Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MYIMDBÖND Sæbjörn Valdimarsson TILVERA Á MALBIKI DRAMA Á rúntinum (NewJersey Drivef'k kVi Leikstjóri og handritshöfundur Nick Gomez. Kvikmyndatöku- stjóri Adam Kimmet. Tónlist Jeff Pullman. Aðalleikendur Sharron Corley, Gabriel Casseus, Saul Stein,Gwen McGee, Devin Egg- leston, Samantha Brown . Banda- rísk. Gramercy Pictures 1995. CIC myndbönd 1996. Tími 94 mín. Aldurstakmark 16 ára. Enginn annar en Spike Lee, einn mestur spá- manna og vonar- spil þeldökkra, Bandarískra kvikmyndagerð- armanna, er bakhjarl þessar- ar myndar, sem sýnd var í kvik- myndahúsum í heimalandinu. Á rúntinum er að mörgu leyti athyglisverð mynd um lánlausa tilveru litaðra unglinga í miskunnarlausri, malbikaðri veröld stórborga Norður-Ameríku. Sögu- sviðið er Newark í New Jersey, handhafi þess lítt eftirsótta „heið- urs“ að vera mesta bílaþjófnaðar- borg Bandaríkjanna. Snýst myndin um þá iðju og æskuna sem lítur á hana sem sitt eftirlætistómstunda- gaman. Jason (Sharron Corley) er með- limur í unglingagengi sem hefur meiri áhuga á að ræna kraftmiklum bílum, þamba áfengi og reykja dóp en stunda skólanám. Astandið versnar með degi hveijum, lögregl- an hefur síaukin afskipti af stráka- genginu, að lokum er Jason vistað- ur á upptökuheimili þar sem honum gesfst tími til að hugsa ráð sitt. Leikstjórinn, Nick Gomez, á eina umdeilda mynd að baki og sýnir örugg, markviss handbrögð, eink- um eru fjölmargar hraðaksturssen- ur vel útfærðar og eðlilegar. Tök hans á ungum og lítt reyndum leik- urunum er einnig athyglisverð. Handrit hans er ekki síður bein- skeytt, upp er dregin ljóslifandi mynd af því nöturlega umhverfi sem fátækir stórborgarbúar lifa og hrærast í. Sannkallað helvíti á jörðu þar sem sést ekki til sólar fýrir vonleysi og vesaldóm. Óneitanlega er sú lýsing sem við blasir af sam- skiptum kynþáttanna einstreng- ingsleg. Hvítir eru bullur, persónu- gervingur lögregluvaldsins er ómennið Roscoe, sem Saul Stein leikur að auki með slíkum tilþrifum að úr verður 'sterkasta persóna myndarinnar. Víst er að þessi borgarmynd fellur vel í góðan jarðveg hjá uppreisn- argjömum minnihlutahópum vestra, máluð í ofstækisfullum og sterkum litum og síst til þess fallin að leysa nokkuð vandamál í gagnkvæmu kynþáttahatrinu. Hvað sem málflun- ingnum líður þá er myndin A rúntin- um, ýkt eður ei, er hræðileg ásýnd- um. Hatur, virðingarleysi, misrétti og myrkur hvert sem litið er. ÖÐRUVÍSI BURT BRÁ HROLLVEKJA Bilunin (The Maddening) 'kxh Leiksijóri Danny Huston. Hand- ritshöfundur Henry Slezak. Að- alleikendur Burt Reynolds, Angie Dickinson, Mia Sara, Will- iam Hickey. Bandarísk. Trimark TÓNLISTARKROSSGÁTAN 1995. Skífan 1996. Tími 93 mín. Aldurstakmark 16 ára. Fram á síðasta áratug var Burt Reynolds ein, ef ekki skærasta stjarna Holly- wood: Reynolds átti vinsældir sínar einkum að þakka þessu glaðhlakkalega yfirbragði, per- sónutöfrum og mikilli orðheppni í rabbþáttum sjón- varpsstöðvanna þar sem hann þótti með skemmtilegri gestum. Nú er öldin önnur. Reynolds bar ekki gæfu til að vanda sem skyldi hlut- verkaval sitt. Þau versnuðu og mjög umræddur ógeðfelldur skilnaður við barbídúkkuná Loni Anderson, skað- aði málstað gömlu ofurstjörnunnar enn frekar. Bilunin er dæmigerð fyrir þá lág- kúru sem Reynolds er sokkinn í. Þetta er heilalaus hrollvekja um stúlku sem ætlar að stytta sér leið en lendir þá í höndum snarruglaðr- ar fjölskyldu. Húsmóðurina leikur gamla kynbomban hún Angie Dick- inson. Orðin ansi strekkt um kinn- bein en fótleggimir flottir sem fyrr. Frammistaða Reynolds í glórulausu hlutverki kolbrjálaðs eiginmanns hennar er einnig dæmigerð fyrir þá hæfni og alúð sem þessi fallna stjama sýnir hveiju hlutverki. Það er því miður engin vitglóra í handritinu frekar en persónunum, aðstæðumar á heimili hjónakom- anna í skógaijaðrinum em illskilj- anlegar enda lítt útskýrðar. Klisjur á klisjur ofan. Leikstjóranum, Danny Huston, dugar ekki sitt fræga eftirnafn eitt saman. WOO í VÍETNAM SPENNUMYND Kúla íkollinn (BuIIet in the Head) k kVi Leikstjóri John Woo. Handrits- höfundur Jphn Woo. Aðalleik- endur Jack Cheung, Tony Ka- Fei, Simon Yam. Hong Kong. Golden Princess Prod., 1991. Myndform 1992. Tími 100 mín. Aldurstakmark 16 ára. Ein kunnasta mynd Woos fjallar um þijá félaga sem verða valdir að dauða andstæðings þeirra í götu- skærum gengja í Hong Kong. Þetta er á tímum Víetnam stríðsins og þangað halda þeir vopnabræður í von um skjóttekinn gróða. Enn ein ofbeldisárásin á skilning- arvit áhorfandans. En Woo er í sín- um eigin úrvals- flokki, það kemst enginn nærri honum í slags- málakóreógraf- íunni. Bardaga- atriðin eru eink- ar vel útfærð og eðlileg, sama gildir um marg- ar, æsilegar og trúverðugar bardagasenur. Hinn talaði texti er hinsvegar hálfgert bull og persónurnar gegnsæjar. TVEIR ÓTRAUÐIR SPENNUMYND Slæmir strákar (Bad Boys) k kVi Leikstjóri Michael Bay. Aðalleik- endur Martin Lawrence, Will Smith. Bandarísk. Warner Bros. 1995. Warner myndir 1996.124 mín. Aldurstakmark 16 ára. Nýjasta upp- götvun framleið- endanna sem m.a. stóðu að baki myndanna um lögguna í Beverlyhæðum, • er þetta snöfur- mannlega tví- eyki, Lawrence og Smith. Ein- kenni kvikmyndargerðarmann- anna er mikill hraði og spenna, skotbardagar, hraðakstur, óá- rennilegt illþýði og ofurlöggur. Undir drynur popptónlist án afláts. Hér fer allt eftir formúlunni og útkoman prýðileg afþreying. Þeir sem hafa áhuga á að sjá hvað býr í leikaranum Will Smith er hinsveg- ar bent á glæsilega frammistöðu hans í Six Degrees of Separation. Einhver óskiljanleg öfl draga Cato Macgill, nauöugan viljugan, aö rannsóknastöð Davids og fólkinu sem tengist henni. Lífshættulegt leyndarmál 23.15 ►Spennumynd í hinum skuggalega heimi erfða- vísarannsókna leynast leyndarmál sem kannski eru meira virði en lífíð sjálft. Þegar vísindamaðurinn David Typhon ætlar að kunngera uppfinningar sínar er hann myrtur. Alþjóðleg yfír- völd beina sjónum sínum að rannsóknastöð Davids sem nánast engir hafa aðgang að nema á hans vegum. Hinum megin á hnettinum er Cato Macgill. Einhver óskiljanleg öfl draga hann, nauðugan viljugan, að rannsóknastöð Davids og fólkinu sem tengist henni. Hann skynjar einhver tengsl í milli sín og þessa fólks og er ákveðinn í að komast til botns í leyndarmálinu. Hitt veit hann ekki að þessi ákvörðun getur kostað hann og fleiri lífíð. Myndin er sýnd á föstudagskvöld. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Góðkunningjar lögreglunnar kkk Snjall leikur hjá ungum og eftirtektar- verðum kvikmyndargerðarmönnum að spumingunni um hver sé vondi kallinn. Langsótt en lífleg söguflétta og leik- l hópurinn gæti ekki verið betur saman settur, mannaður hæfileikamannskap af gráa svæði vinsældalistans. Pocahontas * *'A Ekki jafngóð fyrirrennurum sínum frá Disney; Konungi Ijónanna og Alladin. Engu að síður ve! gerð stóriðnaðar- framleiðsla fyrir fjölskylduna. Assassins k'/i Stallone og Banderas takast á í ein- hveiju vitlausasta einvígi kvikmynd- anna. Segir nokkuð um stöðu Stallon- es að myndin er þrátt fyrir allt með því skárra sem hann hefur gert að undanförnu. BÍÓHÖLLIN Kroppaskiptl k Óspennandi og ófyndin gamanmynd um vísindamann sem breytir sér í konu. Aukaleikararnir standa sig skást. Pocahontas (sjá Bíóborgina) Gullauga kkk Njósnari hennar hátignar hefur snúið aftur eftir sex ára hlé og er í fínu formi. Klassísk Bondmynd með öllum helstu og bestu einkennum myndaflokksins. Pierce Brosnan lítur sannfærandi út í hlut- verki dínósársins, sem tekur engum breytingum í síbreytilegum heimi. gmynd að sönnu en skemmtileg mynd. HÁSKÓLABÍÓ „Virtuosity“kk Þokkaleg spennumynd um morðingja skapaðan fyrir sýndarveruleika sem sleppur útí raunveruleikann. Denzel Washington er eini maðurinn sem getur stoppað hann. Ameríski forsetinn kk'A Ekki óskemmtileg glansmynd af ást- armálum æðsta manns Bandaríkj- anna. Áhugaverðust fyrir að fá að hnýsast innfyrir skörina í Hvíta hús- inu. Carrington kkk Vel skrifað og leikið drama um margflókið ástarsam- band breskra listamanna. Hann hommi, hún gagnkynhneigð. Stórleik- arinn Jonathan Pryce stelur senunni í besta hlutverki lífs. Kemur Óskar í heimsókn? Gullauga *+* Enn er Bond tekinn til við að skemmta heimsbyggðinni með ævintýrum sín- um. Sú nýja bregst ekki og Brosnan á eftir að sóma sér vel í hlutverkinu. Prestur ***'/1 Minnisstæð, óvenjuleg og opinská gæðamynd um hinar ómanneskjulegri kvaðir kirkjunnar og breyskleika mannsins. LAUGARÁSBÍÓ Agnes *** Vandvirknisleg, vel leikin, að nafninu til um síðustu aftök- una á íslandi. Stílfært drama og fijáls- lega farið með staðreyndir, raunsæið látið víkja fyrir reyfaranum. „Mortal Kombat“ k'A Tölvuleikja- mynd sem byggir mjög á „Enter the Dragon“. Vondur leikur og sálarlaust hasarævintýri en brellurnar eru marg- ar góðar. Feigðarboð * Einkar viðburðasnauð en kynferðis- lega hlaðin sálfræðileg spennumynd sem býður uppá óvænt en lítt greindar- leg endalok. REGNBOGINN Svaðilför á Djöflatind * * Meinlaus og atkvæðalítil gamanmynd sem nær til yngstu barnanna á heimil- inu. Stern sómir sér vel í sauðshlut- verki sendils sem lendir í hremmingum á fjöllum uppi. Borg hinna týndu barna * * Útlitið er efst á blaði og skrautlegt safn persóna en sagan er veik í nýj- ustu mynd höfunda „Delicatessen". Níu mánuðir * * Lítt merkileg gamanmynd með Hugh Grant í hlutverki uppatetursí sem hræðist mjög bameignir. Meira væmin en fyndin. Krakkar * * *'A Einstök, opinská mynd um vágestinn eyðni, eiturlyf og afbrot meðal ungl- inga á glapstigum í New York. Sú sýn er framandi veröld fullorðinna og ógn- arleg. Frelsishetjan •kkk'A Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota. Sýnir það einnig (einkum í fjöldasen- um) að hann er liðtækur leikstjóri. SAGABÍÓ Ace Venturafsjá Bíóborgina) Benjamín dúfa ***'A Einstaklega vel heppnuð kvikmynda- gerð sögunnar um Benjamín dúfu og félaga hans. Strákamir í riddararegl- unni standa sig frábærlega og myndin hin besta skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Dangerous Minds * k'A Michelle Pieiffer leikur nýjan kennar í fátækraskóla sem vinnur baldna nemendur á sitt band með ljóðabækur að vopni. Gamalreynd hugmynd að sönnu en skemmtilega útfærð. STJÖRNUBÍÓ Sannir vinir *** Hljóðlát, undur vel gerð mynd um mannleg samskipti. Þijár, írskar sveitastúlkur kynnast ástinni, von- brigðunum og mannlegum gildum. Minnie Driver er senuþjófurinn í góð- um leikhóp og Pat O’Connor (Cai) leik- stýrir af leikni sem hann hefur ekki sýnt lengi. Vandræðagemlingar 0 Hill og Spencer eru ekki skugginn af sjálfum sér í Trinity-myndunum, sem aldrei vom sérlega merkilegar. Tár úr steini kkk'A Tár úr steini byggist á þeim þætti í ævisögu Jóns Leifs sem gerist á Þýskalandsárum hans frá því fyrir 1930 og fram undir lok heimsstyijald- arinnar síðari. Þegar best lætur upp- hefst Tár úr steini í hreinræktaða kvikmyndalist. Mælikvarðanum i ís- lenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað. Erlendur Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.