Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 B 5 DAGLEGT LÍF ANNA Rós og Þórey á þjóðhá- tíðinni á Þing- völlum árið 1974. INGIBJÖRG Sólrún og Oddný prúð- búnar á leið á árshátíð árið 1971. ANNRÍKI, ágreiningur, samkeppni, mis- skilningur og öfund eða afbrýöisemi auk alls konar mannlegra breyskleika eiga trúlega stóran þátt í aö rjúfa mörg vináttu- tengslin. Þótt kunningjar og skammtíma- vinir séu á hverju strái á lífsleiöinni er taugin til æskuvinanna oft sú rammasta; taugin sem ekki brestur þótt ýmislegt bjáti á. Æskuvinirnir eru oft andlegir vinir. Vin- átta þeirra byggist á áralangri samveru og samfylgd gegnum súrt og sætt. Gagn- kvæmt traust einkennir vináttuna. Þeir viröa góöa eiginleika hvor annars, um- bera þá slæmu og geta sagt hvor öörum hvaö betur mætti fara án þess að leggja vinskapinn aö veði. Manngeröin, skap- geröin og persónan sjálf vega þyngst, en ólíkar jafnt sem líkar manneskjur geta tengst andlegum vináttuböndum. Daglegt líf ræddi viö nokkrar æskuvin- konur um vináttuna og tryggöina, æskuna og uppvaxtarárin, leiki og störf, lífiö og tilveruna og ýmislegt þar á milli. Fjar- lægöir og stundum ólíkt lífshlaup virðist ekki hafa breytt vináttunni í áranna rás. í FERMINGARVEILSU Soffíu árið 1967. F.v. Björg, Soffía, Þorgerður. Þær þurfa ekki að tala saman á hverjum degi til aö fá staöfestingu á vináttunni. Þær skynja viöbrögð, tilf inningar og hugs- anir hver annarrar án margra oröa og útskýringa. Þær eru andlegar æskuvin- konur. I Valgerður Þ. Jónsdóttir Morgunblaðið/Ásdis ÞOREY Bjarnadóttir og Anna Rós Bergsdóttír. verið sérstök dyggðablóð sem ungl- ingar. Þeim er minnisstætt þegar þær fóru í sumarbústað með foreldr- um Þóreyjar og aðalmálið var að stelast til að reykja. „Þegar við kom- um inn í bústað eftir að hafa verið að púa bak við hól, fór einhver að tala um mikla reyrlykt, okkur heyrð- ist sagt reyklykt og fengum óviðráð- anlegan skjálfta í hnén af hræðslu." Þórey er hrifin af hversu Anna Rós kemur vel fyrir sig orði og er ófeimin að tala yfír hóp, sjálf segist hún ekki gera slíkt nema tilneydd. „Anna Rós er gagnstætt mér ákaf- lega skipulögð manneskja og kemur miklu í verk á skömmum tíma,“ seg- ir Þórey. Anna Rós fellst ekki alls kostar á lýsinguna, segir Þóreyju hörkuduglega en viðurkennir að hún geri ýmislegt í „skringilegri" röð. „Eg held við séum andlega skyldar. Við skilj- um hvor aðra og þurfum aldrei á löngum útskýr- ingum að halda hvor hjá annarri.“ Framtíðar- draumar brugðust Þórey hætti við að verða bóndi, hóf nám í lög- fræði, hætti, en krækti sér þó í eiginmann úr deildinni. Þau eiga tvær dætur, en Anna Rós og eiginmaður þijár. Dæturnar fimm eru á svipuðum aldri og miklar vinkonur eins og mæðurn- ar. Draumur Önnu Rósar um að verða búðarkona í gjafavöruverslun- inni Hraunbúð, sem var í bflskúr á Hrauntungunni, varð að engu enda segist hún hafa gert sér snemma grein fyrir að þar hefði hún haft lít- il mannaforráð. Anna Rós bjó í nokkur ár í Bolung- arvík og síðar í Englandi. Þótt fjar- lægðir hafi skilið vinkonurnar að um árabil á fullorðinsárum rofnuðu ekki vinatengslin. Þeim fannst alltaf sem þær hefðu hist í gær, enda segjast þær eiga margt sameiginlegt utan hestamennskunnar og umræðuefnin séu óþijótandi. Æskuheimili beggja höfðu mikið aðdráttarafl ur, skiptust á sérvéttum og fóru í alls kyns ævintýraleiki út um alla móa. Barbie-dúkkan var komin til sögunnar, en hjá þeim var hún eng- in stássdama heldur hestakona. Hestamennskan tengdi þær mikið saman og gerir enn. Þórey var öllu áhugasamari og var ákveðin í að verða bóndi með marga hesta þegar hún yrði stór. Á unglingsárunum vék áhugi Önnu Rósar á hestum fyrir strákum. „Eyju fannst ekki mikið til um guttana, sem ég leit hýru auga. Hún hélt áfram í hestamennskunni með pabba mínum meðan ég var að pjattrófast í bænum. Eyja varð helst hrifin af strákum ef þeir sátu fallega hesta.“ Þessari staðhæfingu á Þórey bágt með að mótmæla, en segir draumaprinsana sína einkum hafa verið þá sem hún var viss um að þurfa aldrei að standa augliti til auglitis við. Önnur dekurdúkka, hln skyldum hlaöin Þórey á þrjú systkini, sem eru mun yngri en hún, en Anna Rós á tvo eldri bræður. Þær segjast hafa fengið ólíkt uppeldi, Anna Rós hafi verið dekurdúkka á sínu heimili, en Þórey haft ákveðnum skyldum að gegna. „Ég þurfti ekki að hugsa um neitt nema rassinn á sjálfri mér og var óttaleg skotta, en Eyja var ábyrg og fullorðinsleg, alltaf að hjálpa pabba sínum í vinnunni og fleira og fleira,“ segir Anna Rós. Ekki segjast vinkonumar hafa ANNA Rós Bergsdóttir, kenn- ari, og Þórey Bjamadóttir, sölustjóri, hafa verið vinkon- ur í hartnær þijátíu ár, eða frá því þær voru fímm og sex ára. Á þeim ámm var Hrauntungan í Kópa- vogi morandi af krökkum á öllum aldri. Stelpumar voru fjölmennari og smám saman löðuðust Anna Rós og Þórey hvor að annarri. Ekki þó vegna eiginleika og mannkosta í byijun, heldur vegna þess að heimili hvorrar hafði ómælt aðdráttarafl fyrir aðra. Önnu Rós fannst heimili Þóreyjar með afar útlensku yfirbragði og margt kom henni þar framandi fyrir sjónir. „Foreldrar Eyju voru korn- ungir og mamma hennar angaði allt- af af rosalega góðri ilmvatnslykt. Þar að auki átti hún Carmen-rúllur og á heimilinu voru saltstangir jafn- an í silfurbikar á stofuborðinu. Mér fannst allt óskaplega fínt og fágað.“ Pabbl í reiðbuxum Áður en Þórey kom inn á heimili Önnu Rósar hafði hún lengi haft augastað á föður hennar. „Hann var oft í reiðbuxum og það fannst mér vita á gott, enda hef ég verið með ólæknandi hestadellu frá því ég man eftir mér. Mér leið strax vel á heimil- inu og ekki spillti að mamma hennar bakaði bestu pönnukökur í heimi. Allt var svo íslenskt og heimilislegt. Ég skildi ekkert í Önnu Rós sem nöldraði yfir að aldrei væri annað en súrmatur og aðrir þjóðlegir réttir á borðum heima hjá sér.“ Ekki leið á löngu þar til pabbinn í reiðbuxunum fór að leyfa stelpun- um að koma upp í hesthús. Þangað löbbuðu þær marga kílómetra í stór- um stígvélum og með nesti í poka. Ef hentugir bamahestar voru ekki til reiðu kom pabbi Önnu Rósar vin- konunum fyrir á hnökkum ofan á heyböggum og þótti þeim það betra en ekkert. Anna Rós segir að Þórey hafí átt kúnstuga ömmu frá Akureyri. „Mér fannst amma Eyju eins og persóna úr ævintýri. Hún kom stundum í heimsókn og stjórnaði leikjum krakkanna í götunni af mikilli rögg- semi og skipaði löggunni stund- um að loka göt- unni þannig að við gátum rennt okkur óhindrað á sleðum. Hún lét alla dansa konga og sitthvað fleira. Einu sinni sendi hún okkur í KRON að kaupa ís og ávexti. Við vorum náttúrlega voða glaðar og byijuðum að háiha í okkur, en þá tók við stíf kennsla í borðsið- um.“ Þórey er ekki frá því að Anna Rós sé dálítil frekja og stjóm- söm að eðlisfari. „Þess vegna gerðist ég kennari,“ segir Anna Rós og bætir við að hún geti rifist við flesta, en sé lífsins ómögulegt að rífast við Þóreyju. „Ég man ekki eftir mörgum skiptum sem gáfu tilefni til slíks. Eyja fer leynt með frekjuna, hún kann ekki að rífast, fer bara í burtu ef henni mislíkar og ræðir málin seinna." í sameiningu reyndu þær stöllur að stjórna þriðju vinkonunni, sem þær töldu líklega til að láta vel að stjóm. „Hún var lítil og mjó og nokkrum ámm yngri. Þótt hún væri skemmtileg var hún svo mikill fylu- púki að við réðum ekkert við hana.“ Eins og telpn'a var háttur, léku Anna Rós og Þórey sér með dúkkulís- Morgunblaðið/Ásdís ÞORGERÐUR Gylfadóttír, Soffía Egilsdóttir og Björg Cortes. BOGGY, GERÐA OG SOFFA Nýir vinahópar breyttu engu um vinskapinn HVORT sem þeim var ljúft eða leitt þurftu vinkonumar og eldri systur Bjargar Cortes, Þorgerðar Gylfadóttur og Soffíu Egilsdóttur, að passa þær yngri. Hver með sína litlu systur og hvert sem þær fóm urðu stóru stelpumar að dröslast með þær litlu í bamavögn- um, í kermm og síðan í eftirdragi. Böggý, Gerða og Soffa, eins og þær vom kallaðar, muna því varla eftir sér án þess að önnur hvor hinna eða báð- ar hafí verið í grenndinni. Auk þess sem eldri systur þeirra vom vinkonur vom mömmumar vin- konur og fjölskyldumar bjuggu steinsnar hver frá annarri í Hófgerði og Holtagerði í Kópavogi. „Við vomm alltaf þijár saman og áttum það aldrei til að draga okkur tvær saman og hafa eina út undan,“ segja Böggý, Gerða og Soffa og minnast þess varla að á fjörutíu ámm hafi kastast i kekki milli þeirra. Þær vom smeykar við hrekkjusvínið í hverfinu, en að öðra leyti segja þær að allt hafi farið fram með friði og spekt við ljúfa leiki, glens og gaman. Áglrntust hælaháa frúarskó Kirkjuholtið var helsta leiksvæðið og þar ráku vinkonumar myndarbú. Kópvogskirkja var í byggingu og vinnupallarnir freistuðu stelpnanna. Upp á einum þeirra man Þorgerður eftir sér sjö ára gamalli, grátandi af lofthræðslu í hælaháum krókódíla- skóm af mömmu Bjargar. Björg stóð niðri og orgaði á Þorgerði að passa skóna. „Mamma átti óvenju mikið af fínum skóm, sem við höfðum mikla ágimd á og vomm alltaf að „fá lán- aða“. Ef ég datt og hmflaði mig fór ég aðallega að skæla ef ég hélt að skómir hennar mömmu hefðu risp- ast,“ segir Björg og bætir við að þær stöllur hafi þó alla jafna ekki tekið eigur annarra traustataki, enda hafi þær verið einstaklega hlýðnar og ró- Iegar. Soffía tekur í sama streng. „Eftir á að hyggja finnst mér svolítið merki- legt að helsta skemmtun okkar var að lesa saman. Við lásum heima hjá mér, fómm í dúkkuleik heima hjá Böggý, og þar sem Gerða átti svo margar systur, völsuðu hinir krakk- arnir í hverfinu um heima hjá henni.“ Soffía á tvö eldri systkini og Björg eina eldri systur. Þorgerði fannst gott að vera í rólegu umhverfi heima hjá vinkonum sínum. Þar segir hún að hafi verið dekrað við þær og varla brugðist að mamma Soffíu hafi kom- ið, færandi hendi, með mjólk og kök- ur á bakka þegar þær voru að lesa. Hún gerði líka árangurslitlar tilraunir til að fá þær til að fara út að leika. Undir súð heima hjá Björgu undu þær sér í dúkkuleik. Soffíu og Þorgerði ber saman um að Björg sé snyrtileg- ust þeirra þriggja og hafí því stundum sett ofan í við vinkonur sínar ef henni þótti þær ekki ganga nógu vel um undir súðinni. „Þótt Björg sé ekki stjómsöm gat hún verið afar ábúðar- mikil ef henni fannst við ekki bijóta dúkkufötin nógu vel saman. Þá stillti hún sér upp og sagði: „Jæja, þá er þetta búið í dag. Nú förum við út að leika.““ Ýmsir aðrir frasar rifjast upp fyrir Soffíu, til dæmis: „Pant fyrst, pant önnur“ .. . og loks með afar dræmri og þungbúinni röddu:....ég vil ekki alltaf vera síðust." „Gerða var alltaf fyrst, enda ákveðnust, síðan kom ég, ekki alveg eins snögg, og loks Björg, sem jafnan var hæglátust. Prúðar og vel upp aldar Ekki muna vinkonurnar eftir alvar- legum skammarstrikum frá æskuár- unum. „Við hljótum að hafa verið afskaplega prúðar og vel agaðar, enda vomm við aldar upp í að virða ákveðnar reglur. Raunar stálumst við stundum niður í fjöm til að veiða marhnúta. Ekki komst upp um athæf- ið fyrr en ein okkar var svo óheppin að krækja öngli í puttann. Hún þurfti að beiðast ásjár starfsmanns í verk- smiðjunni ORA, sem var í næsta húsi, og þá var ekki að sökum að spyija. Gagnstætt Þorgerði, sem átti úti- vinnandi foreidra, ólust Björg og Soff- ía upp við dæmigert mteðraveldi; mamma heima og allt í föstum skorð- um. Þegar ein vinkonan varð veik var föst venja að hinar bönkuðu upp á, færðu sjúklingnum gjöf og fengu að setjast á rúmstokkinn stundarkorn. Þær hættu að vera saman á hveij- um degi þegar Björg, ellefu ára, flutt- ist til Reykjavíkur og Soffía nokkram árum síðar. Nýjar vinkonur og ólíkur vinahópur breytti engu um vinskap- inn. Þær héldu áfram að hittast reglu- lega og segja hver annarri frá sínum hjartans málum og daglega amstri. Auk þess töluðu þær um allt milli himins og jarðar, enda áhugamálin mörg og oft sameiginleg. Allar ætluðu þær að verða hjúkr- unarkonur þegar þær yrðu stórar, gifta sig og eignast börn. í þeim mál- um vora þær samstiga; giftust um svipað leyti og eiga nú samtals átta böm, Björg tvö, Soffía þtjú og Þor- gerður þijú. Eftir Kvennaskólann fór Björg í hjúkmnamám, en er nú að ljúka BS-gráðu í fræðunum. Þegar Soffía gat verið lausari við heima dreif hún sig í Háskólann og er nú að ljúka BA í sálfræði og afla sér starfsrétt- inda í félagsráðgjöf. Þorgerður, sem er skrifstofustjóri, tók stúdentspróf frá öldungadeild VÍ eftir að börnin kom- ust á legg og langar í sagnfræði- eða íslenskunám í framtíðinni. Elns og kærlelksríkt systrasamband Unglingsárin liðu átakalaust og vandræðalítið. Þorgerður var sú eina sem skemmti sér eitthvað að ráði. Móðir Bjargar hafði þungar áhyggjur af dóttur sinni því stúlkan var svo róleg í tíðinni „... enda sat ég allar helgar heima og pijónaði þar til ég var nítján ára,“ segir Björg. Soffía var einnig lítið hneigð fyrir skemmt- analífið, en minnist þess ekki að hafa pijónað mikið á þessum árum. Sumarvinnan í Noregi er Soffíu og Þorgerði minnisstæð. Þær vom átján ára og segjast hafa tekið út mikinn þroska við að þurfa að standa á eigin fótum. „Hins vegar voram við karl- kyns vinnufélögum okkar til lítils yndis, því þeir áttu von á hressari stúlkum frá íslandi. Björg kom óvænt í heimsókn og dvaldi í þijár vikur. Umgengni okkar í herberginu fór mjög fyrir bijóstið á henni og lét hún verða sitt fyrsta verk að taka til og halda smá tölu um snyrtimennsku.“ Um árabil bjó Björg i Svíþjóð, Soff- ía á Stykkishólmi og Þorgerður í Kópavogi. Sambandið slitnaði aldrei og var Soffía ötulust við að hóa þeim saman þegar tækifæri gafst. Á síðari ámm hafa þær vinkonur oft hist á laugardagsmorgnum á einhveiju kaffihúsinu. Einnig hafa þær stund- um boðið heim til sín systmm sínum, mæðmm og einni vinkonu mæðra sinna, sem bjó í nágrenninu og átti „bara“ stráka. Björg, Gerða og Soffía segja að vinátta þeirra byggist á traustum gmnni og sé eins og kærleiksríkt systrasamband. Að sumu leyti telja þær sig hafa mótast hver af annarri, enda hafi vinátta þeirra á æskuámn- um verið þungamiðja tilverunnar. ANNA ROS OG EYJA M Onnur skyldurækin og ábyrgðarfull, hin flautaþyrill BÓNDINN Oddný Gunnars- dóttir á Ytri-Löngumýri í Húnavatnssýslu og borgar- stjórínn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, ólust upp við svipaðar aðstæður í Vogahverfi á sjötta og sjöunda áratugnum. Odda og Solla vom þær kallaðar og léku sér frá þriggja ára aldri með nýfluttum krakkaskaranum í brennó, fallinni spýtu og öðrum útileikjum þeirra tíma. Stundum drógu þær sig úr hópnum og hurfu niður í kjallarana heima hjá sér. Þar höfðu þær búin sín, sinntu uppeldi „barnanna", mölluðu ýmis- legt góðgæti af miklum myndugleik og heimsóttu hvor aðra að hætti alvöru húsmæðra. Andstætt Ingi- björgu Sólrúnu hugnuðust Oddnýju dúkkuleikir betur en götuleikir. „Solla var þó líka vel liðtæk í slíkum leikjum. Mér fannst hún sóma sér einstaklega vel í mömmuhlutverkinu eftir að hún eignað- ist rauða dúkku- vagninn sinn,“ segir Oddný og viðurkenn- ir að hafa öfundað vinkonu sína svolítið af vagninum, sem var úr plasti og af allra fínustu gerð. Ingibjörg Sólrún minnist þess að Oddný hafi átt alls konar góss frá út- löndum, meira að segja Sindy, brúðuna íturvöxnu, sem þá var nánast óþekkt fyrirbæri. „Odda var alltaf óskaplega fal- lega klædd. Hún átti sex bræður og var því dálítil dekurrófa. Það hefði þurft frjótt ímyndunarafl til að sjá hana fyrir sér sem pípulagningamann á fullorðinsámm.“ Pípulagnir og bústörf Rúmlega þrítug, eftir að hafa unnið við ýmis skrifstofu- og lager- störf, gift sig tvisvar, skilið jafnoft og eignast tvö börn, ákvað Oddný að læra pípulagnir, fyrst íslenskra kvenna. „Þótt ég væri alltaf mikið fyrir verklega vinnu hafði verknám ekki hvarflað að mér fyrr. Ákvörðunin var skyndihugdetta, sem ég sé ekki eftir. Ég vann við iðnina í fjögur ár þar til ég gerðist ráðskona norður í landi. Vinnan var oft erfið, en ég bæði stæltist og efldist." Líkt og í hugþekkum íslenskum sveitaróman giftist ráðskonan bóndanum á bænum, sem var kunn- ingi hennar frá fomu fari. Núna stjórnar Ingibjörg Sólrún höfuðborginni, og Oddný, ásamt bónda sínum, stýrir stóm búi á Norðurlandi. Þar á bæ er jafnan mannmargt, enda börnin mörg; þeirra börn, barnabörn og alls kon- ar böm, og mikill gestagangur. Ólíkar að upplagl Ingibjörg Sólrún fór hefðbundn- ari leið framan af; lauk stúdents- prófi, BA-prófi í sagnfræði í HÍ, hélt til Danmerkur í framhaldsnám, kynntist mannsefninu og eignaðist tvo syni. Þótt lífshlaup vinkvenn- anna sé ólíkt og þær, að eigin sögn, afar ólíkar að upplagi segja þær að aldrei hafi borið skugga á vinátt- una. Þegar Ingibjörg Sólrún er innt nánar eftir því rifjast upp fyrir henni að hafa orðið sárgröm út í vinkonu sína eitt sinn er þær voru í útilegu á Hornafirði. „Við ætluð- um að vera í fjóra daga, en þegar til stóð að fara heim, vildi Odda endilega vera lengur. Mér fannst ég eiga allt mitt undir henni og yfirbyggða rússajeppanum hennar. Við rifumst heilmikið, ég rauk burt í fússi, reyndi fyrst að komast á puttanum en varð að lokum að taka flug. Hugsanir mínar vom ekkert sérstaklega hlýlegar á leiðinni." Ingibjörg Sólrún nennti ekki að vera móðguð lengi og allt féll í ljúfa löð. Oddný segir að vitaskuld hafi sér endrum og sinnum mislíkað við vinkonu sína, en hvomg sé móðgun- argjörn og þær geti alltaf rætt málin. „Við brölluðum ýmislegt saman í gamla daga. Solla var skynsöm, dugleg og ábyrgðarfull, en ég aftur á móti flautaþyrill án nokkurs markmiðs; mætti í skólann og rétt þraukaði. Á unglingsámn- um vomm við uppteknar af að tolla í tískunni og vera pæjur. Þar sem tiltölulega vel hefur ræst úr okkur, get ég upplýst að við fiktuðum við að reykja og fengum okkur gjarnan eina rettu, bakvið bflskúrinn heima hjá Sollu, áður en við fómm í skól- ann.“ Sjálfstæðlsbröltlð Ingibjörg Sólrún segir að Oddný hafi verið meira bráðþroska en hún og fremur tekið forystuna. „Ég dáðist að áræði Oddu og fannst mikið til um hversu djörf og ófeim- in hún var í samskiptum við strák- ana. Hún var líka stelpan sem reifst við kennarana.“ „Solla var hörð af sér, snaggara- leg, snjöll að svara fyrir sig og lá ekkert á skoðunum sínum. Hún lærði alltaf heima, en var þó eng- inn kúristi. Hún var stelpan sem þorði að tala á málfundum," segir Oddný. Báðar vom uppreisnargjamar, en segja að sjálfstæðisbröltið hafí birst með mismunandi hætti. Ingi- björg Sólrún segist hafa baksað við að hafa skoðanir á öllu mögulegu og ómögulegu. „Mitt brölt var meira í takt við tíðarandann með kvenfrelsishugsjónina í fyrirrúmi. Þótt Odda væri fylgjandi þeim málum, lét hún lítt til sín taka en ' beindi fremur spjótum sínum að nánasta umhverfi. Hún hefur alltaf verið sjálfri sér samkvæm, verið óhrædd við afgerandi breytingar á högum sínum og kært sig kollótta um hvað öðram finnst um oft djarf- tækar ákvarðanir hennar og at- hafnir. Þessa eiginleika met ég einna mest í fari hennar." Oddný segir að skyldurækni og ábyrgðarkennd Ingibjargar Sól- rúnar valdi því að hún sé varkár og lengi að velta fyrir sér málum áður en hún láti til skarar skríða. Einlæga vináttu sína telja þær byggjast að miklu leyti á því að eiginleikar annarrar bæti hina upp. Einnig segjast þær skilja hvor aðra betur vegna náinna tengsla alla tíð, þær hafi þekkt aðstæður hvor hjá annarri og séu því aldrei knún- ar til að miða hegðun og ákvarðan- ir hinnar við sjálfa sig. Ef eitthvað beri út af viti þær að auðvelt sé að sættast vegna fullvissunnar um að vondur hugur búi þar ekki að baki. Fá sameiginleg áhugamðl Þær stöllur eru fjarri því að vera alltaf sammála og ef leiklistaráhug- inn er undanskilinn eiga þær fá sameiginlegt áhugamál. „Viðhorf okkar til manna og málefna eru svipuð, við getum alltaf talað, hleg- ið og skemmt okkur saman,“ segja þær og riíja upp ýmsar uppátektir frá gömlu góðu dögunum í Voga- hverfí. Til dæmis tóku þær yfirleitt ljúfmannlega í að passa nágranna- börnin, enda notuðu þær þá tæki- færið og drápu tímann við ýmsa skemmtilega iðju. Tyggjókúlu- keppni var vinsæl og á einum stað var baðherbergið svo stórt að þær gátu notað það fyrir skautasvell með því að úða raksápu yfir allt. Oddný segir að erfítt hefði verið að ímynda sér Ingibjörgu Sólrúnu sem væntanlegan borgarstjóra þeg- ar hún var með tyggjó út um allt andlit og tyggjótægjurnar í hárinu. Sér hafi þó alltaf verið ljóst að eitt- hvað yrði úr Ingibjörgu Sólrúnu, enda stúlkan afar ákveðin. Þótt pípulagninganám Oddnýjar hafi komið Ingibjörgu Sólrúnu á óvart,. varð hún ekkert undrandi á því að hún varð bóndi, Oddný hefði verið með græna putta frá unga aldri, safnað grösum og blómum, legið yfir framandi grasabókum og enga ósk átt heitari en að komast í sveit. Morgunblaðið/EPá _ Morgunblaðið/Ámi Sæberg ODDNÝ með Brynhildi dóttur sína. INGIBJÖRG Sólrún kýs borgarstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.