Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 B 19 FRÉTTIR Kristileg skólasamtök 50 ára FIMMTÍU ár eru liðin nú í janúar frá stofnun Kristilegra skólasamtaka (KSS) í Reykjavík. Stofnendur voru nemendur í framhaldsskólum borg- arinnar en áður hafði hliðstætt félag starfað innan gagnfræðaskólans í borginni. Meðal u.þ.b. 30 stofnenda voru þeir sr. Guðmundur Óli Ólafs- son, prestur í Skálholti, sr. Jónas Gíslason, vígslubiskup og Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, ásamt, fleiri framhaldsskólanemum á svip- uðu reki. Í fréttatilkynningu frá Kristilegu skólasamtökunum segir: „KSS hefur starfað óslitið síðan og enn í fullu §öri. Starfsvettvangurinn er enn hinn sami, þ.e. framhaidsskólar í Reykjavík og nágrenni og hafa þús- undir unglingar átt athvarf þar lengri eða skemmri tíma hluta skólaára sinna á þessari hálfu öld. í KSS hittast krakkarnir hvern laugardag að vetrarlagi og svo oftar í smærri hópum í skólum eða heima- húsum. Auk þess eru helgarferðir nokkrum sinnum á vetri og að hausti og um páska þar sem dvalið er sam- an og tekinn út nokkur þroski í trúar- legum efnum auk gamanmála. KSS heldur upp á afmælið með hátíðarfundi í félaginu og almennri samkomu sunnudaginn 28. janúar kl. 17 á Holtavegi 28 (aðalstöðvum KFUM og KFUK) þar sem rifjuð verður upp sagan í máli og myndum með aðstoð nokkurra stofnenda og annarra hæruskotinna unglinga sem eiga ljúfar minningar frá skólaárun- um í KSS.“ Núverandi formaður KSS er Mar- grét Salvör Sigurðardóttir og starfs- menn félagsins eru þau Gyða Karls- dóttir og Guðmundur Karl Brynjars- son. Varstu undir 6 á jólaprófunum? NÁMSAÐSTOÐ er þá áttíwað jyrir þig Nýjar kannanir á gengi íslenskra nemenda í framhaldsskóla sýna að þeir, sem eru undir 6 á lokaprófi úr grunnskóla, lenda í erfiðleikum í námi. Þetta staðfestir það sem við höfum vakið athygli á í auglýs- ingum okkar undanfarin ár. Síðastliðinn áratug höfum við hjálpað þús- undum nemenda við að komast á réttan kjöl í skólanámi. Ekki með neinum töfralausnum, því þær eru ekki til, heldur markvissri kennslu, námstækni og uppörvun. Við vitum að nám er vinna og það vita nemendur okkar líka. Grunnskólanemar! Látið ekki slaka undirstöðu stoppa ykkur í framhaldsskóla. Reynslan sýnir að einkunn undir 6 er ekki gott veganesti í framhaldsskóla hvort sem um er að ræða verknám eða bóknám. Framhaldsskólanemar! Það er ennþá tími til að breyta erfiðri stöðu í unna. En munið að nám tekur tíma, svo þið þurfið að hefjast handa strax. Allir vita að menntun eykur öryggi í framtíðinni. Njótið hennar. Gangi ykkur vel. Upplýsingaf og innritun kl. 17-19 virka daga I síma 557 9233 og í símsvara allan sólarhringinn. Fax. 557 9458. íA(emencCaþjónustan sf Þangbakka 10, Mjódd. Hæsta áuöxtun Bignarskatts- frjálsra uerðbréfa sjoða á síðasta ári Einingarbréf 10 20% áuöxtun Helstu kostir Einingabréfa 10 ► eignarskattsfrjáls ► örugg, af því að Ríkissjóður íslands er skuldari ► innleysanleg án nokkurs fyrirvara HVITARIÞVOTTUR FYRIR HAGSTÆÐARA VERÐ! MEÐ pa* i1-.' % s s Fæst nú í flestum verslunum um land allt Algengt verð 2 kg. kr. 499,- ► fáanleg fyrir hvaða upphæð sem er ► gengistryggð Skynsamlegt er að vera með hluta sparnaðar í gengistryggðum verðbréfum eins og Einingabréfum 10. Með því móti fæst betri áhættudreifing og aukin hagnaðarvon. Raunávöxtun bréfanna á síðasta ári var um 18%. Mismunur á kaup og sölugengi er 2%. Einingabréf 10 fást hjá Kaupþingi hf., Kaupþingi Norðurlands hf., spari- sjóðunum og Búnaðarbankanum. Leitið upplýsinga hjá ráðgjöfum Kaupþings í síma 515 1500. KAUPÞING HF -elsta ogstœrsta veröbréfafyrirtœki landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.