Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 8
VIÐSKIFTIAIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 Alþjóða líftryggingarfélagið fjölgar tryggingarkostum á þrítugsafmæli sínu ALÞJÓÐA líftryggingarfélagið horfist í augu við sífellt meiri sam- keppni eins og önnur íslensk trygg- ingafélög. Félagið hyggst bregðast við henni með hagstæðari iðgjöld- um og fjölgun tryggingakosta. Alþjóða líftryggingarfélagið átti þrítugsafmæli hinn 22. janúar, en frá upphafi hefur það sérhæft sig í líftryggingum fyrir einstaklinga. Ólafur Njáll Sigurðsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að nú séu á tíunda þúsund einstaklingar líf- tryggðir hjá því. „Markaðshlut- deild okkar í líftryggingum er um 22% og við erum því í þriðja sæti á þeim markaði hér á landi. I fyrsta og öðru sæti eru Samlíf hf., sem Sjóvá-Almennar og Tryggingamið- stöðin standa að, með um 40% hlut- deild, og Líftryggingafélag ís- lands, sem rekið er af Vátrygg- ingafélagi íslands (VÍS), með um 30% hlutdeild. Markaðshlutdeild okkar héfur aukist nokkuð á und- anförnum árum, en mikil óvissa ríkir um framtíðina í kjölfar þess að á síðasta ári var erlendum aðil- um heimilað að selja líftryggingar hér á landi. Enn er of snemmt að segja hvaða breytingar það muni hafa í för með sér fyrir markað- inn, en samkeppnin hefur þegar harðnað og ljóst er að hún mun stóraukast. Aukin fyrirhyggja Ólafur segir að mikil breyting hafi orðið á viðhorfí til líftrygginga Sókn er besta vömin hérlendis á síð- ustu áratugum, sérstaklega hjá ungu fólki. „Það ér fyrirhyggjus- amara nú en áður, sérstak- lega eftir að verðbólgunni var náð niður. Það er meira um að fólk geri áætlan- ir fram í tímann og sýni fyrir- hyggju. Ef eitt- hvað kemur fyrir veit það að al- mannabótakerfið leysir aðeins lít- inn hluta vandans. í raun á líf- tryggingin ekki að standa óbreytt út gildistíma sinn. Hún ætti að vera endurskoðuð reglulega til að hún endurspegli þapfir fólks á hveijum tíma. Þess vegna ætti bótafjárhæðin að vera hækkuð eða lækkuð eftir breytingum á skuld- um, fjölda barna og aldri þeirra. Almennt séð eru viðskiptavinir okkar úr öllum stéttum.“ Morgunbl&ðið/Þorkell Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. O LANASJOÐUR VESTUR-NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Lægri iðgjöld fyrir reyklausa Félagið býður þeim viðskiptavin- um sínum, sem reykja ekki, hag- stæðari iðgjöld og er að sögn Ólafs eina íslenska líf- tryggingafélagið, sem það gerir. „Þetta þykir okk- ur sjálfsögð regla enda er löngu sannað að reyk- ingamenn lifa að jafnaði skemur en aðrir og eiga miklu fremur á hættu að fá ýmsa alvarlega sjúkdóma. Hjá okkur greiðir því 35 ára reyklaus maður 12% láegri iðgjöld en reykingamað- ur á sama aldri. Afslátturinn hækkar síðan smám saman eftir aldri og verður hæstur 25%,“ segir Ólafur. Ný trygging gegn sjúkdómum Fyrir skömmu kynnti, Alþjóða líftryggingarfélagið nýjung í per- sónutryggingum hérlendis, eða svokallaða sjúkdómatryggingu. „Þessi trygging hefur fengið góðar viðtökur, en henni er ætlað að greiða fólki bætur við greiningu á alvarlegum sjúkdómi eins og krabbameini eða hjartaáfalli,“ seg- ir Ólafur. „Slíkt hefur auðvitað afgerandi áhrif á líf þess, sem verð- ur fyrir veikindunum, og fjölskyldu hans. Það er út af fyrir sig nógu þungbært þótt fjárhagsáhyggjur bætist ekki við.“ Framtíðin er samkeppninnar Ólafur telur að miklar breyting- ar muni verða á næstu árum á íslenskum tryggingamarkaði. Til dæmis eigi tryggingategundum eftir að fjölga og markaðurinn geri einnig sífellt meiri kröfur um fjölbreytni. „Skattalegt umhverfi hefur valdið því að íslensku líftryggingafélögin hafa einbeitt sér að áhættulíf- tryggingum. Til þess að auka veg sparnaðartrygginga þurfa að koma til breytingar á skattakerfinu, sem hvetja einstaklinga til langtíma- sparnaðar, eins og reyndin hefur verið víða erlendis. Það er skiljan- legt að fólk vilji tengja líftryggingu og fijálsan lífeyrissparnað og ekki nema eðlilegt að stjórnvöld komi til móts við slíkar óskir. Fólk þarf að spara og tryggja sig og það er hægt- að gera sitt í hvoru lagi en einnig saman í söfnunartrygging- um. Þá er ljóst að ef einhvers kon- ar kostnaðarþátttaka sjúklinga verður tekin upp í heilbrigðiskerf- inu, sem verður sífellt dýrara, er ekki ósennilegt að fólk geti tryggt sig gegn slíkum útgjöldum í fram- tíðinni,“ segir Ólafur. Manna- breytingar hjá Eimskip RÓBERT V. Tómasson hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar mark- aðsskrifstofu Eimskips í Boston í Bandaríkjunum. Ró- bert hefur störf í Boston á vormánuð- um. Róbert hefur starfað hjá Eimskip síðan 1991, fyrstu árin sem sölufulltrúi í innflutningsdeild og síðar sem for- stöðumaður skrif- stofu Eimskips á Nýfundnalandi. Róbert er stúdent frá Fjölbrauta- skólanum við Ármúla og lauk það- an prófí 1981. Hann stundaði fram- haldsnám við Monterey Peninsula College með aðaláherslu á markaðs- fræði og lauk þaðan prófi 1984 með AS gráðu. ÓLAFUR Örn Ólafsson tekur við starfi Róberts V. Tómassonar sem Eintskips á Ný- fundnalandi. Ólafur hefur starfað sem fulltrúi' í útflutn- ingsdeild Eimskips síðan árið 1994. Hann er lærður stýrimaður frá Vestmannaeyjum jafnframt því sem hann lauk prófi frá Tækniskóla íslands, útgerðardeild, árið 1981. Ólafur stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands og útskrifaðist þaðan af endurskoð- unarsviði árið 1986. forstöðumaður Torgið Iðnfyrirtækin á markaðinn IÐNAÐUR er ein af undirstöðu- greinum íslensks atvinnulífs en samt eru aðeins örfá iðnfyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Þetta kemur mörgum áhugamönnum um eflingu atvinnulífsins spánskt fyrir sjónir, enda telja margir að iðnaðurinn sé vaxtarbroddur og þar liggi arðsem- istækifæri framtfðarinnar. Á morgunverðarfundi, sem Sam- tök iðnaðarins héldu í gær, var leit- að skýringa á tregðu iðnfyrirtækja við að láta skrá sig á hlutabréfa- markaði. í upphafi fundar greindi Sveinn Hannesson, framkvstj. Sl, frá því að íslensk iðnfyrirtæki væru að jafnaði skuldsettari og með verri eiginfjárstöðu en erlendir sam- keppnisaðilar. „Á sama tíma er mikil eftirspurn eftir hlutabréfum. Hvers vegna berum við okkur ekki eftir björginni?" spurði hann. Á fundinum kom fram að af 27 fyrirtækjum, sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands, eru aðeins fjög- ur hrein iðnfyrirtæki, Hampiðjan, Marel, Skinnaiðnaður og Sæplast. Átján fyrirtæki eru á Opna tilboðs- markaðnum og þar eru tvö hrein iðnfyrirtæki innanborðs. Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþingsins, nefndi að tregða til upplýsingagjaf- ar væri býsna algeng í iðngreinum. Til dæmis hefði aðeins helmingur iðnfyrirtaekja, á lista Frjálsrar versl- unar yfir 230 stærstu fyrirtækin 1994, veitt greinargóðar upplýs- ingar um afkomu og efnahag. Stefán taldi að ein helsta skýring- in á tregðu iðnfyrirtækja til að demba sér út á hlutabréfamarkað væri sú að mörg þeirra væru rekin, sem fjölskyldufyrirtæki. Hann sagði að nú væri rétti tíminn fyrir stjórn- endur margra slíkra fyrirtækja að velta því fyrir sér hvort ekki væri kominn tími til að breyta rekstrar- formi fyrirtækisins og setja það á hlutabréfamarkað. Slík breyting væri til þess fallin að losa um þá fjármuni núverandi hluthafa, t.d. vegna kynslóðaskipta eða vegna fjárfestinga á öðrum sviðum. Þetta væri einnig hentug leið til að afla fjár til vaxtar og til að auðvelda samstarf eða samruna fyrirtækja. Stefán sagði að fleiri iðnfyrirtæki ættu tvímælalaust erindi á hluta- bréfamarkað en eru þar nú enda hefði það margvíslega kosti í för með sér fyrir þau. Hann nefndi nokkur dæmi um fyrirtæki, sem ættu erindi á hlutabréfamarkað. Úr stóriðju nefndi hann íslenska álfé- lagið, íslenska járnblendifélagið, Áburðarverksmiðjuna, Kísiliðjuna og Sementsverksmiðjuna. Úr bygg- ingariðnaði: íslenska aðalverktaka, Istak, Gunnar og Gylfa, BM-Vallá, Álftarós. Úr plastiðnaði: Plastprent, Plastos. Úr matvælaframleiðslu (annarri en úr landbúnaðar- og sjáv- arafurðum): Vífilfell, Ölgerðina, O. Johnson & Kaaber, Sól, Mylluna og Nóa-Síríus. Úr málmiðnaði: Héðin og Slippstöðina-Odda og Delta úr lyfjaframleiðslu. Frosti Sigurjónsson, fjármála- stjóri hjá Marel, rakti reynslu fyrir- tækisins af hlutafjárútboðum og sagði hana vera góða. Helstu ókostir þess að vera á verðbréfa- þingi væru kostnaður, aukin ábyrgð og upplýsingaskylda, sem sam- keppnisaðilar gætu nýtt sér. Ko- stirnir væru þó mun fleiri og ríkari en gallarnir. Frosti gerði samanburð á Verð- bréfaþinginu og Opna tilboðsmark- aðnum. Hann sagði að hætta væri á að menn væru farnir að bera óhóflegt traust til tilboðsmarkaðar- ins og benti á að á honum væri upplýsingagjöf ekki mikil. Ríkulegar kröfur væru gerðar til Verðbréfa- þingsins en nánast engar til Opna tilboðsmarkaðarins. Líklega væri komin tími til að stofna þriðju deild- ina á markaðnum, sem hentaði vel fyrir lítil fyrirtæki og sameinaði kosti hinna tveggja. Til dæmis væri hægt að gera minni kröfur um hlutafé, eigin fé og fjölda hluthafa en gerðar eru á Verðbréfaþingi en sömu kröf- ur um upplýsingaskyldu. Stefán tók undir þessar hug- myndir og nefndi þá hugmynd að í þessari deild yrðu gerðar kröfur um að hluthafar yrðu ekki færri en 25 og hlutafé hvers fyrirtækis yrði a.m.k. 25 milljónir króna. íslenski hlutabréfamarkaðurinn er einn hinn smæsti í heimi og ýmsir höfðu enga trú á honum þeg- ar honum var komið á fót fyrir nokkrum árum. Um það efast þó enginn að mörg fyrirtæki hafa náð að nýta sér markaðinn til að treysta stöðu sína og verða sér úti um fjár- magn til frekari sóknar. Hlutabréf margra fyrirtækja á markaðnum hafa einnig hækkað jafnt og þétt í verði og orðið til þess að efla at- vinnulífið og auka þátttöku almenn- ings í því, sem er mikils virði. Von- andi líður ekki á löngu uns fleiri iðnfyrirtæki feta sig út á hlutabréfa- markaðinn þeim sjálfum og atvinnu- lífinu til hagsbóta. KjM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.