Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur samþykkir fyrstu niðurskurðaraðgerðir Þýðir 110 millj. spamað STJORN Sjúkrahúss Reykjavíkur samþykkti í gær 11 tillögur sem hafa munu í för með sér 110 millj- óna króna sparnað í rekstri sjúkra- hússins á þessu ári, en í tillögunum er ekki gert ráð fyrir neinum upp- sögnum starfsfólks. Sigríður Snæ- björnsdóttir hjúkrunarforstjóri seg- ir þessar aðgerðir aðeins hluta af stærri áætiun og unnið verði að frekari spamaðaraðgerðum á næst- unni, en draga þarf saman í rekstri sjúkrahússins um tæplega 400 milljónir króna á árinu miðað við það sem ætlað er til rekstrarins á fjárlögum. Að sögn Sigríðar var samþykkt að 16 lyfjadeildarrúm, sem voru á Landakoti og hefur verið lokað, verði ekki tekin upp sem sérdeild í Fossvogi heldur látin hverfa inn í þá deild sem þar er fyrir. Flutning- ur verður á skurðlækningadeild milli álma og fækkar þar um nokk- ur rúm. Þær breytingar verða gerð- ar á innheimtu vegna gæsludeildar- sjúklinga að þeir sem liggja innan við 24 tíma og hafa ekki áður verið látnir greiða fyrir þurfa framvegis að greiða í samræmi við aðra sjúkl- inga sem lagðir em inn til stuttra aðgerða. Þurfa þeir að greiða rúm- lega 2.000 kr. auk rannsóknagjalds. Gert er ráð fyrir að opna apótek á slysadeild, en að sögn Sigríðar hefur kannski of mikið verið um að fólk hafi verið leyst út með lyfja- birgðum og það farið vaxandi í seinni tíð. Þá er lagt til að hagræða vegna sameiningar ýmissa rekstr- ardeilda og þjónustudeilda, og framkvæmdastjórn hefur verið falið að undirbúa hagræðingu vegna sameiningar rannsóknarstofa sem bæði em á Landakoti og í Foss- vogi, en þetta ætti að draga úr yfir- byggingu. Þá var á fundinum lagt til að Heyrnar- og talmeinastöð verði sameinuð háls-, nef- og eyrna- deild sjúkrahússins. Kemur niður á þjónustu við bráðasjúklinga Á Grensásdeild er lagt til að verði ein legudeild í stað tveggja, en í staðinn verði opnuð 20 rúma dag- deild fyrir endurhæfingarsjúklinga á Grensási til að nýta aðstöðu þar sem best. Lagt er til að dregið verði úr svokölluðum valinnlögnum og valaðgerðum og allar ný- og endur- ráðningar verði stöðvaðar nema með sérstöku samþykki fram- kvæmdastjórnar. Að lokum er svo lagt til að farið verði í viðræður við heilbrigðisráðherra, Reykj avíkur- borg og fulltrúa starfsmanna sjúkrahússins um breytingar á rekstri Ieikskóla sjúkrahússins þar sem eru um 140 pláss. „Auðvitað kemur þetta niður á þjónustu við bráðasjúklinga, þannig að okkur finnst þetta satt að segja ekki skemmtileg vinna,“ sagði Sig- ríður. Nefnd sam- ræmi störf ráðuneyta RÍKISSTJÓRNIN fjallaði í gær um samræmingu aðgerða vegna átaks í ávana- og fíkniefnavörn- um að frumkvæði dómsmálaráð- herra. Að sögn Þorsteins Geirssonar, ráðuneytisstjóra, samþykkti rík- isstjórnin að stofna sérstaka nefnd til að samræma störf þeirra fjögurra ráðuneyta sem fara með fíkniefnamál, þ.e. dómsmála-, menntamála-, fé- lagsmála og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyta. Dómsmálaráðherra hefur skipað Dögg Pálsdóttur formann nefndarinnar en hún er einnig verkefnisstjóri í átaki sem ráðu- neytið er með sérstaklega í vímuefnavörnum. fcillliiiííi Morgunblaðið/Ásdís PÓSTUR og sími hefur ákveðið að nýta um sinn mastur sitt, sem áður tryggði endurvarp í handvirka farsímakerfinu, fyr- ir auglýsingar á GSM- og NMT- símum. Mastrið stendur norðan við Veðurstofuna við Bústaða- veg, ásamt öðru mastri Pósts og síma og einu mastri sem Auglýsinga- mastnr Landsvirkjun á. í gær var unn- ið að því að koma auglýsingun- um fyrir á mastrinu, sem hefur því fengið nýtt hlutverk eftir að handvirka farsímakerfið var lagt niður. Samkvæmt upp- lýsingum Pósts og síma er framtíð mastursins óráðin enn, en þar til ákvörðun verður tek- in um framtíð þess minnir það símnotendur á GSM-síma og farsíma í NMT-kerfi. Þjóðvaki um reglugerðir heilbrigðisráðherra ~~A Oþolandi aðför að elli- og örorku- lífeyrisþegum FULLTRUI Þjóðvaka í heilbrigðis- nefnd Alþingis gagnrýnir harðlega reglugerðir sem heilbrigðisráðherra hefur sett og miða að spamaði í heilbrigðiskerfinu. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður segir að reglugerð- irnar séu enn ein aðförin að elli- og örorkulífeyrisþegum og það sé óþolandi að þgssir hópar skuli sí- fellt verða fyrir barðinu á sparn- aðaraðgerðum ríkisins. Sérstaklega sé gagnrýnisverð reglugerð um að fækka bifreiða- kaupastyrkjum til hreyfihamlaðra. Þá séu aðrar bætur, svo sem bensín- styrkir, háðar því að viðkomandi eigi bíl. Þörf á þingumræðu Samkvæmt reglugerðinni verður bílakaupastyrkjum fækkað úr 600 í 335 á þessu ári og einnig verða reglur um úthlutun styrkjanna þrengdar nokkuð. Með þessu er ætlað að ríkið spari um 80 milljónir. Ásta Ragnheiður sagði á Alþingi í gær, að í fjárlagaumræðunni fyrir jólin hefði aldrei komið fram að til stæði að fækka þessum styrkjum nánast um helming og spurði hvort þetta þyrfti ekki umræðu í þinginu. Ásta Ragnheiður sagði einnig á Alþingi í gær, að á síðasta ári hefði heilbrigðisráðherra ítrekað sagt á Alþingi að einungis þeir sem hefðu atvinnutekjur á aldrinum 67-70 ára yrðu látnir greiða fullt gjald fyrir læknishjálp og heilsugæslu. En í nýrri reglugerð heilbrigðisráðu- neytisins kæmi ekkert annað fram en fólk á þessu aldursbili þurfi að greiða fullt gjald fyrir þjónustuna. Þingmaðurinn sagðist hafa feng- ið þau svör frá heilbrigðisráðherra að ráðuneytið myndi mælast til þess að tillit yrði tekið til þeirra sem ekki hefðu atvinnutekjur. Ásta Ragnheiður spurði hvort um væri að ræða nýja stjórnarhætti, þar sem venjulega kæmi túlkun ráðherra fram í lögum og reglugerðum en ekki tilskipunum. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra svaraði að orð myndu standa. Þeir sem væru 67-70 ára og hefðu innan við 1 milljón króna í atvinnutekjur á ári, fengju sér- stakt skírteini þar að lútandi og myndu því ekki greiða fullt verð, hvorki hjá heilsugæslum eða sér- fræðingum. Gjaldið yrði 300 krónur hjá heilsugæslulæknum og 500 krónur hjá sérfræðingum. i > í > ! > l l i I t > ! » Undirverk- taka launa- fólks bönnuð VEGAGERÐIN og Reykjavíkurborg hafa sett í útboðslýsingar ákvæði um að verktökum og undirverktökum á vegum vegagerðarinnar sé óheimilt að semja við einstaka starfsmenn um undirverktöku. Helgi Hallgrímsson, vegamála- stjóri, sagði í gær að í útboðslýsing- ar hefði verið sett svohljóðandi ákvæði: „Verktaka og undirverktaka er óheimilt að gera samning um undirverktöku við einstaka starfs- menn eða starfshópa í þeim tilvikum þegar um ráðningarsamband er að ræða og það á við samkvæmt venju og eðli máls.“ Þorbjöm Guðmundsson, starfs- maður Samiðnar, segir í grein í blað- inu í dag að einkafyrirtæki verði að taka á launamannaverktöku með svipuðum hætti og sveitarfélögin og ríkið séu að gera. ■ Komum I veg fyrir/23 • • Hörð gagnrýni á skrif Vilhjálms Q. Vilhjálmssonar í árbók fornleifafélagsins „Ástæða til að vara við skrifum hans“ HVASSYRT gagnrýni á skrif og störf Vilhjálms Arnar Vilhjálmsson- ar fomleifafræðings birtist í nýút- kominni Árbók Hins íslenska forn- leifafélags. Karl Grönvold jarðfræð- ingur ritar greinina og segir ástæðu til að „vara opinberlega við þessum skrifum Vilhjálms". I greininni sem nefnist „Osku- Iagatímatalið, geislakol, ískjarnar og aldur fornleifa" segir Karl meðal annars að umfjöllun Vilhjálms um þessi efni sýni mikla vankunnáttu, sé „hláleg" og einkennist af útúr- snúningum og misskilningi. Hann skorti „bagalega lágmarksþekkingu á aidursgreiningaraðferðum sem annars ættu að vera fornleifafræð- ingi sem vill láta taka sig alvarlega bráðnauðsynleg". Dylgjur um fræðimenn Karl nefnir í þessu sambandi grein eftir Vilhjálm sem hafi kom- ist á prent að minnsta kosti fimm sinnum á þremur tungumálum, en ekki sé að finna í henni neinar nýj- ar rannsóknarniðurstöður af hálfu höfundar, þó svo að hann vísi sjálf- ur til þeirra oftar en einu sinni. Lítt kunnugir útlendingar geti því freistast til að álíta þessi skrif óháð- ar yfirlitsgreinar, en „slíkt er fjarri öllu lagi“ að sögn Karls. „Verra en kunnáttuleysi Vil- hjálms eru þó dylgjur hans um kunna fræðimenn, lífs og liðna. Hann ásakar þetta fólk í öðru orð- inu um að fela lykilgögn og niður- stöður, en í hinu að rannsóknir þeirra standi á brauðfótum vegna slælegra og óvísindalegra vinnu- bragða,“ segir Karl í greininni en meðal þeirra sem hann segir Vil- hjálm hafa borið þessum sökum, eru Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur, Margrét Hallsdóttir jarð- fræðingur, Kristján Eldjárn fyrrum forseti íslands og þjóðminjavörður o.fl. kunnir fræðimenn. Áróður og rangt haft eftir Karl segir að sér virðist Vilhjálm- ur oft vera fremur í „áróðursstríði en vísindalegri umræðu. Þannig beitir hann mjög þeirri aðferð að taka óvissu um eitt atriði og yfir- færa yfir á önnur þar sem óvissa er ekki til staðar. Þá reynir hann mjög að láta eins og óvissa sem einhvern tíma var til staðar, en sem löngu hefur verið eytt, sé enn í fullu gildi. Slæmt er einnig þegar Vilhjálmur tekur upp eftir öðrum. Þá er eins og hann skilji ekki hvað hann er að skrifa fyrir utan að hafa iðulega rangt eftir," segir í greininni. Karl fjallar síðan ítarlega um gagnrýni Vilhjálms og skrif um öskulagatímabilið og forsendur af- stæðs tímatals, upplýsingar um eld- gos eins og þær fást úr ískjörnum og aldursgreiningar með geislakoli. Sérstaklega er rætt um landnáms- lagið, aldur þess og öskulög í Þjórs- árdal. Karl segir meðal annars í rök- stuðningi sínum mót málflutningi Vilhjálms, að sá síðarnefndi virðist ekki „skilja hinar jarðfræðilegu undirstöður öskulagatímatalsins. Ekki er að sjá í skrifum hans að hann hafi grafið eftir öskulögum, þekki einstök lög eða þær aðferðir sem þar eru notaðar. Skólaritgerð hans frá Árósum, sem hann á til að vísa í sem frum- heimild um öskulagsrannsóknir, er mest útúrsnúningur. í henni er ein- ungis birt eitt jarðvegssnið og það tekið óbreytt úr riti Sigurðar Þórar- inssonar og að auki misskilið. Vek- ur furðu að ritgerð Vilhjálms hafi verið tekin gild því ekki fara þar saman lengd og gæði,“ segir Karl meðal annars. I I í í I I fe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.