Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 20
 ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVIN N U A UGL YSINGA R Vanir bóksölumenn -há sölulaun Óskum eftir að ráða vana bóksölumenn í símasöludeild okkar. Há sölulaun fyrir rétta aðila. Einnig kemur til greina að gefa óreynd- um einstaklingum tækifæri til að spreyta sig. Vinnutími er frá kl. 17 á virkum dögum og frá kl. 13 um helgar. Á þessu ári eru væntanlegar fleiri út- gáfubækur fyrir símasöludeildina en nokkru sinni fyrr og tekjumöguleikar því miklir. Upplýsingar veitir Egill Örn Jóhannsson í síma 588 7611 mánudag og þriðjudag. Mál og menning v FORLAGIÐ STRENGUR hf. Strengur hf. er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki með fjölþætta starfsemi. Fyrirtækið býr yfir víðtækri reynslu við hönnun hugbún- aðar fyrir hvers kyns viðskipti og verkfræði. Stengur hf. er dreifingar- þróunaraðili á viðskiptakerfinu Fjölni sem nýtur mikilla vinsælda sökum sveigjanleika og rekstraröryggis. Þá er Strengur jafnframt dreifingaraðili á gagnasafns- og þróunarum- hverfinu Informix. Strengur hf. er umboðsaðili fjármálafyrirtækisins Down Jones/Telerate á íslandi og starfrækir upplýsingabankann HAFSJÓ, sem sniðinn er fyrir alhliða rekstur. Strengur hf. veitir aðgang að Morgunblaðinu og greinasafni þess á Internetinu. Starfsemi Strengs hf. er nú á þremur stöðum. Fyrirtækið mun flytja alla starfsemi sína í Ármúla 7 í byrjun mars. Viðskiptafræðingur Upplýsingatækni Vegna aukinna framtíðarverkefna óskast við- skiptafræðingur til starfa hjá Streng hf. Starfið Starfið felst í faglegri ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini á sviði bókhalds og upp- gjörsmála ásamt kennslu á viðskiptakerfinu Fjölni. Hæfniskröfur Leitað er að viðskiptafræðimenntuðum og sjálfstæðum einstaklingi sem hefur metnað til að veita faglega ráðgjöf og góða þjónustu. Skilyrði er að viðkomandi hafi reynslu af notkun bókhaldskerfa, þekking á Fjölni æski- leg en ekki skilyrði. í boði er áhugavert og lifandi starf. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir eða Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsókriir til Ráðgarðs, merktar: „Strengur hf. - Við- skiptafræðingur11 fyrir 6. febrúar nk. RÁÐGARÐURhf SIJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI5 108 REYKJAVÍK ‘B* 533 1800 Viðskiptamenntun Fyrirtæki í Reykjavík, umsvifamikið í út- og innflutningsverslun, leitar að áreiðanlegum starfsmanni í ýmis sérhæfð verkefni. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og starfsreynslu, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 5. febrúar nk., merktar: „Kraftur - 17658“. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Háskólinn í Leeds Styrkveiting í íslenskum fræðum Enskudeild háskólans í Leeds auglýsir styrk til ástundunar íslenskra fræða, sem nemur einu skólaári, frá 1. okt. 1996 til 30. júní 1997. Styrkurinn er að upphæð 10.000 bresk pund. Umsækjendur þurfa að vera íslensku- mælandi og hafa a.m.k. cand. mag. eða M.A. gráðu í íslenskum fræðum. Ætlast er til að styrkþeginn sinni rannsóknum á sviði íslenskra fræða við háskólann í Leeds og veiti ráðgjöf umsjónarmönnum um framtiðarþróun íslenskra fræða við deildina, hvað bæði kennslu og rannsóknir snertir. Jafnframt skal hann taka þátt í kennslu, á B.A. og framhaldsstigum, með sérstakri áherslu á íslenska tungu. Umsækjendur þurfa að veita upplýsingar um menntun, fyrri reynslu og birt vísindarit. Óskað er eftir nöfnum tveggja meðmælenda. Fyrirspurnir sendist Rory McTurk, dósent í íslenskum fræðum, School of English, Uni- versity of Leeds, Leeds LS2 9JT UK. Umsóknir berist The Chairman, School of English, University of Leeds, Leeds LS2 9JT UK, ekki sfðar en 1. maí 1996. Háskólinn í Leeds leitast við að skoða allar umsóknir á jafnréttisgrundvelli. Lögfræðingur Starfsmannahald Reykjavíkurborgar óskar að ráða lögfræðing til starfa sem fyrst. Starfssvið: Viðfangsefnin eru fyrst og fremst á sviði vinnuréttar og varða annars vegar opinbera starfsmenn og hins vegar starfs- menn almenna vinnumarkaðarins. í starfinu felast verkefni sem tengjast undir- búningi og gerð kjarasamninga, túlkun þeirra og framkvæmd. Ennfremur felst í starfinu ýmiss konar ráðgjöf fyrir stofnanir og fyrir- tæki Reykjavíkurborgar á sviði vinnuréttar ásamt margvíslegum öðrum tengdum verk- efnum. Launakjör samkvæmt kjarasamningi St. Rv. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigs- vegi 7, Reykjavík og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. Rétt er að vekja athygli á aö það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. frT JÐNT ÍÓNSSON RÁDGIÖF & RÁDNINGARþlQNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 „Au pair“ - Bandaríkin Stúlka óskast til Virginiu til að gæta tveggja barna, eins og 3 ára. Verður að tala ensku. Upplýsingar í síma 001 908 359 6527. Súfistinn, Hafnarfirði Kaffihúsið Súfistinn óskar eftir starfskrafti í heila stöðu. Um vaktavinnu er að ræða. Umsækjendur vinsamlega mæti á skrifstofu Súfistans, Strandgötu 9, Hafnarfirði, milli kl. 18 og 19 mánud. 29. jan. eða þriðjud. 30. jan. M HEKLA SÖLUFULLTRÚI HEKLA hf. óskar eftir að ráða sölufulltrúa fyrir Scania vörubifreiðar. STARFIÐ FELST í umsjón með sölu Scania vörubifreiða, gerð sölu- og markaðsáætlana, skipulagningu söluherferða auk þess að sjá um viðhald viðskiptatengsla og öflun nýrra. Viðkomandi mun jafnframt sinna tæknilegri ráðgjöf. VIÐ LEITUM AÐ aðila með marktæka reynslu af sölu- og markaðsmálum ásamt því að búa yfir tæknilegri innsýn og þekkingu á bifreiðum. Áhersla er lögð á skipulags- hæfileika og sjálfstæði í vinnubrögðum. Enskukunnátta er nauðsynleg, sænskukunnátta er kostur. Viðkomandi þarf að vera vanur að vinna með aðstoð tölvu. UMSÓKNARFRESTUR er til og með 2. febrúar n.k. Ráðning verður sem fyrst. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum vegna ofangreinds starfs verður eingöngu svarað hjá STRÁ Starfsráðningum ehf. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar eru frá kl.10-13. Starfsráðningar ehf Mörkinni 3 ■ 108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Gubný Hardardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.