Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 1
PARKETSLIPUN Sigurðar Ólafssonar Viö gerum gömlu gólfin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070 VINKONUR 4 Jakkaföt nýjasta tískan í grunnskólum F AT ATÍSKA drengja í grunnskólum er að breytast. „Skoppara"-tískan er á und- anhaldi, enjakkaf8t teljast nú það flott- asta. í Sel jaskóla í Breiðholti og fleiri skólum hefur borið á að strákar mæti í glæsileg- um jakkafötum í skólann. Þeir eru vel til hafðir, jafnvel í vesti og skyrtu með bindi, einfaldlega vegna þess að þeim líður best að vera vel klæddir herramenn. Ingólfur Snorri Kristjánsson í Seljaskóla kom til dæmis í jakkafötum í skólann í gær. „Mér finnst bara gaman að vera fínn," segir hann. Sveinn Helgi Kjartansson var í jakkafötum og rúllukragapeysu og Bjarni Þór Pétursson í jakkaf ötum og skyrtu með af ar stórum kraga. Bjarni var áður mikill „skoppari", en það er nafn yfir þá sem ganga í sérstaklega víðum fötum. Snyrtilegur klæðnaður jaf nt I skóla sem á böllum Piltarnir segja að á skólaböllum séu strákar helst í jakkafðtum, en nú séu þeir farnir að iáta sjá sig í þeim á virkum dögum, en samt ekki á hverjum degi. Einn kemur til dæmis alltaf í jakka- fötum á fimmtudögum. Ingólfur, Sveinn og Bjarni, sem eru í 10. bekk, tí'lja að jakkafatatískan núna sé undir áhrifum frá bítlatimabilinu, en það er hárgreiðslan að minnsta kosti; létt sídd í hárinu og beinklipptur toppur. Tónlistin sem þeir hlýða á er rokk eins og með hljómsveitunum Led Zeppelin og Doors, en einnig danstónlist sem nefnist „hás". INGOLFUR Snorri Krist jánsson, Sveinn Helgi Kjart ansson og Bjarni Þór Pét ursson, nemendur í Selja skóla í Breiðholtinu. Morgimblaðið/Þorkell Það eru helst „skoppararnir" sem láta at- hugasemdir falla um jakkafatatískuna og Bjarni Þór segist einnig heyra þær í f ótboltanum, en hann er í landsliði 16 ára og yngri. * Sóiin í Portúgal ogMallorka vinsælust BÚIÐ er að bóka yfir tvö þúsund sæti í ferðir á vegum Úrvals-tJtsýnar, en ferðaskrifstofan gaf út tvo ^nýja ferðabæklinga síðastliðinn sunnudag. „Eg er búin að vera í ferðaþjón- ustunni í um tuttugu ár og ég hef aldrei séð aðrar eins viðtökur," segir GuðrúnSigurgeirs- dóttir, framleiðslustjóri hjá Urval-Útsýn. Af sumarferðum til sóíarlanda eru Portúgal og Mallorka vinsælustu áfangastaðirnir, að sögn Guðrúnar. Dvöl í sumarhúsi í Hollandi nýtur einnig töluverðra vinsælda, en þetta er í fyrsta skipti sem Úrval-Útsýn býður upp á slíkar ferðir. Þá er farið að bóka í sérferðir ferðaskrifstof- unnar og nú þegar er nánast uppselt í ferð til Karíbahafsins sem verður ekki farin fyrr en í október. ítalía nýtur einnig vinsælda og er búið að bóka þó nokkuð í ferð sem farin verð- ur þangað í ágústmánuði. ¦ Nýstárlegir siðir á bóndadegi til fyrirmyndar og eftirbreytni Qg í DAG er fyrsti dagur þorra, 5 sem heimildir herma að hús- «£ freyjan hafi fyrr á öldum *0» tileinkað húsbóndanum. í | Sögu daganna eftir Árna ; .! Björnsson, þjóðháttafræð- '. t ing, segir að bóndadagsheit- [~:\ ið hafi þó ekki verið þekkt ' ^Z fyrr en í þjóðsögum Jóns *£» ÁrnnKonar i'rá miðbiki 19. ¦¦ aldar. Þar er minnst á hlaup bónda kringum bæ sinn, en óvíst hversu almennur sá siður var eða hvaðan hann er upprunninn. Um 1980 sáu blómasalar sér leik á borði og hvöttu eiginkonur til að gefa eiginmönnum sínum blóm á bóndadaginn. í kjölfarið auglýstu aðrir kaupmenn ýmsan varning, sem gleðja mætti eigin- menn með þennan tiltekna dag. Konur eru sagðar hafa tekið vel við sér og margar dekra nú við karla sína á ýmsa lund. Tilhlýðilegirsiðlr á bóndadag Þar sem Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr eru landsþekktir fyrir að vera vel að sér um til- hlýðilega hegðun, atferli og fram- komu við öll tækifæri leitaði Dag- legt líf til þeirra varðandi viðeig- andi siði á bóndadaginn. Þeir félagar segja að í fyrsta lagi megi konan alls ekki gleyma bóndadeginum, slíkt særi karlinn djúpu sári. Hún eigi að gera hon- um daginn eins eftirminnilegan og framast sé kostur. Til dæmis geti hún vakið hann með kræsi- legum þorrabakka, ísköldum JÓN Gnarr (t.v.) og Sig- urjón Kjart- ansson eru landsþekktir fyrir að vera vel að sér um tilhlýðilega hegðun, atferli og framkomu við öll tækifæri - líka á bóndadaginn. brennivínssnafs og leikið uppáhaldstón- Hstina hans. Ef karlinn eigi sér ekki uppáhaldstónlist, megi alltaf setja Born in the USA með Bruee Springsteen á fóhinn. Skjall og böðun „Okkur finnst einnig einkar aðlaðandi ef frúin klæðist eggj- andi búningi og dansar í takt við tónlistina. I stað blóma ætti hún að skreyta hí- býlin með bílaverkstæðis- dagatölum, gefa honum vindlakassa, verkfærasett eða nýjan bíl. Hún á að slá honum gullhamra allan daginn; segja honum hversu vel hann sé vax- inn, hversu greindur hann sé, úrræðagóður, handlaginn og af- bragð annarra karla í alla staði. Auk þess á hún að tafsa mikið á því hversu heppin hún hafi verið að ná í hann og umfram allt hlæja óvenju dátt að öllum bröndurum hans." Jón og Sigurjón telja að körlum standi yfirleitt á sama hvort eig- inkonan baði þá um morguninn, miðjan dag eða kvöldið, en þeir ráðleggja þó fremur' slíka böðun áður en haldið er á veitingahúsið, sem konan á að vera búin að taka á leigu fyrir kvöldið. Til þess að kóróna bóndadaginn segja þeir að svíta á fínu hóteli komi vel til greina. Kostnaðaráætlun Með þessu móti segja þeir fé- lagar að bóndadagurinn gæti ver- ið afar ánægjulegur. Viðurgjörn- ingurinn staðfesti ást konu á karli sínum en umfram allt kæmi glögglega í ljós hversu háttprúð hún væri og vel að sér um tilhlýði- lega hegðun, atferli og fram: komu. Tiltækið þyrfti ekki að kosta mikið, samkvæmt kostnað- aráætlun þeirra aðeins 250-300 þúsund krónur. Ef hinsvegar haft er í huga hvað blómvöndur kostar er ekki fráleitt að ætla að bóndadagurinn verði með svipuðu sniði og und- anfarin ár. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.