Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 31 RÍKHARÐ ÓTTAR ÞÓRARINSSON + Ríkharð Óttar Þórarinsson, starfsmaður í Breska sendiráðinu, var fæddur í Kefla- vík 26. júlí 1944. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 23. janúar sl. Foreldrar hans voru hjónin Þórar- inn Guðmundsson leiksviðsmaður, fæddur 2.5. dáinn 11.8. 1991, og Fanney Guðmunds- dóttir húsmóðir, fædd 15.11. 1910, dáin 5.6.1980. Systkini Ríkharðs voru María Erla, fædd 2.10. 1931, dáin 21.6. 1934, Guðmundur Þ., fæddur 21.6. 1933, dáinn 15.8. 1933, Þórhallur E., fæddur 2.6. 1935, og Þóra Hafdís, fædd 30.5. 1938. Ríkharð kvæntist 5.6. 1965 Kristínu Breiðfjörð Krist- mundsdóttur, fædd 18.9. 1944 á ísafirði. Foreldar hennar eru Kristmundur Breiðfjörð Bjarnason, áður bifreiðasljóri, fæddur 24.1. 1914, og Kristín Bjarney Ólafsdóttir, ljósmóðir, fædd 21.2. 1922. Rikharð og Kristín eignuðust 3 börn. Þau eru: 1) Krist- mundur Breiðfjörð, fæddur 18.9. 1965, kvæntur Ernu Sylv- íu Arnadóttur, fædd 29.1. 1968. Þeirra synir eru Arni Hrafn, fæddur 30.3. 1993 ,og Elvar Ingi, fæddur 16.9. 1994. 2) Kristín Ósk, fædd 9.7. 1968, hennar maki er Gunnar Þór Högnason, fæddur 1965. 3) María Erla, fædd 1975. Ríkharð bjó til 6 ára aldurs í Keflavík, er hann fluttist með foreldrum sínum til Hafnar- fjarðar og síðar til Reykjavíkur. Hann fór snemma til sjós, seinna réðst hann til Þjóðleik- hússins sem leiksviðsmaður. Síðustu 12 árin hefur hann ver- ið starfsmaður hjá Breska sendiráðinu. Útför Rikharðs fer fram frá Breiðholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. HANN tengdafaðir minn er látinn. í gegnum tíðina hef ég oft skrifað honum nokkrar línur. Eins ætla ég að gera nú. Hugurinn kallar fram ótal minningar. Tíminn mun milda þær og gera ljúfar, en í dag eru þær svo sárar. Betri tengdaföður gat enginn ósk- að sér. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð minni frá fyrsta degi, sem og annarra í fjölskyldunni. Hann var aldrei áhorfandi að lífi okkar, heldur virkur þátttakandi í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann hafði brennandi áhuga á því sem við gerðum dag frá degi, hversu smátt sem það nú var. Eg átti í honum mikinn félaga og vin, sem ég sakna sárlega, eins og fjölskyldan öll. Hann átti svo auðvelt með að slá á létta strengi og gera grín að hversdags- leikanum þegar svo bar við, ekki síður en taka á vandamálunum þeg- ar þau komu upp. Litlu afastrákarnir skilja lítið hvað um er að vera. Þeira sakna hans sárlega en vita ekki hvað dvelur afa. Við eigum margar sögur að segja þeim þegar fram líða stundir. Allt þetta bar svo brátt að og gerðist svo snögglega. Með tímanum sættumst við á fjarveru hans og vit- um að hann er með okkur. Minning hans mun alltaf lifa með okkur og leiða gegnum komandi tíma. Hvíl hann í friði. Erna Sylvía. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrimur I. Hallgrímsson.) Þetta ljóð skáldsins hefur leitað á huga okkar síðustu daga, eftir að okkur bárust þær sorgarfregnir að tengdasonur okkar hafði fengið hjartaáfall sem hann lést af fjórum dögum síðar. Þegar við horfum til baka þá minnumst við allra góðu stundanna sem við áttum saman, því hann var mjög hugsunarsamur við okkur og sér eldri. Hann var einstakur við sína foreldra og ekki síst þegar jiau misstu heilsuna. Það var aðdáunarvert. Haddi, eins og við kölluðum hann, var mikill heimilisfaðir og hugsaði vel um sína fjöískyldu og naut sam- veru með eiginkonu og börnum. Þegar tengdabörnin komu til sög- unnar, tók hann þeim opnum örmum og litlu sonarsynirnir voru sólargeisl- arnir í lífi hans. Við minnumst þess að sunnudaginn áður en þetta dundi yfir, komu þau hjónin akandi upp á Akranes í heimsókn til okkar með eldri sonarsoninn. Og hér áttum við ánægjulega stund saman. Hann hafði haft orð á því við okkur, að langt væri síðan við sáumst síðast, en það var nú ekki langur tími, því við vorum hjá þeim og börnum þeirra um síðustu jól. Þetta lýsir best hug- ulsemi hans. Þú ert eins og náttúran vildi, að þú værir vöxt þinn hindraði aldrei neinn. Allir vegir voru þér færir, viljinn sterkur og hreinn. Þrunginn krafti, sem kjarnann nærir, klifrar þú djarfur og einn, léttur í spori, líkamsfapr. Lund þín og bragur er heiðskir dapr, frjálsbomi fjallasveinn. (Davíð Stefánsson.) Elsku Kiddý, Bubbi, Kristín Ósk, María Erla, Erna, Gunnar og barna- börn. Guð styrki ykkur öll. Tengdaforeldrar. Hvað er unnt að segja þegar maður hefúr misst bezta vin sinn fyrir fullt og allt? Þessi örfáu orð eru í minningu Ríkharðs Þórarinssonar, hins sann- kristna manns sem lifði og starfaði samkvæmt þeirri kenningu sem prédikuð er, og okkur hinum lægri mennsku mönnum er ætlað að lifa og starfa eftir. Á þessum síðustu dögum, þegar fólk hugsar eingöngu um eigin hags- muni, fjármunalegan hagnað og kærir sig kollótt um vini og granna, og ýtir öllum til hliðar, stóð Rikki (eins og við öll kölluðum hann) upp úr eins og viti; leiðarljós fyrir með- bræður sína sem ráfuðu um í myrkri vanþekkingar og lýsti þeim með góðu fordæmi öðrum til eftirbreytni. Hann var harðduglegur, heiðarlegur, ætíð hjálpfús og síbrosandi. Hann skilaði fullum mæli fyrir þau laun er hann uppskar, og erum vér þess fullviss, að skarð það, er hann skilur eftir, verði erfitt að fylla hér á þess- ari jörð - ef það er þá mögulegt. Yngsti sonur minn og ég höfum ríka ástæðu til að vera Rikka og konu hans, Kristínu, mjög þakklát. Þau hjálpuðu mér á erfiðleikatímum í lífi mínu og veittu mér stuðning og kærleik þegar ég þurfti á því að halda. Sjálf færði ég hina æðstu fórn fyrir tæpum tveim árum, þegar það versta sem getur hent nokkurt for- eldri henti mig þá er ég missti minn ástkæra son mjög skyndilega. - Líf- ið verður aldrei hið sama á ný, en með ást og stuðningi frá slíkum vin- um hefur okkur tekist að lifa þetta af og halda áfram. Ég hugsa sem svo, að sonur minn ásamt fjölskyldu sinni og ættingjum hafi beðið eftir Rikka er hann kom yfir móðuna miklu. Vonandi halda þeir báðir áfram sínum venjubundnu prakkarastrikum handan við huluna. Þeir voru frímúrarabræður og áttu margt sameiginlegt. Báðir voru þeir skínandi fordæmi síns kynstofns og grundvallarreglna. Kristín, Kristín Ósk, María Erla og Kristmundur, kærieiksríkar hugsanir okkar eru með ykkur á þessum degi. Babs og Helgi. Andlát Ríkharðs Óttars Þórarins- sonar hinn 23. þessa mánaðar var óvænt og bar brátt að. Hann veikt- ist skyndilega á heimili sínu að kvöldi þess 18. og komst ekki til meðvit- undar eftir það. Hann varð ekki nema 51 árs gamall, hann Rikki, eins og við kölluðum hann, frænd- fólkið hennar Kiddýjar, frá því hann kom í fjölskylduna fyrir rúmum þijá- tíu árum. Hver maður, og fjölskylda, verður að finna sinn eigin takt í lífinu; ham- ingja manns veltur á, að það takist. Kiddý og Rikki voru samstiga, og nutu þess m.a. í þremur börnum sín- um. Þau eldri, Kristmundur og Krist- ín, búa búum sínum; Kristmundur er giftur Ernu Árnadóttur og Kristín býr með Gunnari Högnasyni. María Erla er í foreldrahúsum. Barnabörn- in tvö, Árni Hrafn og Elvar Ingi Kristmundarsynir, eru sólargeislam- ir í fjölskyldunni. Á unglingsárunum og fram um tvítugt var Rikki á strandferðaskip- unum og síðar á varðskipunum. Hann kom því af og til á ísafjörð, þar sem þau Kiddý hittust. Hún fæddist þar og ólst upp með systkin- um sínum, Lóló og Svavari, hjá for- eldrum þeirra, Kristínu.Ólafsdóttur, Ijósmóður, og Kristmundi Bjarnasyni vörubílstjóra. Kiddý og Rikki giftust árið 1965, og hófu búskap í Hvassaleitinu, heima hjá foreldrum hans, Þórami og Fanneyju. Um það leyti hætti hann á sjónum og hóf að starfa í Þjóðleikhúsinu, með föður sínum, sem sviðsmaður. Eftir nokkur ár skipti hann um og gerðist starfsmað- ur breska sendiráðsins, þar sem hann starfaði síðan. Jafnframt hinum daglegu störfum sinnti Rikki félagsmálum. M.a. lagði hann sitt af mörkum til safnaðar- starfs Breiðholtssóknar, en þangað upp eftir fluttu þau Kiddý þegar þau hófu eigin búskap. Söfnuðurinn var ungur í þá daga, og í mótun, og var að byggja kirkju. Rikki settist í sókn- arnefnd 1983 og átti þar sæti til dauðadags. Fjölskylduböndin milli systkin- anna frá efri bænum í Furufirði, barna Ólafs Samúelssonar og Guð- mundínu Einarsdóttur, eru sterk, og liggja þau yfir um okkur, börn þeirra. Svo er einnig um þá, sem hafa mægst fjölskyldunni. Rikka leið vel í þessum hópi, og ekki eru liðnar nema þijár vikur, síðan hann lék á als oddi í hinni árlegu matarveislu á þrettándanum hjá Kristjáni, móð- urbróður okkar Kiddýjar, og Sigríði, konu hans. Rikki var aufúsugestur á heimili foreldra minna, Ingu og Sigurðar, á Kópavogsbrautinni. Þar er söknuður vegna þessa óvænta fráfalls vinar. Inga og Sigurður, við Hulda Björg, Anna Margrét og Ólafur Atli, og fjölskyldur okkar erum þakklát fyrir samfylgdina og hugsum til Kiddýjar, barna hennar og fjölskyldu á þessari stundu, og tökum þátt í sorg þeirra. Haukur Sigurðsson. Þegar mér barst fregnin um að besti vinur minn, Ríkharð, hefði fengið hjartaáfall að kvöldi 18. jan- úar, laust miður þungum harmi í bijósti mér. Ríkharð lést síðan að morgni 23. janúar. Ég kynntist Ríkharð fyrir tæpum sjö árum þegar ég byijaði að starfa hjá breska sendiráðinu. Við Rikki, eins og hann var alltaf kallaður af sínum vinnufélögum í sendiráðinu, urðum strax miklir vinir. Rikki var frábærlega skemmtilegur og alltaf var stutt í grínið. Hann sagði mér frá mörgum skemmtilegum atburð- um sem hann hafði lent í um ævina. Ég minnisl Ríkharðs sem trausts og hlýs vinar. Hann var góður hlust- andi og alltaf tilbúinn að hjálpa manni. Hann sá ávallt skemmtilegu hliðarnar á öllum málum. Rikki var einstaklega vel liðinn af vinnufélög- um sínum og hafa samúðarkveðjur borist víða erlendis frá. Rikki var með eindæmum vinnusamur, mætti snemma morguns og vann fram á nótt ef þess þurfti. Rikki var vinur allra og hann átti einstakt lag með að nálgast börn. Ég sakna þess að geta ekki átt von á því að sjá Rikka koma gang- andi inn á skrifstofuna vel tilhafðan og eiga með honum fund yfir kaffi- bolla á stað þar sem við áttum góð- ar 'stundir. Einna eftirminnilegast er mér hvað hann hugsaði vel um föður sinn, sem hann heimsótti daglega, en Þóarinn lést 1991. Það var mik- ill gestagangur á heimili Rikka og komu tengdaforeldrar hans oft í heimsókn af Skaganum. Að leiðarlokum þakka ég dýr- mæta og ógleymanlega samveru síð- ustu sjö árin. Engum manni hef ég kynnst sem á svo einstæðan og ein- lægan hátt gaf bæði kærleik og visku. Að hafa átt Ríkharð Óttar Þórarinsson að vini er hlutur sem ég fæ aldrei fullþakkað. Ég mun sakna þín. Ég votta hans góðu konu, Krist- ínu, börnum þeirra og fjölskyldu mína dýpstu samúð, en minningin um þennan góða mann mun aldrei gleymast. Orn Valdimarsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Það er ekki létt verk fyrir okkur systkinin að kveðja hann Rikka, eins og við kölluðum hann, sem okkur þótti svo vænt um. Því minningarnar eru margar á mörgum árum og allar eru þær á einn veg. Það er sárt að horfast í augu við að dauðinn hefur höggvið skarð -í þann garð ættingja og vina sem okkur þykir vænst um. Öll vorum við harmi slegin þegar við fengum þessar fréttir. Margs er að minnast frá samveru- stundum við Rikka og fjölskyldu hans og ekki spillti fyrir hvað hann eignaðist yndisleg tengdabörn og barnabörn. Glaðværð og mikil samheldni ein- kenndi þessa fjölskyldu. Alltaf var okkur tekið opnum örmum, sem ein- um úr fjölskyldunni. Eitt af mörgum góðum einkennum Rikka var að hann gaf sér alltaf tíma til að setj- ast niður og spjalla um allt milli himins og jarðar. Og oft var mikið hlegið. Fyrir kom að maður kom í heimsókn leiður eða niðurdreginn en alltaf fór maður glaður og ánægður út. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Kiddý, Bubbi, Kristín Ósk, María Erla, Gunni, Erna Sylvía, Árni Hrafn, Elvar Ingi, afi og amma. Með þessum fátæklegu kveðjuorð- um sendum við okkar einlægustu samúðarkveðjur. Það er alltaf sárt að kveðja sína nánustu. ■ En finna má huggun í því að minningin um góðan mann lifi. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. G_uð geymi ykkur öll. Ólafur Einar, Berglind, Sigrún Jóna og fjölskyldur. I dag verður til moldar borinn Ríkharð Þórarinsson, vinur okkar og nágranni í rúm 20 ár. Rikki, eins og við kölluðum hann okkar á milli, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 23. janúar aðeins 51 árs að aldri. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því að Rikki sé dáinn því það er svo stutt síðan við vorum að skemmta okkur saman heima hjá Siggu og Stjána. Þá var Rikki í ess- inu sínu, sagði brandara og lék á als oddi. Líkamsástand hans bar þá aðeins á góma, en hann sagðist við hestaheilsu, hefði að vísu verið með gigt en fengið lyf og liði nú vel. Kynni okkar Rikka hófust 1973 er við fluttum suður. Þau Kiddý og Rikki bjuggu þá á Maríubakkanum og við vissum hvert af öðru fyrstu 10 árin en 1983 urðu kynni okkar nánari þegar við fluttum í sömu blokkina. Urðum við þess aðnjótandi að eiga margar ánægjustundir með þeim hjónum, bæði á heimili þeirra og utan. Mesta hamingja Rikka í lífinu var hún Kiddý, þessi elska, voru hans orð um hana. Hann hafði orð á því síðast þegar við hittumst að ekki væru allir jafn hamingjusamir og heppnir og þau Kiddý að eiga svo góða og samhenta fjölskyldu eins og þau. Rikki fór ungur að vinna, fyrst sem messagutti á varðskipi og síðan sem háseti. Þegar hann kom í land fór hann að vinna sem leiksviðsmað- ur í Þjóðleikhúsinu fram til ársins 1983 að hann gerðist starfsmaður breska sendiráðsins hér í Reykjavík. Rikki lét einnig félagsmál til sín taka, hann starfaði í Breiðholtssókn í fjölda ára og það starf rækti hann af alúð og kostgæfni eins og honum var í blóð borið. Rikki var alltaf tilbú- inn að gefa af sér hið góða og hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Um það veit ég að allir eru mér sammála. Við kveðjum þig nú í hinsta sinn en i huga okkar verður þú aldrei langt í burtu. Elsku Kiddý og fjöl- skylda, við sendum ykkur innilegar^ samúðarkveðjur á þessari stundu. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Sæbjörn og Rannveig. Ævi manns er sem örstutt stund, þegar litið er til baka, þó er hún mislöng, svo fór fýrir Ríkharði Þór- arinssyni sem var burtkallaður úr þessum heimi þriðjudaginn 23. þ.m. Ríkharð Þórarinsson hefur verið í sóknarnefnd Breiðholtssafnaðar óslitið frá 1983. Við í sóknarnefnd--*- inni urðum harmi slegin er við heyrð- um þessa sorgarfregn, því ekki var aldrinum fyrir að fara, maður á besta aldri og hafði ekki kennt sér meins fram að þessum tíma. Það á ekki af okkur að ganga í sóknarnefnd Breiðholtssafnaðar. Fyrir tæpum tveimur árum sáum við á bak Móses Aðalsteinssyni og nú Ríkharð Þórarinssyni. Það er því stutt stórra högga á milli er tveir af okkar ágætu sóknarnefndar- mönnum hafa látist á skömmum tíma. Móses var formaður sóknarnefnd- ar er hann lést, en Ríkharð varafor- maður. Það kom því í hlut Ríkharðs að taka við formennsku að Móses-— látnum, fram að næsta aðalfundi. Fleiri trúnaðarstörfum sinnti Rík- harð fyrir Breiðholtssöfnuð. Hann var lengst af safnaðarfulltrúi og það var sama hvað hann tók að sér að gera, allt var unnið af trúmennsku og samviskusemi. Ríkharð kom mér fyrir sjónir sem dulur maður, vandaður til orðs og æðis, það stafaði frá honum hlýju og elskusemi til samferðamanna. Við í sóknarnefnd Breiðholtssafnað- ar sjáum á bak einum okkar ágæt- asta félaga til margra ára. Hann er kært kvaddúr með heilli þökk og við biðjum honum blessunar á nýjum lífsbrautum. Kristínu eiginkonu hans, börnun^ og öðrum ástvinum færum við innf- legustu samúðarkveðjur og hugheil- ar blessunaróskir um alla framtíð. F.h. sóknarnefndar Breiðholts- safnaðar, Vigdís Einarsdóttir. Sérfræðingar í Mómuskrryliiigtim við öll tækifæri [J) blómaverkstæði ttlNNA* Skólavörðustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.