Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 25. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 31. JANUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Grikkir og Tyrkir deila um smáeyju Herskip í við- bragðsstöðu London. Reuter. UM átján her- og varðskip frá Tyrk- landi og Grikklandi voru í gær í við- bragðsstöðu við óbyggða og hrjóstr- uga smáeyju í Eyjahafi og fleiri herskip voru á leiðinni þangað. Bæði ríkin gera tilkall til eyjunnar og ekk- ert benti til þess að annaðhvort þeirra myndi gefa eftir. Ríkin eiga aðild að Atlantshafs- bandalaginu og framkvæmdastjóri þess, Javier Solana, kvaðst hafa rætt við ráðamenn í ríkjunum og hvatt þá til að sýna stillingu. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins sagði stjórnina í Moskvu hafa áhyggj- ur af því að upp úr kynni að sjóða milli þjóðanna vegna deilunnar. Tyrkir sökuðu Grikki um að hafa sent níu hermenn á eyjuna. Grikkir sögðust hafa sent 12 herskip á svæð- ið og að sögn grískra fjölmiðla voru fleiri skip, m.a. freigátur og kafbát- ar, á leiðinni þangað. Grikkir sögðu að Tyrkir hefðu sent þangað tvær freigátur og fjögur varðskíp, þar af tvö búin flugskeytum. „Ekki hefur enn komið til átaka, en hersveitir okkar á svæðinu eru í viðbragðsstöðu," sagði embættis- maður í gríska varnarmálaráðuneyt- inu. „Þotur flughersins komast til eyjunnar á fimm mínútum. Við erum tilbúnir og þeir vita það." Simitis hafnar samningum Deilan snýst um eyju, sem Grikk- ir kalla Imia og Tyrkir Karbak, á milli strandar Tyrklands og grísku eyjunnar Kalymnos. Eyjan er ekki byggð mönnum, en talið er að fund- ist geti olía á þessum slóðum. Deilan-blossaði upp þegar skip- stjóri tyrknesks skips, sem strandaði við eyjuna, hafnaði aðstoð grísks dráttarbáts og sagði að eyjan heyrði undir Tyrkland. Tyrkir hafa nokkr- um sinnum reist fána Tyrklands á eyjunni en Grikkir rifið hann niður jafnóðum. Samkvæmt síðustu frétt- um blakti fáni Grikklands á eyjunni og grískir hermenn voru sagðir standa vörð um hann. Reuter TYRKNESKUR blaðamaður heldur á fána Tyrklands meðan þyrluflugmaður tekur niður fána Grikklands á hrjóstrugri og óbyggðri smáeyju í Eyjahafi, sem bæði ríkin gera tilkall til. Tansu Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, hét því að láta taka gríska fánann niður. Hún kvaðst þó reiðubúin að reyna að leysa deiluna með samningaviðræðum. Costas Simitis, nýskipaður for- sætisráðherra Grikklands, varaði menn við, sagði að Gríkkir myndu ekRí hika við að verja eyjuna. „Það er ekkert svigrúm til samninga um mál sem varða fullveldi okkar." Stjórn Grikklands segir að ítalir hafi afsalað sér eyjunni til Grikkja árið 1947 ásamt Dodecanese-eyjum við strönd Tyrklands. Tyrkir segja hins vegar að samningurinn við It- ali nái ekki tíl Karbak eða annarra smáeyja á svæðinu. Óperuhús verður end- urbyggt ÓPERUHÚSIÐ Fenice, eða Fönix, í Feneyjum brann til kaldra kola í fyrrinótt. Myndin var tekin í brunarústunum í gær. Húsið var byggt á grunni byggingar sem brann á átt- unda áratug 18. aldarinnar og var Napoléon keisari meðal fastagesta á fyrstu árum óper- unnar. ítalska stjórnin hefur heitið fjármunum til endur- byggingarinnar en talið er að kostnaðurinn verði um 20 milljarðar króna. ¦ Heita fjármunum/18 Þýska stjórnin boðar aðgerðir til að skapa hagvöxt „Vítamínsprauta" fyrir efnahagslífið Bonn. Reuter. STJÓRN Þýskalands samþykkti í gær áætlun sem miðar að því að fjölga atvinnutækifærum og ýta undir hagvóxt. Giinther Rexrodt efnahagsmálaráðherra lýsti áætl- uninni sem „vítamínsprautu" fyrir efnahagslífið án þess að útgjöld rík- isins væru aukin eða velferðarkerfið rifið niður. Einstök atriði áætlunarinnar hafa enn ekki verið gerð opinber en Theo Waigel fjármálaráðherra sagði að meðal annars yrðu skattar á arð og stóreignaskattar lækkaðir. Enginn hagvöxtur hefur verið og jafnvel samdráttur í Þýskalandi undanfarna mánuði og atvinnulaus- um hefur fjölgað stöðugt. Þá hefur fjárlagahalli verið meiri en spáð var. Hefur þetta leitt til efasemda um hvort Þjóðverjar nái að uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir þátttöku í efnahagslegum og pen- ingalegum samruna Evrópuríkja. Rexrodt sagði Þjóðverja hins vegar vera staðráðna í því að upp- fylla skilyrðin. „Samstöðuskattur" lækkaður Þýsku stjórnarflokkarnir hafa jafnframt náð samkomulagi um að lækka sérstakan tekjuskattsauka sem lagður var á til að fjármagna uppbyggingu í austurhluta Þýska- lands eftir sameiningu landsins. Verður hann lækkaður í 5,5% um mitt næsta ár en hann er 7,5% nú. Er þetta talið eiga eftir að styrkja stöðu flokks frjálsra demókrata (FDP) sem hefur átt mjög undir högg að sækja í skoðanakönnunum og kosningum í einstaka sambands- löndum síðustu misseri. Höfðu sum- ir leiðtogar FDP hótað að fella stjórnina ef skatturinn yrði ekki lækkaður. Waigel fjármálaráðherra vill að ríkisstjórnir sambandslandanna auki álögur sínar til að fjármagna kostnaðinn við þessa skattalækkun að mestu með því að afsala sér hluta þeirra tekna sem þau fá af inn- heimtu virðisaukaskatts. Stjórnmálamenn í Austur-Þýska- landi hafa mótmælt harðlega lækk- un tekjuskattsaukans, sem nefndur hefur verið „samstöðuskattur", og saka stjórn Helmuts Kohls kanslara um að fórna hagsmunum íbúa aust- urhluta landsins til að auka fylgi frjálsra demókrata. » ? ? Deilur Norðmanna Stjórnin sök- uð um hroka Osló. Morgunblaðið. DAGBLADET í Noregi gagnrýndi í gær stjórn landsins í forystugrein vegna deilna hennar við nágrannaríki um fiskveiðar og viðskiptamál. I greininni er fjallað um afstöðu stjórnarinnar í deilunum við íslend- inga og Færeyinga um síld- og þorsk- veiðar og viðræðum við Evrópusam- bandið um tollamál. „Þegar litið er á framgöngu Norð- manna í hverju landinu á fætur öðru sem hrokafulla, óskammfeilna og þvermóðskulega, og sennilega með réttu, er ástæða til að hafa áhyggj- ur," segir blaðið. Líf hugs- anle^; áMars London. Reuter. VÍSINDAMENN, sem und- irbúa ráðstefnu í London síðar í vikunni, telja líklegt að líf hafi áður dafnað á Mars og kunni enn að þrífast djúpt und- ir yfirborði plánetunnar. Vísindamenn hafa talið að líf geti ekki þrifist á yfirborði Mars. Líkurnar á lífi á plánet- unni eru þó taldar hafa aukist eftir að vísindamenn fundu ör- verur á jörðinni, sem þurfa ekki varma frá sólinni en lifa djúpt undir yfirborði jarðar á hverasvæðum. Vísindamenn, sem taka þátt i ráðstefnu á vegum Ciba-stofn- unarinnar, telja að líf kunni að hafa hafist á Mars fyrir um 3,8 milljónum ára. Þegar frostið hafi tekið að aukast þar hafí órverur, svipaðar og þær sem hafa fundist á jörðinni, leitað djúpt undir yfirborðið til að geta lifað í varma frá heitu vatni. „Flest okkar telja umtals- verðan möguleika á lífi á Mars," sagði Malcolm Walter, jarðfræðingur við Macquarie- háskóla í Ástralíu. „Þessi leit að lífi er liður í mikilli könnun- aráætlun sem ég líki við land- könnunarleiðangra Evrópu- manna fyrr á öldum." Tengt lífi á jörðinni? Nokkrir vísindamenn telja jafnvel hugsanleg^t að líf á jörð- inni hafi þróast af gróum sem hafí borist frá Mars með loft- steinum. Paul Davies, prófessor við Adelaide-háskóla, sagði að meira en 500 tonn af efnum frá Mars bærust til jarðar á ári hverju og taldi hugsanlegt að frumstæðir gerlar hefðu borist frá plánetunni með loftsteinum. Hann sagði að örverur gætu legið í dvala í milljónir ára og kvað því hugsanlegt að lífverur hefðu þrifíst í loftsteinum í geimnum áður en þær „vökn- uðu" á jörðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.