Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.02.1996, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tillaga í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vegna stækkunar álversins í Straumsvík Byggingaleyfi óstaðfest þar til mengunarinál verða skýrð BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum á fundi sínum á þriðjudag að vísa til bæjarráðs tillögu tveggja bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins um að byggingaleyfi vegna nýs kerskála álversins í Straumsvík verði ekki staðfest fyrr en íslenska álfélagið hefur sýnt fram á hvernig það hyggst koma í veg fyrir eða tak- marka loft- og hljóðmengun frá álverinu. í tillögunni segir að upplýsingar frá ÍSAL, meðal annars í bréfi frá 21. nóvember í fyrra, hafí gjör- breytt þeim forsendum sem hafí legið til grundvallar velvilja bæjar- stjómar til stækkunar álversins. Bæjarstjórnin hafí staðið í þeirri trú að umhverfismati, sem farið hafí fram vegna stækkunar verk- smiðjunnar, væri treystandi, svo og starfsleyfi sem gefíð hafi verið út í framhaldi af því. Nú sé fullyrt af hálfu ÍSAL að stækkun verk- smiðjunnar hafí í för með sér 60% aukningu á flúor í lofti og aukinn hávaða og hafí þessar fullyrðingar þegar valdið Hafnarfjarðarbæ verulegum skaða. Vegna þessa sjái bæjarstjórn sig knúna til þess að tilkynna ÍSAL að hún sjái sér ekki fært að stað- festa útgáfu byggingarleyfis fyrr en sýnt hafí verið fram á það með óyggjandi hætti hvernig félagið hyggst koma í veg fyrir eða tak- marka loft- og hljóðmengun sem það telji að muni skerða verulega landnotkun aðalskipulags Hafnar- fjarðarbæjar, sem staðfest hafi ver- ið 1982. Christian Roth, forstjóri ÍSAL, segir að það sé aifarið í höndum Hafnarfjarðarbæjar hvort þeir haldi áfram með íbúðarbyggðina í Hafnarfírði í átt til álversins. ÍSAL hafí látið í ljósi skoðun sína, en það sé ekki í valdi þess að hafa áhrif á ákvarðanir í þessum efnum. Þurfa byggingarleyfi Hann sagði að auðvitað þurfi álverið á byggingarleyfínu að halda til þess að geta haldið áfram fram- kvæmdum. Hann vonist til að niðurstaða fáist í þetta mál og byggingarleyfið fáist staðfest. Roth sagði að loftmengun ætti ekki að verða vandamál, enda hefði verið gengið úr skugga um að hún yrði hverfandi- Það gæti hins vegar verið ástæða til þess að hafa áhyggjur af hljóðmengun vegna súrálslöndunar og hávaða frá þurrhreinsistöðvum þegar íbúðarbyggðin færðist nær. ÍSAL hefði fengið íslenska sérfræðinga til þess að rannsaka það mál til hlítar og athuga hvaða leiðir væru til úrbóta. Aðspurður sagði Roth að ísland væri svo stórt að það ætti ekki þurfa að hafa skammar vegalengd- ir á milli iðnaðarsvæða og íbúðar- byggðar. Ef hann skildi skipulagið rétt væri gert ráð fyrir að fjarlægð- in væri 500 metrar og hann teldi að til lengri tíma litið gætu svo skammar vegalengdir milli iðnaðar- svæða og íbúðarbyggðar skapað vandamál. Fjarlægðin nú milli verksmiðjunnar og íbúðarbyggðar- innar væri tveir kílómetrar. Tillaga um að hætt sé þátttöku í Eurovision Utvarpsráð hafnar til- lögu dag- | skrárstjóra 1 ÚTVARPSRÁÐ hefur hafnað til- lögu Sveinbjörns I. Baldvinssonar, dagskrárstjóra innlendrar dag- skrárdeildar Sjónvarps, um að nið- urskurði rekstrarfjár til deildarinn- ar verði að hluta til mætt með því að senda ekki fulltrúa fyrir íslands k hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor. Sveinbjörn segir að gaman sé að vera með í } keppninni þegar vel ári. Miðað við í hvað stefni í fjármálum deildarinn- ar sé hins vegar ekki hægt að líta á keppnina sem forgangsverkefni. Sveinbjörn sagði að deildin væri í ákaflega erfiðri stöðu því gengið væri frá fjárhagsáætlun í miðri vetrardagskrá. „Ekki verður því hægt að skera niður af henni nema | mjög takmarkað, t.d. féllu Flauel og Hvíta tjaldið niður um áramót. Svigrúmið í sumar verður heldur | ekki mikið enda fer yfirleitt minna fyrir innlendri dagskrárgerð á þeim tíma en á veturna. Afleiðingin er sú að 7% niðurskurður á árinu miðað við árið í fyrra bitnar nær allur á þremur seinustu mánuðum ársins. Mér finnst því ekki nema eðlilegt að verkefnum sé forgangs- raðað og af því að aðalverkefni deildarinnar er innlend dagskrár- gerð er næsta hæpið að eyða tæp- ? um sex milljónum í 2 til 3 klukku- tíma af evrópskum dægurlögum," segir hann og játti því að heppi- legra væri fyrir dagskrárdeildir að miða fjárhagsárið við vetrardag- skrána en upphaf árs. „Eins og ýmislegt annað hjá Ríkisútvarpinu miðast fjárhagsáætlun ekki við þarfir dagskrárdeilda," sagði hann í því sambandi. ítrekað hafnað Hann sagði að útvarpsráð hefði þrisvar fjallað um beiðni hans. „Eft- ir að henni var upphaflega hafnað fór ég á fund útvarpsstjóra og fékk að sitja næsta fund útvarpsráðs til að gera grein fyrir afstöðu minni. Endanleg niðurstaða lá hins vegar ekki fyrir fyrr en í dag,“ sagði hann. Úvarpsráð gerir ráð fyrir lág- ■ marks kostnaði vegna Eurovison keppninnar eða sex milljónum króna. Forkeppni verður í fyrsta | skipti haldin fyrir keppnina og er gert ráð fyrir að hljóðbönd verði send í hana. Aðalkeppnin fer fram í Ósló um miðjan maí. *> 1 Morgunblaðið/Árni Sæberg FJARLÆGÐIN frá þeirri byggð sem nýlega hefur risið vestanvert í Hvaleyrarholti til álversins er um tveir kílómetrar. Nýr landbúnaðarsamningnr við Evrópusambandið undirritaður Ný tækifæri í sölu kindakjöts í Nefnd kanni ástæður bú- ferlaflutninga ÞINGMENN Alþýðuflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að nefnd verði látin kanna ástæður búferlaflutninga og gera tillögur um hvernig treysta megi byggð á íslandi. Samvæmt tillögunni á nefndin að gera úttekt á orsökum þess að fólk flytji í jafnmiklum mæli og verið hafí búferlum frá landsbyggð- inni til höfuðborgarsvæðisins. Nefnd eru nokkur atriði í því sam- bandi, svo sem hvort áhersla á bók- lega framhaldsmenntun í skólakerf- inu kunni að hafa valdið búsetur- öskun þar sem atvinnutækifæri fyr- ir ungt fólk með slíka menntun séu mun færri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þá á nefndin að meta hvaða árangur hafí orðið af aðgerðum opinberra aðila til að styrkja byggð á landsbyggðinni. SAMNINGUR íslands og Evrópu- sambandsins um tollfijálsan inn- flutningskvóta íslendinga á land- búnaðarafurðum býður upp á ný tækifæri í sölu og markaðssetn- ingu kindakjöts á Evrópumark- aðnum, að sögn Jóhanns Guð- mundssonar, landbúnaðarfulltrúa í íslenzka sendiráðinu í Brussel. íslendingar fluttu kindakjöt út til Svíþjóðar og Finnlands áður en ríkin gengu í Evrópusambandið. Höfðu íslenzkir útflytjendur 650 tonna tollfijálsan innflutningsk- vóta í Svíþjóð og 100 tonna kvóta í Finnlandi. Þessi kvóti var ein- göngu opinn 1. febrúar til 30. júní og var því í raun aðeins um út- flutning á frystu kjöti að ræða. Eftir að ríkin tvö gengu í Evr- ópusambandið hækkuðu hins vegar tollar á ýmsum vörum, sem falla ekki undir fríverzlunarákvæði samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið, þar á meðal á kinda- kjöti. Stóðu viðræður um það, hvernig íslenzkum útflytjendum yrðu bætt upp verri viðskiptakjör, meirihluta síðasta árs. Nýi land- búnaðarsamningurinn var endan- lega frágenginn nú í mánuðinum. Kvótinn meiri en viðskiptareynslan Evrópusambandið hefur að und- anförnu gert samninga um toll- kvóta við ýmis ríki vegna þess að viðskiptakjör þeirra hafa versnað við inngöngu EFTA-ríkja í sam- bandið. Hefur þá yfirleitt miðað við þriggja ára viðskiptareynslu við ákvörðun kvóta. Þrátt fyrir að útflutningur kindakjöts til Svíþjóð- ar og Finnlands árin 1992-1994 hafi ekki verið nema 624 tonn á ári að meðaltali og innflutningsk- vótinn þannig ekki fullnýttur, sættist Evrópusambandið á að láta íslendinga hafa 750 tonna inn- flutningskvóta. Kjöt, sem flutt er út samkvæmt kvótanum, er ekki bundið við Sví- þjóðar- eða Finnlandsmarkað, heldur má flytja það út til allra ríkja Evrópusambandsins. Þá gild- ir nýi kvótinn árið um kring. „Við- skiptin geta nú farið fram á hvaða tíma ársins sem er. Kjötið getur verið í bitum, heilum eða hálfum skrokkum, og hægt er að flytja það út ferskt. Það er helzti ágóð- inn af samningnum,“ segir Jó- hann. Eldri samningur við Danmörku um tollfijálsan innflutningskvóta upp á 600 tonn af frystu lamba- kjöti er áfram í gildi. Heildartoll- kvóti íslands fyrir kindakjöt á Evrópumarkaðnum er því um 1.350 tonn. Auk kindakjötskvót- ans fékk ísland tollfijálsan út- flutningskvóta fyrir 100 lifandi hross. Tollasamningur um fisk undirritaður [ Sambærilegur samningur um sjávarafurðir, sem gengið var frá á síðasta ári, var formlega undir- ritaður í Brussel í gær. Hann kveð- ur á um tollfijálsan innflutnings- kvóta fyrir síld og fleiri físktegund- ir, sem ekki eru tollfijálsar sam- kvæmt EES. Gert er ráð fyrir að | reglugerð um framkvæmd samn- ingsins verði frágengin 12. febrúar og íslenzkir útflytjendur geti þá I byijað að nýta sér tollkvótann. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.