Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 7
BAHAMAEYJAR MORGUNBLAÐIÐ fl FERÐALÖG STRÁMARKAÐUR í höfuðborginni Nassau. í BÁTSFERÐ eftir heimsókn í ævintýra- garðinn í Paradísar- eyju. Brúin yfir á eyjuna í baksýn. sýningin hefst. Þá kemur John fuglatemjari og kallar á fuglana sem hlaupa í hringnum þar til þeim er sagt að stoppa. Þeir teygja hálsana en slaka á þegar þeir fá lof í lófa. „Þeir fá ekki mat í verðlaun," segir John. „Klappið er þeim nóg, munið því að klappa.“ Fuglarnir hlaupa og stoppa síðan lengi fyrir framan hvern áhorfendahóp, hlaupa og blaka vængjunum svo svarti flöturinn myndar fallegt munstur. Að lokum er myndataka í hringnum hjá fuglunum og með Ben, bóasnáknum sem John kemur með í poka. Það er ótrúlega þægi- legt og svalandi að hafa svona snák um háls- inn. Brosa, þá er það búið. Konkkuðungar og ferja Það er ekki langt niður í bæ. Á Arawak Cey fæst konksalat í litlum sölubúðum sem standa í röðum meðfram sjónum. Fiskur konkkuðungs- ins saxaður hrár með lauk og pipar. Lostæti. Nú eru þar fáir, ólíkt því sem er á kvöldin. Hér safnast unga fólkið saman og bílar aka hring eftir hring. Hallærisplanið og rúnturinn. Bey Street, tónlist. Alstaðar hröð og dillandi kalipsótónlist. Strámarkað- ur sá stærsti í Vesturheimi. Sölu- konur á básum að selja strákörfur, dúkkur, húfur og hálsmen. „Sæta stúlka, skoðaðu vörurnar mínar.“ „Hvað kostar þetta hálsrnen?" „Hvað viltu eyða miklu, ég býð þér mjög hagstætt verð, bara þér.“ Það sést til Paradísareyjar, boga- dregin brúin þangað yfir virðist svffa í loftinu. Heimsókn í ævintýra- garðinn þar og ferja til baka. Blá- málaður bátur með tveimur opnum dekkjum. Það er enginn kominn. „Við förum eftir 5 mínútur.“ 5 _ eða 50, hveiju skiptir það, tíminn er afstæður. Þeir eru tveir á bekk að staupa sig. Bregðast illa við þegar spurt er hvenær verði farið. „Liggur eitthvað á, það eru fáir farþegar komnir.“ Hjón með litla dóttur sína setjast á bakkinn FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 B 7 á móti og nokkrir íslendingar slást í hópinn. Þá er komið að því. Sá eldri, dökkur, í snjáðum fötum með grátt hár, klifrar upp á efra dekkið til okkar. Sterk mentollykt leggst yfir. „Ég er leiðsögumaður ykkar, við erum svo glöð að hafa ykkur hérna. Sean Connery er heiðurs- borgari Bahama, margar af James Bond myndunum voru teknar hér, James Bond á hús...“ Þetta er bæði heillandi og dapurleg ræða. Haldið helm Við erum komin að landi. Myrkr- ið er skollið á. Heitt, þykkt og mjúkt myrkur. Það er gott að reika um bæinn og látið myrkrið stijúkast um sig. Skoða pastellituð húsin, bleik, blá, græn. I þessu húsi voru þrælar áður seldir á uppboði, nú er þar safn. Bókasafnið, bleikt og áttstrent, var áður fangelsi. Fyrir framan það er minningargarður um hermenn sem féllu í heimsstyijöld- unum tveimur. Rétt hjá er kirkja. Messu er að ljúka og prúðbúið fólk kveður hvert annað og heldur út á götu. British Golonial hótelið var byggt um aldamótin. „Það elsta sem enn stendur,“ segir maður nokkur og bendir á það. Sandurinn á ströndinni er volgur. Það er gott að ganga í honum. Öldurnar heyr- ast en sjást ekki. Fugl hörfar frá, virðist vera stór og mikill í myrkr- inu. Löng fræhylkin hanga niður úr posianatijánum. Þau kallast hristur og eru ágætis hljóðfæri, en eru of hátt uppi. Kókoshneta liggur í sandinum. Það er kyrrð, algjör kyrrð - en ekki lengi. Á hótelinu er ys og þys, þar spila menn upp á peninga, sumir tapa en aðrir vinna. Þannig er lífið. Silfurfuglinn bíður á flugvellinum og ber brúna ferðalanga aftur heim á Frón. Við komum aftur, segja margir, komum aftur með börnin og verðum lengur. ■ Steinunn Harðardóttir SAS f ar- þegar geta hringt úr flugvélum SAS hefur látið innrétta fimm- tíu flugvélar sínar með sérstök- um símtækjum sem sett eru í farþegasætin. Símana geta far- þegar notað í Evrópuflugi félags- ins, frá Tromsö í norðri til Kor- síku í suðri og frá Irlandi í vestri til Pétursborgar í austri skv. frétt Scandinavian Boarding. Farþegarnir greiða fyrir sím- töl með því að renna kreditkort- um í gegnum þar til gerða skanna á símunum. „Þegar flug- vél hefur náð áætlaðri flughæð getur sendisviðið orðið um 400 kílómetrar. Þetta er háð stað- setningu loftneta á jörðu niðri, en símtölin frá flugvélunum fær- ast sjálfkrafa til þeirrar grunn- stöðvar sem næst er á hverjum tíma,“ hefur Scandinavian Bo- arding eftir Dag Poppe, verkefn- isstjóra þjá Alcatel Telecom í Noregi. „Nú er 28 slíkar stöðvar í Evrópu. í náinni framtið má búast við að svæðið stækki, nái fyrst til allrar Evrópu og síðan annarra heimshluta." Samkvæmt upplýsingum frá SAS er þurfa farþegar að greiða 6-8 dollara eða 530-660 íslenskar krónur á mínútu, þegar hringt er á milli heimsálfa, en 4-6 doll- ara, um 260-400 krónur fyrir símtöl innan Evrópu. Á næstu árum stefnir SAS að því að láta innréttar allar 150 flugvélar félagsins með umrædd- um símum. Auk SAS eru British Airways og Air France einu evr- ópsku flugfélögin sem hafa tekið svona síma í notkun, en Air France né BA eru ekki með jafn marga síma og SAS. EFTIRMINNILEGT Þjóðarréttur í Ekki hægt aö hugsa sér róm- antískari stað LEIÐ Ástríðar Jónsdóttur, heimavinnandi viðskipta- fræðings, og eiginmanns hennar lá til Marokkó í nóvem- ber sl. Þau fóru á vegum fran- skrar ferðaskrifstofu og farar- stjórinn var Marokkóbúi, bú- settur í borginni Marrakech, sem er nokkru sunnar en sú fræga borg Casablanca. „Við flugum til borgar sem heitir Ouarzazate, en hún er í suðurhluta Marokkó. Þar vakti það athygli okkar hvað loftið var hreint og tært. Það var eins og á íslandi nema það var heitt, um 25 °C,“ segir Ástríður og bætir við að hún mæli sannarlega með því að fólk ferðist til borgar- innar. „Þar eru mjög fáir bíl- ar, rútan okkar var eiginlega sá eini. Þó sáum við stöku jeppa og þeir voru allir með kvikmyndatökuvélar," en borgin er mjög vinsæll staður til kvikmyndatöku. „Ég tók líka eftir því hvað það var mikil þögn í borginni og spurði hvers vegna það væri. Þá var mér sagt að nafn borgarinnar, Ouarzazate, þýði þögnin mikla.“ Á öðrum degi ferðarinnar óku þau og samferðamenn þeirra, öll með túrban á höfð- inu, á sex bílum til bæjar, sem kallaður er City of Roses. Bærinn er í 2.500 metra hæð í Atlasfjöllunum og á leiðinni vakti það athygli íslensku ferðalanganna hve landslagið og loftið minnti á hálendi Is- lands. „Þegar maður kom nær grænu brúskunum sá maður að þeir voru auðvitað kaktusar en ekki gras,“ segir Ástríður. Þykk og snögg teppl í marmarahöll Síðan fór ferðahópurinn í heimaborg fararstjórans, ir Ástríður. En þegar inn kom blasti við afar fallegur veit- ingastaður. „Lofthæðin var örugglega 7 metrar." Meðfram ganginum að veit- ingasalnum voru lítil herbergi. Þar inni voru fallegir sófar með silkiáklæði. í miðjum veitingasalnum var tjörn og á henni flutu logandi sprittkerti og rósir. Í loftinu miðju var ekkert þak og tunglið og stjörnur lýstu upp himininn. Allir veggir voru með mósaiki neðst. Þar fyrir ofan kom máluð rönd og efst voru lituð gler í gluggum. „Það er ekki hægt að hugsa sér rómantísk- ari stað,“ segir Ástríður. Þjónar gáfu öllum konum rauða rós þegar þær komu. Þjónustan var frábær og mat- urinn ekki af verri endanum. „Fyrst fengum við djúpsteikt kjöt í fílódeigi. Síðan var nautahakksréttur og egg bor- ið fram á pönnu. Því næst fengum við einn af þjóðarrétt- um Marokkóbúa, kjötrétt sem minnir mjög á íslenska kjöt- súpu nema hvað hún er ekki eins vökvamikil. Og að lokum fengum við nýja ávexti, dísætt te og smákökur. Maturinn var alveg í mátulegum skömmtum svo að manni leið mjög vel á eftir. Þetta er staður sem ég myndi vilja fara aftur á.“ Veitingastaðinn rómantíski heitir Stylia og er heimilis- fangið 34, Rue Ksour. ■ Marokkó minnti Ástrídi Jónsdóttur ó íslenska kjötsúpu ÁSTRÍÐUR við Ksar kastala sem er byggður úr mold, vatni og bambusstöngum. Þar nálægt var Jewel of the Nile með Michael Douglas og Katherine Turner kvikmynduð. Marrakech, en hún hefur verið kölluð stærsta markaðstorg í heimi. „Þar fórum við meðal annars á teppamarkað. Við gengum eftir mörgum Ijótum sundum þar til við komum að ljótri hurð sem við bönkuðum á. Fyrir innan var glæsileg marmarahöll og ég hef aldrei á ævinni séð jafnmikið af teppum og sölumönnum. Okk- ur var boðið te og síðan voru okkur sýnd teppin, meðal ann- ars teppi sem eru þykk öðrum megin, og snögg hinum meg- in. Þykka hliðin á að snúa upp á veturna og sú snögga á sumrin." Eftlrminnilegur veltingastaöur Eitt kvöldið klæddi hópur- inn sig svo upp á því nú var ferðinni heitið á fínan veit- ingastað. „Við gengum eftir stígum framhjá húsum sem höfðu enga glugga á þeim veggjum sem snéru út á göt- una. Húsin eru byggð í fer- hyrning með garði í miðjunni og þangað vísa allir gluggar. Á einu húsinu var hurð og þar bankaði fararstjórinn. Ég hugsaði með mér hvað við værum eiginlega aðgera þarna svona uppáklædd," seg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.