Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ raunhæft að ætla að ástandið á Kúbu breytist fljótlega? Breytir Kastró einhveiju eða verður fólk að bíða þar til hann fellur frá? Duranona segist lítið geta sagt um það, „sérfræðingar geta ekki einu sinni spáð almennilega í spil- in, þannig að það er erfitt fyrir mig, en ég vona að svo verði. Ég tel að fólkið í landinu verði að gera eitthvað til að breytingar eigi sér stað; flestir vilja breytingar, ég vona í hjarta mínu að ástandið breytist, mín og fjölskyldu minnar vegna og þannig er um flesta en enginn þorir að taka af skarið og gera eitthvað." Ekki pabbi ... Hann sagði mjög erfitt hafa verið að ákveða að yfirgefa landið fyrir fullt og allt. Var það fyrst og fremst vegna fjöl- skyldunnar? Svarið við spurning- unni er einfalt: Já. Vissu ættingjarnir að hann ætlaði að fara? „Nú get ég talað al- veg hreinskilnislega: konan mín, Tamara, vissi það. Mamma vissi það og bræður mínir vissu það. Þau höfðu reyndar ekki hugmynd um hvenær ég léti til skarar skríða, aðeins hvað ég ætlaði mér. En pabbi vissi ekki hvað ég hafði á pijónunum.“ samt alltaf fyrir hendi.“ Hún fékk að fara um síðir og kom til eigin- mannsins á Akureyri í haust. Eftir að hann yfirgaf heima- landið var Duranona í eitt ár í Argentínu, þar sem hann þjálfaði handboltalið en það var svo fyrir tilstuðlan Andrésar Péturssonar, vinar hans hér á íslandi, að hann afréð að koma til landsins. Honum líður afskaplega vel á Akureyri, eins og áður kom fram, og er í sambandi við fjölskylduna á Kúbu. Hringir þangað og skrifast á við hana. „Það er verst hve bréf eru lengi á leiðinni. Jólabréfin voru til dæmis að koma núna,“ sagði hann í vikunni. Góóur handbolti Handknattleikur telst ekki til helstu íþróttagreina á Kúbu. Dura- nona segir hann í átt- unda 'til tíunda sæti hvað vinsældir snertir, og áhorfendur séu fáir. Fyrirkomulag keppn- innar er líka annað en Evrópubúar eiga að venjast: ekki er um að ræða deild- arkeppni heldur mætast lið frá hinum ýmsu héruðum einu sinni á ári, í 15 daga í senn, og þá fer landsmótið fram. Annars er lands- liðið saman allt árið við æfingar og keppni. Mikið er æft og lítið spilað og þess vegna segist Duran- Hefði verið kallaður trúð- urfyrir að fagna svona ÞORBJÖRN JENSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI Lætur ekkert fara i taugarnar á sér „ÞAÐ hefur haft nyög mikla þýðingu fyrir KA að fá Duranona; leikgleðin var mikil fyrir en hann hefur aukið hana mjög; hefur mikla ánægju af þvi sem hann er að gera og það geislar af honum þegar hann er að spila,“ segir Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, um Kúbumanninn. „Það sem mér finnst jákvæðast við Duranona er að nákvæmlega ekkert fer i taugarnar á honum. Hvort sem dómgæslan er á móti honum eða hann verður fyrir mótlæti frá andstæðingunum er ekkert sem rask- ar ró hans og ég held að margir leikmenn mættu taka hann sér til fyrirmyndar að þessu leyti; iiann notar alla sína orku í Ieikinn, ekki i að karpa við andstæðingana eða dómar- ana. Ég held að hann hagnist mikið á því að koma svona fram og áhorfendur eru líka vel með á nótunum og fagna vel með honum. Hann fagnar hverju marki mjög vel — jafnvel þó hann skori tiu fagn- ar hann í hvert skipti eins og hann hafi verið að gera þetta eina raark sem við bíðum oft eftir í 90 mínútur í fótboita. Svo er hann mjög þokka- legur varaarmaður; KA var með góða vörn i fyrra og ekki hefur hún versnað við að fá hann inn í vömina.“ Eins og fram kemur i viðtalinu við Duranona getur hann vel hugsað sér að verða íslenskur ríkisborgari og segist reyndar eiga þá von stærsta að geta spilað með islenska landsliðinu. „Það eru náttúrlega allir jafn- ir gagnvart landsliðinu, ef menn standa sig vel og eiga skiiið að komast í landsliðshópinn þá eru þeir valdir. Að sjálfsögðu gildir það sama um hann ef hann gerist íslenskur ríkisborgari, sem mér finnst eðlilegt því hann vill það; hann er landlaus og ef hægt yrði að hjálpa honum við að gerast ríkisborgari hér væri það hið besta mál,“ sagði Þorbjörn Jensson. „Það er ekki spuraing að hann myndi nýtast landsliðinu vel. Hann er einn af betri mönnum deildarinnar sem sést best á þvi að hann er markahæstur og KA-Iiðinu gengur nýög vel.“ undirbýr sig á sérstakan hátt fyrir þá baráttu - segir bestu leiðina að liggja heima í sófa „og hlusta á salsa-tónlist.“ Það komi honum í rétta hugarástandið. Hann hefur einmitt mjög gaman af tónlist og eyðir miklum tíma í að hlusta. Hvað skyldi framtíðin bera í skauti sér? Duranona samdi um að leika með KA í vetur en eru líkur á því að hann verði hér áfram eða leiki ef til vill annars staðar í Evrópu á næsta leiktímabili? Hann segist atvinnumaður, fer- ill íþróttamanna sé ekki langur og því verði menn að huga að framtíð- inni. „Ef einhvers staðar er eitt- hvert lið sem getur borgað miklu meira er ég tilbúinn að fara þang- að, en ég vil taka_ skýrt fram að meðan ég verð á íslandi spila ég bara með KA. Bara með KA,“ ít- rekar hann og brosir. Augljóst er að þessum þeldökka, geðþekka íþróttamanni líður ákaf- lega vel í höfuðstað Norðurlands. Og hann vill greinilega þakka fyr- ir dvölina þar með því að aðstoða félagið við að vinna til verðlauna. „Við ætlum að vinna þetta allt,“ segir hann þegar talið berst að möguleikum KA á sigri í deildar- keppninni, á Islandsmótinu sjálfu þegar upp verður staðið og í bikar- keppninni. „Við erum komnir yfir erfiðasta hjallann og ætlum að klára þetta. Ég er svo gífurlega Morgunblaðið/Kristinn Hvers vegna vissi pabbi þinn ekki af áformunum? „Pabbi er í kommúnistaflokkn- um, mjög trúr sinni hugsjón og það hefði verið afar erfítt fyrir hann að horfast í augu við það að ég væri á förum. Svo virðist samt sem pabbi hafi haft ein- hverja nasasjón af því sem ég var að hugsa því áður en ég fór í ferð- ina til Argentínu tók hann mig afsíðis og talaði við mig. Sonur minn, sagði hann, ég veit að það eru miklir peningar í boði úti í heimi. Hugsaðu þig ekki mikið um því framtíðin er þar. Ég sagði honum að hætta þessu bulli, en hann virtist hafa vitað í hjarta sínu hvað klukkan sló.“ Þannig skynjaði Duranona að faðir hans væri í raun að hvetja hann til að fara, „en hann hélt samt innst inni, þrátt fyrir þessar yfirlýsingar við mig áður en ég fór, að ég myndi aldrei yfirgefa landið. Hann grét mikið þegar ég varð eftir í Argent- ínu - hefur líklega fundist að ég hefði átt að tala við sig um málið áður en ég fór.“ Leið fjölskylda þín á Kúbu eitt- hvað fyrir það að þú fórst? „Nei. Andlega gerði hún það reyndar, en ekki að öðru Ieyti.“ Varstu ekki hræddur um að konan þín fengi ekki leyfi til að fara á eftir þér? „Ég hélt alltaf í þá von að við myndum sjást, en jú, óttinn var ona mjög ánægður með hvernig staðið sé að málum hér á landi. Hér spili hann miklu meira en æfi mun minna en á Kúbu. Duranona þekkti ekkert til ís- lenskra félagsliða áður en hann kom hingað, en hafði hins vegar séð landsliðið leika í B- keppninni í Frakklandi 1989 og leikið gegn því í heimsmeistarakeppn- inni í Tékkóslóvakíu árið eftir. Þar kynntist hann ein- mitt áðumefndum Andrési Péturs- syni og Alfreð Gíslasyni. Aðspurð- ur telur Kúbumaðurinn hand- knattleik á íslandi í mjög háum gæðaflokki. „Margir Jeikmennirnir eru alveg frábærir. Ég þekki auð- vitað ekki deildarkeppni annars staðar því ég hef bara leikið gegn landsliðum, og því get ég ekki borið deildina saman við önnur lönd, en mörg liðanna hér eru góð.“ Duranona hefur verið einstak- lega vel tekið af stuðningsmönnum KA, eins og hann segir, og tekur fram að það sama sé upp á ten- ingnum hvað varði áhorfendur annars staðar og rnótheija í hinum liðunum. „Það er reyndar alltaf svo mikið af stuðningsmönnum KA á útileikjunum að þó svo einhveijir væru að reyna að öskra á mig myndi ég líklega ekki fínna neitt fyrir því. En ég held að ekkert hafí verið um það.“ Hann segist vilja hafa leiki erf- iða og þurfa að taka vel á. Hann Eins og stór fjölskylda um lykji mig á Akureyri ALFREÐ GÍSLASON ÞJÁLFARI KA Margir sem gerðu grin aó okkur „ JULIAN hefur staðið undir þeim væntingum sem ég gerði til hans. Hefur komið nyög vel út þrátt fyrir hrakspár margra, bæði sem leikmaður og félagi. Hann er mikill stemmningsmaður, eins og menn hafa séð, og gefur mikið af sér á vellinum," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, um Kúbumanninn. Duranona kom til KA meðan á HM stóð í vor og hefur verið á Akureyri slðan. Hann hafði ekki keppt í talsverðan tíma þegar hann kom og sumir efuðust reyndar í upphafi því hann mætti haltrandi á fyrstu æfinguna og krafturinn virtist ekki sá sami I skotum hans og áður. Síðar kom í tfós að hann hafði brákast á ökkla nokkrum vikum áður. í fyrstu æfingaleikjunum virkaði hann heldur ekki sannfærandi, en Alfreð segist engu að síður alltaf hafa haft trú á honum. „Margir hjá félögunum fyrir sunnan gerðu grín að okkur fyrir að slá til; hann hefði verið týndur úr alþjóðlegum handbolta I langan tíma, en hann er það mikill klassa-leikmaður að ég var alltaf sannfærður um að hann næði sér á strik aftur. Og það hefur í raun gerst fyrr en ég bjóst við,“ sagði Alfreð. Um þá von Duranonas að gerast íslendingur sagði Alfreð að það yrði „náttúriega rpjög mikill fengur fyrir íslenskan handbolta, og það væri gaman að hafa hann sem íslending og þau hjónin bæði. Þau eru nýög gott fólk og myndu sóma sér vel sem íslendingar að mínu mati. Julian er það fjölhæfur að hann getur verið í öllum útispilara- stöðunum og líka á línunni ogþví held ég að hann geti spilað hand- bolta í tíu ár í viðbót, ef hann sleppur við meiðsl. Hann gæti fært sig inn á llnuna þegar snerpan fer að minnka — þetta segi ég með fullri virðingu fyrir linumönnum. í dag eru margir sem horfa bara á mörk- in hans í sóknarleiknum en hann er nyög vel spilandi fyrir liðið líka, á mikið af stoðsendingum og hefur góða yfirsýn," sagði Alfreð Gísla- son. metnaðargjarn að ég vil fá tvo til þijá bikara. Helst þijá! Liðin hér á landi eru góð, en að öllum öðrum ólöstuðum finnst mér KA vera með besta liðið." Íslendingur? Því var hvíslað að mér að þú gætir vel hugsað þér að verða ís- lenskur ríkisborgari, og jafnvel væri eitthvað byijað að vinna í því. „Fólk hér hefur tekið_ mér frá- bærlega, mjög innilega. Ég á varla orð til að lýsa því. Mér hefur fund- ist ég vera eins og heima hjá mér. Það er eins og stór fjölskylda um- lykji mig hér. Ég vil helst svara spurningunni þannig... hvísla því til baka að mér líður mjög vel hér.“ KA-menn eru sagðir hafa áhuga og jafnvel Handknattleikssamband- ið, þá með landsliðið í huga. Ef ég spyr á þeim nótum, finnst þér koma til greina að af þessu verði? „Já, ég gæti mjög vel hugsað mér það. Ég kom ekki til íslands með það í huga að verða íslending- ur; hugsunin var að fara til ein- hvers lands í Evrópu og fá þar dvalarleyfi í fjögur eða fimm ár til að spila handbolta. En eins og ég stend núna - þegar ég get ekki leikið fyrir hönd míns lands - þá er mín stærsta von að fá að leika fyrir ísland. Það er eitthvað til að stefna að! Ég er ekkert í mínu heimalandi; fyrir utan fjöl- skyldu mína finnst fólki þar ég ekki vera til. Ég þarf að geta orð- ið eitthvað aftur og því þá ekki Islendingur?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.