Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT IÞROTTIR Heimsmet í stangarstökki DANIELA Bartova frá Tékklandi setti á miðvikudaginn heims- met í stangarstökki kvenna innanhúss á móti i heimalandinu. Hún stökk 4,20 metra og bætti met Sun Caiyun frá Kína, sem var 4,15 metrar og var sett í febrúar á siðasta ári. Til samanburð- ar má geta þess að Norðurlandamet Völu Flosadóttur í grein- inni, er 3,90 metrar og þarf hún því aðeins að hækka sig um 30 sentímetra til aðjafna heimsmeti Bartovu. TENNIS / OPNA ASTRALSKA Selesíerfid- leikum með Rubin - mætirAnke Huberíúrslitaleiknum UMFA-Drammen 25:20 Varmá, bogarkeppni Evrópu, 8-liða úrslit, síðari leikur, fímmtud. 25. janúar 1996. Gangur leiksins: 2:0, 2:5, 5:5, 5:7, 8:8, 11:9, 11:10, 12:10, 12:14, 13:17, 16:17, 16:18, 22:18, 23:20, 25:20. Mörk UMFA: Bjarki Sigurðsson 11/4, Páll Þórólfsson 6, Róbert Sighvatsson 5, Ingi- mundur Helgason 1, Jóhann Samúelsson 1, Þorkell Guðbrandsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 6 (þaraf 2 til mótherja), Sebastían Alexand- ersson 4. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Drammen: Svein Erik Bjerkrheim 5, Glenn Solberg 5, Frode Hagen 4, Helge Jakobsen 2, Petter Otto Paulsen 2, Geir Oustorp 1, Marius Riise 1. Varin skot: Frode Scheie 16/1 (þaraf 5 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: F. Rothkranz og B. Rosskamp frá Belgíu, gerðu fullt af mistökum og þeim var engin greiði gerður með þvi að setja þá á leik í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni. Áhorfendur: 650 og studdu sína menn með látum. Fram-Haukar 16:15 Framhús, 1. deild kvenna í handknattleik, fimmtudaginn 25. janúar 1996. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 3:5, 5:5, 7:6, 8:8, 9:9, 13:9, 14:10, 14:12, 15:14, 16:15. Mörk Fram: Guðríður Guðjónsdóttir 9/6, Berglind Ómarsdóttir 3, Hafdís Guðjóns- dóttir 2, Steinunn Tómasdóttir 1, Þórunn Garðarsdóttir 1. Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 28/1 (þaraf 8 til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Hauka: Judit Esztergal 6/1, Harpa Melsted 4, Heiðrún Karlsdóttir 3, Ema Ámadóttir 1, Thelma B. Ámadóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 12 (þar af 3 til mótheija). Utan vallar 6 mínútur. Dómarar: Sigurður Ólafsson og Valgeir Ómarsson. Slakir og vissu til dæmis ekki hvenær liðin máttu taka leikhlé. Áhorfendur: Um 120. Knattspyrna Spánn Merida - Barcelona...............0:0 Afrfkubikarinn C-riðiU: Zaire - Líbería..................2:0 Menama Lukaku (5. vsp.), Yves Essende (72.) 3.000 Lokastaðan Gabon..................2 1 0 1 3:2 3 Zaire..................2 1 0 1 2:2 3 Liberia................2 1 0 1 2:3 3 Nígeria átti að leika í riðlinum, en mætti ekki til leiks. ■Gabon og Zaire komin í átta iiða úrslit. D-riðill: Túnis - Fíiabeinsströndin........3:1 Imed Ben Younes 2, Abdelkader Ben Hass- en — Moussa Traore. Ghana - Mozambique...............2:0 Kwane Ayew (42.), Felix Abcagye (68.). 3.500. Lokastaðan: Ghana..................3 3 0 0 6:1 9 Túnis................. 3 1 1 1 5:4 4 Fílabeinsströndin......3 1 0 2 2:5 3 Mozambique.............3 0 1 2 1:4 1 ■Ghana og Túnis í átta liða úrslit. Körfuknattleikur 1. deild karla IS-Leiknir.....................51:59 Snæfell - Stjaman..............88:60 NBA-deildin Boston - LA Lakers...........107:124 Charlotte - W ashington......127:113 Miami - New York...............79:88 New Jersey - Houston...........89:98 Philadelphia - Cleveland.......88:91 Minnesota - Phoenix...........91:101 Chicago - Vancouver...........104:84 Milwaukee - Indiana............89:97 San Antonio - Detroit..........84:84 Seattle - Denver...............86:79 Golden State - Utah...........89:100 í kvöld Handknattleikur 2. deild karla: Fjölnishús: Fjölnir - BÍ...20 Akureyri: Þór-HK........20.30 Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Akranes: ÍA - KR...........20 1. deild karla: Strandgata: ÍH - Þór.......20 FÉLAGSLÍF Þorrablót Vals Valsmenn halda þorrablót sitt að Hiíðar- enda á laugardaginn og opnar húsið kl. 19. Ellert B. Schram er ræðumaður kvöldsins. Þorrablót KR KR-ingar halda þorrablót sitt í félags- heimili KR á laugardaginn. Húsið verður opnað kl. 19. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son verður ræðumaður kvöldsins, veislu- stjóri Haukur Hólm. að munaði ekki miklu að Monica Seles tapaði í gær sínum fyrsta leik á Opna ástralska mótinu, en þá sigraði hún Chanda Rubin 6-7, 6-1 og 7-5 í leik sem tók tæpar tvær klukkustundir. Seles tapaði fyrstu lotunni í mótinu í ár, en hún hefur verið mjög sigursæl á þessu móti og vann það þrjú ár í röð áður en hún var stungin með hnífi. Seles mætir Anke Huber frá Þýskalandi í úrslitum á morgun. Hin unga Rubin var 5-2 yfir í þriðju lotu en Seles tók á öllu sem hún átti og neyddi mótheija sinn til að gera mistök og náði að sigra 7-5. Seles átti í miklum erfiðleikum með uppgjafír Rubin en tókst loks að svara þeim í síðustu lotunni, ein- mitt þegar mest reið á. Ótrúlegur sigur hjá þessari ótrúlegu stúlku. „Ég trúi þessu varla. Þegar staðan var 5-2 var ég nokkuð viss um að nú væri þetta búið,“ sagði Seles ör- þreytt eftir leikinn. „Ég tel mig mjög heppna að hafa komist í úrslitaleik- inn,“ sagði hún og er nú talin mjög sigurstrangleg. Sigri hún verður það níundi sigur hennar á svokölluðum slemmumótum. „Ég leik um hvert stig eins og það sé mikilvægasta stig- ið sem ég get fengið - og ég gefst aldrei upp,“ sagði Seles. í hinum undanúrslitaleiknum mættust Huber og Cötzer frá Suður- Afríku og var þetta í fyrsta sinn sem ÍÞRÓTTADEILD RÚV hlaut fjöl- miðlabikar íþróttanefndar ríkis- ins fyrir árið 1995. ,,Telur Iþrótta- nefndin að styrkur Iþróttadeildar RÚV felist fyrst og fremst í sam- tengdum rásum útvarps og sjón- varps, langri reynslu og fjöl- breyttu innlendu efni,“ sagði Ingi Björn Albertsson, formaður Iþróttanefndar rikisins, á blaða- mannfundi á Hótel Borg í gær. „Það er álit íþróttanefndar rík- isins að vönduð og fagleg umfjöll- un geti miklu ráðið um framþróun og jákvæðan skilning almennings þær mætast á tennisvellinum. Huber sigraði 4-6, 6-4 og 6-2. „Ég átti ekki von á þessu og ég á erfitt með að lýsa hvemig mér lýður,“ sagði Huber eftir sigurinn, en þetta var í 24. sinn sem hún keppir í slemmu- móti og hefur aldrei náð svona langt. írar ræða við Brady, Whelan og O’Leary ÍRAR, mótherjar íslendinga í undankeppni HM, eru enn að leita eftirmanns Jack Charltons sem landsliðsþjálfara. Þrír menn hafa nú verið nefndir til sögu, sem hafa ekki verið nefndir áður - það eru fyrrum leikmenn írlands, Liam Brady, David O’Leary og Ronnie Whel- an. Rætt var við Brady á mið- vikudaginn, O’Leary og Whel- an í gær. Einnig hefur verið rætt við Mike Walker, fyrrum knattspyrnustjóra Norwich og Everton, Joe Kinnear, knatt- spymusljóra Wimbledon, Dave Bassett, fyrrum sijóra Sheffi- eld United, og Mick McCarthy, stjóra hjá Millwall. og stjórnvalda á gildi íþrótta og íþróttastarfsins í landinu," sagði Ingi Björn. Hann sagði að umfjöll- un íslenskra fjölmiðla hefði orðið faglegri og vandaðri á undanförn- urn árum. íþróttanefndin ákvað 1994 að veita viðurkenningu árlega til fjölmiðils fyrir góðan fréttaflutn- ing og faglega umfjöllun um íþróttir og var bikarinn fyrst af- hentur fyrir árið 1995 en þá varð íþróttadeild Morgunblaðsins fyrir valinu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg INGI Björn Albertsson afhendlr Ingólfi Hannessynl, iþrótta- stjóra RÚV, fjömiðlabikar íþróttanefndar rfklsins. Fjölmiðlabikarinn til RÚV HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís RÓBERT Sighvatsson skorar eitt af fimm mörkum sínum af línunnl og stórskytta Norðmanna, Glenn Solberg, er grelnilega ekki sáttur viö gang mála. Markvörðurinn Frode Scheie er vonsvik- inn og þeir Alexei Trúfan og Öysterid Johannesson fylgjast með. Of Iftill sigur og Afturelding úr leik AFTURELDING er úr leik í borgarkeppni Evrópu í handknattleik en norska liðið Drammen er komið í undanúrslit. Afturelding sigraði 25:20 í síðari leik liðanna að Varmá í gær, en það var skammgóður vermir þvíliðið tapaðifyrri leiknum 14:22 í Noregi og þurfti því að sigra með níu marka mun. Þessi rimma tapaðist ífyrri hálfleik í Noregi því þar voru Mosfellingar eins og viðvan- ingar og voru tíu mörkum undir í leikhléi. Það var of mikið. Bergsveinn byrjaði á því að verja fyrsta skot Norðmannanna og Bjarki og Páll gáfu síðan tóninn í ■■■■■i sókninni. 2:0 eftir Skúli Unnar tvær minútur og Sveinsson vonarneisti hafði sknfar kviknað í þeim áhorfendum sem voru efins um að níu marka sigur væri vinnandi vegur. En Norðmenn- irnir voru fljótir að svara fyrir sig og heimamenn náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun. Takturinn náðist ekki. Gestirnir léku mjög góða vörn, voru lengstum fljótir aftur þannig að heimamenn gátu ekki keyrt upp hraðann, en þeir þurftu verulega á því að halda, munurinn úr fyrri leiknum var svo mikill. Afturelding var 11:10 yfir í leik- hléi og var Bjarki þá búinn að gera 7 mörk, en hann og Páll voru þeir einu sem eitthvað létu að sér kveða í sókninni. Eftir hlé bættist Róbert í þann hóp, en aðrir voru alls ekki nægilega sannfærandi og sumir hreint og beint lélegir og ógnuðu ekkert. Heimamenn vissu sem var að eftir hlé yrðu þeir að bijóta leikinn upp; færa vörnina framar og spila stuttar sóknir. Þetta var reynt. Tveir léku vel fyrir framan í vörn- inni en það gekk ekki nógu vel; gestimir komust í 13:17 um miðjan hálfleikinn og því aðeins formsatriði að ljúka leiknum. Eða hvað? Þegar munurinn var kominn nið- ur í tvö mörk, 16:18, og 11 mínút- ur eftir var ákveðið að senda fjóra leikmenn fram á völlinn og halda tveimur á línunni. Þetta riðlaði að vonum sóknarleik gestanna og á næstu átta mínútum gerðu Mosfell- ingar 6 mörk gegn engu marki Framstúlkur eru nú einar í öðru sæti fyrstu deildar kvenna eftir 16:15 sigur á Haukum í spennandi og skemmtilegum leik, leik þar sem lið- in gerðu sig raunar sek um helling af mistökum, en góðu punktarnir voru þó fleiri. Kolbrún Jóhannsdóttir, hinn gamalreyndi markvörður Fram, var í miklum ham og varði 28 skot og þó svo stalla hennar í Haukamarkinu, Vigdís Sig- urðardóttir, verði ágætlega komst hún ekki í hálfkvist við Kolbrúnu, sem var með góða vörn fyrir framan sig. Það vantar nokkuð mikið í bæði lið. Hjá Fram var Guðríður Guðjóns- dóttir allt í öllu fyrir utan markteig- inn. Hún gerði níu mörk og átti frá- bærar sendingar á línuna. Áberandi var að Framstúlkur treystu allt of mikið á hana og hættu jafnvel í Drammen og staðan orðin 22:18. Enn vantaði fimm mörk upp á og í lokin vantaði fjögur mörk. Drammen er gott lið, heldur betra en lið Aftureldingar. Markvörðurinn er ágætur og góð 6-0 vörn fyrir framan hann. Sóknarleikurinn var á köflum mjög skemmtilegur hjá Norðmönnum og í liðinu eru miklar skyttur, og þar liggur mesti munur- inn. En ef, og það er alltaf hægt að segja ef, fyrri hálfleikurinn í Drammen hefði ekki verið örlítið skárri hefði allt getað gerst. Mosfell- ingar eru reynslunni ríkari. hraðaupphlaupi til að bíða eftir Guðríði. Hjá Haukum vantaði Auði Hermannsdóttur og munar um minna. Liðið er jafnt en það vantar ógnun frá hægri vængnum. Þar leik- ur Kristín Konráðsdóttir og er hún mjög snjall leikmaður, hreyfingarnar góðar, en það vantar að skjóta. Haukastúlkur áttu að vera yfir í leikhléi því þær voru þrívegis einum leikmanni fleiri og fengu fullt af ferum, en Kolbrún sá við þeim. Staðan var 8:8 í leikhléi og Haukar gerðu aðeins tvö mörk fyrstu 22 mínúturnar í síðari hálfleik og stað- an orðin 14:10. Þær bitu þó frá sér í lokin og allt gat gerst, en þeim tókst ekki að knýja fram sigur. Kolbrún og Guðríður voru bestar hjá Fram og Berglind traust á lín- unni. Judit Esztergal var best Hauka og einnig átti Harpa Melsted ágæta spretti og Heiðrún Karlsdóttir var góð í horninu. Kolbrún í ham Skúli Unnar Sveinsson skrifar FÖSTUDAGUR 26, JANÚAR1996 C 3 ÍÞRÓTTIR Stóðumst pressuna „VIÐ höfðum stjóm á ieiknum og ég hafði engar áhyggjur þó aðeins hall- aði undan færi er leið á síðari hálf- leik. Efyrri hálfleikur var mjög mikil- Ivar ánægður með hann. Benediktsson Okkur tókst að standa skrifar undir pressunni og misstum þá aldrei langt framúr okkur,“ sagði Kent And- erson, þjálfari Drammen. „Við lékum vel í fimmtíu mínútur að mínu mati og þó þeir breyttu vöm- inni í síðari hálfleik hafði ég alitaf þá tilfinningu að við værum með leikinn í okkar höndum. Eina skiptið í leiknum sem ég var örlítið hræddur var í upp- hafinu þegar UMFA komst tvö núll yfir, en okkur tókst að komast inn í leikinn. „Ég á mér ekkert óskalið í fram- haldinu. Ég veit að þýska liðið Ham- eln er eftir auk félags frá Ungveija- landi og síðan vona ég að sænska lið- ið hafi komist áfram. Þrettán þrjú var rothöggið „Við þurfum nú að leikslokum að blæða fyrir fyrri hálfleikinn í Dramm- en, þrettán þijú, það var rothöggið. En það verður þó að virða okkur að við tókum áhættu í nú,“ sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari ÚMFA. „Eftir að við breyttum vöminni í byijun síðari hálfleiks gekk okkur illa, en þegar á leið kviknaði á mínum mönnum. Við náðum aldrei að koma á þá pressu eins og þarf í svona leikj- um.“ „Ég fékk alltof lítið pláss í fyrri háifleik. Ég var með tvo og þijá leik- menn á mér og við iékum alltof mikið inn á miðjuna. Síðan gjörbreyttist allt er Alex kom inn á í síðari hálfleik og þá má segja að sóknarleikurinn hafi víkkað." sagði Róbert Sighvatsson. „Við byijuðum vel en tókst ekki að fylgja því eftir því miður. Síðan fannst mér við vera taugaóstyrkir í byrjun síðari hálfleiks og misstum þá oft langt fram úr ókkur, en tóskt að snúa við blaðinu, en oft seint.“ „Mér er sama þó einhveijir íþrótta- fréttamenn segji að þetta norska lið sér ekki gott, þetta er að mínu mati gott og það besta af þeim þremur norsku félagsliðum sem ég hef leikið gegn um ævina,“ sagði Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður sem hélt upp á 28 ára afmæli sitt f gær.“ Landsliðið fer til Japans ÁKVEÐIÐ hefur verið að þekkjast boð Japana um að taka þátt í fjögurra landa handknattleiksmóti þar í landi í aprfl. Örn Magn- ússon, framkvæmdastjóri Handknattleikssambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri búið að ákveða hvemig landsliðið yrði skipað. „Við erum að bíða eftir svömm frá félögunum og síðan verður ákveðið í framhaldi af því hvort landsliðið verður valið úr tólf liðum í deildinni eða tíu,“ sagði Öra. Hann sagðist skilja afstöðu þjálfara fyrstu deildar félaganna vel að vflja ekki hafa tuttugu daga hlé fyrir úrslitarimmuna. „Það kemur í ljós hvort valið verður úr tíu liðum eða öllum tóif. Það er a.m.k. ákveðið að fara og við munum fara 7. apríl en mótið stendur 9. til 14. apríl,“ sagði Örn. Fimm þjálfarar félaga í 1. deildinni hittust f hádeginu í gær og ræddu málin. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Miller hetja Pistons - skoraði sigurkörfuna með þriggja stiga skoti gegn Spurs Terry Miller tiyggði Detroit Pist- ons 85:84 sigur á San Antonio Spurs í fyrrinótt með þriggja stiga körfu er rúmar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. „Þettá var kær- komin karfa því ég hafði leikið fremur illa og þessi karfa bjargaði leiknum,“ sagði Miller eftir sigur- inn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gerir sigurkörfu á síðustu sekúndum leiks. Grant Hill gerði 21 stig fyrir Pistons og tók 13 frá- köst auk þess em hann átti 7 stoð- sendingar. Pistons hafði tapað síð- ustu sex leikjum sínum gegn Spurs og því var sigurinn kærkominn. Avery Johnson gerði 19 stig fyrir Spurs og Sean Elliott 17 og Will Person tók 17 fráköst og hefur ekki tekið fleiri í einum og sama leiknum. David Robinson gerði 17 stig en hann lék aðeins í 30 mínút- ur þar sem hann var í villuvandræð- um alveg frá upphafi. Sam Perkins gerði 18 stig og Shawn Kemp 16 í Seattle þegar heimamenn unnu Denver 86:79. Það er því ljóst að George Karl verður þjálfari í Stjörnuleiknum, í annað sinn á þremur árum. Seattle hefur nú sigrað í 22 af síðustu 28 leikjum og árangurinn á heimavelli er ýigætur, 17 sigrar og tvö töp. í Charlotte gerði Glen Rice 28 stig og Kenny Anderson gerði 12 stig og átti 10 stoðsendingar þegar Bullets kom í heimsókn. Heima- menn sigruðu 127:113 og hafa ekki skorað svona mikið í vetur og þeir settu einnig met í fráköstum í leikj- um sínum, tóku 53 slík að þessu sinni. Sigurganga Chicago heldur áfram og að þessu sinni urðu nýlið- ar Vancouver að játa sig sigraða. Scottie Pippen var í miklu stuði á heimavelli og gerði 30 stig í þessum 27. heimasigri Bulls í röð, sem er met í NBA-deildinni, en eldra metið átti félagið, sigraði í 26 leikjum í röð árið 1991. Michael Jordan gerði aðeins 12 stig og hefur ekki skorað eins lítið í vetur, en þess má geta að kappinn hefur gert 30 stig eða meira í síðustu átta leikjum. Jordan lék í 26 mínútur og skoraði úr fjór- um af tíu skotum utan af velli. Nýliðinn Bryant Reeves gerði 23 stig fyrir gestina. Patrick Ewing gerði 37 stig þeg- ar Knicks vann Miami 88:79 og þar með varð Pat Riley, fyrrum þjálfari New York, að játa sig sigraðan á heimavelli gegn sínum fyrri læri- sveinum. Elden Campbell náði að setja persónulegt met í vetur þegar hann gerði 26 stig fyrir Lakers í Boston en LA sigraði 124:107. Dino Radja gerði 28 fyrir Boston og tók 12 fráköst. Reggie Miller gerði 27 stig fyrir Indiana þegar liðið vann Milwaukee 97:89 þrátt fyrir að Rik Smits, miðheiji liðsins, léki ekki með vegna meiðsla. Glenn Robinson gerði 25 stig fyrir Milwaukee. Phoenix vann Minnesota á úti- velli 101:91 og gerði Charles Bark- ley 22 stig og tók 16 fráköst fyrir Suns. Þetta var 26. sigur Suns á Minnesota í síðustu 27 leikjum fé- laganna. Hakeem Olajuwon var með 36 stig þegar meistarar Houston unnu New Jersey 98:89, og var þetta sjö- undi sigur Houston í röð á Nets. Cleveland hefur gott tak á 76ers og sigraði í sjötta sinn í röð, að þessu sinni 91:88. Chris Mills gerði 22 stig. Karl Malone gerði 25 stig fyrir Jazz er liðið sigraði 100:89 í Golden State. ■ STAN Collymore, miðheiji Liv- erpool, fær ekki hluta af söluverð- inu sem Nottingham Forest fékk fyrir hann, þegar Collymore vai seldur á 8,5 millj. pund. Hann hafði farið fram á að fá 425 þús. pund af söluverðinu í eigin vasa. Forest þarf ekki að greiða kappanum hluta söluverðsins, þar sem hann fór fram á sölu frá liðinu. ■ BARRY Fry, knattspyrnustjóri Birmingham, hefur ákveðið að efla lið sitt fyrir lokasprettinn í 1. deild- arkeppninni. Hann keypti í gær Vinnie Jones frá Wimbledon á 300 þús. pund og einnig Vinny Samways, leikmann Evertons, sem hefur verið í láni hjá Úlfunum. ■ GEORGI Slavchev, miðvallar- spilari frá Búlgaríu, hefur gengið til liðs við svissneska liðið St. Gal- len. Slavchev, sem er 26 ára, lék með Levski Sofia. ■ JEAN-Pierre Papin, miðheiji hjá Bayern Miinchen, sem hefur ekki leikið með franska landsliðinu f eitt ár vegna meiðsla, sagði í gær að hann væri tilbúinn að leika með. í EM í Englandi. ■ JVNINHO hjá Middlesbrough mun ekki leika með liðinu í mánuð, þar sem hann heldur til Brasilíu eftir leik liðsins gegn Chelsea 3. febrúar. Juninho tekur þátt í und- ankeppni ÓL með landsliði Brasilíu og kemur ekki á ný til Englands fyrr en 6. mars. ■ IAN Wright, sem er þriðji markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi, hefur verið sektaður hjá Arsenal um 808 þús. ísl. kr. fyrir orðaskak við Bruce Rioch, knatt- spyrnustjóra liðsins, inni í' búnings- klöffl, ■ LEIKMENN Chelsea fóru á þriðjudaginn snögga ferð til Mar- bella á Spáni til að undirbúa sig fyrir bikarleik gegn QPR, sem verð- ur á Loftus Road á mánudaginn. ■ PETER Shmeichel, markvörð- ur Man. Utd., fór til Kaupmanna- hafnar á miðvikudaginn, til að skrifa undir samning við íþrótta- vörufyrirtækið Reebok, sem gefur gefur honum rúmar 33 millj. ísl. kr. í vasann. ■ STEFAN Pettersson, fyrrum leikmaður Ajax, sem leikur nú með IFK Gautaborg, verður frá æfing- um og keppni a.m.k. fram í miðjan apríl. Hann fékk verk fyrir bijóst og handlegg í sl. viku — eftir æf- ingu og var lagður inn á sjúkrahús. f ljós kom að hann hafi að öllum líkindum fengið sýkingu í hjarta- vöðva. ■ LÆKNAR hafa þó ekki kveðið upp endanlegan úrskurð og því er ekki hægt að útiloka með öllu að um einhverskonar hjartabilun sé um að ræða. Pattersson er 32 ára — var útnefndur leikmaður ársins hjá Gautaborgarliðinu í fyrra. I sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.