Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 B 5 Chun og Roh sakaðír um blóðbaðið í Kwangju SAKSÓKNARI í Suður-Kóreu hef- ur gefið út formlega ákæru á hend- ur Roh Tae-woo og Chun Doo Hwan, fyrrverandi forsetum lands- ins fyrir að bera ábyrgð á fjölda- morðum suður-kóreska hersins á lýðræðissinnum í Kwangju árið 1980. Var þetta sú síðasta í röð ákæra í tengslum við valdaránið 1979 sem kom þeim til valda. Þá hafa verið gefnar út spillingar- ákærur á hendur Roh og Chun en þeir eru ákærðir fyrir að hafa stofn- að mútusjóði sem námu hundruðum milljóna dala. Harkalegar aðgerðir lögreglu og hers gegn uppreisnarmönnum í borginni Kwangju er einn ömurleg- asti kaflinn í sögu landsins og leynd hefur umlukið málið árum saman. í ákæruskjalinu segir að Chun hafí verið aðalmaðurinn að baki aðgerð- um lögreglu en Roh hafi leikið aðal- hlutverkið í þeim „glæp að traðka á stjórnarskránni" með ofbeldis- verkum. Eru þeir sakaðir um að hafa rofið þing, staðið fyrir hand- tökum stjórnmálamanna, ofsótt blaðamenn, kveðið baráttu lýðræð- issinna í kútinn áf hörku og endur- skoðað stjórnarskrána. Opinberlega er sagt að 200 manns hafí látið lífið í Kwangju en íbúar borgarinnar fullyrða að þeir hafi verið allt að 1.000. Átök- in í borginni brutust út daginn eft- ir að herinn, undir stjórn Chun, setti á herlög í Suður-Kóreu í maí 1980 í kjölfar valdaráns Chuns árinu áður. Auk Chun og Roh eru sex fyrrum yfirmenn í suður-kóreska hernum ákærðir. Þrír hafa þegar verið handteknir, þeirra á meðal fyrrver- andi yfirmaður herráðsins Hwang Yung-si og tveir foringjar í hernum sem síðar sneru sér að stjórnmál- um. Ofbeldi og ógnanir í umferðinni London. Reuter. MILLJÓNIR breskra ökumanna hafa orðið fórnarlömb „vega- bræði“, m.ö.o. ofbeldis í umferð- inni, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um málið. Hún leiðir í ljós að ökumenn réðust á um 250.000 manns á síðasta ári og skemmdar- verk voru unnin á bílum 250.000 manna til viðbótar. Tvær milljónir manna, einn af hveijum sex ökumönnum í Bret- landi, voru neyddir út í vegakant eða út af vegi, vegna framferðis illskeyttra ökumanna á síðasta ári. „Það lætur nærri að þrír af hverjum fjórum ökumönnum hafi einhvern tímann verið fórnarlömb „vegabræði“,“ segir talsmaður Lex-bílasölu og -leigunnar í Bret- landi, sem gerði skýrsluna. í henni er ástandið sagt verst í umferðarhnútunum í London og úthverfum borgarinnar. Rætt var við 1.229 ökumenn og kom þá í ljós að tíundi hver ökumaður hafði lent í því að annar ökumaður hafði farið út úr bíl sínum og ógnað þeim. Skýrsluhöfundar segja að ein aðalástæða þess að menn séu svo illskeyttir, í umferðinni sé sú að gífurleg streita safnist upp og bijótist fram þegar menn lendi í umferðaröngþveiti. Fólk sem verði að komast leiðar sinnar fýr- ir tiltekinn tíma en komist hvergi, láti örvæntingu sína og reiði bitna á samborgurum. Þá sagðist fimmti hver bílstjóri, flestir karl- menn, jafnan bijóta reglur um hámarkshraða. Skýrslan var birt á sama tíma og mikil umræða er í Bretlandi um hvernig draga megi úr notkun einkabíla og auka almennings- samgöngur. Þátttakendur í könn- uninni sem skýrslan byggist á fullyrtu að ástandið á götum og vegum yrði að versna mikið áður en þeir ákvæðu að leggja bílum sínum og ferðast frekar með lest eða strætisvagni. KYNNINGARMIÐSTOÐ EVRÓPURANNSÓKNA RANNÍS Sj ávarútvegsrannsóknir Landbúnaðar- og fiskveiðiáætlun ESB Kynningarfundur á vegum Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna verður haldinn mánudaginn 29. janúar í Borgartúni 6 kl. 15.30. Landbúnaðar- og fiskveiðiáætlun ESB er hluti af 4. ramma- áætluninni um rannsóknir, þróun og nýsköpun. Samkvæmt EES-samningnum eiga íslenskir aðilar fúllan aðgang að sjóðum áætlunarinnar. A fundinum gefst áhugasömum aðilum tækifæri til að kynnast því hvaða áherslur ESB hefúr á rannsóknum á sviði fiskveiða, fiskeldis og fiskvinnslu og hvaða tækifæri íslendingar hafa til samstarfs innan 4. rammaáætlunar ESB um rannsóknir á þessu sviði. Dagskrá: 15.30 Hr. Willem Brugge, fulltrúi Evrópusambandsins. Kynning á rannsóknar- og þróunaráætlun ESB á sviði fiskveiða, fiskeldis og tengsl þeirra við fiskveiðistefnu bandalagsins. 16.30 Dr. Ólafur Ástþórsson, Haf rannsóknastofnun. Yfirlit yfir alþjóðleg rannsóknarverkefni innan Hafrannsóknastofnunar, m.a. evrópsk samstarfsverkefni. 17.00 Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs íslands. Costa del Sol er komin aftur. Heimsferðir bjóða nú í sumar vikulegt leiguflug til þessarar paradísar Miðjarðarhafsins sem er íslendingum að góðu kunn. Hér hafa átt sér stað stórkostlegar breytingar á síðustu þremur árum, ströndin hrein, allt pússað og klárt fyrir nýja innrás íslendinga á staðinn og ásýnd staðarins hefur aldrei verið betri. í tilefni þess að við bjóðum nú í fyrsta sinn vikulegt flug til Costa del Sol, bjóðum við 150 sæti á hreint ótnilegu tilboðsverði, sem þú getur notið ef þú bókar strax. Bókaðu strax, aðeins bessi sæti á sértilboði. Verð kr. 29.9601 1 LWII? Flug fram og til baka. Verð kr. 39.532 Verð pr. mann m.v. hjón með 2 böm 2-11 ára, 20. júní, 2 vikur, La Nogalera. 39.860 Verð kr. 2 í stúdióíbúð í viku, 20. júní, La Nogalera. Vikulegt leiguflug frá 30. maí til 26. september. Skattar innifaldir í verði, ekki forfallagjald kr. 1.200 Austurstræti 17, 2. hæð. Simi 562 4600. /■ L2 . mm kHElM SY ERÐIRJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.