Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D nrðntilvMili STOFNAÐ 1913 26. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Atvinnumálaáætlun þýsku stjórnarinnar Verkalýðsfé- lög mótmæla Bonn. Reuter. STJÓRNARANDSTAÐAN í Þýskalandi og verkalýðsfélögin í landinu gagnrýndu í gær harðlega áætlun stjórnvalda, sem kynnt var í fyrradag, um aukna atvinnu og hagvöxt. Sögðu þau, að með henni væri verið að refsa launafólki og grafa undan velferðarkerfinu. Talsmenn þýsku bílaverksmiðj- anna sögðu hins vegar, að tækist ekki að draga úr kostnaði við fram- leiðsluna myndi starfsmönnum fækka um 100.000 fyrir aldamót. Þýska stjórnin birti áætlunina, sem er í 50 liðum, í fyrradag en áður hafði hún, verkalýðsfélögin og vinnuveitendur heitið að leita leiða til að draga úr kostnaði við velferðarríkið og minnka launa- kostnað og tengd gjöld til að bæta samkeppnisstöðuna og draga úr atvinnuleysi. Viðbrögð stjórnar- andstöðunnar og verkalýðsfélag- anna lofa hins vegar ekki góðu um framhaldið. Jafnaðarmenn á móti Rudolf Scharping, þingflokks- formaður jafnaðarmanna, sagði, að með áætluninni væri verið að eyðileggja velferðarkerfið og tals- menn helstu verkalýðssamband- anna sögðu, að stefnt væri að því að efla fyrirtækin á kostnað launa- manna. Hagfræðingar benda á, að snú- ist jafnaðarmenn gegn áætluninni, verði erfitt að framfylgja henni og því skipti mestu nú væntanlegir kjarasamningar. Þar eru þó blikur á lofti því að félög starfsmanna í byggingar- og efnaiðnaði ætla að krefjast allt að 6% launahækkunar þótt verðbólga sé nú undir 2%. Störfin úr landi Erika Emmerich, forseti sam- taka þýskra bílaframleiðenda, sagði í gær, að tækist ekki fljót- lega að skera niður gífurlegan launakostnað í Þýskalandi, myndu bílaframleiðendur og framleiðend- ur fyrir bílaiðnaðinn flytja fram- leiðsluna úr landi að hluta. Mætti búast við, að við það myndu tap- ast 100.000 störf. ri 961X21 ÉL hungursneyð í Kabúl ÁSTANDIÐ í Kabúl, höfuðborg Afganistans, versnar dag frá degi en liðsmenn tveggja fjand- mannafylkinga ríkisstjórnarinn- ar silja um borgina og koma í veg fyrir matvælaflutningatil hennar. Ottast starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna mikla hungurs- neyð verði engin breyting á en Alþjóða Rauði krossinn ætlar að reyna að koma vistum til borgar- innar með flugvélum. I gær kom- ust þó nokkrir flutningabílar til borgarinnar og fengu til þess leyfi Taleban-hreyfingarinnar, sem berst gegn sljórninni. Þessir stjórnarhermenn vörðust umsát- ursliðinu fyrir framan rústir konungshallarinnar i Kabúl. Reuter Reuter Ringulreið í Colombo GÍFURLEG ringulreið varð í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í gær eftir að öflug sprengja hafði sprungið í miðborginni. Talið er að tamílskir aðskilnaðar- sinnar hafi verið að verki en 100 manns a.m.k. biðu bana og um 1.500 slösuðust. Eldur kviknaði í fjölda bygginga og stigu kol- svartir reykjarbólstrar upjp af borginni fram eftir degi. A myndinni ber lögregluþjónn særðan mann af slysstað. ¦ Mikið mannljón/20. Krefjast afsagnar Simitis Ankara, Aþenu. Reuter. GRÍSKA stjórnarandstaðan krafð- ist þess í gær að stjórn Costas Sim- itis forsætisráðherra segði af sér þar sem þjóðin hefði verið auðmýkt með málamiðlun í deilu Grikkja og Tyrkja um umdeilt eyðisker. Málamiðlun í deilunni, sem hleypti mikilli spennu í sambúð ríkj- anna, tókst fyrir milligöngu Banda- ríkjamanna. Féllust Grikkir á að draga niður fána á skerinu. Að því búnu var mikill liðsafli og fjöldi grískra og tyrkneskra skipa kvadd- ur á brott. Tansu Ciller forsætisráðherra Tyrklands lýsti sigri í deilunni þar sem Grikkir hefðu verið knúnir til að fjarlægja fánann af skerinu. Þykir hún hafa styrkt stöðu sína heima fyrir með lausn deilunnar og kann það að flýta fyrir myndun meirihlutastjórnar. Necmettin Erbakan, leiðtogi flokks múslima, stærsta stjórnmála- flokks Tyrklands, var þó engan veg- inn ánægður með niðurstöðuna og sakaði Ciller um undanlátssemi. ¦ Grikkirfellafána/18. ? » ¦¦? ¦ Noregur Nautakjöt frá Botswana Jóhannesarborg. Reuter. NORÐMENN hafa heimilað inn- flutning á nautakjöti frá Afríku- ríkjunum Botswana og Namibíu og verða engin sérstök takmörk á þvíhve mikill hann má verða. Ákvörðun um þennan innflutn- ing var tekin snemma í síðasta mánuði og Asbjern Mathisen þró- unarmálaráðherra sagði, að hann væri ekki bundinn neinum kvóta. Hins vegar yrði vel fylgst með því hvernig innflutningurinn þróaðist því að hann yrði í beinni sam- keppni við innlenda framleiðendur. Leynileg æfing í Noregi vegna ímyndaðs fiskistríðs Ósló. Morgunblaðið. SÍÐUSTU daga hafa farið fram leynilegar æfingar í Noregi þar sem meðal annars er skipulagt hvernig brugðist skuli við átökum um fisk- inn í Barentshafi, olíu og gas, við flugránum, hryðjuverkum og kjarnorkuslysi. Ér aðeins um að ræða skipulagsæfingu en í henni taka þátt fulltrúar norska hersins, almannavarna, geislavarna ríkis- ins, allir fylkisstjórarnir og fulltrú- ar allra ráðuneyta. Æfingin, sem kallast „Totex", hófst í síðustu viku og henni lýkur á morgun. Þar er meðal annars sett á svið sú staða, að samskiptin Nágrannalandið „Opforia" krefst fisk- veiðiréttinda og yfirráða yfir Jan Mayen við eitt nágrannalandið, sem nefnt er „Opforia", hafi versnað mjög vegna deilna um réttinn til fisk- veiða og annarra auðlinda í Bar- entshafi. Nú í vikunni náði svo spennan eða æfíngin hámarki þegar „Opfor- ia" kom með beinar landakröfur á Noreg og krafðist yfirráða á Bjarnarey og Jan Mayen. Áður hafði „Opforia" kært Norð- menn fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og „opforísk" varðskip höfðu tekið norsk fiskiskip þótt þau væru á hafsvæði, sem Norðmenn telja sitt. Samtímis þessu á að verða kjarnovkuslys i einu nágrannaland- inu og valda miklum fólksflótta frá því til Noregs. Leynilegur æfingastaður Óskum norskra blaðamanna um að fá að koma til stöðvarinnar þar sem skipulagsæfingin fer fram hef- ur verið hafnað en talið er, að um sé að ræða neðanjarðarbyrgi í Buskerud. „Æfingarstaðurinn er Ieynileg- ur. Vegna öryggis ríkisins viljum við hvorki umfjöllun um hann né ljósmyndir af honum. Hann hefur mikilvægu hlutverki að gegna komi upp neyðarástand," sagði 0yvind Ostang, upplýsingafulltrúi í norska forsætisráðuneytinu. Ostang sagði, að með „Totex" væri reynt að setja á svið það, sem raunverulega gæti gerst, og síðan væru viðbrögðin við þessu hugsan- lega ástandi skipulögð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.