Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sögufrægt óperuhús í Feneyjum brennur til kaldra kola Heita fé til endur- byg’ging’ar Feneyjum, Reuter. Reuter SLÖKKVILIÐSMENN glíma við eldinn í óperunni í Feneyjum en ekki varð við neitt ráðið og brann húsið til ösku. ELDURINN í OPERUNNI I FENEYJUM , \ VxN Wn\ /N lárnbrautarstöðin w /\ w / /-----'/w /W/ Þyrlur vörpuðu vatni og kvoðu á húsið ' N /. . ./ MarkúsartorJ^-^yf \ 0 metrar 500 REUTER Ernesto Samper fær ekki trausts- yfirlýsingu Bogota. Reuter. HIÐ sögufræga óperuhús Feneyja varð eldi að bráð í fyrrinótt en ít- alska ríkisstjómin hefur heitið fjár- framlagi til endurreisnar hússins, sem hóf síarfsemi árið 1792. Þar sem viðgerðin er talin munu kosta um 310 milljónir dollara, jafnvirði 20 milijarða króna, þykir ljóst að leita verði eftir alþjóðlegri aðstoð við að greiða kostnaðinn. Talið er að skammhlaup hafi valdið neista sem varð að svo miklu báli að það tók slökkviliðsmenn níu klukkustundir að slökkva það. Komust þeir reyndar ekki á far- skjótum sínum að húsinu þar sem tveimur síkjum sem liggja að því hafði verið lokað og þau tæmd í fyrsta sinn í 40 ár vegna hreinsun- ar. Brunavarnir í ólestri Urðu slökkviliðsmennirnir að ganga á slysstað vegna þessa og þar sem engir brunahanar eru í Feneyjum varð að leggja slöngur út í Stórasíki. Þyrlur voru slökkvi- liðsmönnum til aðstoðar, sóttu þær vatn í Stórasíki og losuðu á eldinn sem teygði sig 15 metra í loft upp svo að bjarminn sást langt að. Hafa vandræði slökkviliðsmanna orðið til þess að vekja á ný deilur um brunavarnir í Feneyjum. Sér- BOB Dole, sem talinn hefur ver- ið Iíklegastur til að verða for- setaframbjóðandi repúblikana í Bandarikjunum í haust, varð fyrir áfalli í gær er hann varð þriðji í óformlegri kosningu í Alaska. A mánudag varð Dole annar í skoðanakönnun meðal repúblikana og fólks sem hlynnt er flokknum í New Hampshire; auðkýfingurinn Steve Forbes varð efstur. Aldur Dole, sem er 72 ára, er m.a. talinn valda hon- um fylgistapi. Alaska er fámennt fylki og skiptir því ekki miklu er kemur að kjöri frambjóðanda á flokks- þingi en samt þykir niðurstaðan slæm fyrir Dole. Efstur varð Pat Buchanan, sem þykir mjög langt til hægri en er jafnframt andvíg- ur auknu viðskiptafrelsi, hann hlaut 33%. Forbes var með 31% en Dole aðeins 17% þótt helstu flokksleiðtogar í fylkinu styddu hann. Buchanan og Forbes Iögðu hart að sér og heimsóttu Alaska tvisvar en Dole háði enga form- lega kosningabaráttu. Deilur um fóstureyðingar settu mikinn svip á kosningarnar en Buchanan berst af alefli gegn þeim. Forkosningar verða hjá repú- biikönum i New Hamsphire í febrúar. Samkvæmt könnun Pew-stofnunarinnar sem gerð var í fylkinu nýtur Forbes stuðn- fræðingar á Ítalíu hafa um langa hríð varað við ástandinu og sagt miðborgina og sögulegar byggingar þar í bráðri hættu vegna skorts á brunavörnum. „Allt og sumt sem eftir stendur eru fjórir sótsvartir veggir," sagði Antonio Paolucci, ráðherra þjóðar- arfleifðar í gær. „Eitt mesta leikhús veraldar hefur fuðrað upp,“ bætti hann við. Óperuhúsið hóf starfsemi árið 1792 og var Napoléon keisari með- al fastagesta í öndverðu. Húsið brann til kaldra kola árið 1836 og var endurreist. Það hefur verið lok- að frá í ágúst í fyrra vegna endur- bóta en ráðgert var að það yrði opnað á ný í mars nk. Pavarotti sorgmæddur Óperusöngvarinn Luciano Pava- rotti var harmi sleginn í gær. Hann sagði Feneyjaóperuna þá fallegustu á allri Ítalíu. „Leikhúsið hefur sál og verður að lifa að eilífu. Öllum unnendum óperutónlistar líður eins og munaðarleysingjum við þennan missi,“ sagði Pavarotti. Eldurinn kviknaði um klukkan 21 að staðartíma í fyrrakvöld. Ein- ungis anddyrið, búningsherbergi og hluti skrifstofuálmu sluppu án telj- andi skemmda. ings 29% repúblikana en Dole 24%. Lamar Alexander og Buc- hanan voru jafnir með 11% og Phil Gramm frá Texas fékk 10%. Munurinn á Dole og Forbes er innan skekkjumarka og í ann- arri könnun sem gerð var meðal flokksbundinna repúblikana fékk Dole 33%, Forbes 16% og Buchanan 15%. Gamalmenni á skjánum? Ræða sem Dole flutti er hann svaraði stefnuræðu Bills Clint- ons forseta fyrir skemmstu þykir hafa valdið miklu um fylgistapið að undanförnu, ekki síst vegna þess að forsetinn þótti standa sig vel. Dole þótti stirðbusalegur og hörkulegur í tali, mörgum fannst sem gamal- menni væri á sjónvarpsskján- um. Sjálfur hefur hann reynt að slá á létta strengi, segir að birta geti „verið banvæn". Ljóst er að aldur Dole getur orðið honum fjötur um fót og hika keppinautarnir hans ekki leng- ur við að nota hann gegn þing- manninum. Forbes hefur eytt miklu fé í kosningabaráttuna, hann er son- ur fjölmiðlafurstans Malcolms Forbes sem nú er látinn. „Hvað hefur þessi náungi fram að færa annað en stóran peningapoka? Þessi þjóð er ekki til sölu,“ sagði Dole um helgina. ENN syrti í álinn fyrir Ernesto Samper forseta Kólumbíu í gær, er honum mistókst að fá stuðn- ingsyfirlýsingu Fijálslynda flokks- ins, sem situr við stjórnvölinn í landinu. Hart hefur verið vegið að Samper að undanförnu og hann ásakaður um að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína 1994 með fra.mlögum fíkniefnasala. Átta helstu leiðtogar flokksins ræddu stöðu Sampers bak við lukt- ar dyr í rúmar sjö stundir í fyrri- nótt. í stað þess að bera lof á for- setann sendu þeir frá sér yfirlýs- ingu sem bar þess merki að þeir vildu helst gera út af við pólitíska framtíð hans. Þó var lögð áhersla á réttar- stöðu Sampers. „Við viljum að forsetinn njóti stjórnarskrárbund- ins réttar og fái tækifæri til þess að veija hendur sínar, að ásakan- irnar verði rannsakaðar en hann verði saklaus talinn og góður ásetningur hans metin að verðleik- um meðan viðeigandi stofnanir réttarkerfisins komast ekki að annarri niðurstöðu," sagði í yfir- lýsingunni. Skírskotað var til andstöðu Fijálslynda flokksins við fíkni- efnaframleiðslu og þá spilljngu sem slíkri iðju tengist. Óskir Sampers um þjóðaratkvæði um stöðu sína fengu engar undirtektir og sú skoðun látin í ljós að slíkt væri einungis til þess fallið að kljúfa þjóðina í tvennt og myndi ekki leysa ágreining um umboð stjórnarinnar til að starfa áfram. íhaldsflokkur Kólumbíu rauf í síðustu viku stjórnarsamkomulag við Fijálslynda flokkinn sem á rætur allt til ársins 1958. Salti var svo stráð í sárin í gær er íhalds- flokkurinn hét hollustu við Hum- berto de la Calle varaforseta, sem er líklegasti eftirmaður Sampers, neyðist hann til að segja af sér. Samper hefur verið sakaður um að þiggja milljónir dollara frá Cali- eiturlyfjahringnum. Náðu kröfur um afsögn hans hámarki er Fern- ando Botero, kosningastjóri hans og fyrrverandi varnarmálaráð- herra, tók að vitna gegn honum fyrir rúmri viku. I kjölfar þess sögðu tveir ráð- herrar, einn háttsettur herforingi og a.m.k. átta sendiherrar af sér og óbreyttir borgarar efndu til mótmælafunda í bæjum og borg- um. Búist er við áframhaldandi mótmælum gegn setu Sampers á forsetastóli. Stjórnarandstöðuleið- togar voru í gær sagðir undirbúa allsheijarverkfall. 140 millj- ónir hlusta á BBC RÚMLEGA 140 milljónir manna í 100 löndum allt frá Kúbu til Kína stilla útvarpsvið- tæki sín á BBC World Service í viku hverri að því er breska ríkisútvarpið greindi frá á mánudag. Hér er um að ræða 5% aukningu frá síðasta ári þegar 133 milljónir manna hlustuðu vikulega. í tilkynn- ingu frá BBC sagði að hlust- endum hefði fjölgað í öllum heimshornum. Útvarp BBC er rekið fyrir 135 milljóna punda (rúmlega 13 milljarða íslenskra króna) framlag breska þingsins og útvarpar á ensku og 41 öðru tungumáli. Silajdzic vís- að úr flokki HARIS Silajdzic, fráfarandi forsætisráðherra Bosníu, hef- ur verið vikið úr flokki sínum, SDA. Verið er að stokka upp í stjórn Bosníu og tekur Hasan Muratovic við fo’rsætisráð- herraembættinu af Silajdzic. Miklar deilur hafa verið milli Silajdzic, sem sat í stjórn- inni meðan stríðið í Bosníu stóð yfir, og flokkssystkina hans. Silajdzic sagði af sér í ágúst vegna deilu við þingið þar sem SDA ræður ríkjum, en afsögninni var hafnað. Þeg- ar skrifað var undir friðarsam- komulagið í París í desember var óhjákvæmilegt að leiðir skildu með SDA og Silajdzic. Upptaka af samtali Filippusar BRESKA dagblaðið The Sun greindi frá því í gær að það hefði í fórum sínum upp- töku af sam- tali Filippus- ar prins, eig- inmanns El- ísabetar Bretadrottn- ingar, þar sem hann ræddi mál bresku konungsfjölskyldunnar opinskátt við ónefndan kven- mann. I Buckingham-höll var sagt að þar á bæ væri hvorki fjallað um „einkasamtöl né meint einkasarntöl". Rupert Allason þingmaður sagði að um væri að ræða „algera innrás í frið- helgi einkalífsins". Yilja loka herstöðvum innan 20 ára YFIRVÖLD á eyjunni Ok- inawa hafa krafist þess að stjórnvöld í Japan láti loka öllum bandarískum herstöðv- um í landinu innan 20 ára. Mikil ólga hefur verið á Ok- inawa eftir að þrír bandarísk- ir hermenn voru ákærðir um að hafa nauðgað 12 ára gam- alli japanskri stúlku. Réttar- höld standa nú yfir í málinu. Barátta repúblikana í Bandaríkjunum Aldur Dole not- aður gegn honum Anchorage, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. Filippus prins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.