Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Eyþing um Háskól- ann á Akureyri Áhyggjur vegna yfir- gangs HI Á FUNDI stjórnar Eyþings í gær var samþykkt ályktun, þar sem lýst er áhyggjum yfir þeim yfir- gangi sem birtist í baráttu Há- skóla íslands gegn uppbyggingu og þróun Háskólans á Akureyri, þvert á yfirlýsta stefnu stjórn- valda. Stjórn Eyþings vill benda á hina geysi fjölbreyttu sjávarútvegs- starfsemi sem er á Akureyri og Norðurlandi öllu. Hér er fjöldi öfl- ugra fyrirtækja í veiðum og vinnslu, í framleiðslu á tækjum og búnaði og ein öflugasta skipa- smiðja landsins. í slíku umhverfi er kjörið að skapa aðstæður fyrir sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna við hlið Háskólans á Akureyri. Stjórn Eyþings beinir því til fyrirtækja á svæðinu að beita sér af fullum þunga með sveitarfélög- um í baráttunni fyrir eflingu Há- skólans á Akureyri á sviði sjávar- útvegs og matvælavinnslu. Enn- fremur skorar stjórnin á ríkisstjórn íslands að halda fast við yfirlýsta stefnu um uppbyggingu Háskól- ans á þessu sviði, segir ennfremur í ályktuninni. ■»■■■♦■ ♦ Innkaupasljóri Samlands Gísli Gísla- son ráðinn GÍSLI Gíslason hefur verið ráðinn innkaupastjóri Samlands í stað Ingva Guðmundssonar sem ráðinn hefur verið innkaupamaður hjá Búr ehf. Gísli hefur síðustu 19 ár verið framkvæmdastjóri fyrir J. S. Helgason heildverslun í Reykjavík sem m.a. hefur umboð fyrir og flytur inn Nivea vörur og fleira. Gísli er 42 ára, fæddur og uppal- inn á Ólafsfirði, hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum árið 1976. Eiginkona hans er Lára Stefáns- dóttir kerfisfræðingur og eiga þau tvö börn. ♦ ♦ ♦ Rættum rannsóknir í sjávarútvegi WILLIAM Brugge yfirmaður sjáv^ arútvegsrannsókna Evrópusam- bandsins hélt erindi á umræðu- fundi sem Há- skólinn á Akur- eyri efndi til í gær. Rætt var um stöðu rannsókna í sjávarútvegi og samstarf há- skóla og at- vinnulífs á því sviði, en einnig ræddi Brugge um vísindalega undirstöðu sam- eiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þorsteinn Gunnarsson háskóla- rektor kynnti starfsemi háskólans og Magnús Magnússon formaður Útvegsmannafélags Norðurlands hélt einnig framsögu um framtíð íslensks sjávarútvegs. William Brugge AKUREYRI Formaður rekstrarfélags einkaskólans í Mývatnssveit Okkur er stillt upp við vegg myndu kanna hvort sveitarstjórn væri stætt á því lagalega að setja málið fram með þessum hætti. „Ég hélt að svona stjórnkerfi tíðkaðist ekki lengur í vestrænum samfélögum. Þessi afgreiðsla minnir mig á sögur úr austan- tjaldsríkjunum þar sem ýmislegt var fyrir þá gert sem hlynntir voru stjórnvöldum, en þeir sem ekki lýstu yfir stuðningi við ríkjandi stjórnvöld voru úti í kuldanum. Þessi afgreiðsla á að mínu mati ekkert skylt við lýðræði,“ sagði Eyþór. Brýnt að fá botn í málið Eyþór sagði brýnt að fá botn í málið sem fyrst, sárlega vantaði fé til að greiða fyrir skólaaksturinn og væri rekstrarfélagið með yfir- drátt á reikningi sínum af þeim sökum. Enn hefði ekki verið farið út í að innheimta féð af foreldrum barnanna þar sem fyrir lægi úr- skurður um að hreppnum væri heimilt að afla fjár úr jöfnunar- sjóði sveitarfélaga sem notað yrði til að greiða aksturinn. Skólaakst- urinn kostar um 1,7 milljónir króna á ári. Hann átti von á að foreldrar myndu hittast fljótlega til að bera saman bækur sínar. Morgunblaðið/Kristján Veröldin á hvolfi KRAKKARNIR á leikskólanum Kiðagili tóku því fegins hendi að leika sér úti í góða veðrinu í gærdag. Þó að væri pínulítið kalt í veðri skein sólin glatt og þess- ari litlu hnátu í klifurgrindinni þótti líklega vissara að kanna hvernig veröldin Iiti út á hvolfi. EYÞÓR Pétursson formaður stjórnar rekstrarfélags um einka- rekin grunnskóla að Skútustöðum í Mývatnssveit segir að í bókun meirihluta sveitarstjórnar Skútu- staðahrepps þar sem fallist er á að veita skólanum rekstrarstyrk og sækja í því skyni um grunn- skólaframlag úr jöfnunarsjóði gegn því skilyrði að ekki verði sótt um slíkan styrk eftir þetta skólaár, felist hótun. Rekstrar- stjórn einkaskólans og foreldrum barna í skólanum er gert að undir- rita yfirlýsingu um að ekki verði sótt um styrkinn aftur. „Það er verið að stilla okkur upp við vegg bæði fjárhaglega og pólitískt. Þetta er hótun um að einkaskóli verði ekki rekinn í dreifbýli, en þar er ekki hægt að reka einka- skóla nema með stuðningi sveitar- félaga." sagði Eyþór. Á ekki von á undirritun Hann segist síður eiga von á að suðursveitungar sem standa að einkaskólanum muni undirrita slíka yfirlýsingu. Aðferðin minnti á nornaveiðar og dæmdi í raun sveitarstjórnina sjálfa. „Ég held að svona hlutir gerist ekki í öðrum sveitarfélögum,“ sagði Eyþór og bjóst við að suðursveitungar Einar Njálsson, formaður Eyþings, um rekstur skólaþjónustunnar Málið komið í erfiða stöðu Morgunblaðið/Rúnar Antonsson í STJÓRN Eyþings eru talin frá vinstri Kristján Ólafsson, Pétur Þór Jónasson, Einar Njálsson, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Hjalti Jóhannesson Jóhannes Sigfússon. ÉG TEL að málið sé komið í svolít- ið erfiða stöðu vegna þeirfa efnis- legu fyrirvara og athugasemda sem fyrir liggja. Það er ekki alveg ljóst til hvers menn ætlast af Eyþingi í þessu máli,“ segir Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík og formaður stjórnar Eyþings, samtaka sveitar- félaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslum. Útfærsla á rekstri skólaþjónustu Eyþings við yfirfærslu grunnskól- ans til sveitarfélaga var til umræðu á stjórnarfundi í gær en þar sem málið er í hnút var afgreiðslu þess frestað. Nefnd á vegum Eyþings lagði til að stofnuð yrði skólaþjón- usta á Akureyri, með útibúi á Húsa- vík. Stjórnin þarf lengri tíma „Okkur hafa borist svör frá öllum sveitarfélögunum og við fórum mjög vandlega yfir þau. Stjórninni fannst hún þurfa lengri tíma til þess að skoða þessa efnislegu fyrir- vara og athugasemdir sem einstök sveitarfélög gera og því var ákveð- ið að gera ekki sérstaka tillögu í málinu á fundinum.“ Einar segir að Eyþing eigi að vera vettvangur fyrir þau verkefni sem aðildarsveitarfélögin feli því og mjög mikilvægt að samstaða sé um slíkt. „Miðað við afgreiðslur sveitarfélaganna finnst mér ekki liggja nógu vel fyrir hver raunveru- legur vilji þeirra er. Stjórnin mun hittast aftur 9. febrúar og við ger- um okkur ljóst að við höfum mjög skamman tíma til þess að gera okkar tillögur í málinu. Það verður samt ekki hafist handa við neinar skuldbindandi framkvæmdir fyrr en það liggur fyrir á landsvísu um yfir- færslu grunnskólans til sveitarfé- laganna. Á meðan höfum við ein- hvern tíma til að skoða málið frek- ar,“ sagði Einar. Hægt að leysa alla hnúta Kristján Ólafsson, forseti bæjar- stjórnar Dalvíkur, sem á sæti í stjórn Eyþings, sagði að menn ætl- uðu að nota tímann framundan til þess að fara yfir málin. „Málið er í hnút og í erfiðri stöðu en það er hægt að leysa alla hnúta og við komum til með að gera það.“ Kristján sagði þó að yfirtaka fræðsluskrifstofunnar á landinu væri ekki stærsta málið, heldur hvernig menn ætla að leysa rétt- indamál kennara og hvernig að yfir- færslu grunnskólans verður staðið yfirleitt. Björgun úr sjó ÁHÖFNIN á Blika EA 70 frá Dalvík sótti nýlega námskeið hjá Björgunarskóla sjó- manna, en einn liður í því var að æfa björgun úr sjó. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Líf kom í því skyni norð- ur, en félagarnir á Blika hafa án efa verið reynslunni ríkari eftir námskeiðið. Morgunblaðið/Jón Davíð Georgsson Um 15 millj. afskrifaðar AÐ tillögu bæjargjaldkera og inn- heimtulögmanns bæjarins hefur bæjarráð Akureyrar fallist á að af- skrifa gamlar skuldir útsvara og aðstöðugjalda að upphæð um 15,4 milljónir króna auk áfallina dráttar- vaxta. Meginhluti upphæðarinnar hefur tapast vegna gjaldþrota. Bæjar- stjórn samþykkti á fundi í vikunni að afskrifa úrsvarskröfur á ein- staklinga sem tapast hafa vegna gjaldþrota og fyrningar, samtals um 3 milljónir króna. I i i í l I f I I fe ft í l ft I i ft I ft i fe fe i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.