Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ ER ekkert bull Rannveig mín ég er nú bara tuskudúkka ... Mikill áhugi á kínverskunámi Á sjötta tug manna skráðir Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUAN Dong Qing kennir áhugasömum nemendum Tómstundaskólans kínversku. ÞRÍR aðilar bjóða um þessar mundir upp á nám í kínversku og hafa ekki fleiri haft þetta nám á boðstólum. Á sjötta tug manna hafa skráð sig hjá þessum aðilum. Guðrún Ingvarsdóttir hjá Endur- menntunarstofnun HÍ segir að námskeið hennar hafi vakið mikla athygli og verði það að lík- indum eitt best sótta tungumála- námskeið stofunarinnar. Innritun er lokið en þegar hafa um 30 manns skráð sig hjá stofnuninni í þessi námskeið. „Eg held að Kína sé talsvert í tísku í dag, því að þótt að umræð- an sé ekki ailtaf jákvæð vekja land og þjóð athygli,11 segir hún. I sama streng tekur Guðrún Hall- dórsdóttir hjá Námsflokkum Reykjavíkur en þar eins og hjá Endurmenntunarstofnun er inn- ritun veg á vel komin. Tvöfalt fleiri hafi sótt um en búist var við, og 16 hafi skráð sig á byrj- endanámskeið. Námsflokkarnir hafa áður boð- ið upp á námskeið í kínversku og segir Guðrún ríkan áhuga fyr- ir hendi á framandi málum, svo sem japönsku og arabísku. Fjöldi kemurá óvart Tíu hafa skráð sig á byrjenda- námskeið í kínversku hjá Tóm- stundaskólanum en kennsla í tungumálinu hófst nú eftir ára- mót. Kínversk kona, Guan Dong Qing, annast kennsluna og auk tungumálakennslu er nemendum veitt innsýn í sögulega þætti Kína. Þráinn Hallgrímsson skóla- stjóri segir þennan fjölda koma á óvart þar sem um er að ræða fjarlæga tungu, bæði í málfræði- legum og landfræðilegum skiln- ingi. „Ætli skýringin sé ekki sú að menn horfi meira í austur en áður, bæði í sambandi við við- skipti og menningarmál, þar sem margir eru að kynna sér sögu og menningu Kína og lesa Villta svani í þýðingu Hjörleifs Svein- björnssonar. Einnig hefur kvennaráðstefnan í Kína og ferðalög stjórnmálamanna og forseta þangað eflaust vakið at- hygli fólks," segir Þráinn. Hann kveðst vonast eftir fram- haldsnámskeiði i faginu. Þráinn segir að mál sem eru fjarlæg ís- lensku, þar á meðal finnska og rússneska, virðist njóta talsverðr- ar hylli fólks. Hann hafi ekki orðið var við að áhugi á t.d. rúss- nesku hafi minnkað samfara auknum áhuga á kínversku. Minnkar ekki áhuga á öðru „Undanfarin misseri hefur hópur verið hér í rússneskunámi og þótt bókanir hafi ekki verið miklar enn sem komið er, er erf- itt að draga ályktanir um að auk- inn áhugi á einu menningarsvæði minnki áhuga á öðru,“ segir hann. Endurmenntunarstofnun býður upp á bæði byijendanámskeið sern Hjörleifur Sveinbjörnsson kennir og framhaldsnámskeið sein Edda Kristjánsdóttir annast, en þau hafa bæði lært við Pekingháskóla. Guðrún segir að stofnunin bjóði upp á kínverskunámskeið í þriðja skipti nú, en fyrir tveimur árum kenndi Ragnar Baldursson eitt námskeið að eigin frumkvæði. Það var hins vegar ekki auglýst á vegum stofnunarinnar. Þróunaraðstoð Norðurlanda SADC áfram forgangsmál ÞRÓUNARAÐSTOÐ við SADC-rík- in svokölluðu, samtök 12 ríkja í suðurhluta Afríku, verður áfram forgangsmál hjá Norðurlöndunum. Þetta var niðurstaða fundar þróun- armálaráðherra Norðurlanda í Hels- inki í seinustu viku. Á meðal SADC-ríkjanna eru mörg fátækustu lönd heims. Ríkin eru Angóla, Botswana, Lesotho, Malawi, Mauritius, Mozambique, Namibía, Suður-Afríka, Swaziland, Tanzanía, Zambía og Zimbabwe. Ríkin hafa lengi hlotið stærstan hlut þróunaraðstoðar þeirrar, sem Norð- urlöndin veita. Halldór Ásgrímsson stýrði umræðum um SADC á fund- inum. Á ráðherrafundi SADC á sunnu- dag var meðal annars ákveðið, að sögn Reuíer.s-fréttastofunnar, að reyna að efla viðskipti og fjárfest- ingu á svæðinu í því skyni að lönd- in verði ekki jafnháð hefðbundinni þróunaraðstoð í framtíðinni. Nýr sveitarstjóri Reykhólahrepps Eigumaðgeta komið fjárhagnum í lag á fáum árum Ingólfsson GUÐMUNDUR h. Ingólfsson úr Hnífsdal hefur verið ráðinn sveitarstjóri Reykhólahrepps. Hann er þrautreyndur sveitar- stjórnarmaður úr Hnífsdal og síðar bæjarstjórn ísa- fjarðar. Hann hefur það erfiða verkefni með hönd- um að leysa úr miklum fjárhagsvanda Reykhóla- hrepps. G.uðmundur segir að ráðning sín hafi borið brátt að, hringt hafi verið í sig, sagt að það vantaði sveitarstjóra að Reykhól- um og hann beðinn um að taka starfið að sér. Hver eru fyrstu verk- efnin? „Hér þarf að taka til hendi við að laga fjármál- in. Það er mikill fjárhags- vandi hjá þessu sveitarfé- lagi og við erum að ganga frá tillögum til lausnar. Fyrsta tillaga að fjárhagsáætlun fyrir þetta ár verður lögð fyrir fund hreppsnefndar í dag og þar verður jafnframt skýrt frá því hver fjár- hagsvandinn er í raun og hvaða lausnir oddviti og hreppsnefndar- menn sjá til þess að leysa hann. Við höfum verið að undirbúa þetta síðustu daga í samvinnu við end- urskoðanda hreppsins og starfs- menn Sambands íslenskra sveitar- félaga. Fyrsta verk mitt var að koma skikk á þessa vinnu þannig að hreppsnefndin gæti séð hvar hún stendur í raun. Nú er að hefjast vinna við lokauppgjör á reikning- um sveitarsjóðs fyrir síðasta ár enda verður það að vera liður í þeirri fjárhagslegu endurskipu- lagningu sem nú stendur yfir að koma því á hreint sem allra fyrst. Síðan verður haldið áfram og spil- að úr þessum tillögum og hug- myndum. Ég tel að ef þær nást fram geti þetta sveitarfélag staðið vel Ijárhagslega innan fárra ára.“ Hefur þú trú á því að heima- menn geti klórað sig fram úr þessu sjálfir? „Nei, það geta þeir á engan hátt. Vandinn er orðinn svo mikill að þeir ráða ekki við hann. Þeir verða að fá aðstoð og það mun koma fram í tillögunum hvaðan sú aðstoð gæti komið. Ef það gengur ekki eftir er ekki að sökum að spyija, því við erum alveg á ystu nöf. Ef okkur tekst að koma þessum áætlunum í framkvæmd getum við farið að hopa til baka, skref fyrir skref. Ef þetta næst ekki fram förum við fram af bjarg- brúninni." Hvaðan ætti aðstoð að koma? „Hreppurinn á tiltölulega litlar eignir til að losa til að fá reksrr- arfjármagn- og til að hrinda tillögunum í framkvæmd. Þó er gert ráð fyrir því að Hitaveita Reykhóla- hrepps verði seld til Orkubús Vestfjarða. Samningur um það verður væntanlega stað- festur í hreppsnefnd í dag. Það eru einu peningarnir sem heima- menn geta lagt fram sjálfir til lausnar þessum vanda. Aðrar lausnir verða að koma utan frá, frá stjórnvöldum og sérstökum sjóðum sem grípa oft inn í vanda eins og hér er.“ Þá kæmi væntanlega til skulcki- skilameðferðar á vegum félags- málaráðuneytisins. „Það hefur ekki verið inni í myndinni að fara þá leið, að minnsta kosti ekki síðan ég kom ► Guðmundur H. Ingólfsson, nýráðinn sveitarstjóri Reyk- hólahrepps, er fæddur 6. októ- ber 1933. Hann er fæddur og uppalinn í Hnífsdal og hefur alltaf búið þar. Hann var kosinn í hreppsnefnd Eyrarhrepps 1962. Vann að sameiningu við Isafjarðarkaupstað 1971. Þá var hann kosinn i bæjarstjórn Isafjarðar og var forseti bæjar- stjórnar um árabil. Hann hætti í bæjarsljórn 1986. Meðal þeirra verka sem Guðmundur vann að er stofnun Orkubús Vestfjarða og varð hann fyrsti stjórnarformaður þess og auk þess framkvæmdastjóri fyrstu sex mánuðina. Guðmundur hef- ur unnið ýmis störf, meðal ann- ars við útgerð. Undanfarin ár hefur hann verið framkvæmda- stjóri héraðsnefndar Isafjarð- arsýslu í hlutastarfi og gert út trillu sína, Sörla IS, nú síðast á ígulkeraveiðar. Eiginkona Guðmundar er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, og eiga þau fimm uppkomin börn. hingað til starfa. Tillögur okkar byggjast á því að málin verði leyst með þeim hætti að hér verði hægt að reka sjálfstætt sveitarfélag áfram og með eðlilegri reisn.“ Þú ert enginn nýgræðingur í sveitarstjórnarmálum, hvernig hefur reynslan nýst þér á Reykhól- um? „Ég er búinn að vera hér í viku og sé að ég hef engu gleymt. Ég ræð alveg við þetta! Ég hef verið viðriðinn sveitar- stjórnarmál frá því ég var ungur maður og fór inn í hreppsnefnd Eyrarhrepps með Einari heitnum Steindórssyni, miklum sómamanni sem var oddviti til margra ára. Ég vann minn stærsta pólitíska sigur á ævinni með því að vinna mér traust hans og þeirra manna sem þá voru í hreppsmálunum. Ég tók síðan þátt í sameiningunni við Isafjarðarkaupstað og var kos- inn í bæjarstjórnina." Þú ert ráðinn til þriggja mán- aða. Þú gerir þá væntanlega ekki út á grásleppu frá Reykhólum í vor? „Nei, ég ætla ekki að gera það. Ráðningarsamningurinn er tii þriggja mánaða, en hugsanlegt er að lengja þann tíma ef báðir aðilar óska. Ég ætla að sjá hvern- ig þessir þrír mánuðir fara og svo fer ég aftur á skakið ef ég fer aftur til sama lands.“ Fer þá aftur á skakið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.