Morgunblaðið - 26.01.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.01.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA íiíiM: 1996 ■ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR BLAÐ Mæta til að fylgjast með Lárusi Orra FIMMTÁN meðlimir í stuðn- ingsmannaklúbbi enska knattspyrnuliðsins Stoke á Norðurlöndum mæta á Vict- oria Ground í Stoke-on-Trent, til að sjá leik Stoke gegn Birmingham 17. febrúar. Meðlimirnir mæta sérstak- lega á leikinn til að fylgjast með og sjá framfarir Lárusar Orra Sigurðssonar, sem ber auglýsingu frá klúbbnum á keppnistreyju sinni. FIMLEIKAR / HEIMSMEISTARAMOTIÐ Rúnar RÚNAR Alexandersson, eistneski fimleikamað- urinn sem fékk nýlega íslenskt rikisfang, keppir á heimsmeistaramótinu á einstökum áhöldum í Puerto Rico um miðjan apríl. Þar keppir hann á bogahesti og jafnvel fleiri áhöldum. Arangur kepp- enda á mótinu gefur ekki þátttökurétt á Olympíu- leikana í Atlanta, en Rúnar ætlar þar að sanna sig og getur komist á heimslistann og það gæti auðveldað honum að komast til Atlanta. Verið er að vinna í því hjá FSÍ og Ólympíunefnd íslands að hann keppi á Ólympíuleikunum vegna þess að hann gat ekki tekið þátt í siðasta heimsmeistara- móti sem fram fór í Japan í október á síðasta ári þar sem hann hafði ekkert ríkisfang. Þar var keppt um ólympíusætin i Atlanta. Rúnar mun einnig keppa á Norðurlandamótinu sem fram fer hér á landi í lok mars og verður það í fyrsta sinn sem hann keppir sem einstaklingur fyrir hönd íslands. Áður hefur hann keppt með unglingalandsliðinu í Evrópukeppni liða í St. Pét- urborg i Rússlandi. Tomba vill breytingar á heimsbikarkeppninni Italski skíðakappinn Alberto Tomba segir í viðtali við þýska tímaritið Sports að nauðsynlegt sé að breyta heimsbikar- keppninni á skíðum og stingur upp á að I stað þess að keppa í smábæjum verði keppt í nágrenni stórborga. „Það þarf að gera keppnina í heimsbikamum meira spenn- andi og það þarf að fá fleiri áhorfendur. Besta leiðin til þess er að færa hana nær stórborgum. Ég sé ekkert athugavert við að menn geti verið á stórum og þægilegum hótelum auk þess sem þetta yrði miklu auðveldara, bæði fyrir keppendur og fjöl- miðla,“ segir Tomba í viðtalinu. Heimsbikarmótin eru oft haldin á af- viknum stöðum þannig að keppendur, fjölmiðlafólk og áhorfendur þurfa að ferð- ast á sveitavegum við erfiðar aðstæður og þegar fresta þarf móti vegna veðurs getur allt farið í hnút. „Það gæti líka verið gaman að breyta aðeins til í sambandi við greinarnar sjálf- ar. Ég sé til dæmis fyrir mér að keppa í svigi í fyrri umferðinni en síðari umferðin væri stórsvig,- það gæti orðið gaman, bæði fyrir okkur og ekki síður áhorfendur," sagði Tomba. Hann sagði ekki rétt að hann ætlaði að hætta eftir þetta tímabil. „Fyrst ég hætti ekki eftir síðasta tímabil þá er ég ákveðinn í að keppa næsta ár líka og það væri frá- bær endir á ferlinum ef ég næði að sigra,“ sagði Tomba. Mark Hughes dæmdur í fimm leikja bann MARK Hughes, framheiji Chelsea, hefur ver- ið úrskurðaður í fimm leikja keppnisbann — tveggja leikja bann fyrir að vera búinn að fá 33 refsistig og þá fékk hann þriggja leikja bann fyrir að vera rekinn af leikvelli í leik gegn Everton á dögunum. Hughes byijar að taka út leikbann sitt um helgina og leikur því ekki með Chelsea bikarleikinn gegn QPR. Dennis Wise ieikur heldur ekki með liðinu, þar sem hann tekur út tveggja leikja bann vegna 21 refsistiga. Frakkinn David Ginola fékk þriggja leikja bann fyrir að vera rekinn af leikvelli í deild- arbikarleik gegn Arsenal, er hann veittist að Lee Dixon. Lee Chapman, leikmaður Leeds, sem var rekinn af leikvelli í leik gegn West Ham — fyrir minniháttar brot, fékk einnig þriggja Ieikja bann. Asprilla kominn til Newcastle KÓLUMBÍUMAÐURINN Faustino Asprilla er kominn til Englands — kom þangað í gærkvöldi. Asprilla mun ræða við forráðamenn Newcastle, sem borga Parma 6,7 millj. pund fyrir hann. Kappinn sjálfur mun fá þijár millj. ísl. kr. I viku- laun. „Það verður spennandi verkefni að leika í Englandi,“ sagði Asprilla þegar hann hélt frá flugvellinum í Mílanó. SIR John HaU, formaður Newcastle, sagði í gærmorg- un að liðið væri tilbúið að kaupa góðan miðherja frá Ítalíu - Faustino Asprilla hjá Parma ogjafnvel einnig Króatann Alen Boksic hjá Lazíó. Asprilla, sem er 26 ára, á nú aðeins eftir að skrifa undir samning við Newc- astle. „Það er gott fyrir mig að breyta til, þó svo að ég yfirgefi marga góða vini í Parma,“ sagði Asprilia, sem er óhræddur við að takast á við knattspyrnuna í Eng- landi, en deildarkeppnin þar þykir sú erfiðasta í heimi. Stuðningsmenn Newc- astle bíða nú spenntir eftir að sjá Asprilla leika við hlið markahróksins Les Ferdin- ands, sem eiga tvímælalaust eftir að skipa hættulegasta sóknardúett heims. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson RÚIMAR Alexandersson kepplr á HM á einstökum áhöldum í apríl. SKIÐI TENIMIS: MONICA SELES MÆTIR ANKE HUBER í ÚRSLITALEIKNUM / C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.