NÝHERJI RJI hf. og IBM efna til samkeppni í forritun í Visual- Age C++ og verða veitt verðlaun fyrir bestu forritin. Fyrstu verð- laun nema 250 þúsund krónum, 2. verðlaun 150 þúsundum, og 3. verðlaun 100 þúsundum. Sækja þarf um þáttöku fyrir 10. febrúar 1996. Umsækjendur verða að hafa þekkingu eða reynslu sem telst nægjanleg til að öðlast þáttökurétt. Hægt er að sækja um á Internetinu á heimasíðu Nýheija. Slóðin er http://www.nyheiji.is/visua- lage , en einnig er hægt að fá umsóknareyðublöð hjá Nýheija. Þar er einnig hægt að nálgast nánari upplýsingar um þær kröf- ur sem gerðar eru til keppenda. Einnig er hægt að biðja um nán- ari upplýsingar með tölvupósti og er netfangið visualagenyheiji.is Skilafrestur forrits og forrits- gagna er fram til 22. apríl 1996. Nýheiji og IBM áskilja sér rétt til að hafna öllum lausnum ef engin telst verðlaunahæf, eða ef um ónóga þáttöku er að ræða. Þriggja manna dómnefnd mun íjalla um lausnimar. Starfsmenn Nýheija geta ekki tekið þátt í keppninni. Hraðlestr- arnámskeið •HRAÐLESTRARSKÓLINN efnir til sérstaks hraðlestrarná- mskeiðs fyrir starfsmenn fyrir- tækja og stofnana. Námskeiðið hefst nk. þriðjudag 30. janúar. Kennt verður þijá þriðjudaga í röð kl. 17.00-19.30. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091. Kynning hjá EJS •EJS og Microsoft halda kynn- ingu á Microsoft Exchange Ser- ver í Þingsal Hótels Loftleiða þriðjudaginn 30. janúar halda kl. 8:30 til 12:00. Exchange Ser- ver er hópvinnukerfi frá Micros- oft sem er væntanlegt á markað innan skamms og miklar vænt- ingar eru gerðar til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.