Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 48
 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK SH gerir stóran samning um sölu á frystri loðnu til Japans Samið um sölu á 20 þús. tonnum GENGIÐ hefur verið frá einhveij- um stærsta sölusamningi á frystri loðnu í sögu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Samningaviðræð- um við japanska kaupendur lauk nýlega og hafa þeir skuldbundið sig til þess að kaupa allt að 20 þúsund tonn af loðnu á komandi vertíð. Loðnuverð er nú um 6 til 17% hærra í japönskum jenum en í sarriningum SH í fyrra. Gengi jap- anska jensins hefur lækkað um 9% milli ára miðað við ísl. krónuna þannig að raunhækkun í ísl. krón- um er að meðaltali 3%. íslenska loðnan er smá og því hafa Japanir aðallega keypt loðnu frá Kanada og Noregi. Veiðar við Noreg eru nú bannaðar vegna slaks ástands loðnustofnins í Bar- entshafi og við Kanada liggja veið- ar einnig nær alveg niðri af sömu sökum. Islenska smáloðnan virðist vera að festa sig í sessi, þegar sú stærri er nær horfin af markaðnum og útlit er fyrir að neysla á loðnu sé að aukast í fyrsta skipti í lang- an tíma. Loðnuveiðar virðast nú vera að komast á skrið út af Austfjörðum. Nokkur hrognafylling er komin í Innflutningur á loðnu tllJapans 1988-1995 □ Frá Kanada m Frá Noregi Frá Islandi Frá Öðrum '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Heimild: Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hana og gæti frysting fyrir Japani hafizt í fyrrihluta febrúar. ■ SH semur um 20.000/Bl Samstarf ráðuneytis, banka, lífeyrissjóða, stéttarfélaga og fleiri Ráðgjöf um fjármál heimila BORGARRÁÐ samþykkti í gær að Reykjavíkurborg myndi taka þátt í tilraunaverkefni til tveggja ára sem kallast Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna, en stofan á að starfa á ábyrgð og undir for- ystu félagsmálaráðuneytisins. Auk ráðuneytisins standa að Ráðgjafarstofunni bankar, sveit- arfélög, lífeyrissjóðir, stéttarfélög og fleiri og er markmiðið m.a. að aðstoða fólk með fræðslu og ráð- gjöf til að minnka greiðslubyrði Tiilögur sjálfstæðismanna í borgarstjórn Skattalækkun og sparnaður SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjóm Reykjavíkur hafa kynnt tillögur sem fela í sér nær 600 milljóna króna skattalækkun og 700 milljóna króna sparnað í rekstri borgarinnar miðað við þá fjárhagsáætlun sem R-listinn hefur lagt fram fyrir 1996. Einnig gera tillögur sjálfstæðis- manna ráð fyrir 130 milljóna króna lækkun skulda borgarinnar. Annar fundur um karfa í febrúar EKKI náðist samkomulag um skiptingu úthafskarfastofns- ins á Reykjaneshrygg á fundi Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar (NEAFC) I London í gær. Hins vegar mið- aði viðræðum svo vel, að ástæða þykir til að funda að nýju 19. febrúar næstkom- andi, að sögn Guðmundar Ei- ríkssonar, formanns íslenzku viðræðunefndarinnar. Takist á næsta fundi að miðla málum milli misvísandi tillagna og kvótakrafna, sem komið hafa fram, verður hald- inn aukaársfundur NEAFC 19. marz, þar sem formleg ákvörðun verður tekin um kvótaskiptingu. Rætt um síldina í dag I dag hefjast viðræður um norsk-íslenzka síldarstofninn, en aðildarríki NEAFC eru ekki sammála um hlutverk nefnd- arinnar við stjórnun hans. Búast má við að ísland og Færeyjar ræði sín á milli, utan dagskrár, um ákvörðun ein- hliða síldarkvóta fyrir eigin skip. Löndin munu væntanlega ræða við Rússland um þátt- töku í þeirri kvótasetningu, en ósennilegt þykir að Rússar fallist á slikt. ■ Reynir á veiðireglur/25 Til að ná ofangreindum árangri leggja sjálfstæðismenn fram hug- myndir um grundvallarbreytingar í rekstri borgarinnar, en tillögurn- ar byggja á stefnu og rammaáætl- un sem sjálfstæðismenn hafa gert um rekstur borgarinnar fyrir þetta ár. Meðal tillagnanna eru gerð þjón- ustusamninga við stofnanir borgar- innar, gerð langtímaáætlunar um tekjur og gjöld borgarinnar og auknir valkostir í dagvistarmálum. Þá eru tillögur um hagræðingu í innheimtuþjónustu, bætt skipulag eignamála, endurskoðun á fjár- hagsaðstoð, nýjungar í rekstri menningarstofnana og breytingar í eignaumsýslu borgarinnar. ■ 600 milljóna króna/6 Morgunblaðið/Kristinn og koma í veg fyrir frekari skulda- söfnun. Húsnæðisstofnun ríkisins, Reykjavíkurborg, Landsbanki ís- lands og Búnaðarbanki íslands leggja hver einn ráðgjafa til að starfa á Ráðgjafarstofunni, en ráðgjöfin verður fólki að kostnað- arlausu. Gert er ráð fyrir að framlög til Ráðgjafarstofunnar á þessu ári skiptist með þeim hætti, að spari- sjóðirnir greiði 800 þúsund og ís- landsbanki sömu upphæð, Stofn- lánadeild landbúnaðarins greiði 500 þúsund, Samband almennra lífeyrissjóða 100 þúsund og Lands- samband lífeyrissjóða sömu upp- hæð. Þá greiði Þjóðkirkjan 200 þúsund, BSRB 50 þúsund, en væntanlegt framlag Samband ís- lenskra sveitarfélaga er ekki ljóst, miðað við samkomulagið eins og það liggur fyrir nú. Reiknað er með að aðrir leggi til starfsmenn, aðstöðu og þekkingu. Vel viðrar til útiverka VEL hefur viðrað til allra úti- verka í vetur, enda tíð verið með eindæmum góð. Menn hafa notað tækifærið óspart til að dytta að ýmsu sem ástæða hef- ur verið til að lagfæra. Hér er unnið við að lagfæra löndunar- búnað úti á Granda og ekki er útlit fyrir annað en að menn geti áfram haldið sig við úti- vinnuna, því spáð er áframhald- andi góðviðri næstu daga. Gert er ráð fyrir hægviðri og hita- stigi um frostmark um sunnan- , vert landið en heldur kaldara fyrir norðan. Þá má búast við einhverjum slydduéljum um sunnanvert landið í dag. Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarp um samningsveð Ákvæði um veðsetningn veiðiheimilda fellt út í FRUMVARPI um samningsveð, sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi, er ekki að finna ákvæði um veðsetningu veiðiheimilda. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafnaði þingflokkur Framsóknarflokks- ins þessu ákvæði frumvarpsins. Hart var deilt um frumvarpið um samnings- veð í tíð fyrri ríkisstjórnar, en í því var gert ráð fyrir að heimilt væri að veðsetja aflakvóta. Al- þýðuflokkurinn neitaði að samþykkja frumvarpið með þessu ákvæði og niðurstaðan varð sú að það var ekki afgreitt á Alþingi. Frumvarpið um samningsveð var lagt fyrir þingflokka ríkisstjórnarinnar í desember á síð- asta ári. Þá var ákvæði um veðsetningu kvóta í texta þess. Það var samþykkt í þingflokki sjálf- stæðismanna, en þingflokkur Framsóknarflokks- ins hafnaði að leggja það fram óbreytt. Harð- asta andstaðan við ákvæði frumvarpsins um veðsetningu aflakvóta kom frá þingmönnum Framsóknarflokksins á Reykjanesi. Niðurstaðan varð sú að ákvæðið var fellt út úr frumvarpinu. Þetta þýðir að engin breyting verður á veðsetn- ingu kvóta frá því sem er í dag. Með lögum um stjórn fiskveiða, sem tóku gildi árið 1991, var framsal aflaheimilda heimil- að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Áður mátti ekki færa aflaheimildir varanlega frá skipi nema viðkomandi skip væri tekið út af skipa- skrá. Afskráningin var háð því að ekki hvíldu veðbönd á skipinu. Eftir að lögunum var breytt skapaðist sú hætta að aflakvóti væri seldur án þess að veðhafi skipsins fengi neitt um það að segja, en með sölu aflaheimilda er yfirleitt verið að minnka verulega verðmæti skipsins og þar með þess veðs sem á því hvílir. Lánastofnanir hafa brugðist við þessu með því að setja inn í lánasamninga ákvæði um að eigendur fiskiskipa megi ekki framselja kvótann á meðan veðsamningur er í gildi. Þessum samn- ingum er þinglýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.