Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hópar nemenda nota tónlist, tölvur, myndlist og myndbönd í samnorrænu verkefni Horft inn í næstu öld Myndrænir miðlar og manngert umhverfi eru heiti tveggja verkefnahópa í norrænu samstarfsverkefni. Þessi heiti segja þó lítið um forvitnileg og margbreytileg viðfangs- efni unga fólksins sem vinnur að þeim. HÓPAR grunn- og framhalds- skólanemar sem vinna í vetur samnorrænt verk- efni, Borg unga fólksins, og sýnt verður næsta haust í Kaupmanna- höfn, kynntu verkefni sín hver fyr- ir öðrum síðasta sunnudag. Einnig báru nemendur saman bækur sínar. Verkefnin eða verkstæðin eru unnin í Menntaskólanum við Sund, Hólabrekkuskóla, Æfingaskóla KHI og Hlíðaskóla og eru viðfangs- efnin sett fram á margs konar hátt; í tónlist, með tölvum, myndböndum, dansi og arkitektúr. Leiðbeinendur koma bæði úr kennaraliði skólanna og síðan fær hver hópur faglega aðstoð sérfræðinga á viðkomandi sviðum. Blaðamaður Morgunblaðs- ins leit inn hjá hópunum sem kynntu störf sín í Menntaskólanum við Sund. - Við erum að undirbúa mynd- band, litla sögu um þroskaheftan strák og drauma hans, hvemig fólk bregst við þeim og hvernig þeir rætast, sögðu þeir Hjalti Baldurs- son og Ólafur P. Georgsson. Þeir eru báðir í öðrum bekk í MS og starfa í hópnum Myndrænir miðlar. Þeir voru beðnir að rekja hvernig þeir hafa unnið að verkefninu: - Eins og aðrir hópar byrjuðum við í haust. Fyrst fengum við Odd Albertsson og Óskar Jónasson til að leiðbeina okkur. Oddur sagði okkur eitt og annað almennt um kvikmyndir, hugtök og tækni og annað slíkt en Óskar fór meira í sjálfa handritagerðina. Saga okkar Ijallar um Villa sem er þroskaheftur og er að sýsla við brotajárn og fleira, finnur fötu og á sér þann draum að ferðast á henni í Perluna af því að honum fínnst hún falleg. Þeim fullorðnu líst ekk- ert á þessa vitleysu en draumur Villa rætist og má segja að sagan sé ádeila á að þeir sem eru minni máttar skuli ekki mega hrinda draumum sínum í framkvæmd. Þessi þráður varð eiginlega til upp úr einhveiju gríni og svo spannst handritið áfram svona af sjálfu sér. Eruð þið miklir áhugamenn um myndbanda- eða kvikmyndagerð? - Við höfum dútlað dálítið við þetta og erum búnir að læra ýmis- legt eins og til dæmis um tækin en við fáum aðstoð þegar tökurnar sjálfar iieflast. Meðal annarra ætlar Óskar að vera okkur innan handar. Við fáum lánaðan tækjabúnað hjá Hinu húsinu og hér í skólanum en síðan verður myndin trúlega klippt í Fjölbraut í Breiðholti. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ILLUGI Eysteinsson myndlistarmaður er hér að ræða við hópinn en leiðbeinendur voru með í . för þegar hóparnir heimsóttu hver annan. HJALTI Baldursson og Ólafur P. Georgsson eru í hóp sem vinnur að myndrænum miðlum. HUGRUN Ösp Reynisdóttir og Désirée Kleiner fjalla um manngert umhverfi. Ást, rómantík og kynlíf Manngert umhverfi heitir hitt verkefnið sem unnið er í MS. Eru 10 nemendur skólans í þeim hópi. - Hópurinn hér fjallar um efnið rómantfk, ást og kynlíf og er ætlun- in að útbúa heimili fyrir heimilis- Iausa. Við áttum hvert og eitt að fara um og ljósmynda eitthvað sem okkur finnst rómantískt og síðan eiga allir að vinna að sameiginlegri framsetningu, sögðu þær Hugrún Ösp Reynisdóttir og Désirée Klein- er, en hún er skiptinemi frá Þýska- landi. „Við höfum verið með viku- íegar stundir frá því í september og höfum einkum notið leiðsagnar Illuga Eysteinssonar og Haraldar Jónssonar myndlistarmanna." í mars- sýna allir hóparnir af- raksturinn í Listasafni Islands en sameiginleg yfirskrift þessa sam- norræna verkefnis er Framtíðarsýn fyrir nýtt árþúsund. Sumir hóparn- ir munu eiga samstarf um fram- setningu á efninu og verður síðan eftir sýninguna ákveðið hvernig endanleg framsetning þess verður í Kaupmannahöfn. Fíkn - mál allrar fjölskyldunnar Ráðstefna um fíknsjúk- dóma haldin á Islandi EVRÓPSK ráðstefna um fíknsjúk- dóma, EuroCAD/96, verður haldin á Hótel Sögu 10.-13. apríl nk. Ráð- stefnan er nú haldin í þriðja sinn en hún hefur áður verið haldin í Edin- borg og Lundúnum. Yfirskrift ráð- stefnunnar, sem fram fer á ensku, verður Fíkn - mál allrar fjölskyld- unnar. EuroCAD (European Conference on Addictive Disease) er sniðin eftir þekktri ráðstefnu, SECAD (The So- utheastern Conference on Alcohol and Drug Abuse), sem haldin er í Atlanta í Bandaríkjunum og íslensk- ir læknar og áfengisráðgjafar hafa sótt árum saman. EuroCAD-ráðstefnan er skipulögð af Sveini Rúnari Haukssyni lækni og Tom Claunch. Claunch hefur stað- ið fyrir fyrri EuroCAD-ráðstefnum og hann var um árabil forseti banda- rísku áfengisráðgjafarsamtakanna, NAADAC. Hann stundar nú ráð- gjafastörf í ýmsum Iöndum. Markmiðið að auka áhuga Markmið EuroCAD/96 er að vekja áhuga og skilning á alkohólisma og annarri efnafíkn sem sjálfstæðum sjúkdómi er þurfi sérhæfða meðferð; að auka skilning á þeirri meðferð við áfengis- og vímuefnafíkn sem byggir á bindindi og 12 spora leið AA-sam- takanna og annarra sjálfshjálpar- hópa; að stuðla að vísindalegum rannsóknum á fíknsjúkdómum og að skapa vettvang fyrir umræður um meðferð og forvarnir. Helstu stuðningsaðilar ráðstefn- unnar eru Alþjóðaráðið um áfengi og fíkn (ICSS), sem starfar í tengsl- um við Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unina (WHO) og Sameinuðu þjóðirn- ar; bandarísku ráðgjafarsamtökin (NAADAC); samtök hjúkrunarfræð- inga á sviði efnafíknar (CANSA); Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁA) og Lækna- félag íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini Rúnari Haukssyni lækni var ísland valið að hluta til vegna þess árangurs sem hér hefur náðst í áfengismeðferð með starfi SÁÁ og ríkisspítalanna. „Gæði og umfang þessarar þjónustu hefur vakið at- hygli og áunnið íslenskri heilbrigð- isþjónustu sérstakt álit, hvað varðar meðferð á alkóhólisma og skyldum sjúkdómum. Litið er til íslands sem fyrirmyndar fyrir önnur lönd, ekki síst í Evrópu, þegar um er að ræða forvarnir, íhlutun og meðferð á fíkn- sjúkdómum," segir Sveinn Rúnar. Höfðar til margra stétta Sveinn Rúnar segir að ráðstefnan verði á þverfaglegum grunni og höfði jafnt til lækna, sálfræðinga, áfengis- ráðgjafa, hjúkrunarfræðinga, félags- ráðgjafa, starfsmannastjóra, presta, kennara, lögreglumanna, æskulýðs- Ieiðtoga og allra þeirra sem vinna á einn eða annan hátt að forvörnum og lausn á áfengis- og vímuefna- vanda. Fjölmargir erlendir ræðumenn verða á ráðstefnunni, þ.á m. Robert Ac.kerman Ph.D. og Claudia Black Ph.D. frá Bandaríkjunum, auk nokk- urra íslenskra lækna og ráðgjafa. Kjartansgata 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjórb. 110 fm ásamt 27 fm bílskúr. jbúðin skiptist í 3 svefnherb., stofu, eldhús með nýrri eldhúsinnr. og rúm- gott baðherb. Tvennar svalir. Nýlegt gler. Ahv. veðdeild 1,2 millj. Verð 8,9 millj. Séreign - fasteignasala, Skólavörðustíg 38A, sími 552 9077. i J Morgunblaðið/Árni Sæberg RÁÐSTEFNA Stúdentaráðs HI hófst sl. mánudag í Odda. Háskólamál rædd frá ýmsum sjónarhornum FYRIRLESTRAR í tengslum við ráðstefnu Stúdentaráðs Háskóla ís- la.nds, um rannsóknir og nýsköpun sem hófst sl. mánudag, verður fram haidið í hádeginu alla daga vikunn- ar. Á laugardag verða Nýsköpunar- verðlaun forseta íslands afhent á háskólahátíð. Verða verðlaunin veitt í fyrsta sinn. I dag, miðvikudag, verður í Lög- bergi 101 fjallað um hvort framlög til rannsókna eigi að vera frádrátt- arbær frá skatti. Fyrirlesarar eru Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs, og Pétur Blöndal alþingismaður. Fimmtudaginn 1. febrúar verður í Odda 101 fjallað um Nýsköpunar- sjóð námsmanna, fluttir verða fyrir- lestrar um verkefni og kynning verð- ur á sjóðnum. Fundarstjórar og umsjónarmenn eru Ásdís Jónsdóttir, Kristín Edwald, Heiðrún Gígja Ragnarsdóttir, Örn Úlfar Sævars- son, Gunnar Bjarni Ragnarsson og Dagur B. Eggertsson. Eftir hádegi verða Nýsköpunarsjóðsverkefni kynnt í hverri byggingu. Föstudaginn 2. febrúar fara fram pallborðsumræður um framtíð Há- skólans í Odda 101. í pallborði sitja Björn Bjarnason menntamálaráð- herra, Guðrún Pétursdóttir dósent, Sveinbjörn Björnsson háskólarektor, Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, og Þórólfur Þórlindsson prófessor. Eftir hádegi fer fram hönnunarkeppni verkfræði- nema. Við upphaf háskólahátíðar á laug- ardaginn mun frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, afhenda Ný- sköpunarverðlaunin. Sjö verkefni hafa hlotið tilnefningu en ekki verð- ur tilkynnt um hvert þeirra verður fyrir valinu fyrr en við afhendingu. I i » » » í f: € Ci € C1 f 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.