Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1996, Blaðsíða 8
f®!0ír©ttí!#feí>*fo TENNIS / OPNA ASTRALSKA Klinsmann undir hnífinn? JÚRGEN Klinsmann, marka- hrókur Bayern Miinchen og fyrirliði þýska landsliðsins, þarf lík- lega að gangast undir upp- skurð á vinstra hné eftir að hann meiddist í vináttuleik Bayern á Ítalíu — gegn Cagliari á þriðjudaginn. Klinsmann fór úr æfingabúð- um Bayern í gær og hélt til Miinchen, þar sem hann fer í læknisskoðun, en talið er að brjósk hafi losnað. Ef Klinsmann verður skor- inn upp þá verður hann frá keppni í fjórar til fimm vikur. Klinsmann getur þá að 811- um líkindum ekki leikið með Bayern gegn Nottingham Forest i 8-liða úrslitum UEFA-keppninnar í byrjun mars. Margir leikmenn Bay- ern hafa átt við meiðsli að stríða undanfarið, eins og Frakkinn Jean-Pierre Papin, þýsku landsliðsmennirnir Lothar Mattháus, Thomas Strunz og Christian Ziege. Asprilla fær góð vikulaun FAUSTINO Asprilla, lands- liðsmaður Kólumbíu, leik- maður með Parma á Ítalíu, fær dágóð vikulaun ef hann gerist leikmaður með Newcastle. Þær fréttir bárust frá Englandi í gær að viku- laun hans yrðu þijár milij. isl. kr. Það er aðeins meira en Dennis Bergkamp, hol- lenski landsliðsmaðurinn hjá Arsenal, fær, hann er með 2,5 miiy. kr. í vikulaun. Þýska stúlkan Anke Huber hafði betur gegn Con chita Martinez frá Spáni í átta manna úrslitum kvenna á Opna ástralska mótinu í tennis í gær og mætir Amanda Coetzer frá Suður-Afríku í undanúrslit- um. Huber, sem er tuttugu og eins árs, byrjaði illa og tapaði fyrstu lotunni 6-4. Um 45 mínútna-hlé varð að gera á leiknum um miðja aðra lotu vegna rigningar og var þakinu þá rennt yfir völlinn og ljósin kveikt en við það varð Huber öruggari. Hún vann lotuna 6-2 og þá þriðju 6-1 en viðureignin stóð yfír í 104 mínútur. Þetta er í annað sinn sem Huber leikur í undanúrslitum stór- móts en spænskar stúlkur hafa ávallt verið í undanúr- slitum Opna ástralska síðan 1990 þar til nú. Martinez, sem hefur komist í undanúrslit á síðustu fjórum stórmótum, rann illa í stöðunni 4-2 í annarri lotu, rispaðist á hnúum hægri handar og meiddi sig lítil- lega á ökla. Snöggt var litið á meiðslin en síðan hélt hún áfram og var greinilega ekki söm eftir. „Það er alltaf erfitt þegar svona gerist en ef til vill hefði ég átt að hvíla mig lengur frekar en að halda strax áfram,“ sagði Martinez. Hún bætti við að leikurinn hefði breyst eftir að þakinu var rennt yfír völlinn og það hefði kom- ið Huber til góða. „Þetta gerði mér erfiðara fyrir því leikurinn varð hraðari." Huber sagðist hafa tekið eftir að Martinez hefði misst einbeiting- una eftir fallið og var sammála mótheija sínum varðandi þakið. „Það var gott fyrir sjálfstraustið.“ Hingis tapaði Reuter ANKE Huber frá Þýskalandi fagnar sigrinum gegn Conchlta Martlnez í átta manna úrslitum kvenna. Andre Agassi endurheimti efsta sætið á styrkleikalistanum Sigur hér er mikilvægari Martina Hingis, sem er 15 ára, átti möguleika á að verða yngsta stúlkan í undanúrslitum í sögu keppninnar en Amanda Coetzer kom í veg fyrir það og vann 7-5, 4-6, 6-1. Sú síðamefnda var mun ákveðnari og nákvæmari en Hingis átti ekki svar við öruggum leik stöllu sinnar, lét það fara í taugam- ar á sér og var mistæk. „Ég lék vel í keppninni en það er erfitt að einbeita sér í tvær vik- ur,“ sagði Hingis. „Þetta er erfitt, sérstaklega fyrir mig en þetta er í annað sinn sem ég næ að leika á aðra viku í stórmóti." Leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður og sagði Coetzer að hún hefði ráðið betur við vindinn og verið sterkari á andlega sviðinu. En hún hrósaði Hingis, sem sagði fyrir viðureignina að Coetzer væri fyrsti mótheiji sinn sem væri lægri í loftinu. „Hún á framtíðina fyrir sér,“ sagði Coetzer. „Hún hittir boltann vel og þegar hún verður líkamlega sterkari verður hún stórt númer í íþróttinni.“ Andre Agassi endurheimti efsta sætið á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins þegar hann vann Jim Courier 6-7, 2-6, 6-3, 6-4, 6-2 f átta manna úrslitum á Opna ástralska mótinu í gær. Viðureignin tók þrjár klukkustundir og 18 mínútur og sýndi Agassi mikið keppnisskap eftir að hafa tapað fyrstu tveimur lotunum í leik sem varð að fresta vegna rigning- ar. Courier, sem varð meistari á Opna ástralska 1992 og 1993, byijaði vel og virtist ætla að hafa betur eins og ■í síðustu sex viðureignum Banda- ríkjamannanna, en Agassi, sem tap- aði tveimur fyrstu lotunum í stór- móti í fyrsta sinn, sýndi hvers hann er megnugur. „Hann valtaði yfir mig í annarri lotu en ég þurfti kraftaverk til að snúa leiknum við og það gekk eftir,“ sagði Agassi. „Ég lék eins og ég væri númer eitt og það skiptir mig öllu máli. Yrði ég meistari tæki ég glaður annað sætið á listanum." Courier hrósaði mótheija sínum fyrir að komast aftur inn í leikinn. „Ég var með allan tímann en kafla- skipti urðu í byijun fimmtu lotu. Þá hitti hann mjög vel og ég varð að leika á hærra plani en gerði það ekki.“ Ag- assi mætir Chang, sem hefur ekki tapað lotu til þessa í keppn- inni, í undanúrslitum og sagði Courier að hann yrði að leika eins og hann best getur til að stöðva Agassi. „Hann verður að leika mjög vel til að komast áfram. Hann hefur ekki mætt neinum í sama styrkleikaflokki og Agassi en þetta ætti að verða góður leik- ur.“ Agassi sagðist ekki hafa enn sýnt sitt besta. „Síðustu þijár lotumar vom næst því sem ég hef best leikið og þær bestu til þessa,“ sagði Agassi sem á titil að veija. Meistarinn sagði að styrkleikaröð- unin hefði í raun ekkert að segja fyrr en í lok árs og þá yrði Thomas Muster, sem nú er í öðru sæti, ekki á toppnum með sér og Pete Sampras sem datt niður í þriðja sætið. „Ég veit að í hvert sinn sem ég fer í keppni óttast ég Pete 99,9% meira en Must- er. Ég hef stöðugt kvartað yfir styrk- leikaröðuninni en það er ekki hægt að taka frá Muster það sem hann hefur 'gert. Hins vegar er hann ekki enn á toppnum." Létt hjá Becker Boris Becker átti ekki í erfiðleikum með að tryggja sér sæti í undanúrslit- um en hann vann Rússann Yevgeny Kafelnikov 6-4, 7-6, 6-1. Rússinn hafði aðeins tapað einni lotu fyrir átta manna úrslitin og mætti sigur- viss til leiks, talaði jafnvel um að hann ætti mikla möguleika átitlinum, en sá sæng sína uppreidda eftir 111 mínútur. Eftir ósigurinn sagði Kafelnikov að frammistaða Beckers sýndi mun- inn á frábærum og góðum tennisleik- ara. „Þetta var jafnt en þetta er munurinn á frábærum og góðum tennisleikára. Það er engin spurning að Boris er frábær spilari.“ Becker varð meistari á Opna ástr- alska 1991 en hefur síðan gengið illa í keppninni og sagði að þetta hefði verið einn af bestu leikjum sínum. „Hann var ekki viðbúinn móttökum mínum og uppgjöfum og varð því að hafa sig allan við við endastrikið." En hann furðaði sig á sjálfsöryggi Rússans fyrir viðureignina. „Ef ein- hver getur talað um að verða meist- ari er það núverandi meistari - og hann hefur ekki minnst orði á það.“ Becker mætir Mark Woodforde í undanúrslitum en Ástralinn vann Svíann Thomas Enqvist 6-4, 6-4, 6-4. VIKINGALOTTO', 2 8 15 21 25 45 + 10 27 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.