Morgunblaðið - 28.01.1996, Síða 3

Morgunblaðið - 28.01.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 C 3 BÍLAR Morgunblaðið/GuGu SUZUKI Sidekick Sport JXL er vel búinn og skemmtilegur bíll. Hér er hann upphækkaður um 44 mm frá gormum og kominn á 30“ dekk. Þorbergur Guðmundsson hjá Suzuki bílum hf. Kaupendur skoði hug sinn „ VIÐ höfum almennt ekki talið ástæðu til þess að amast við innflutningi einstaklinga á Suzuki bifreiðum heldur talið þennan áhuga fólks styrkja þá skoðun okkar að við séum að selja góða vöru. En þegar svo er komið að fyrirtæki eru far- in að stunda þennan innflutn- ing og gefa í skyn að starfsemi þeirra sé í umboði okkar eða verksmiðjanna finnst okkur ástæða til þess að koma að nokkrum athugasemdum,“ segir Þorbergur Guðmunds- son, framkvæmdastjóri hjá Suzuki bílum hf. „Suzuki bílar hf. er einkaumboð fyrir Suzuki á ís- landi og flytur inn þær gerðir Suzuki bifreiða sem framleidd- ar eru samkvæmt Evrópu- reglugerðum. Aðrar gerðir, hálendið. Það ættu varla að vera miklir tækniörðugleikar á því að setja í bílinn fórþjöppu og þá ætti Sidekick að geta margt sem stærri jeppar ráða ekki við. Þó er skiljan- legt er að sumir séu tilbúnir til þess að fórna dálitlu af aflinu til t.d. Suzuki Sidekick, sem fram- leiddar eru fyrir Norður- Ameríkumarkað og gjarnan samsettar í Kanada, eru um margt frábrugðnar þeim gerð- um sem við flytjum inn og njóta ekki þeirrar ábyrgðar og vara- hlutaþjónustu sem kaupendur þeirra ef til vill búast við,“ segir Þorbergur. „íslendingar eru happ- drættisþjóð og viljugir að taka áhættu. Við viljum aðeins benda kaupendum á að skoða hug sinn vel áður en þeir kaupa nýja bifreið hjá öðrum en við- urkenndu umboði. Bílarnir hjá okkur eru á betra verði og betur búnir en nokkru sinni fyrr vegna hagstæðra samn- inga við Suzuki verksmiðjurn- ar í Japan í tilefni af 15 ára afmæli Suzuki á Islandi." ■ þess að vera á stæðilegum bíl sem fer vel á götu, bíllinn er fallegri upphækkaður á 30 tommu hjólbörð- um. Sidekick Sport JXL er rúmgóður fyrir ökumann og framsætisfar- þega. Sérstaklega er hátt til lofts og fótarými er sömuleiðis gott. Heldur er þrengra um fullorðna í aftursætum og skortir þar nokkuð á fótarýmið. Auk þess er minna lagt í aftursætin en framsætin sem eru vel formuð og þokkalega stíf. Farangursrýmið er sömuleiðis með minna móti. Ef engir eru aftursæt- isfarþegarnir má fletta aftursætun- um upp að framsætisbökunum, annað hvort öðru eða báðum, og skapast þá gott flutningsrými í bíln- um. Kostlr og gallar Einfaldleiki ríkir í mælaborði. Stórir hraða-, snúnings-, hita- og eldsneytismælar eru auðlesanlegir og stjórnrofum er haganlega fyrir- komið á tveimur stilkum sem ganga út úr stýrisstönginni. Líknarbelgur er í stýri og yfir hanskahólfi en skriðstillirinn er bæði í hægri stilk og í rofa sem er í hálfgerðu vari fyrir stýrinu. 1,8 lítra vélin í Sidekick er ný af nálinni. Vélin er að mestu smíð- uð úr áli, með beinni rafeinda- stýrðri innsprautun og er einkar hljóðlát. Athugandi er fyrir þá sem eru í bílahugleiðingum að kynna sér þá kosti sem eru í boði og vega og meta kosti þess og galla að kaupa Sidekick Sport JXL. Kostirnir eru ótvírætt gott verð fyrir velbúinn bíl í þessum flokki. Gallamir gætu hugsanlega verið ábyrgðarskilmálar og fjármögnunin, því Bílastúdíó tek- ur ekki alla bíla upp í nýja og meiri afföll eru af þeim sem em teknir upp í en hjá bílaumboðunum. ■ Guðjón Guðmundsson. Ökutækjuskráin opnuð FRAMTÍÐARSTEFNA Bifreiða- skoðunar íslands, sem hefur með rekstur ökutækjaskrár að gera, er að opna skrána þannig að þeir sem hlut eiga að máli geti sjálfir skráð í ökutækjaskrá. Þetta kemur fram í fréttabréfi Bifreiðarskoðunar ís- lands. Fyrirtækið stefnir að því að stofna sérstakt dótturfélag um þessa starf- semi sem taki til starfa ekki síðar en í árslok 1998. Með því að opna ökutækjaskrána gætu allir skoð- unaraðilarnir fært inn sjálfir niður- stöður aðalskoðana, endurskoðana, breytingarskoðana og sérskoðana. Bílasölur og tryggingarfélög gætu fært inn eigendaskipti og afskrán- ingar og bílaumboð framkvæmt nýskráningar. „Þetta breytir þó ekki því að Bif- reiðaskoðun heldur ökutækjaskrána og ber ábyrgð á henni og hin lög- formlegu gögn sem skráningamar em byggðar á verða vistuð hjá ábyrgðaraðilanum," segir í frétta- bréfinu. Óskar Eyjólfsson hjá Bifreiðaskoð- un Islands segir að hugmyndin gangi út á það að skráning á eigendaskipt- um geti farið fram á bílasölum. Skráningin yrði send Bifreiðaskoðun á tölvutæku formi og Bifreiðaskoðun yfirfæri upplýsingamar áður en þær væru færðar inn í skrána. Þetta yrðu nokkurs konar útstöðvar frá öku- tækjaskránni. Eins og nú háttar til þurfa bílasalar að afhenda gögn um eigendaskipti daglega upp í Bifreiða- skoðun. Óskar taldi líklegt að bílasöl- um yrði greidd þóknun fyrir að færa þetta inn með þessum hætti rétt eins og Pósti og síma er greidd þóknun fyrir að taka á móti tilkynningum um eigandaskipti. Bifreiðaskoðun Islands hefur um- talsverðar tekjur af rekstri ökuskrár. Ekki var búið að gera upp hverjar tekjurnar af rekstri skrárinnar voru á síðasta ári. ■ Tvinn- hjól- barðar NÝ GERÐ hjól- barða er kom- inn á markað í Bandaríkjun- um, svonefndir tvinnly'ólbarð- ar. Þeir eru þeirrar gerðar að í stað eins belgs eins og á venjulegum hjólbörðunum eru belgirnir tveir. Kostirnir við þetta eru þeir helstir að hægt er að aka á hjólbörðunum þótt springi á öðr- um belgnum. Þetta eykur líka mjög umferðaröryggi því síður er hætta á því að ökumenn missi stjórn á bifreiðinni ef springur á hjólbarðanum. Annar kostur tvinnhjólbarða er sá eiginleiki þeirra að hrinda frá sér vatni þannig að bíllinn flýtur síður á blautum vegum. | Bensín- og díselolíuverð í Evrópu Janúar1996 Verð í ísl. kr. Austurríki Belgfa Danmörk Finnland Frakkland Grikkland Holland írland . ísland Italía Lúxe iþorg No, Pólla Portúgal Slóvakía Sviss Spánn Stóra Bretland Svfþjóð Tékkland Ungverjaland Þýskaland TILBOD ÓSKAST i Jeep Grand Cherokee Laredo 4x4, árgerð ’93 (ekinn 28 þús. mílur), Toyota T-100 P/U 4x4, árgerð '93 (ekinn 31 þús. mílur) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 30. janúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Hind diesel vörubifreið Tilboð óskast í Hind FD174SA vörubifreið m/dieselvél, árgerð '84. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.