Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996 D 3 Ferenc Puskas Æ Utnefndur marka- hrókur aldarinnar ALÞJÓÐA samtök knattspyrnusöguritara og -tölfræðinga út- nefndu Ungverjann Ferenc Puskas markahrók aidarinnar og verð- launuðu hann sérstaklega þess vegna fyrir skömmu. „Ef þeir vilja heiðra mig mega þeir það,“ sagði Puskas. „Ég lék knatt- spyrnu til að skora en ekki til að fá verðlaun." Puskas, sem er 68 ára, gerði 780 mörk í 823 leikjum á 23 ára ferli á meðal þeirra bestu en hann hóf ferilinn með Honved í Ungverjalandi og gerði garðinn frægan með Real Madrid á Spáni. „Ég geri ráð fyrir að ég hafi alltaf verið næstur markinu," sagði hann um markafjöldann. inum Alfredo Di Stefano og mynd- uðu þeir eitt þekktasta sóknarpar sögunnar. Úrslitaleikurinn í Evr- ópukeppni meistaraliða 1960, þegar Real vann Eintracht Frankfurt 7:3, er í minnum hafður sem einn besti leikur félagsliðs og þar var fyrr- nefnt par í aðalhlutverki. Puskas lagði skóna á hilluna 1967 og í kjöl- farið fylgdu þjálfarastörf víða um heiminn, m.a. í Grikklandi, Banda- ríkjunum, Saudi-Arabíu, Egypta- landi og Paraguay. „Þegar ég fór frá Ungveijalandi hótaði ég að snúa aldrei til baka en 1981 var verið að gera kvik- mynd um „gullliðið“ og þar sem aðeins vantaði mig féllst ég á að koma.“ Hann var heiðursgestur á leik Ungveijalands og Englands, England vann 3:1 og tryggði sér rétt til að leika í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar 1982. „Við vorum ekki lengur á efsta stalli og það var undirstrikað í Heims- meistarakeppninni 1986 þegar gömlu óvinimir frá Sovétríkjunum unnu okkur 6:1,“ sagði hann. Síðan hefur Ungveijaland ekki komist í úrslitakeppni EM eða HM og mátt þola tap fyrir Slóveníu og íslandi á liðnu ári og gegn íslandi í Búda- pest 1992. „Leikmennimir em ekki í nógu góðri æfingu,“ sagði Pusk- as. „Eg varð var við það þegar ég var beðinn um að sjá um þjálfun landsliðsins í þijá mánuði. Þeir eru búnir eftir 35 mínútur.“ Hann var beðinn um að nefna eftirminnilegasta mark sitt. „Ég man eftir þeim öllum. Ef boltinn fer yfir línuna era þau öll eins.“ Aðdáenda- klúbbur Leedsá Norðurlöndum LEEDS-aðdáendur á íslandi geta gengið í aðdáendaklúbb félagsins á Norðurlöndum, en 2.500 meðlimir eru í klúbbn- um — Leeds United Support- ers Club ogScaadinavia — sem hefur bækistöðvar í Nor- egi. Klúbburinn getur út timarit sex sinnum á ári, blað- ið er á norsku, 60-70 bls. og prentað í lit. Þá sér klúbbur- inn að leigu á myndböndum með leikjum og fleira efni tengdu Leeds, veitir hjálp og ráðleggingar fyrir þá sem vilja heimsækja Leeds. Þeir sem hafa áhuga fyrir að að hafa samband við klúbbinn, geta gert það með því að hringa í sima 0047-69325010, sem einnig er faxnúmer. Puskas skaust fram á sjónarsvið- ið á þeim tíma þegar goðsögn- in um að England væri ósigrandi í knattspymu var þögguð niður. Að mati Ungveija og margra Englend- inga gerði einn leikur útslagið, við- ureign Englands og Ungveijalands á Wembley í nóvember 1953. Gest- imir tóku heimamenn í kennslu- Morgvnblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson FERENC Puskas, markahrókur aldarinnar, er hér með GuAmundl Péturssyni, fyrrum landsliðs- markverAi úr KR og landsliAsnefndarmannl KSÍ. Guðni og félagar gegn Leeds BIKARBARÁTl’A verður í Eng- landi um helgina, þegar 4. um- ferð verður leikin. Guðni Bergs- son og félagar hans l\já Bolton taka á móti Leeds. Þorvaldur örlygsson leikur með Oldham, sem heimsækir Swindon, annars mætast þessi lið: Shrewsbury - Liverpool, Charlton - Brentford, Ipswich - Walsall, Bolton - Le- eds, QPR - Chelsea, Huddersfield - Petersborough, Coventry - Manchester City, Middlesbrough - Wimbledon, Reading - Manc- hester United, Nottingham For- est - Oxford, Southampton - Crew, Swindon - Oldham, Ever- ton - Port Vale, West Ham - Grimsby, Sheffield Utd. - Aston Villa, Tottenham - Wolves. stund, munurinn var fjögur mörk í hléi og úrslit 6:3. Fyrsta tap Eng- lands á heimavelli var staðreynd og Puskas átti stóran þátt í niður- lægingunni. Frægt er þegar Billy Wright, fyrirliði Englands, ætlaði að „tækla“ Ungveijann en sá síðar- nefiidi sá við honum, dró boltann til baka á réttu augnabliki og Wright rann framhjá. Skömmu síð- ar lyfti boltinn þaknetinu eftir þrumuskot Puskas. Þegar uppreisnin var í Ungveija- landi 1956 fór Puskas til Vínar í Austurríki sem pólitískur flótta- maður og sýndu mörg félög honum áhuga en Real Madrid bauð best. Þar lék hann með Argentínumann- ^JU^IENGLAND staðan Úrvalsdelld 23 12 0 0 28-6 Newcastle 5 3 3 17-13 54 24 8 4 0 24-9 Man. Utd. 5 2 5 18-18 45 23 9 2 1 32-8 Liverpool 3 4 4 14-13 42 24 6 3 3 17-12 Tottenham 5 5 2 16-12 41 22 6 3 1 16-7 Aston V. 5 3 4 13-9 39 24 10 1 1 32-8 Blackbum 1 4 7 5-18 38 24 6 4 2 20-12 Arsenal 4 3 5 12-12 37 23 7 4 0 19-8 Notth For. 2 6 4 14-24 37 24 6 3 3 21-12 Everton 4 3 5 14-14 36 24 5 5 2 15-12 Chelsea 4 4 4 10-13 36 23 7 2 3 16-10 Leeds 3 3 5 14-22 35 24 7 2 3 20-12 Middlesbro 2 4 6 6-14 33 23 4 4 4 21-19 Sheff. Wed 2 4 5 12-17 26 24 3 4 5 17-20 Wimbledon 3 2 7 16-26 24 22 3 3 4 10-14 West Ham 3 2 7 12-19 23 23 4 4 3 11-10 Southamptn 1 4 7 11-23 23 23 3 4 5 16-19 Coventry 1 4 6 13-26 20 23 4 4 4 8-9 Man. City 1 1 9 5-24 20 24 3 3 6 12-19 QPR 2 0 10 6-17 18 24 3 3 6 9-16 Bolton 0 1 11 14-30 13 1. 27 deild 9 4 1 28-11 Derby 5 4 4 17-19 50 26 6 5 2 21-15 Charlton 6 4 3 18-13 45 28 8 3 3 25-15 Huddersfld 3 6 5 12-17 42 27 8 4'2 19-13 Southend 3 4 6 12-19 41 24 6 3 2 19-8 Sunderland 4 6 3 11-12 39 26 4 4 4 18-18 Leicester 6 5 3 22-18 39 27 5 5 3 16-10 Stoke 5 4 5 21-23 39 27 4 4 6 13-16 Millwall 6 5 2 16-17 39 28 5 5 4 16-14 Norwich 5 3 6 23-20 38 26 6 5 2 22-16 Birmingham 4 3 6 15-20 38 26 7 4 3 30-20 Ipswich 2 6 4 17-17 37 26 5 7 2 17-13 Grimsby 4 3 5 15-19 37 27 6 5 2 18-16 Bamsley 3 5 6 17-26 37 25 6 4 3 24-14 Tranmere 3 3 6 12-15 34 25 2 6 3 13-15 C. Palace 6 4 4 19-18 34 26 5 5 3 21-13 Oldham 2 6 5 13-16 32 28 6 4 4 26-19 Portsmouth 2 4 8 18-27 32 27 6 4 4 21-19 Reading 1 7 5 13-19 32 27 3 4 6 16-20. Port Vale 4 5 5 17-20 30 27 4 6 4 18-18 Wolves 2 5 6 16-21 29 25 3 5 4 15-13 Watford 2 5 6 13-19 25 25 3 4 6 18-21 Luton 3 3 6 5-16 25 26 5 2 6 15-16 WBA 2 2 9 14-29 25 26 3 4 6 16-20 Sheff. Utd 2 4 7 17-25 23 Mistök dómara í sviðsljósinu DÓMARAR í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu hafa þótt frekar spjaldaglaðir og ákaf ir í brottvikningum en nokkrir leikmenn hafa fengið uppreisn æru eftir að viðkom- andi atvik hafa verið skoðuð á myndbandi. Fyrir helgi tilkynnti Enska knattspyrnusam- bandið að dómari hefði viðurkennt að rangt hefði verið að sýna David Ginola gult spjald gegn Arsenal fyrir 10 dögum og var það því ekki skráð á Frakkann. Honum var vikið af velli síðar i leiknum en sambandið sagði að seinna brotið hefði verðskuldað rautt spjald eitt og sér. í september sem leið fengu Norðmaðurinn Henning Berg hjá Blackburn og Vinnie Jones hjá Wimbledon að líta spjöld sem síðar voru þurrkuð út eftir að dómararnir höfðu viður- kennt að hafa gert mistök. / Mick Harford þjá Wimbledon var rekinn af velli gegn QPR um helgina eftir að hafa fengið gult spjald öðru sinni en dómarinn lofaði knattspyrnustjóra Wimbledon að brott- vikningin yrði ekki skráð sem slik ef sjá mætti á myndbandi að um rangan dóm hefði verið að ræða. Wimbledon er líka að reyna að fá leiðréttingu á brottvikningu Robbie Earles í leiknum gegn Bolton og vísar til myndbands í því sambandi. Bruce Rioch, knattspyrnustjóri Arsenal, afhenti dómaranum myndband eftir að Arsenal hafði tapað 2:1 fyrir Everton um helgina og bað hann um að skoða sérstaklega jöfnunarmark Everton. „Við viljum skýringu á því hver vegna línuvörðurinn veifaði ekki á rangstöðu og hvers vegna markið var dæmt gilt,“ sagði Rioch en leikmenn hans vildu meina að Duncan Ferguson og Daniel Am- okachi hefðu verið rangstæðir og leikmenn Arsenal því hætt þegar Graham Stuart óð í gegn og skoraði. „Duncan Ferguson var nógu nálægt til að taka í hönd Stuarts en Martin [dómarinn Martin Bodenham] sagði að Fergu- son hefði ekki verið á sama svæði og sá sem skoraði. Ég.veit ekkert um svæði - það hef- ur enginn sagt mér frá þeirri reglu,“ sagði Rioch. Knattspyrnustjórar Liverpool og Leeds voru sammála um að brottvikning Gary Kel- lys hjá Leeds hefði verið strangur dómur en hún gerði vonir gestanna að engu á Anfield. Liverpool var marki yfir en fékk dæmda víta- spyrnu og eftirleikurinn gegn 10 mönnum var auðveldur. „Reglurnar eru ósanngjarn- ar,“ sagði Howard Wilkinson, stjóri Leeds. „Kelly eyðilagði ekki marktækifæri við brot- ið með því að bijóta á Jones. Hann gerði það sem ég ætlast til af honum — að fara í bolt- ann. Hann fór rangt að og því var vítaspyma réttur dómur en það á ekki jafnframt að þýða brottvikningu. Dómstólar segja að ekki sé hægt að kæra tvisvar fyrir sama brotið.“ Roy Evans hjá Liverpool tók í sama streng. „Hann reyndi að ná boltanum og því var brottvikning einum of mikið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.