Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA *tgmilfi$totb 1996 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR BLAÐ D LISTHLAUP ASKAUTUM / EM Dmítríev sigraði með nýj- um dans- félaga ARTUR Dmítríev, ólympíu- og heimsmeistari í parakeppni í listhlaupi á skautum, bætti Evrópmeistaratitli í safnið með nýjum dansfélaga, Oksana Kazakovu, á EM i Sofíu í Búlg- aríu í gær. Þessi tvítuga stúlka gaf Nataliu Mishkutienok, fyrrum dansfélaga Dmítríevs, ekkert eftir þó svo að þau hafi aðeins æft saman í sex mánuði fyrir mótið. Þýska parið, Mandy Wotzel og Ingo Steuer, hlaut silfur- verðlaunin og Sarah Abitbol og Stephane Bernadis frá Frakklandi hrepptu bronsið og var þetta í fyrsta sinn sem franskt par kemst á verðlauna- pall á EM síðan 1932. Víatsjeslav Zagorodníuk frá Ukraínu er með forystu í list- hlaupi karla eftir skylduæfing- arnar í gær. Rússinn Hya Kulík er annar og Steven Cousins frá Bretlandi þriðji. A myndinn hér til hliðar eru Evrópumeistararnir í para- keppninni, Oksana Kazakova og Artur Dmítríev. Þau þóttu sýna mikið öryggi í æfingum sínum í gær. ¦ Úrlsit/D4 Tveir meiddust í Laugardals- höllinni TVEIR handknattleiksmenn meiddust í leik í Laug- ardalshöllinni í gær er KR tók á mðti Val í 1. deild karla. Ingi Raf n Jónsson, leikmaður Vals, raeiddist á hægri hendi er rúmar 12 minútur voru liðnar af leiknum og á fyrstu minútu síðarí hálfieiks meiddist Einar Baldvin Árnason, fyrirliði K R-inga, og var hann fluttur raeð sjúkrahíl á sjúkrahus. Árhi Ámason, sjúkraþjálfari Valsmanna, sagði eftir leikinn að Einar hefði fengið hné Orvars Rudolfssonar markvarðar Vals, í nefið og fengið við það tais ver ðan hnikk á hálsinn. „Það var örugg- ara að hreyfa hann sem minnst og þess vegna vild- um við flytia hann með sjúkrabíl," sagði Árni eftír leí kinn og bætti þ ví við að hann vonaði að meiðsl- in væru ekki alvarleg. Varðandi meiðsli Inga Rafns sagði Arni að hann hefði fengið högg á handarbak- ið og hefði ferið beint í myndatöku. „Mér sýndist einna helst eins og hann væri brotinn," sagði Árni. Því má svo bæta við að Jón Kristjánsson, þjálf- ari og leikmaður Vals, lék ekki með f rekar en i siðasta leik Vals. Hann raeiddist í bi kar leiknu m gegn KA á Akureyri fyrir nokkru og sagði að læknar teldu að bann væri með brotíð rifbein. „Það er ekkert hægt að gera en bíða eftír þvi að það lagist," sagði Jón við Morgunblaðið i gærkvöldi. Valdimar ekki til Noregs V AliDIMAR Grímsson, hornamaðurinn sterki í handknattleik—þjálfari og leikmaður Selfoss, mun ekki leika með landsiiðinu í Lotto-bikarkeppninni i handknattleik, sem hefst í Noregi 1. febrúar. „Ég á ekki heimangengt, þar sem ég hef mikið að gera í nýju starfi, sem ég tók við um árainót," sagði Valdimar, sem er orðinn y f irmaður Kaupáss, sem rekur 11-11 búðirnar á höfuðborgarsvæðinu, fimm talsins. Jóhann G. Jóhannsson, lærisvehm Valdimars hjá KA, tekur sæti Valdimars i landsliðshópnum. Haun hefur ekki leikið áður með landsl iðinu, er nýliði eins og f élagi hans hjá KA i hinu horninu, Rjörg- vin Björgvinsson. 490 milljónirtil íþróttafélaga FRAMLÖG til frjálsrar f élaga- og fþróttastarfsemi eru aætluð 490 miujónir á árinu samkvæmt skýrslu borgarstjóra með fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar árið 1996. Til framkvæmda á vegum íþrótta- félaganna er reiknað með sty r kjum að fjárhæð 212,8 miUjónir vegna samningsbundinna verkefna félaganna við byggingu íþróttaraannvirkja. Af framlögum tíl frjálsra féiaga renna 242,3 miltjónir til Iþróttabandalags Reykjavfkur. Þar vega þyngst húsaleigu- og æf ingas tyrkir félaganna eða 223 milljónir. Um 110 milhónir af þeirri unp- hæð skila sér aftur sem tekjur fþróttamannvirkja borgarinnar. Um 113 miUjónir fara til fþróttafélaga i formi styrkja vegna æfinga- og húsaleigu í sam- ráði við íþróttabandalag Reykjavfkur. í skýrslu borgarstíóra kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir kostnaði af nýjum samningum um stórfrarak væmdir á vegum félaganna. Borgarsjóð- ur sé þegar skuldbundimi til að greiða um 324 iuilljónir á næstu árum vegna samninga sem þegar hafi verið gerðir við fjölmörg í þróttaf élög. Þjálfarar fyrstu deildar liðanna vilja að valið verði úr tíu liðum fyrir Japansferðina llla komið ef það er ekki hægt ÞJÁLFARAR fyrstu deildar lið- anna í handknattleik ætla að senda stjórn og landsliðsnefnd Hand- knattleikssambandsins bréf þar sem því er mótmælt að gera tutt- ugu daga hlé frá undanúrslitaleikj- unum þar til úrslitarimman hefst. Hugpnynd þar um hefur komið upp vegna boðs til landsliðsins um að taka þátt í móti f Japan í aprfl, á sama tíma og úrslitaleikirnir eiga að fara fram. Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, hefur séð um að hafa sam- band við þjálfara liðanna og hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri búinn að ná í alla þjálfarana nema tvo. „Mönnum finnst ekki hægt að gera tuttugu daga hlé fyrir úrslitaleikina. Fyrir tveimur árum var gert tíu daga hlé fyrir úrslitaleikina og fannst mönnum það of mikið." Gunnar benti einnig á annan ókost við að bíða með úrslitaleikina þar til landsliðið kæmi heim frá Japan. „Ef landsliðsþjálfarinn velur sex leikmenn úr ððru liðinu sem leikur til úrslita en engan úr hinu þá kemur það mjög ójafnt við und- irbúning liðanna fyrir úrslitaieik- ina." Gunnar sagði að hann skildi vel afstöðu forráðamanna landsliðsins og landsliðsþjálfarans sem nú væri reyndar kominn hinum megin við borðið. „Þetta er gott boð og HSÍ á auðvitað að taka því, en við telj- um að það sé til nóg af leikmönnum í þeim tíu fyrstu deildar liðum sem ekki komast í úrslitin. Það er illa komið fyrir handknattleiknum ef ekki er hægt að mynda boðlegt landslið úr tíu fyrstu deildar lið- um," sagði Gunnar. TEWÍMIS: AGASSIENDURHEIMTI EFSTA SÆTIÐ A HEIMSLISTAIMUM / D8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.