Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Minnkandi tekjur norskra listamanna NORSKIR listamenn hafa undanfar- ið dregist aftur úr öðrum stéttum í tekjum. Samkvæmt nýrri könnun, sem tók til áranna 1979 til 1993, er ímyndin af hinum „fátæka lista- manni" í fullu gildi og iaunahlutfall- ið af sölu listaverka lækkar jafnt og þétt. Næstum helmingur starfandi lista- manna í Noregi hafði að sögn norska dagblaðsins Aftenposten lágar tekjur árið 1993, eða minna en 150 þúsund norskar krónur (um 1,5 milljón ís- lenskra króna) í árstekjur. Lágar tekjur voru mest áberandi í röðum myndhöggvara og málara, en könn- unin náði til allt frá ljósmyndurum til rithöfunda og ballettdansara. Listamenn í fastri vinnu reyndust tækjuhærri en þeir, sem starfa sjálf- stætt og taka að sér verkefni. Að meðaltali hafa listamenn helming tekna sinna af list sinni. Eftirstöðv- amar eru styrkir, laun fyrir aðra vinnu eða aðrar tekjulindir. Hlutfall verka listamanna af laun: um hefur lækkað frá árinu 1979. í Aftenposten segir að ástæðan sé sú að listamönnum fjölgi hraðar en eft- irspumin eftir verkum þeirra eykst. Jon 0ien, formaður Félags norskra myndlistarmanna (NBK), segir að tölurnar komi sér ekki á óvart og gagnrýnir stjómmálamenn fyrir að hafa ekki staðið við loforð um að bæta kjör listamanna. 0ien vill bæta kjör listamanna með þrennum hætti: hækka hlutfall það, sem ætlað er til að skreyta opinberar byggingar, úr 0,4% í 1% af kostn- aði, efla styrkjakerfíð, sem hafí til dæmis ekki haldið í við fjölgun í röð- um listamanna, og auka framlag rík- isins til listrænnar starfsemi. Hann benti á að NBK hefði látið gera könn- un árið 1994 og hefði komið fram að tap af sýningum 20 listamanna hefði verið 50 þúsund norskar krónur (um 500 þúsund íslenskar krónur) að meðaltali. 0ystein Lonn handhafi Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 1996 * Oumdeilanlegur meistari marg- ræðrar umræðu NORÐMAÐURINN Oystein Lann hlýtur Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1996 fyrir smásagnasafn sitt Hva skal vi gjnre i dag og andre noveller, eða Hvað eigum við að gera í dag og aðrar skáldsögur. Var þetta tilkynnt í Ósló í gær. í greinargerð dómnefndar segir: „I skáldskap sínum hefur 0ystein Lonn ævinlega beint sjónum sínum að því sem felst undir yfirborði tungu- málsins. Hann er óumdeilanlegur meistari marg- ræðrar umræðu. I smásagnasafninu Hvað eigum við að gera í dag færir hann í skáld- legan búning spennuna milli einkalífs og dulinnar sam- félagsþróunar." ' Smásagnasöfn hafa ekki átt upp á pallborðið hjá dómnefnd- inni á síðari misserum en síðast var það Norðmaðurinn Johan Borgen sem hreppti Bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir skáldverk af þeim toga árið 1967. Að sögn Jó- hanns Hjálmarssonar, annars fulltrúa Islands í dómnefnd- inni, er þetta vísbending um að Norðurlandabúar séu farnir að meta smásögur til jafns við skáldsögur og önnur skáld- verk. Einkum hafi þessu formi vaxið fiskur um hrygg í Noregi. Jóhann segir að Lonn, sem fæddur er 1936, sé ásamt Kjell Askilden sagður helstur áhrifavald- ur í norskri smá- sagnagerð. Smá- sögur hans veki at- hygli fyrir lifandi samtöl sem hann hafi gott vald á og óvenju mikla hnitmiðun og fágun í framsetn- ingu. „Það býr jafn- an meira undir en sagt er berum orð- um.“ Ennfremur segir Jóhann að Lann sé mikils metinn af gagnrýnendum og bókmenntaf ræð- ingum, auk þess sem hann höfði til annarra rithöfunda sem séu að fást við áþekk efni. „Ahugi á verkum hans fer vaxandi í Noregi og víðar á Norðurlönd- um og telja má líklegt að verð- launin verði til þess að lesenda- hópur hans stækki." Frá Islandi voru að þessu sinni lagðar fram í einu lagi skáldsögurnar Heimskra manna ráð og Kvikasilfur eftir Einar Kárason og Grandaveg- ur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur. Að sögn Jóhanns mæltust þær vel fyrir og vöktu athygli hjá dómnefndinni. Hystein Lann MADOKA Mayuzumi heldur á frumortu ljóði í vikulegum sjón- varpsþætti sínum. I Japan eru ljóð birt á forsíðu LJÓÐAGERÐ á vaxandi vinsældum að fagna í Japan og þess finnast dæmi að ljóðskáld verði fyrir slíkum ágangi á götum úti að halda mætti að rokkstjörnur eða leikarar væru á ferð. Madoka Mayuzumi er eitt þeirra japönsku skálda, sem hafa náð frægð og frama. Hún er aðeins þrítug og fyrrverandi skrifstofu- stúlka. Nú hefur hún þátt bæði í sjónvarpi og útvarpi. Mayuzumi segir að Japanar séu nú vel stæðir, „en eftir að hafa öðlast allt vilja þeir tjá sig“. Fimm til tíu milljónir yrkja Milljónir Japana yrkja regluiega. Sagt er að allt frá fimm til tíu millj- ónum manna af 125 milljóna þjóð yrki. Helsta dagblað landsins, Ashai Shimbun, birtir daglega hæku á forsíðu og öll stærstu blöðin hafa nokkra ljóðaþætti hvert. Vikublöð, sem þekktust eru fyrir að birta myndir af fáklæddu kven- fólki, hafa meira að segja ljóða- dálka. Japönsk fyrirtæki nota oft ijóð eða ljóðakeppni til að koma vöru sinni á framfæri. Japanska flugfé- lagið JAL heldur ljóðakeppni á tveggja ára fresti og berast að jafn- aði 70 þúsund hækur í hvert skipti. Keisaralega ljóðakeppnin í beinni útsendingu Japanskar sjónvarpsstöðvar sýndu frá keisaralegu ljóðakeppn- inni í beinni útsendingu. Japanar státa sig af því að vera opnir fyrir jafnt „hámenningu" sem „lágmenn- ingu“. Því til staðfestingar er bent á að í Tókýó einni séu níu sinfóníu- hljómsveitir og í desember hafí níunda sinfónía Beethovens verið leikin í 53 skipti þar í borg. Vinsældir ljóða í Japan hafa hins vegar verið skýrðar með því, að formið sé einfalt og aðgengilegt og ljóðin séu síður en svo „djúp“. Þau séu styttri og skýrari en vestræn ljóð og því aðgengilegri. Hæka er þrjár órímaðar línur, sem eru fimm atkvæði, sjö atkvæði og fimm atkvæði. Þessi birtist í þýðingu Helga Hálfdanarsonar í bókinni „Japönsk ljóð frá liðnum öldum": Þar tókst kettiingnum eitt andartak að halda laufinu föstu. Rússneskir íkonasérfræðingar segja flest íkon í eigu íslendinga frá 18. og 19. öldinni Nokkrir safngrip- ir þeirra á meðal ALLS komust rúmlega 20 einstaklingar að og voru margir hveijir með fleiri en eitt íkon. Bera Nordal forstöðumaður Listasafnsins sagði að þar sem aðsókn hefði verið svo mikil, sem komið hefði sér verulega á óvart, væri nú afráðið að bjóða þessa þjónustu aft- ur um miðjan mars, þegar listfræðingarnir, Tatjana Koltsova og Maja Mitkevitsj, koma aftur til íslands til að taka niður sýninguna og fara með hana heimleiðis á ný. - Við hjónin höfum Iengi haft áhuga á trúarlegri list, bæði myndlist og tónlist og eigum 7 íkon sem við keyptum þegar við dvöldum í Bandaríkjunum, segir Helgi H. Jónsson þegar hann var búinn að fá sérfræð- ingana til að skoða sínar myndir. - Ég er margs vísari eftir þessa skoðun, en íkon okk- ar eru öll frá 18. og 19. öld og með ýmsu myndefni, segir Helgi ennfremur. - Þær hik- uðu ekki því um leið og þeim var sýnd mynd gátu þær strax sagt hvaða myndefni hver og ein mynd túlkaði, úr hvaða efni og frá hvaða tíma og skóla myndimar voru og í hvernig ástandi þær voru en þær höfðu túlk sér til aðstoðar svo að samskiptin voru vand- ræðalaus. Túlkurinn heitir Sergei Gunschin. Skoðunin fór fram í fyrirlestrasal Lista- safnsins og fengu menn númer og biðu þar til að þeim kom. Á meðan var boðið upp á kaffi og konfekt. Menn tóku tal saman um daginn og veginn, væntanlegt forsetakjör og fleira, hleruðu hver annan um myndir sínar og hvernig þeir hefðu eignast þær og mynd- aðist brátt hugguleg kunningjastemmning þarna í kjallara Listasafnsins. Davíð Scheving Thorsteinsson var með eina mynd sem hann sagðist hafa keypt hjá Bröste í Kaupmanna- höfn en sá hafði talsverð viðskipti við Rússa á árum áður, komst yfir íkon í nokkrum mæli sem hann fékk líklega í vöruskiptum og síðan seldi hann þau á Kastrup-flugvelli, sem Danir vilja nú kalla Kaupmannahafnar- flugvöll. Davíð sagðist hafa keypt þetta meira til gamans fyrir einum 20 árum, þetta væri eina íkon hans og hann hefði ekki hug á að gerast sérstakur safnari. Færri komust að en vildu þegar sérfræðingar frá Rússlandi buðust til að skoða og ákvarða aldur íkona í eigu íslendinga. Jóhannes Tómasson brá sér í Listasafnið og fylgdist með skoðun sérfræðing- anna á íkonum í eigu íslendinga. Gunnar Eyjólfsson leikari sagðist hafa fengið sína mynd í arf: - Það var íslenskur listamaður, Lárus Ingólfsson, sem átti þessa mynd og systur hans gáfu mér hana eftir hans dag, en Lárus hafði sjálfur komist yfir þessa mynd í Rússlandi, sagði Gunnar. - Hann var á námskeiði austur þar og minnt- ist eitthvað á að hann hefði áhuga á að eign- ast íkon. Menn eyddu þessu og sussuðu á hann en stuttu síðar kom að máli við hann Morgunblaðið/Kristinn ÞÆR Tatjana Koltsova og Maja Mitke- vitsj skoðuðu og ákvörðuðu aldur á íkonum í eigu íslendinga. gamall leikari og gaf honum blaðabunka. Það er eitthvað hart í bunkanum. Þú skalt ekki opna hann fyrr en þú kemur á hótelið, hafði hann sagt við hann og þegar Lárus gerði eins og fyrir hann var lagt kom þetta íkon úr pakkanum. Þegar Lárus bauð honum borg- un vildi Rússinn ekki heyra á það minnst og sagði að sér væri ánægja ef leikhúsmaður vildi eiga myndina. Myndinni var síðan kom- ið úr landinu í diplómatapósti árið 1935. Gunnar sagðist líka eiga grískt íkon og sagði þetta fallega list - fallegt íkon skemm- ir ekkert heimili, sagði hann og varð nokkuð ótt og títt litið á klukkuna þar sem nú stytt- ist mjög í að hann ætti að vera kominn upp á svið í Þjóðleikhúsinu. Hann fékk því að skjótast fram fyrir næstu menn í númerðari röðinni og sagði sérfræðingunum hvernig hann hafði fengið myndina. Þær höfðu eftir- farandi um hana að segja: Myndefnið er María mey með barnið og á að vera hjálp fyrir konur í meðgöngu og er getið um það í áletrun neðst á myndinni. Hún er frá síðari hluta 19. aldar og er frá Mið-Rússlandi. Myndin sjálf er olíumynd undir koparhlíf sem upphaflega var silfruð, máluð beint á viðinn og er gerð hennar ekki alveg í samræmi við hefðbundna íkonalist Rússa. Hún er fremur máluð undir áhrifum frá venjulegri myndlistarhefð, en kirkjan lagðist gegn því að íkon væru þannig gerð. Neðst á myndinni var silfurhlíf eða skjöldur sem hefur nánast eyðst af vegna mikillar notkunar og þarfnast myndin nokkurrar við- gerðar sem aðeins er á færi sérfræðinga. Gunnar sagðist ekki hafa í hyggju að senda myndina í viðgerð - enda þyrði hann ekki að senda hana úr landi - og var þar með rokinn í leikhúsið. Bera Nordal sagði að hugs- anlegt væri að Listasafnið myndi kanna hvort hægt yrði að fá hingað til lands sérfræðing frá Moskvu til að líta á íkon í eigu íslend- inga sem lagfæra þyrfti ef áhugi væri fyrir hendi hér. - Mér kom þessi mikli áhugi verulega á óvart og þess vegna hefur þegar verið ákveð- ið að þær skoði íkon á ný þegar þær koma hingað í mars og geta þá þeir sem ekki kom- ust að nú fengið tækifæri þá. Flest íkonin sem þær skoðuðu voru frá 18. og 19. öld og frá því um síðustu aldamót en einhver frá um 1800 og sögðu þær að meðal þeirra væru einir þrír eða fjórir safngripið, sagði Bera Nordal að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.