Morgunblaðið - 28.01.1996, Page 1

Morgunblaðið - 28.01.1996, Page 1
SUZUKISIDEKICKEÐA VITARA V6 - SUBARU UNDŒBÝR SMÍÐIJEPPLINGS - SJÁLFSKIPTUM VW POLO REYNSL UEKIÐ - ÖKUTÆKJASKRÁIN OPNUÐ Sölumenn bifreiðaumboðanna I annast útvegun lánsins á 15 mínútum GilUiif iif' DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA ALMENNAR Baleno 4x4 SUZUKI umboðið hefur fengið fyrstu Suzuki Baleno bílaná með fjórhjóladrifí. Baleno var frum- kynntur á síðasta ári og er fáanleg- ur með 1,3 og 1,6 lítra vélum og nú er boðið upp á hann aldrifinn með þeirri vél. Aldrifsbíllinn kostar 1.595 þúsund krónur. Bíllinn er afar vel búinn, með upphituðum framsætum, rafdrifn- um rúðuvindum og hliðarspeglum, tveimur liknarbelgjum. 1996 árgerð Baleno fernra dyra stallbaks með 1,3 lítra vél er nú boðinn á 1.265 þúsund kr. með rafmagni í öllu, upphituðum sætum, tveimur líknarbelgjum, þvotta- sprautum á ljósum, samlitum stuð- urum og öðrum búnaði. Bíllinn var áður á 1.220 þúsund krónur en þá án alls þessa búnaðar. ■ Markaðshlutdeild á bílamarkaði í Japan 1994 1995 Toyota 40,0% 41,6% Nissan 21,6% 20,9% Mitsubishi 9,8% 10,1% Honda 8,5% 7,4% Mazda 6,0% 6,8% Erlendir bílar 5,6% 4,7% Fuji (Subaru) 2,7% 2,7% Isuzu 2,7% 2,7% Suzuki 1,2% 1,2% Daihatsu 0,3% 0,4% Hino 0,9% 0,9% Nissan Diesel 0,7% 0,6% Ath. Hér eru eínungis taldir fólksbllar og pallbilar. Bílar framleiddir 1 verksmiðjum japanskra fyrirtkaýéM erlendis eru taldir með framl. móðurfyrirtækls í Japan. Fleiri bflar fluttirinn til Japans BÍLAINNFLUTNINGUR til Japans jókst á síðasta ári, annað árið í röð. Fluttir voru inn 388 þúsund bílar til Japans sem er 29% aukning frá 1994. Alls varð 5,2% söluaukning á nýjum bílum í Japan á síðasta ári. Meira en þriðjungur innfluttra bíla var japanskir bílar framleiddir í Bandaríkjunum. Alls seldust 6.86 miiyónir bíla í Japan á sið- asta ári en þetta aðeins í annað sinn síðan 1990 að söluaukning verður á heilu ári þar í landi. ■ Svíar háöir bílafram- leiöslu BÍLAIÐNAÐURINN gegnir mikil- vægu hlutverki í sænsku efnahags- lífí og Svíar eru háðari bflafram- leiðslu en flestar aðrar þjóðir. Um 70 þúsund manns starfa hjá bíla- framleiðendum og birgjum þeirra. Ökutækjaframleiðsla skilar mestum útflutningstekjum á eftir trjáiðnaði. í hitteðfyrra námu útflutnings- tekjur af ökutækja- og vélafram- leiðslu í Svíþjóð 69 milljörðum sæn- skra króna sem var um 15% af heild- arútflutningstekjunum. Sama ár fluttu Svíar inn ökutæki og vélar fyrir 33 milljarða sænskra króna. Níu af hveijum tíu fólksbflum og meira en níu af hveijum tíu atvinnu- bflum bflaframleiðandanna Volvo, Scania og Saab voru fluttir út. Voyagersýndur í næstu viku NÝR og endurbættur Chrysler Voyager fjölnotabíll kom á mark- að í fyrra í Bandaríkjunum og hefur Jöfur hf., umboðsaðili Chrysler á íslandi, fengið fyrsta bílinn. Sigurður Kr. Björnsson, markaðsstjóri hjá Jöfri, segir að bíllinn sem er kominn sé með 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu og millikæli. Voyager verður einnig fáanlegur í Grand útfærslu, þ.e. að segja lengri gerðin. Bíllinn verður boðinn á frá 2,9 milljónum króna og upp úr. Chrysler var fyrstur bílafram- leiðenda til að kynna fíölnotabíl til sögunnar árið 1983. A þessum árum var Chrysler eitt um Banda- ríkjamarkað en nú hafa allir stærstu bílaframleiðendurnir sett sína fjölnotabíla á markað. Chrysler ætlar sér stærri sneið af kökunni með nýja Voyager bílnum, einnig í Evrópu. Nýr Voyager verður fáanlegur í styttri og lengri útfærslu og í boði verða fimm gerðir véla. Bíll- inn er grennri um mittið og með um 30% meira gluggarými sem eykur birtumagnið að innan og útsýni fyrir farþegana. Bíllinn tekur sjö manns í sæti. Renni- hurðir eru nú á báðum hliðum bílsins sem auðveldar allan um- gang um hann og gólfíð er 38 mm lægri en áður. Gott útsýni Fljótlegt er að fella fram mið- og aftursæti bflsins og er þetta þá orðinn sæmilegasti sendibíll hvað flutningsgetu varðar. Flutn- ingsrýmið verður þó ekki að fullu nýtt fyrr en sætin eru fjarlægð úr bílnum. Lítil fyrirhöfn er að flytja sætin úr bílnum en margir gætu lent í erfiðleikum með geymslu á þeim. Undir sætunum er rými til að geyma skíði eða annan ílangan búnað. Framsætin eru þægileg eins og hægindastólar, með háum bökum, djúpum setum og armpúðum sem hægt er að fella upp. Mikið útsýni er úr framsætum sem auðveldar mönnum allan akstur og að leggja í stæði. Bílarnir sem verða í boði hér- lendis verða fáanlegir með 2,0 eða 2,4 lítra, fjögurra strokka bensín- vélum, 3,3 eða 3,8 lítra V6 bensín- vélum eða 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu og millikæli. Dísilbíllinn fæst aðeins handskiptur. ■ KveikiÉlutir í miklu úrvali Intermotor® Kve i kj u h I uti r SKEIFUNN111- SÍMI: 588 9797 I BILAHORNHE) vorðhlutaverslun Hafnarfiaröar Reykjavíkurvegi 50 • SlMI: 555 1019

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.