Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ JpiBÍLftSflLRH ' Qar STOFNUÐ 1955 «? v/ Miklatorg, s. 551 7171. HYUNDAI ELANTRA GT árg. 1995, ek. aðeins 5 þús. km, glæsivagn. Verð kr. 1.330.000. TOYOTA LANDCRUSIER árg. 1987, ek. 138 þús. km, svartur - sem nýr, 33" dekk. Verðkr. 1.250.000. TOYOTA DOUBLE CAB disel, árg. 1990, ek. 105 þús. km, blá- grár — í toppstandi. Verð kr. 1.350.000. góð greiðslukjör. JEEP CHEROKEE LAREDO 4,0 árg. 1990, ek. 85 þús. km, svartur — gullmoli. Verðkr. 1.850.000. MERCEDES BENZ 190 E árg. 1988, ek. 142 þús. km, sjálfsk., toppl., spólvörn ofl. Verðkr. 1.450.000. MERCEDES BENZ 230 E árg. 1991, ek. 95 þús. km, svartsans., sjálfsk., toppl. Verð kr. 2.950.000. MMC PAJERO LONG V6 árg. 1991, ek. 109 þús. km, sjálfsk., grænn / grár. Verð kr. 1.980.000. MAZDA MPV V6 4WD árg. 1990, ek. 115 þús. km, 7 manna með öllu. Verðkr. 1.780.000. MMC GALANT 4wd, árg. 1992, ek. 74 þús. km, rauður, glæsi- vagn. Verð kr. 1.500.000.-skipti + lán. MMC PAJERO bensín árg. 1988, ek. aðeins 80 þús. km, grásans. Verð kr. 890.000. skipti ódýrari. OTVEGUMfSÍlAlAN. 1 VISA-RAÐGREIÐ51UR. Morgunblaðið/Ásdís POLO er álitlegur bfll af minni gerðinni en er sprækur og rúmgóður. Billinn er 3,7 m langur er ágætlega rúmgóður. Enn liprari Polo med sjálfskiptingu VOLKSWAGEN Polo kom snemma á síðasta ári á markað hérlendis í nýrri og gjörbreyttri mynd en hann hafði þá verið nán- ast óbreyttur í allmörg ár. Polo hefur selst þokkalega vel frá því hann kom fyrst og höfðu í vik- unni sem leið alls selst 237 bílar af þeim tveimur gerðum sem hann hefur verið boðinn í og nú verður enn bætt við úrvalið því nú má fá hann með sjálfskiptingu. Hún er að vísu aðeins boðin í bílnum með 1400 rúmsentimetra vélinni og kostar þriggja hurða bíllinn þá tæpar 1.200 þúsund krónur en fimm hurða 1.255 þúsund. Polo er mun meiri bfll en sýnist, lipur og snaggaralegur í þéttbýlis- umferðinni og verður enn þægi- legri með þessum nýju þægindum sem sjálfskiptingn er. Við rifjum upp kynnin af Polo í dag með sérstöku tilliti til sjálfskiptingar. í útliti er Polo heldur áferðar- fallegur og stflhreinn, er með fremur litlum hjólbörðum, nokkuð stórum hliðarrúðum að framan og framrúðu en afturgluggar eru hins vegar frekar litlir. Framend- anum hallar nokkuð niður á við og þar er helst að finna líkindi við aðra bræður Polo í Volkswag- enfjölskyldunni, luktir, grill og stuðarar. Línan undir hliðar- gluggum rís upp aftur eftir bflnum en þakið allar á móti og því verða afturgluggarnir kannski heldur smáir. Afturendinn er þverskorinn og þar er myndarlegur hleri sem veitir aðgang í farangursrýmið og luktirnar þar eru fínlegar. Rúmgóður Þægindi og rými hið innra eru furðu mikil þar sem Polo er ekki stór um sig en hvort sem menn sitja í fram- eða aftursætum fer vel um alla og rýmið er nægilegt á alla enda og kanta. Þessu hafa hönnuðir náð með löngu hjólahafi og yfirleitt góðri nýtingu á far- þegarýminu. Farangursrými er ekki ýkja stórt, 260 lítrar, en það má stækka í rúma þúsund lítra ef sætin eru lögð niður og stór afturhlerinn veitir ágætan að- gang. Mælaborð er nokkuð umfangs- mikið og allt að því voldugt en uppsetning er hefðbundin, hraða- og snúningshraðamælar beint fram af ökumanni pg tilheyrandi aðvörunarljós og til hliðar eru miðstöðvarstillingar og útvarp. Framarlega milli sætanna er síðan gírstöngin, mjög stutt en á góðum stað og allur frágangur og fyrir- komulag virkar vel á ökumann sem er fljótur að venjast og ná fullum tökum á allri meðhöndlun bflsins. Framstólarnir eru ágæt- lega mjúkir en veita góðan stuðn- ing á alla lund. GÓÐ sjálfskiptingin er góður viðbótarkostur í Polo en hún kostar 130 þúsund krónur. Mælaborð er allt vel úr garði gert. Röskur Lipur VW Polo í hnotskurn Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 60 hestðfi, rafstýrð innsprautun. Vökya8týri. Framdrifinn. Pjögurra þrepa sjálfskipting. Fimm manna, Útvarp með segulbandi. Lengd: 3,71 m. Breidd: 1,65 m. Hæð: 1,42 m. Hjólahaf: 2,4 m. Þvermál beygjuhrings: 10,5 m. Hjólbarðar: 175/65R 13. Þyngd: 980 kg. Stærð farangursrýmis: 260 1 og 1007 1 sé aftursæti lagt fram. Fjððrun: Sjálfstæðir McPher- son gormar að framan, þriggja festinga snerilás með gormum að aftan. Staðgreiðsluverð kr.: 1.255.000. Umboð: Hekla hf., Reykjavík. Vantar santlæs- ingu RYMI fyrir farangur er 260 lítrar enda Polo kannski ekki beint ætlað að vera ferðabíll fjölskyhlunnar. Vlnnur vel Vélin í Volkswagen Polo er fjögurra strokka, með rafstýrðri innsprautun, 1400 rúmsentimetr- ar og 60 hestöfl með fjögurra þrepa sjálfskiptingu er hún merkilega snörp og góð en bíllinn er 980 kg þungur. Ekki virðist neinn munur á viðbragði og vinnslu bílsins eftir þvi hvort hann er búinn fimm gíra hand- skiptingu eða sjálfskiptingu. Við- bragðið er með ágætum og hægt að ná vel út úr vélinni með því að spila dálítið á sjálfskiptinguna sem er ágætlega lipur og góð. Að framan er sjálfstæð McPher- son gormafjöðrun en að aftan þriggja festinga snerilás með gormum og er Polo vel þýður og ágætlega stöðugur og kemur vel fram í fjöðrun þessi tilfinning sem grípur ökumann að hér sé ekki um neinn smábíl að ræða. Polo er neyslugrannur, eyðir um 8 lítrum í þéttbýlisakstri að vetrinum en sá með minni vélinni eyðir 5,3 lítrum á 100 km á jöfn- um 90 km hraða. Polo er mjög þægilegur í allri umgengni og meðförum og sér- lega vel fallinn til að skjótast um þéttbýlið. Hann er hljóðlátur, snaggaralegur og röskur í öllu viðmóti og sem slíkur er hann dæmigerður innanbæjarbíll. Rýmið og fjöðrunin bjóða þó upp á að hann nýtist einnig til ferða- laga enda er þessi nýi Polo ósköp ámóta stór og Golf var þegar hann kom fram fyrst. Polo verður þó aldrei sérstakur ferðabíll fjöl- skyldunnar. Það sem helst má finna að er að þrátt fyrir rýmið virkar hann örlítið þröngur þegar setið er undir stýri en þetta er þó kannski frekar tilfinning en raunveruleiki. Annað sem er heldur meiri galli er að Polo er ekki búinn samlæsingu sem segja megi að eigi að teljast til staðal- búnaðar. Þetta er fyrst og fremst spurning um þægindi og eru mjög kærkomin þeim sem mikið er á ferðinni í bíl sem þessum. Verðið á Golf með sjálfskipt- ingu er 1.255 þúsund krónur fyr- ir fimm hurða bílinn en 1.195 þúsund sé hann þriggja hurða og má segja að það megi kannski varla vera hærra. Sjálfskiptingin er aðeins fáanleg í bílnum með 1400 rúmsentimetra vélinni og er hann auk þess búinn vökva- stýri sem er eiginlega nauðsyn. En vilji menn eiga ódýrari kost er Polo fáanlegur eins lítra og 45 hestafla vél sem kostar 965.000 þriggja hurða og 1.025.000 með fimm hurðum. Ábendlng í lokin mætti kannski koma með umferðarábendingu sem varðar þann einfalda hlut að taka beygju. Mjög algengt er að horfa uppá bílstjóra sveigja alllangt til hægri, dálítið yfir á næstu ak- rein þegar þeir ætla að taka vinstri beygju. Oft eru þetta bíl- stjórar á venjulegum fjölskyldu- bíl sem þurfa hreint ekki breiða svona úr sér - þetta væri skiljan- legt ef um væri að ræða dráttar- bíl með löngum tengivagni - því þetta er eingöngu óvani sem menn iðka í algjöru hugsunar- leysi. Þetta truflar aðra umferð að óþörfu, getur skapað hættu og er þar fyrir utan hvimleitt. ¦ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.