Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Mínir vinir fara fjöld, orti Bólu-Hjólmar og þessi Ijóðlína kemur okkur í hug, djassmönnum, þeg- ar hver snillingurinn ó fætur öðrum fellur í val- inn, skrifar Vernharóur LSnnet, og kveður gamlan íslandsfara úr djassinum. Goðsögn í lifanda IFYRRA létust þrír valin- kunnir íslandsfarar, Conny Kay, trommu- leikari Modem Jazz kvart- ettsins, Don Pullen, píanist- inn í Pullen/Adams kvartett- inum sem hingað kom í tví- gang, og trompetleikarinn Don Cherry, sem stóð við hlið Ornette Colemans er hann gjörbylti djasssögunni. Cherry heimsótti ísland með Frelsishljómsveit bassaleik- arans Charlie Hadens. Nú hefur Gerry Mulligan kvatt, einn mestur baritónsaxófón- meistari tónlistarsögunnar. Hann hafði átt við langvar- andi veikindi að stríða og lést á heimili sínu í Connecticut snemma morg- uns sl. sunnudag. ♦ Eg var ellefu ára gamall þegar ég sat í stofunni heima á Stórólfshvoli og heyrði djassþátt hjá Birni R. Einarssyni. Allt í einu kvað við lag sem heillaði mig svo ég hef aldrei verið samur síðan. Þar voru þau djassbönd bundin sem aldrei hafa brostið. Lagið var Walkin’ Shoes með Gerry Mulligan kvartettinum á tónleikum í Salle Pleyel í París í júní 1954: Mulligan, Bob Brookmeyer, Red Mitchelle og Frank Isola. Næst þegar ég kom til Reykjavíkur fór ég í hljóm- plötuverslun Fálkans við Laugaveg og fann 10 tommu lp-plötu með The Gerry Mulligan ten-tett. Ég rétti plötuna til afgreiðslumanns- ins, Baldurs Kristjánssonar píanistá, og sagði. „Ég ætla að fá hana þessa.“ „Veistu hverskonar tónlist þetta er, drengur minn?“ spurði Bald- ur. „Já,“ svaraði ég. Baldur seldi mér þarna fyrstu lp- plötuna sem ég eignaðist og við urðum miklir mátar eftir það. Fjörutíu árum síðar var ég á leið útá Keflavíkurflug- völl að sækja þetta goð æsku minnar og með umslagið af fyrstu plötunni meðferðis - hann var að koma til að spila á Listahátíð í Reykja- vík. Það gekk að vísu ekki þrautalaust að fá hann hing- að. 1982 var Listahátíð búin að ráða hann en það tón- leikahald klúðraðist. Mullig- an móðgaðist og hafði á orði að stíga aldrei fæti á þetta volaða sker. Þegar vinur hans og nágranni, Dave Brubeck, kom á Listahátíð lenti hann í ýmsum hremm- ingum. Það fór þó allt á besta veg og kynntist ég Brubeck sæmilega. Hann hreifst af landi og þjóð og bað ég hann blessaðan að bera Mulligan kveðju íslend- inga og biðja hann að koma hingað við fyrsta tækifæri. Það var svo Rut Magnússon sem tókst að halda Listahá- tíðartónleika Mulligans tólf árum á eftir áætlun. Rut bað mig að taka á móti Gerry í Leifsstöð. Einhvern tímann hefði það verið ævintýri lífs míns, en eftir að hafa unnið í tvo ára- tugi við tónleikahald er spennan að mestu horfin þegar djassmeistararnir eru sóttir - nema vinimir. Ég kvetö dálítið að hitta Mullig- an. I djassheiminum hafa þær sögur gengið að þar sé oft á tíðum ekki við mennsk- an mann að fást. „Þið eruð alltof góðir strákar til að fá btjálæðing einsog Mulligan til að spila hjá ykkur,“ sagði Mike Hyman, fyrrverandi trymbill hans, þegar við Jazzvakningarmenn héldum honum og félögum hans í kvartett John McNeils veislu á Hótel Loftleiðum. Það ró- aði mig að hafa lesið viðtal við Gerry í Down Beat þegar hann var kjörinn í Heiðurs- fylkingu djassins í desember 1993. Þar sagði hann að hann hefði breyst. Tauga- veiklun og reiðiköst æskuár- anna væru á undanhaldi og efnaskiptin í jafnvægi. „Fyr- ir nokkrum árum kom í ljós að ég þjáðist af blóðsykur- skorti. Það er andstæða syk- ursýki. Auk þess er ég með lágan blóðþrýsting. Þetta hafði mikil áhrif á skap mitt, en ég hef reynt að vinna bug á þessum geðsveiflum." Mulligan var í góðu jafn- vægi þegar hann gekk út úr Leifsstöð, teinréttur og tággrannur en rauða hárið orðið hvítt. Þegar almennu kurteisishjali um land og þjóð og sameiginlega vini og kunningja var lokið tók hann að ræða það sem honum lá á hjarta. Evrópusambandið. Hann er heimavanur á Italíu og líst ekkert á þróun mála innan ESB. „Við dnu vil ég vara ykkur fslendinga. Gangið aldrei í Evrópusam- bandið. Þar missið þið allt sjálfstæði." Morgunblaðið/Kristinn Mulligan man tímana tvenna. Hann var ákveðinn í að verða tón- listarmaður í æsku og ba- ritónsaxófónninn heillaði. En hann var dýr og fyrst blés drengurinn í klarinett, þá altsaxófón en loks átti hann fyrir baritóninum. Fjórtán ára skrifaði hann fyrstu hljómsveitarútsetn- ingu sína og hann hafði bæði útsett fyrir hljómsveit Gene Krupa og Claude Thomhille áður en hann hlaut frægð sem einn af út- setjurum tíu manna hljóm- sveitar Miles Davis er hljóð- ritaði tímamótahljómdiska þá sem seinna voru gefnir út undir heitinu Birth of the Coóí. Þar var hann í hópi útsetjara á borð við Gil Evans og John Lewis og blés með Miles, Lee Konitz og ölium hinum. Þótt Mulligan hafi staðið á sviði með Parker og Davis og verið í framlínu módem- ista djassins stóð hann alltaf traustum fótum í hefðinni. Hann „svíngaði“ alltaf og línur hans voru hreinar og tærar og umfram allt la- grænar. Þeir voru margir sem blésu í þeim þurra titur- lausa stíl sem einkenndi hinn svala djass: Miies, Baker, Mulligan, Konitz, Desmond og Getz svo nokkrir séu nefndir. Rótin var Lester Young og jafnvel bassasaxó- fónleikarinn Adrian Rollini. Stundum sagðist Gerry hafa heyrt Rollini í æsku og stundum að líklega hefði hann heyrt hann í æsku, en hvað um það. Adrian Rollini er illilega vanmetinn í djass- sögunni. Mulligan sló fyrst í gegn með píanólausa kvartettin- um sínum þar sem Chet Baker blés í trompetinn. Það var í Kaliforníu árið 1954, en hann hafði áður gert til- raunir með píanólausan kvartett í New York, en tókst ekki að fá vinnu fyrir sveitina. Chet og Gerry rannu sam- an í eitt. Um Chet sagði Gerry: „Ég hef aldrei leikið með manni sem var jafnfljót- ur að ná hlutunum og jafn- óttalaus við að gera mistök. Við spiluðum kannski eit- hvert lag sem við höfðum aldrei spilað áður, hvað þá rætt um - og það hljómaði eins og við hefðum útsett það - og allir voru vissir um það.“ Ennþá hljóma þau lög sem Mulligan kvartettinn lék ein- sog þau hefðu verið hljóðrit- uð í gær og mörg þeirra eru orðin sígild, s.s. Bernie’s tune, Walkin’ Shoes, Lines for Lion, Bark for Barksdale og Soft Shoes. Þegar Chet Baker heim- sótti ísland í seinna sinni átti Gerry ekki uppá pall- borðið hjá honum. Þeir höfðu fengið milljónatilboð um tón- leikaferð um Japan, en Gerry neitað. „Þessi leti- haugur nennir engu öðru en liggja á sundlaugarbakkan- um við villu sína og láta stjana við sig,“ sagði Baker. Mulligan orðaði það öðru- vísi. „Ég hafði fengið nóg af að leika með Baker. Hann er stórkostlegur tónlistar- maður en lífsmáti hans og skapgerð gerði samstarf okkar ómögulegt." Þegar þeir léku síðast saman í Carnegie Hall 1974 var Baker enn háður eitur- lyfjum en Mulligan sloppinn úr klóm þeirra. , Baker, Brookmeyer og Art Farmer voru kannski bestu mótblásarar Mulligans er störfuðu í smá- sveitum hans, en ekki má gleyma ódauðlegum hljóð- ritunum með Ellington- meisturum einsog Ben Webster og Johnny Hodges, svo og Jazz Giants með Harry Sweets Edinson og Stan Gets, hljóðritunum með Monk og öllum stór- sveitarplötunum. Konsert- djassbandið hans var ekkert slor þar sem Clark Terry þandi trompetinn og um tíma lék Gerry með Dave Brubeck. Seinni sveitir hans voru ekki jafnokar hinna fyrri og þótt strákarnir sem komu með honum hingað á Listahátíð í júní 1994 væru flinkir músíkantar var dálít- ið smókingbragð af tónlist- inni, en þegar Walkin’ Shoes var spilað í lokin gleymdist allt annað og þús- und manns í Háskólabíói svifu á vit minninganna er gerðu Gerry Mulligan að goðsögn í lifanda lífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.