Morgunblaðið - 01.02.1996, Page 2

Morgunblaðið - 01.02.1996, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR t .. __- Morgunblaðið/Kristján í GÆR var verið að landa rækju úr Pétri Jónssyni RE í Akureyrarhöfn. Á sama tíma lagðist olíu- skipið Kyndill upp að hlið togarans og fyllti tanka hans af olíu. Pétur Jónsson RE með fullfermi til Akureyrar Mesti rækjuaflinn eftir eina veiðiferð TOGARINN Pétur Jónsson RE kom til Akureyrar í gærmorgun með fullfermi af frosinni rækju, um 420-430 tonn, sem er sam- kvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst, mesti afli sem íslenskt rækjuskip hefur komið með að landi úr einni veiðiferð. Aflaverð- mæti skipsins er um 77-78 milljónir króna. Pétur Jónsson RE hélt til veiða Klemmdi höndí sorppressu VINNUSLYS varð í sorpeyð- ingarstöðinni í Keflavík í gær- morgun. Starfsmaður stöðvar- innar slasaðist á hendi þar sem hann vann við tæki sem press- ar sorp og flytur það inn í brennsluofn. Að sögn lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli virðist sem vélin sé útbúin sjálfvirkum nema sem skynjar þegar hún vinnur ekki rétt. Stöðvaðist vélin áður en meira slys hlaust af. Logsjóða varð stálbita úr tækinu til þess að losa hönd mannsins. Hlíf hafði verið á tækinu en hún hafði verið fjarlægð fyrir mörgum árum, að sögn lögreglu. 72% aukning í bílasölu milli ára TÆPLEGA 200 fleiri fólksbfl- ar seldust í janúar 1996 en á sama tíma í fyrra. Söluaukn- ingin er 71,9%. Alls seldist 471 bíll í mánuðinum en 274 bílar í janúar 1995. Mest seldist af Toyota-bíl- um í janúar, alls 80 bflar, sem er 17% markaðshlutdeild. í öðru sæti kemur Volkswagen, með 12,1% markaðshlutdeild, Nissan er með 10,8%, Hyundai 8,9%, Ford 8%, Mitsubishi 7,2% og Suzuki 7%. Aðrir bílar seldust minna. aðfaranótt 2. janúar sl. og var við veiðar fyrir norðan land. Pétur Stef- ánsson, skipstjóri og útgerðarmað- ur, sagði í samtali við Morgunblað- ið, að samsetning aflans væri léleg og rækjan frekar smá. iðnaðarrækja sem fer til vinnslu hjá Sigurði Ágústssyni í Stykkishólmi, en annar hluti aflans fer beint á erlendan markað. Rækjuveiðin hjá Pétri Jónssyni RE gekk mjög vel á síðasta ári. Heildaraflinn var um 2.300 tonn og aflaverðmætið rúmur hálfur milljarður króna. Skipstjórar eru tveir, Pétur Stefánsson og Bjarni Sveinsson og fara þeir annan hvern túr með skipið. Rækjan á óvenju miklu dýpi Hjalteyrin EA einnig með fullfermi Hann sagði að rækjuflotinn hefði allur verið við veiðar á svipuðum slóðum og veiðin hefði verið mjög góð framan af. Hins vegar hefði rækjan farið niður á óvenju mikið dýpi og því erfitt að ná henni. Stærstur hluti afla Péturs Jónsson- ar fékkst á 300-400 föðmum og niður á 500 faðma dýpi. Rúmlega helmingur aflans er Um kvöldmatarleytið í gær kom Hjalteyrin EA 310, togari Sam- heija, til heimahafnar með fullfermi af rækju, um 120 tonn. Togarinn var á veiðum í hálfan mánuð og er aflaverðmætið um 21-22 milljón- ir króna. Brynjólfur Oddsson skip- stjóri sagði að mikil veiði væri á miðunum, en hins vegar stæði rækj- an djúpt og væri nokkuð smá. Samkomulag Ríkisspítala og Hjálpræðishers Vistheimilinu Bjargi ekki lokað RIKISSPITALAR og Hjálpræðisher- inn á íslandi hafa komist að sam- komulagi um að leita lausnar á rekstri vistheimilisins að Bjargi. Tómas Helgason, yfirlæknir geð- deildar Landspítalans, sagði að þetta þýddi að Ríkisspítalamir myndu ekki segja upp samningi um vistun á Bjargi að sinni, en hann útilokaði ekki að til þess gæti komið síðar. Tómas sagði að í samkomulaginu við Hjálpræðisherinn fælist að skoð- að yrði sérstaklega hvort hægt væri að hagræða í rekstri vistheim- ilisins að Bjargi og ná niður kostn- aði. Eins yrði skoðað hvort hægt væri að fínna lausn á vanda heimil- ismanna með þátttöku félagsmála- ráðuneytisins, svæðisstjórna og sveitarstjórna. Tómas sagði að aldr- ei hefði staðið til að vísa vistmönn- á Bjargi á götuna. Það yrði um ekki gert þótt breytingar yrðu hugs- anlega gerðar á rekstrinum. Bankar hækka inn- láns- og útlánsvexti BANKAR og sparisjóðir nema ís- landsbanki hækka inn- og útláns- vexti sína nú um mánaðamótin. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbanka íslands, segir að ástæðurnar séu hækkun á markaðsvöxtum annars vegar og heldur meiri verðbólga nú en gert hafi verið ráð fyrir hins vegar. Landsbanki íslands hækkar vexti á óverðtryggðum útlánum um eitt prósentustig og vexti á verðtryggð- um útlánum um 0,20 prósentustig. Vextir á innlánsreikningum hækka um á bilinu 0,20 til 1,15 prósentu- stig. Sparisjóðirnir hækka vexti á óverðtryggðum lánum um 0,50- 0,70 prósentustig, en vextir á verð- t^yggðum útlánum breytast ekki. Vextir á innlánshlið hækka um 0,25-0^60 prósentustig. Búnaðar- banki Islands hækkar óverðtryggða útlánsvexti um 0,50 prósentustig og verðtryggða vexti um 0,25 pró- sentustig. . Vextir á innlánshlið hækka um 0,10-0,50 prósentustig. Brynjólfur Helgason, sagði að orsökin fyrir hækkun á vöxtum óverðtryggðra lána væri fyrst og fremst hærra verðbólgustig nú en síðustu mánuði. Verðtryggðu vext- irnir hækkuðu hins vegar vegna hækkunar á markaðsvöxtum hér á landi undanfarið. Til dæmis væru nú skiptikjör á spariskírteinum í boði sem bæru 5,81% raunvexti. Meðalverð lyfseðils hækkar í 1400 kr. DÆMI er um að ný lyfjareglugerð, sem tekur gildi í dag, leiði til 38% hækkunar á lyfjaverði til elli- og örorkulífeyrisþega. Reglugerðin leið- ir til þess að meðalverð lyfseðils hækkar úr 1.200 krónum í 1.400 krónur. Ingolf J. Petersen, apótekari í Mosfellsapóteki, reiknaði út að beiðni Morgunblaðsins verð þriggja algengra lyfjategunda sem valdir eru af handahófi. Magalyfið Asyran í 60 stykkja umbúðum kostaði til almennings fyrir hækkun 1.484 krónur, en í dag kostar það 1.592 krónur. Hækkun er 7,3%. Elli- og örorkulífeyrisþegar hafa borgað 658 krónur, en borga nú 663 krón- ur. Það er 0,8% hækkun. Blóðþrýstingslyfið Tensol í 100 stykkja umbúðum kostaði í gær 589 krónur, en í dag 697 kónur. Hækk- unin er 18,3%. Elli- og örorkulífeyr- isþegar hafa borgað 203 krónur fyrir þetta lyf, en borga nú 281 krónu. Hækkunin er 38,4%. 125 ml af Fugoral flösusjampói kostuðu fyrir hækkun 1.006 krónur, en kosta nú 1.165 krónur. Hækkun- in er 15,8%. Verð til elli- og örorku- lífeyrisþega fer úr 387 krónum í 485 krónur. Hækkunin er 25,3%. Hluti ellilífeyrisþega/30 Deilan um einkarekinn grunnskóla í Mývatnssveit Athugað verði hvort bókun standist lög FULLTRÚI minnihlutans í sveit- arstjórn Skútústaðahrepps, Hjör- leifur Sigurðarson, hefur lagt fyrir félagsmálaráðuneytið fyrirspurn um hvort síðasti hluti bókunar frá fundi sveitarstjórnar á mánudags- kvöld standist lög. Skilyrði sett fyrir styrkveitingu í bókuninni segir að styrkveit- ing til einkarekins skóla á Skútu- stöðum sé háð því skilyrði að rekstrarstjórn skólans og meiri- hluti foreldra undirriti yfírlýsingu um að ekki verði sótt um slíkan styrk eftir þetta skólaár og að umsókn um grunnskólaframlag muni miðast við fjölda barna þeirra foreldra sem undirrita slíka yfir- lýsingu. Fyrir liggur úrskurður félags- málaráðuneytis um að Skútu- staðahreppi sé heimilt að afla fjár úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að fjármagna rekstrarstyrk til einkaskólans. Almannafé í skiptum fyrir skoðanir Foreldrar barna í suðurhluta Mývatnssveitar reka einkaskólann og sagði Eyþór Pétursson formað- ur rekstrarstjórnar að menn biðu nú eftir úrskurði frá félagsmála- ráðuneyti áður en ákvörðun um næstu skref í málinu yrði tekin. Að mati suðursveitunga megi túlka þessa bókun á þann veg að verið sé að falbjóða almannafé í skiptum fyrir skoðanir. Meirihluti sveitarstjórnar í Skútustaðahreppi Ieggst gegn því að fleiri en einn grunnskóli sé rek- inn í sveitinni og vill ekki stuðla að því að svo verði. Nemendur séu of fáir og aðstæður til skólaakst- urs og kennslu slíkar að ekki sé réttlætanlegt að skipta hópnum upp í tvo skóla. Bankaránið Þrír menn leystir úr haldi \ Gæsluvarðhaldsúrskurður yfír þremur af fjórum mönnum, sem hafa verið í haldi lögreglu í hálfan mánuð vegna gruns um þátttöku í tryggingasvikum, rann út í gær. Um tíma beindist eipnig sá grunur að mönnunum að þeir hefðu átt aðild að bankaráni í Búnaðarbank- anum á Vesturgötu. Mennirnir hafa verið leystir úr haldi. Tveir mannanna kærðu gæslu- varðhaldsúrskurðinn til Hæstarétt- ar sem staðfesti hann sl. mánudag- Að sögn RLR þótti ekki efni til þess að fara fram á framlengingu gæsluvarðhalds. Fjórði maðurinn er enn í gæsluvarðhaldi sem rennur út næstkomandi föstudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.