Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX BJÖRN fer í loftið daglega ef veður leyfir. Hann segist ekki fljúga nema 15-20 mínútur hveiju sinni og gerir mikið af því að æfa lendingar. „Eg reyni að komast í loftið á hverjum degi og flaug bæði í gær og fyrradag/* sagði Bjöm Guðmundsson flugmaður þegar rætt var við hann í liðinni viku. Hann er að verða 83 ára og var 54 ára gamall þegar hann settist fyrst undir stýri á flugvél. Guðni Einarsson ræddi við Bjöm um lífshlaup hans og áhugamálið eina - flugið. Börn Guðmundsson fæddist og ólst upp að Torfastaðakoti í Vatnsdal 4. mars 1913. Bæj- arnafninu var síðar breytt í Sunnuhlíð. Hann er elstur í hópi sjö systkina sem öll eru á lífi utan eitt. Heimilið var barnmargt og aðeins tíu ár á milli frumburðarins Björns og yngsta barnsins. Björn var snemma látinn hjálpa til. Haustið sem hann var tíu ára var hann að bjástra við að saga horn af kindar- hausum. Svo illa vildi til að sögin hrökk af horninu og fór inn úr skinninu á vísifingri vinstri handar. Þótt sárið væri ekki stórt urðu eftir- köstin slæm. „Fingurinn umturnað- ist og bólgnaði allur upp,“ segir Björn. „Svo hljóp ígerðin í mjöðmina á mér. Það var kaliað á lækni frá Blönduósi, Kristján heitinn Arin- bjarnar. Því miður var pensillínið ekki komið þegar þetta var, þá er viðbúið að öðruvísi hefði farið. Kristján var fær skurðlæknir en það var engin aðstaða til að eiga neitt við þetta heima og ég ekki talinn þola flutning. Ég lá allan veturinn, oft aðframkominn af kvölum. Sem betur fer man ég minnst af því. Pabbi átti bágt með að horfa upp á þetta og geta ekkert gert. Hann fór um vorið vestur á Hvammstanga og sótti Ólaf Gunnarsson lækni. Ólafur vildi strax senda mig suður á Landakot. Sigurður Björnsson brúarsmiður sá um að ég fengi ferð með strandferðaskipi suður og ég hafði gaman af því ferðalagi. Svo var ég skorinn upp. Það var ógurlega mikil ígerð í mjöðminni og bein orðin ónýt. Eftir skurðinn var ég settur í gifs og síðar sendur aftur norður með skipinu. Það fylgdu skilaboð til pabba um að btjóta af mér gifsið tiltekinn dag. Síðan hef ég ekki þurft til læknis með fótinn. Þetta heppnaðist í fyrstu umferð og það segir sitt um færni læknanna sem skáru mig. Þegar gifsið var tekið af mér kunni ég ekki lengur að ganga og var valtur á fótum. Ef ég datt þá bara sat ég um kyrrt ef enginn var til að hjálpa mér á fætur.“ Aldrei lasinn síðan Björn segist hafa lært að lifa með fötlun sinni og hann hafi aldr- ei fundið tiltakanlega mikið fyrir henni. Hann telur það miklu erfið- ara hlutskipti fyrir fullfrískt fólk að lenda skyndilega í slysi og fatl- ast þannig, heldur en að veikjast ungur og vaxa upp fatlaður. Hann segir að sér hafi ekki orðið misdæg- urt að öðru leyti um ævina og hann sé aldrei lasinn. „Ég hef verið reglu- samur, ekki smakkað vín undanfar- in 30 ár - ekki teskeið! Meðan ég drakk var ég á kendiríi svo lengi sem ég gat vakað og gubbaði svo daginn eftir. Síðan ég hætti að drekka hef ég ekki kastað upp. Ég hef aldrei reykt og borðað venjuleg- an mat, fisk og kjöt. Held að það sé hollast. Ég er hræddur ’um að unga fólkið sé alveg að fara með sig á þessum skyndibitum. Þetta er svo sem bragðgott en ég held það sé ekki hollt til lengdar." Akstur af öllu tagi Þótt Björn geri ekki mikið úr fötluninni réð hún miklu um starf- sval hans. Hann gat ekki orðið bóndi eða unnið líkamlega erfið- isvinnu en akstur átti vel við hann. „Ég byijaði að aka vörubíl í vega- vinnu hjá Zophaníasi Zophaníassyni á Blönduósi. Um helgar var sett „boddí“ úr timbri á vörupallinn og ég fór með fólk á dansleiki í Varma- hlíð í Skagafirði, fram að Ásbrekku í Vatnsdal og víðar. Ég beið eftir fólkinu þar til ballið var búið, en gat ekkert dansað útaf löppinni, svo það eru margar brekkur í þessu,“ segir Björn. Hann segir að fólk hafi gert mikið af því að sameinast um bíl í ferðir af þessu tagi. Á sunnudagskvöldum var boddiinu svo kippt af og bíllinn gerður klár í vegavinnuna. Þegar stríðið byijaði voru miklar framkvæmdir í kringum hernaðinn. Björn flutti suður 1940 og hefur búið í Reykjavík síðan. „Ég var svo heppinn að ná í yndælis konu hér fyrir sunnan," segir Björn. Konan hét Kristveig Kristvinsdóttir og hún lést fyrir tveimur árum. Þau Björn eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Fljótlega eftir komuna suður keypti Björn sér vörubíl og fór að vinna við að aka rauðamöl úr Rauð- hólum í Reykjavíkurflugvöll. Greitt var fyrir hveija ferð og fóru sumir bílstjórar mikinn til að hafa sem mest upp. „Það var mikill hasar í þessu,“ segir Björn. „Við Björn Pálsson, síðar flugmaður, fórum öðruvísi að. Við slepptum því að fara heim í mat og stóðum eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.