Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 1
$Rpx$ufMabib / SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR31. JANÚAR 1996 BLAÐ SH semur um 20.000 tonn af loðnu til Japan Einn stærsti samningur um sölu á frystri loðnu GENGIÐ hefur verið frá einhverjum stærsta sölu- samningi á frystri loðnu í sögu Sölumiðstöðvar , .. ,,..„, * ¦, « .. ,, . hraðfrystihúsanna. 1 SOgU SOlUmiÖStOOVarinnar Samningaviðræðum við japanska kaupendur lauk nýlega og hafa þejr skuldbundið sig til þess að kaupa allt að 20 þúsund tonn af loðnu á komandi vertíð. SH er stærsti útflytjandi á loðnu frá íslandi og er stærsti söluseljandinn á loðnu í Japan. Loðnuverð er nú um 6 til 17% hærra í japönskum yenum, en í samningum SH í fyrra. í meginatriðum er um fjóra stærðarflokka að ræða og mun verðið fara stighækkandi eftir stærð loðnunn- ar. Að meðaltali er um 12 prósenta hækkun að ræða miðað við sömu stærðarskiptingu og í fyrra. Gengi jap- anska yensins hefur lækkað um 9% milli ára miðað við ísl. krónuna þannig að raunhækkun í ísl. krónum er að meðaltali 3%. „Japanskir neytendur hafa í gegnum tíðina kostið að hafa loðnuna sem stærsta," segir Halldór G. Eyjólfsson, markaðsstjóri hjá SH í Reykjavík, en EFNl I Tækni 3 Upplýsingakerfið Haf dís sett upp- hjá Bakka hf. Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Bjartar horfur á markaði fyrir niðurlagðan f isk hann sá um samningagerðina ásamt Jóni Magnúsi Kristjánssyni, fram- kvæmdastjóra. „íslenska loðnan er smá og því hafa þeir aðallega keypt loðnu frá Kanada og Noregi. Nokkur sam- dráttur hefur orðið í neyslu á þessari loðnu á síðustu árum. íslenska smáloðnan að fésta sig í sessi í samningunum 1995 var sú stefna mótuð af hálfu SH að byggja upp markað fyrir íslensku smáloðnuna. Þessi stefna er nú að skila sér. ís- lenska loðnan virðist vera að festa sig í sessi og útlit er fyrir að neysla á loðnu sé að aukast í fyrsta skipti í langan tima. Mikilvægt er í því sambandi að nú er hægt að selja þangað mun smærri loðnu en áður, og mun það væntanlega koma framleiðendum vel á komandi árum. Japanskir loðnukaupendur hafa verið að breyta sinni framleiðslu og selja nú loðnuna i nýjum neytendaum- búðum og eru þær margar hverjar sér- merktar Islandi." Halldór segir að loðnan sé í mikilli samkeppni við aðrar tegundir sjávaraf- urða. Stórmarkaðir hafí orðið mikil áhrif á hvaða tegundir séu seldar og hleypi einungis hluta af þeim tegundum að sem í boði séu. í ljósi þessa sé það mjög jákvætt hvernig til hafi tekist með markaðssetningu íslensku loðn- unnar. „Horfur í veiðum á loðnu er nokkuð góðar og jafnvel er búist við því að frysting fyrir Asíumarkað geti hafist um helgina," segir hann. „Á síðasta ári hafa nýir loðnuframleiðendur geng- ið til liðs við SH og auk þess hafa stór- ir framleiðendur aukið afkastagetu sína mikið." Wmw m m W^mmmv M^mrnmr mmW^m m IU%#1W1 Morgunblaðið/Kristinn Fréttir Framleiðir fiskrétti í Bremerhaven • UM ÁRAMÓTIN festi Samúel Hreinsson kaup á fiskréttavinnslunni Fimex í Bremerhaven, sem sérhæf- ir sig í þjónustu við veit- ingahús. Samúel rekur einnig fsey sem er umboðs- og fisksölufyrirtæki í Bremerhaven. Að hans sögn verður lögð áhersla á að fá f isk frá íslandi og víðar að í fiskréttavinnsl- una. Fyrirtækið hefur í ára- tugi lagt áherslu á að búa til túnfisk-, sverðfisk- og laxsteikur fyrir veitinga- hús. Einnig hefur það selt karfa, ufsa, steinbítssteik- ur, rækju og humar./2 Norðmenn fá ný varðskip • NORSKA strandgæslan tekur í notkun tvö ný skip á þessu ári, Álesund og Tromsö, en hvað það fyrr- nefnda varðar er um að ræða kaupleigusamning við útgerðarfyrirtækið Remay Shipping í Heray á Sunn- mæri, sem lét smíða það. Er samningurinn til 10 ára en eftir fimm ár getur strandgæslan keypt skip- ið./2 Metárhjá Oslandi á Höfn • Árið sem leið var metár í bræddu hráef ni hjá f iski- mjölsverksmiðjunni Ós- landi á Höfn í Hornafirði og var nálægt 50.000 tonn- um, en hefur mest verið áður 33.000 tonn 1988. Um 11.000 tonn voru brædd af smugusíld síðastliðið sum- ar, sem var kærkomin bú- bót á dauðum tíma eins og fyrri part sumars. Afkasta- geta verksmiðjunnar hefur verið tvöfölduð eftirgagn- gerar endurbætur./8 Tífalda vöxtinn • SKOSKIR vísindamenn hafa sprautað 10.000 laxa- hrogn með erfðaefni úr annarri f isktegund og búast þeir við, að við það muni vöxtur laxins aukast, jaf n- vel tífaldast. Hafa Norð- menn miklar áhyggjur af þessum tilraunum ög óttast, að takist þær vel, muni það verða til að eyðileggja lax- eldið í núverandi mynd./8 Markaðir Kína kaupir meiraaf fiski • INNFLUTNINGURá sjávarafurðum til Kína fer stöðugt vaxandi, en vöxtur- inn hefur orðið í tveimur mjög stórum stökkum. Inn- flutningur um þessar mundir nemur um hálfri milljón tonna, en 1988 fluttu Kínverjar nánast ekkert inn. Markaðurinn er hins vegar stór, endatelur þjóðin um 1,2 milljarða manna. Það hins vegar tvennt, sem vinnur á móti innflutningi; almenn fátækt og sívaxandi fiskafli og fiskeldi Kínverja sjálfra. ÉSt Kína - tonn 500 innflutningur 450 sjávarafurða 400 350 300 250 200 150 100 50 '85'86'87'88'89'90'91'92'93 Utflutningur eykst einnig Kína soo útflutningur sjávarafurða yy 85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 • UTFLUTNINGUR sjávarafurða f rá Kína hef- ur einnig vaxið jafnt og þétt og er nú um hálfa milljón tonna, svipað magn og þeir flytja inn. 1988 fluttu Kínverjar út um 300.000 tonn. Rækjueldi hefur að miklu leyti staðið undir þessari aukningu út- flutnings, en sjúkdómar og megnun rústuðu i ækjueld- ið fyrir fáum misserum, en þá ólu Kínverjar meira af rækju en nokkur önnur þjóð./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.