Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR frá Bóndastöðum, Seyðisfirði, sfðast Smáratúni 13, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni 29. janúar. Reynir Valgeirsson, Valdís Valgeirsdóttir, Örn Jónsson, Sigríður Gfsladóttir, barnabörn og langömmubörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR B. JÓNSSON, Sólbergi, Bolungarvfk, lést á heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þann 28. janúar sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fríða Pétursdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Björgvin Bjarnason, Ása Guðmundsdóttir, Georg Karonina, Jón Guðni Guðmundsson, Guðríður Guðmundsdóttir, Ragna Guðmundsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Magnús Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. AUÐURH. ÍSFELD + Auður H. ísfeld fæddist 2. maí 1917 á Tungu í Fá- skrúðsfirði. Hún andaðist á Hrafn- istu í Hafnarfirði 21. janúar sl. For- eldrar hennar voru hjónin Hólmfríður Björnsdóttir, f. 1884, d. 1988, og Halldór Pálsson, bóndi og kennari, f. 1887, d. 1967. Þau bjuggu lengst af í Nesi í Loðmundar- firði og ólst Auður þar upp. Bræður Auðar voru Leifur, frummótasmiður, f. 1918, d. 1990, og Björn, gull- smiður, f. 1920. Auður giftist 25. júlí 1942 Jóni Kr. Isfeld, presti og rithöfundi, f. 5. sept- ember 1908, d. 1. desember 1991. Sonur þeirra er Haukur Isfeld, kennari í Reykjavík, f. 29. apríl 1943. Hann er kvæntur Kristinu Guðmundsdóttur ís- feld, kennara, f. 28. febrúar 1944. Þeirra synir eru: Lárus ísfeld, f. 1971, háskólanemi í Bandaríkjunum í sambúð með Kristínu Björgu Gunnarsdóttur, Jón Haukur ísfeld, f. 1972, verslunar- maður, og Guð- mundur Fjalar ís- feld, f. 1977, menntaskólanemi. Fósturdóttir Auðar og sr. Jóns er Auð- ur Björnsdóttir, sölustjóri Sam- vinnuferða-Land- sýnar, býr í Garðabæ, fædd 24. apríl 1949. Hún var gift Mogens Aasted og er dóttir þeirra Eva Aasted, f. 1972, nemi. Sr. Jón vígðist að Hrafnseyri við Arnarfjörð og bjuggu þau hjón þar til 1943, síðan á Bíldu- dal til 1960, þá að Bólstað í Austur-Húnavatnssýslu til 1970 og í Búðardal til 1975. Þá fluttu þau til Reykjavíkur er sr. Jón hætti föstu embætti. Síðustu ár sín bjuggu þau á Hrafnistu í Hafnarfirði. Utför Auðar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. t Ástkær faðir okkar, bróðir og mágur, SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 17-21, Sandgerði, áður búsettur í Kaupmannahöfn, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja laugardaginn 27. janúar sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 14.00. Lauritz Sigurðsson, Margret Breiðfjörð, Ingveldur Guðmundsdóttir, Sighvatur Gíslason, Ingvar Guðmundsson, Hera Ólafsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Ólafur Þorvaldsson, Jórunn Guðmundsdóttir, Ólafur Gunnlaugsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðbjörn Ásbjörnsson. t Elskuleg systir okkar, KRISTÍN SNÆHQLM HANSEN, Hamrahlíð 21, lést fimmtudaginn 25. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 31. janúar, kl. 15.00. Þeim, er vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Systkini hinnar látnu. t Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUNNLAUGSSON, Miðleiti 1, lést í Borgarspítalanum 23. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Rodolphe Giess, Elínborg Stefánsdóttir, Sonja Ingvadóttir og barnabörn. t Elskulegi sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BERGUR HJARTARSON, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði, sem lést á heimili sínu mánudaginn 22. janúar, verður jarðsunginn frá Hafn- arfjaröarkirkju fimmtudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Rannveig Wormsdóttir, Hrafnhildur Bergsdóttir, Þröstur Júlíusson, Sveinbjörg Bergsdóttir, Egill Strange, Halldóra Bergsdóttir, Hafsteinn Sævarsson, barnabörn og systkini hins iátna. í DAG verður tengdamóðir mín, Auður H. ísfeld, jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún lést í Hrafnistu í Hafnarfirði 21. janúar sl. eftir löng og erfið veikindi. Á sjúkradeild Hrafnistu dvaldist hún síðustu æviár sín við einstaka hlýju og alúð starfsfólksins þar. Það var okkur mikill styrkur að vita hana í svo kærleiksríkum höndum. Skulu hér færðar innilegar þakkir fyrir þá frábæru umönnun. Auður ólst upp í Nesi í Loðmund- arfirði og átti þaðan margar af sín- um ljúfustu og bestu minningum. Hugur hennar leitaði oft austur og á engum stað hafði hún eins miklar mætur enda talaði hún oft um fjörð- inn sinn fagra og sagði þá gjarnan „heima á Nesi“. í æsku tileinkaði hún sér afar sterka trú og hélt henni æ síðan. Hún lifði eftir þeirri kenningu að af öllum dyggðum væri kærleikur- inn æðstur og lét hún samferðafólk- ið á vegferð lífsins óspart njóta hans. Hún var alla tíð fórnfús og hjálpsöm svo af bar og kom það sér einkar vel í hlutverki húsfreyju og eiginkonu prests á heimili þar sem margir komu m.a. til að leita stuðn- ings og aðstoðar í ýmsum raunum og erfiðleikum. Þá lifði hún einnig eftir hugsjónum hins sanna ung- mennafélagsanda, var drenglynd, heil og sannorð, unni landi og þjóð og hryggðist í hvert sinn er henni þótti blettur falla á annað hvort. Hún mat bindindishugsjónina mikils og lagði henni lið eftir föngum. Tengdamóðir mín hafði sérlega fág- aða og fínlega framkomu og vand- aði orðfar sitt svo að aldrei heyrðist af hennar munni ljótt orð. Frá Auði geislaði hlýja og velvild til allra sem hún umgekkst hverrar stéttar eða stöðu sem þeir voru. Vegna allra sinna góðu eiginleika var hún elskuð og virt af þeim sem kynntust henni. Ung lærði Auður að leika á orgel og hafði mikla ánægju af því enda hljómelsk og hafði fagra söngrödd. Henni var fleira til lista lagt. Hún málaði olíu- og vatnslitamyndir, orti kvæði og vísur og var mikil hannyrðakona. Allt þetta gerði hún í þeim stopulu tómstundum er hús- móður gáfust frá heimilisstörfum á heimili þar sem var afar gest- kvæmt. Heimilið var starfsvett- vangur hennar. Þar voru snyrti- mennska og hreinlæti í hávegum höfð enda virtist hún oftast vera að þrífa og þvo. Hún var lengst af frá og létt á fæti og sást gjarnan hlaupa um til að þrífa og fegra heimilið. Hún lagði sig fram við að taka vel á móti öllum sem að garði bar og veita af rausn bæði af líkam- legri og andlegri fæðu. Þegar ég kynntist tengdaforeldr- um mínum fyrir rúmum þremur áratugum tóku þau mér strax fagn- andi eins og ég væri þeirra eigin dóttir. Þau sýndu mér alla tíð sömu tryggð og hlýju og fæ ég þeim það seint fullþakkað. Þau létu sér ein- staklega annt um syni okkar og innrættu þeim margt fallegt sem hefur reynst þeim gott veganesti. Strákunum leið hvergi betur en hjá afa og ömmu og sóttu mikið eftir því að fara til þeirra og dveljast þar sem lengst. Ég kveð Auði, tengdamóður mína, með innilegri þökk fyrir allt sem hún var mér og fjölskyldu minni. Ég veit að hennar bíður sá bjarti heimur sem hún trúði svo statt og stöðugt á að tæki við af jarðvistinni. Þar veit ég að við eigum eftir að hittast aftur. Ég þakká tengdamóður minni samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Kristín G. ísfeld. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, KRISTJÁN BOGI EINARSSON, Sléttahrauni 34, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á hjúkrunarþjónustu Karitas, sími 551 5606. Sólveig Haraldsdóttir, Einar Kristjánsson, Bianca Thomsen, Sólveig Kristjánsdóttir, fris Kristjánsdóttir, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Erla Ýr Kristjánsdóttir, Óðinn Ásgeirsson, Dóróthea J. E. Eyland, Ólafur G. Einarsson og barnabörn. Við munum. Dymar ljúkast upp. Fyrir innan stendur afi. „Eruð þið komnir að heimsækja okkur elsku kallamir?" Hann faðmar okkur að sér og kyssir okkur létt. Við göngum inn. Þar stendur hún, konan sem á skilið eins mikla ást og væntumþykju og við getum gefið henni og í raun miklu meiri en við getum nokkurn tímann veitt henni. Hún stendur þar með afþurrkunarklút í hendinni. Þegar hún sér okkur ljómar andlit hennar og bros hennar hlýjar okkur sem komum inn úr kuldanum. Henni þyk- ir vænt um okkur. Hún leggur frá sér afþurrkunarklútinn og breiðir út faðminn og það stafar jafnvel meiri birta frá henni núna. Þúsund sólir gætu ekki veitt meiri hlýju en hún. Hún gengur á móti okkur. „Elsku kallarnir mínir, eruð þið bara komnir að heimsækja afa og örnrnu?" Hún vefur örmum sínum utan um okkur, lykur um okkur hlýju. Einstakri hlýju, svo einstaklega sannri hlýju. Hlýja beint frá hjartanu. „Eruð þið svangir vinimir? Á ég ekki að finna eitthvað handa ykkur?“ Svo gerir hún það. Hún þarf ekki að spyija, hún gerir það samt. Svo hefst veislan. Sögur úr skólanum og lífinu fljúga yfir matarborðið og blandast saman við kræsingarnar. Hún hlustar á allt, sýnir öllu áhuga því að henni þykir vænt um okkur. Eftir veisluna tekur við hvíld hjá okkur, en hún heldur áfram að bjástra í eldhúsinu og íbúðinni allri. Afi segir sögur úr sinni bernsku, miðlar okkur lífsreynslu sinni. Hún gengur um íbúðina og dustar af ný- fallið rykið. Og þó að hún sitji ekki hjá okkur og sé jafnvel í hinum enda íbúðarinnar er hún samt hjá okkur. Svo undarlega nálægt okkur og ná- lægð þeirra beggja Iætur okkur líða svo vel. Allt er svo öruggt. Því þau eru þarna. Væntumþykja þeirra umlykur okkur. Við reynum að end- urgjalda hana eftir fremsta megni. Síðan tekur við nýr áfangi. Árin færast yfir með öllum sínum þunga og alvöm. Allt í einu þurfum við að endurgjalda aila þessa væntumþykju ömmu okkar. Sú væntumþykja sem hún gaf okkur verður seint endur- goldin, en við reynum. Við reynum að hjálpa henni eins og hún hjálpar okkur ef eitthvað bjátar á. En upp fyrir okkur rennur ljós. Við erum ekki eins sterkir og hún. Við höfum ekki eins mikla væntumþykju inni í okkur. Hún er einstök. Ef hún gæti kennt öllum að hafa inni í sér jafn mikinn kærleika og hún hefur í sínu hjarta yrði ekkert slæmt eftir í heim- inum. Hún kennir okkur þetta en við verðum aldrei fullnuma. Við verðum aldrei eins og hún. En nú reynum við að miðla okkar væntumþykju eins og við getum og hún tekur við henni. Enn einn áfanginn tekur við, sá óumflýjanlegi, sá síðasti sem við þekkjum. Og hann hefur tekið við núna. Þetta er enginn endir á ferð. Þetta er bara langur áfangi af ferð- inni löngu, lífinu. Það er engu lokið núna. Hún á ennþá skilið alla okkar væntumþykju og hlýhug. Það verðum við nú hvort tveggja að sýna minn- ingu hennar. Og hún er ekki bara minning um ástkæra ömmu því að hún lifir innra með okkur ásamt afa. Þau lifa saman í hjörtum okkar. Þess vegna er þetta skrifað í nútíð en ekki í þátíð. Því að þau lifa. Lárus, Jón Haukur og Guðmundur Fjalar. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR H9TEI LIIFTLEIIIIIt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.