Morgunblaðið - 28.01.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 28.01.1996, Síða 2
2 C SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 BILAR MORGUNBLAÐIÐ Elantra Wagon vel tekið BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar kynntu Hyundai Elantra langbakinn helgina 13.-14. janúar sl. og hafa nú selst 20 bílar af þessari gerð. Bíllinn er með 1.800 rúmsentimetra vél sem skilar 128 hestöflum. Afsláttur á Taurus 1996 TALSMENN Ford Motor Co. þver- taka fyrir það að nýr Taurus sé orð- inn of dýr fyrir þá sem áður hafa keypt þessa gerð bíls. Engu að síður ákvað fyrirtækið nýlega að gefa 600 dollara afslátt af öllum gerðum Taurus af 1996 árgerð. Taurus hef- ur verið mest seldi fólksbíllinn í Bandaríkjunum síðastliðin fjögur ár. Á síðasta ársfjórðungi 1995 var for- skot Ford þó ekki meira en svo að 138 fleiri Taurus bílar höfðu selst en Honda Accord sem kom í næsta sæti. Á síðasta ársfjórðungi 1994 höfðu selst 27.174 fleiri Taurus en Accord. Evrópumarkað- ur stóð í stað ÞRÁTT fyrir mikla aukningu í bíla- sölu í Þýskalandi á síðasta ári varð aðeins 0,6% aukning í bílasölu í Evrópu. Samkvæmt bráðabirgða- tölum frá samtökum evrópskra bíla- framleiðenda seldust 12.006.800 bíl- ar á síðasta ári. Volkswagen AG var söluhæsti framleiðandinn með alls 2.013.400 bíla sem er 6,6% aukning milli ára. Mestur varð samdrátturinn hjá PSA, (Peugeot/Citroén), eða 5,8%. Alls seldust 1.440.700 Citroén bílar. Grænfriðungar gegn bílum UMHVERFISSAMTÖKIN Green- peace hyggjast heQa baráttu gegn bílum. Þetta kemur fram í viðtali við Thilo Bode leiðtoga samtakanna í hollensku dagblaði nýlega. Samtök- in segja að bílar séu ábyrgir fyrir miklum skaða á umhverfinu og beina þau spjótum sínum sérstaklega að Mercedes-Benz sem þau segja vera framleiðanda úreltra bíla. Fyrirtækið ætti þess í stað að mati Bode að heíja framleiðslu á umhverfísvænni bílum sem kæmust a.m.k. 30 km á hveijum lítra af eldsneyti. Þjóðverjar flytja inn sjálfir ÞJÓÐVERJAR geta sparað allt að 40% með því að kaupa nýja bíla utan landamæranna. Þetta kemur fram í þýska bílablaðinu Autobild. Blaðið segir að tíundi hver bílkaup- andi kaupi nú bíla sínum á „gráum markaði", eins og það er orðað. Einkum flytja Þjóðveijarnir bíla sína inn frá Ítalíu en einnig Danmörku. Ókeypis í bílastæði BORGARYFIRVÖLD í Bremen vilja draga úr umferð bíla í miðborginni eins og yfirvöld í flestum öðrum evrópskum borgum. Þar hafa menn gripið til þess ráðs að leyfa mönnum að leggja ókeypis í bílastæði í mið- borginni að uppfylltum vissum skil- yrðum. Bíllinn verður að vera með þijá farþega auk ökumanns og að- eins má hafa bílinn í tvær klukku- stundir í stæðinu. Bílastæðaverðir afhenda slíkum fyrirmyndar bílnot- endum afsláttarkort í öll helstu veit- ingahúsin í miðbænum í þakklætis- skyni fyrir að leggja sitt af mörkum við að draga úr bílaumferðinni. ■ Suzuki Vitara V6 ■ Suzuki Sidekick Sport JXL • sjáifskiptir ^ ^ ^ ^ 1 $ Ál- felgur Útvarp og segulb. Loft- kæling Hiti í fram- sætum Skrið- stillir Þvotta- sprauta fyrir framljós Líknar- belgir Fram- drifs lokur Hemla- Ijós í aftur- glugga Raf- drifnar rúður Raf- stýrðir hliðar- speglar VERÐ Suzuki Sidekick S S S Ó S Ó 2 Handv. S S S 2.380.000 kr. Suzuki Vitara V6 V s ó S ó S 2 Sjálfv. V S S 2.690.000 kr. S: Staðalbúnaður V: Valbúnaður Ó: Ófáanlegt Suzuki Side- kick eða Vitara V6 MÆLABORÐIÐ er fremur einfalt í sniðum og látlaust. FARANGURSRÝMIÐ má auka verulega með því að fella niður aftursætisbök. ÍSLENDINGAR eiga nú fleiri kosta völ en áður þegar þeir kaupa bíl því utan hefðbundnu bílaumboð- anna fer nú fram umtalsverður bíla- innflutningur á vegum einstaklinga eða minni fyrirtækja. Þessir aðilar virðast oft geta boðið bílana á mun lægra verði en umboðin sem mörg segja á móti að þessi viðskipti séu áhættusöm fyrir bílkaupendur því ábyrgðaskilmálar og þjónusta sé oft óljós. Þegar verðmunur á sambæri- legum bílum milli umboða annars vegar og annarra bílainnflytjenda hins vegar er farin að skipta hundr- uðum þúsunda króna er þó vert að staldra við og skoða málið. Bílainn- flutningur á höndum fleiri virðist vera farinn að skila sér í aukinni samkeppni og tíðari verðlækkunum. Dæmi um sambærilega bíla sem boðnir eru hérlendis er Suzuki jepp- arnir, Vitara og Sidekick. Sidekick er Ameríkubíll Suzuki settur saman í verksmiðjum fyrirtækisins í Kanada. Hann er smíðaður með þarfir Bandaríkjamarkaðs í huga og því með ýmsum búnaði sem ekki er vanalega í Evrópubílum. Á síðasta ári voru fluttir inn 59 nýir Suzuki Sidekick bílar, aðallega frá Bandaríkjunum og Kanada. Á sama tímabili voru fluttir inn 77 Suzuki Vitara. Ameríkubúnaður Bflastúdíó í Reykjavík býður nú til sölu Suzuki Sidekick í nokkrum útfærslum, þ.á m. Sidekick Sport JXL sem er samskonar bíll og Vit- ara V6 nema auðvitað að vélin í Sidekick er fjögurra strokka, 16 ventla, 1,8 lítra. Þessi vél skilar 120 hestöflum við 6.500 snúninga á mínútu. V6 vélin í Vitara skilar hins vegar 136 hestöflum og 172 Nm togi við sama snúning. Lengri verður samanburðurinn ekki að sinni annar en sá að benda á að verðið á Vitara V6 sjálfskiptum og með ABS-hemlakerfí er 2.690 þús- und krónur en Sidekick Sport JXL sjálfskiptur með ABS og auk þess umfram búnaði eins og álfelgum, loftkælingu og skriðstilli kostar 2.380 þúsund krónur. Með þjófa- vörn og lokaðri hlíf fyrir varadekk bætast við 58 þúsund krónur. Á móti er Vitara V6 með upphituðum framsætum og þvottasprautu fyrir aðalljós. Sidekick er m.ö.o. 310 þúsund krónum ódýrari með öðrum búnaði en minni vél en Vitara V6. Upphækkaður Sidekick Margir kjósa eflaust heldur öflugari vél en 1,8 lítra vélina í Sidekick, þótt snörp sé, en spurn- ingin er hvort V6 vélin réttlæti verðmismuninn. Ekki verður tekin afstaða til þess hér en þó bent á að bilarnir eru i sama vörugjald- flokki, þ.e. 40%, því V6 vélin í Vit- ara er 1.998 rúmsentimetrar að stærð. Bílar falla ekki í 75% vöru- gjaldflokkinn fyrr en vélin er orðin 2.000 rúmsentimetrar eða stærri. Þó verður að geta þess að innifalið í verði á Vitara V6 er skráningar- kostnaður og eins til þriggja ára ábyrgð en hjá Bílastúdíó er skrán- ingarkostnaður ekki innifalinn og þar er boðin eins árs ábyrgð. Fimm dyra Sidekick Sport JXL var reynsluekið í síðustu viku. Bíll- inn sem var prófaður er með fjög- urra þrepa sjálfskiptingu. Hann hafði verið hækkaður upp og sett undir hann 30“ snjódekk. Bílastúdíó hefur milligöngu um upphækkunina sem kostar 22.715 krónur. Velji menn BF Goodrich 30“ hjólbarða, eins og var á bílnum sem var reynsluekið, kostar gangurinn 44.800 krónur eða 60.000 krónur með varahjóli. Alls er þetta því kostnaður upp á 82.715 krónur. Með upphækkuninni, þjófavörn og hlíf fyrir varadekk er bíllinn því kominn upp í 2.520.715 krónur og er því enn tæpum 170 þúsund krón- um ódýrari en Vitara V6 með stað- albúnaði. Sidekick skiptir alveg um karakt- er við upphækkunina, verður bæði stæðilegri og náttúrulega betur undir það búinn að sigrast á ýmsum landfræðilegum hindrunum. Upphækkun á kostnað afls Upphækkunin er hins vegar á kostnað aflsins. Bíllinn er þó þokka- legur á siglingu en skortir nokkurt afl í upptaki og þegar hann er beð- inn um að hraða sér snögglega, t.d. við framúrakstur. Þetta dregur nokkuð úr ánægjunni af annars mjög skemmtilegum bíl. Vilji menn njóta til fullnustu þeirra upprunalegu eiginleika bíls- ins að vera eins og fólksbíll í borgar- umferðinni, en vera samt aldrifs- jeppi, ættu þeir að doka við áður en þeir láta hækka hann upp og setja undir hann stærri hjólbarða. Fæstir kaupa þennan bíl hvort eð er einvörðungu til þess að aka um Subaru undirbýr smíði jepplings Morgunblaðið/Gugu SUBARU Streega er hvorki fólksbíll né jeppi en hann er aldrif- inn og gæti sem best kallast jepplingur. MIKIL eftirspurn hefur verið eftir Subaru Legaey Outback langbakn- um í Bandaríkjunum að undan- förnu en nú hyggst Subaru hanna stærri bíl með aldrifi sem gæti sem best fallið í flokk með jepplingum, þ.e. bílum mitt á milli fólksbíls og jeppa. Salan á Outback í Bandaríkjun- um á síðasta ári var 47% af heildar- sölu á Legacy línunni en Subaru bjóst við að salan yrði einungis á bilinu 15-20%. Á þessu ári býst fyrirtækið við að selja 35-38 þúsund Outback bíla vestra. Frá september fram að síðustu áramótum seldust 11 þúsund Outback og segja tals- menn Subaru að þessi blanda lang- baks og jeppa hafi greinilega feng- ið góðar móttökur. Þeir segja að þrátt fyrir velgengni þessa bíls sé enn meiri eftirspurn eftir raunveru- legum jeppum. Fyrirtækið er nú að hanna slíkan bíl. Byggður á Streega Á síðasta ári frumsýndi Subaru hugmyndabílinn Streega á bílasýn- ingunni í Frankfurt sem einnig var sýndur á bílasýningunum í Tókíó og Detroit. Ekki er vitað nákvæm- lega hvenær Subaru setur bíl sem byggður er á Streega á markað en talsmenn fyrirtækisins segja að það verði fyrr en síðar. Sá bill byggi að mörgu leyti á Legacy en yfir- byggingin verði meira í ætt við jeppa. Þeir segja að vissulega sé þröngt á þessum markaði og marg- ir keppinautar fyrir en þeir segja að enn sé pláss fyrir bíl sem er mitt á milli fólksbíls og jeppa. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.