Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tæp 90% heilsugæslu- lækna segja upp störfum Leitað verður allra leiða til að ná sáttum, segir heilbrigðisráðherra 127 heilsugæslulæknar sögðu í gær upp störfum og taka uppsagn- irnar gildi 1. maí. Þetta eru tæp- lega 90% heilsugæslulækna á landinu. Katrín Fjeldsted, formað- ur Félags íslenskra heimilislækna, segir að stjórnvöld fylgi ekki í reynd lögum um verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustu. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra segir að leitað verði allra leiða til að ná sáttum um verkaskipting- una. Katrín tók fram að óánægja heilsugæslulækna beindist ekki að núverandi heilbrigðisráðherra. „Þessar uppsagnir eiga sér margra ára aðdraganda. Við viljum að stefna stjórnvalda í heilbrigðismál- um sé skýr og það liggi fyrir hvernig eigi að haga verkaskipt- ingu innan heilbrigðiskerfisins. Þessum uppsögnum er ætlað að gefa stjórnvöldum tóm til að lýsa afstöðu sinni. Læknar segja upp störfum til að undirstrika alvöru málsins," sagði Kátrín. Katrín sagði að í nágrannalönd- um okkar væri lögð megináhersla á að byggja upp frumþjónustu við sjúklinga, þ.e.a.s. heimilislækning- ar. Þetta væri í samræmi við stefnu Alþjóða heilbrigðisstofnun- arinnar. Hér á landi ríkti hins veg- ar stefnuleysi í heilbrigðismálum. í lögum og reglugerðum væri gert ráð fyrir að sjúklingur leitaði fyrst til heilsugæsíu- eða heimilislækn- is, en í reynd væri þetta ekki virt. Stöðugt fleiri sérfræðingar kæmu til starfa hér á landi, en stöðum heilsugæslulækna væri hins vegar ekki fjölgað með sama hætti. Upp-. bygging heilsugæsluþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu væri alltof hæg. Hætta á hruni í heilsugæslu Lúðvík Ólafsson heilsugæslu- læknir sagði vissa hættu á að núverahdi .skipulag heilsugæslu myndi hrynja ef svo héldi_ fram sem horfði. Endurnýjun í greininni væri mjög hæg og stöðugt færri læknar færu í nám í heimilislækn- ingum. Mjög mikilvægt væri að styrkja heilsugæslustigið. Hann sagði að heilsugæslulæknar væru með margar hugmyndir um hvern- ig það mætti gera, en þeir vildu að stjórnvöld svöruðu því hvaða stefnu þau vildu fylgja í þessu máli. Heilsugæslulæknar hafa haft lausa kjarasamninga síðan í árs- byrjun 1995. Sigurbjörn Sveinsson heilsugæslulæknir sagði að þessar uppsagnir væru angi af kjaradeilu. heilsugæslulækna við ríkið. Heilsugæslulæknar vildu ekki ganga til samninga við ríkið fyrr en það lægi ljóst fyrir hvaða starfs- aðstæður þeir ættu að búa við í framtíðinni og hvaða skipulag ætti að ríkja í heilbrigðismálum. Ingibjörg Pálmadóttir sagði ljóst að stefna stjórnvalda gerði Morgunblaðið/Kristinn FORYSTUMENN heilsugæslulækna kynntu uppsagnirnar á fundi með blaðamönnum í gær. Þeir eru Katrín Fjeldsted, for- maður Félags íslenskra heimilislækna, og læknarnir Lúðvík Ólafsson og Eyjólfur Haraldsson. ráð fyrir að sjúklingar leituðu fyrst til heilsugæslulækna, en það væri vitað að á höfuðborgarsvæðinu leituðu mjög margir beint til sér- fræðinga. Hún sagði að af hálfu heilbrigðisráðuneytisins yrði lögð mikil áhersla á að ná sáttum um verkaskiptingu innan heilbrigði- skerfisins. Læknafélag íslands yrði að koma að málinu. Ingibjörg sagðist vera sammála heilsu- gæslulæknum um að uppbygging heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu væri of hæg. Dagskrá Stöðvar 2 lengist í dag Kostnaði mætt með hagræðingu í DAG vérður gerð breyting á frétta- útsendingum Stöðvar 2 með þeim hætti að fréttatími verður sendur út á hádegi, klukkan 16 og 18, og fréttaþátturinn 19.19 skiptirum nafn og hefst fyrr en áður. Kvöldfrétta- og þjóðmálaþátturinn hefur fengið nafnið 19/20 og hefst hann klukkan 19 öll kvöld með yfir- liti frétta, þá tekur við fsland í dag, íþróttaumfjöllun og veðurfréttir hefj- ast skömmu fyrir klukkan 19.30, en hálfátta hefst síðan aðalfréttatíminn og stendur til klukkan átta. í ofaná- lag verður barnaefni aukið og á hverjum degi klukkan 14 verður sýnd kvikmynd. Helgi Björn Kristinsson á dag- skrárdeild Stöðvar 2 segir markmið þessara breytinga að hefja útsend- ingu fyrr til að hægt sé að setja það efni sem lögð er sérstök áhersla á, fyrr á dagskrá að loknum fréttatíma. Hann segir Ijóst að breytingin út- heimti aukinn kostnað og þannig hafi t.d. verið ráðinn maður í viðbót við þá tvo sem fyrir voru til að sjá um Island í dag og tæknilið og fleiri þurfi að hefja störf fyrr, en tölur þar að lútandi séu ekki handbærar. Á móti komi hins vegar einhver hag- ræðing. Aðspurður um hvort hann reikni með að hádegisfréttatími í sjónvarpi hljóti góðar undirtektir, segir Helgi að meðal annars sé miðað við heima- vinnandi áhorfendur, þá sem liggja sjúkralegu, aldraða og eins þar sem vinna er stopul eins og víða á lands- byggðinni. Þingmaður Framsóknarflokks í Reykjavík á þingi í gær Samkeppnisstaða skípaiðnaðar skekkt FULLYRT var á Alþingi í gær að samkeppnisgrundvöilur skipa- smíðastöðva hefði á undanförnum árum verið skekktur með stuðn- ingi hins opinbera við fyrirtæki á landsbyggðinni. í fyrirspurnartíma spurði Ólafur Örn Haraldsson þingmaður Fram- sóknarflokks í Reykjavík Halldór Blöndal samgönguráðherra um þátttöku ríkisins í kaupum á eldri upptökumannvirkjum til skipa- smíða á síðustu árum, og hvort fjárveicingar ríkisins til upptöku- mannvirkja til skipasmíða og við- gerða á síðustu 5 árum hefðu skekkt eðlilega samkeppnisstöðu fyrirtækja í skipaviðgerðum. Halldór svaraði að leiða mætti að því líkum, að styrkir til kaupa á skipalyftu á Akranesi á síðasta ári hefðu leitt til þess að sú lyfta væri enn í notkun. Það væri hins vegar eina dæmið á síðustu 4 árum um þátttöku samgönguráðuneytis- ins í slíkum kaupum. Hægt að anna öllu í Reykjavík Ólafur Orn sagði meginmálið vera, að ekki væri hægt að ætla skipasmíðaiðnaðinu að búa við skekkta samkeppnisstöðu, og það hefði svo sannarlega verið gert, þegar ekki væri horft til þess að í Reykjavík væri full afkastageta Morgunblaðið/Ásdís til að ráða við langstærstan hluta þeirra skipaviðgerða sem fram hefðu farið í landinu. Þær viðbæt- ur sem hefðu verið gerðar á öðrum stöðum hefði svo sannarlega mátt gera í Reykjavík. Ólafur Órn sagði að fyllstu arð- semiskröfur væru gerðar til Stál- smiðjunnar hf., stærstu stöðvar- innar í Reykjavík, meðan aðrar skipasmíðastöðvar þyrftu að greiða mun lægri leigu og upp- fylla mun minni arðsemiskröfur við fjárfestingar. Ekki væri hægt að sætta sig við að byggðamál væru leyst með því að skekkja samkeppnisgrund- völl skipasmíðastöðva í Reykjavík og á landsbyggðinni. Ef styrkja ætti byggðir ætti að gera það með beinum hætti en grípa ekki inn í atvinnuvegina. Halldór Blöndal sagði að Slipp- stöðin á Akureyri hefði lengi verið öflugasta fyrirtæki landsins í skipasmíðum og viðgerðum og þetta væri í fyrsta skipti sem hann heyrði amast við því að halda við þeirri tækniþekkingu, og að ástæðulaust sé að styrkja undir- stöðu þessarar atvinnugreinar fyr- ir norðan. Halldór sagði að skipasmíðaiðn- aðurinn hefði verið í öldudal en nú hefði ný fjárfesting, til dæmis í flotkví á Akureyri, skilað sínu. Viðskipti væru að koma til lands- ins sem hefðu verið óhugsandi án flotkvíarinnar. Fram kom hjá Finni Ingólfssyni viðskiptaráðherra að nýlega hefði verið gerð könnun á vegum Sam- taka iðnaðarins á aðstæðum skipa- smíðaiðnaðarins og þær hefðu gerbreyst. Flestallar stöðvarnar væru reknar með hagnaði og verk- efnastaða þeirra allt önnur en fyr- ir ári. Ríkisstjórnin 12 millj. til barna- geðdeildar RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum á þriðjudag að verja 12 milljónum króna til barna- og unglingageðdeildar Landspítalans í því skyni að þar verði komið á fót upplýs- ingamiðstöð fyrir aðstandend- ur þeirra sem eiga við vímu- efnavanda að stríða. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra segir að þörfin fyrir einn stað, þar sem fólk geti leitað sér upplýsinga um þennan vanda, verði sífellt brýnni, misnotkun fíkniefna sé einn mesti heilbrigðisvandi sem þjóðin glími við. Hún seg- ir að þessi fjárveiting komi til með að styrkja barna- og ungl- ingageðdeildina en hún hafi lengi haft áhuga á að efla hana, enda sé ekki vanþörf á. Fjárveitingin sé til reiðu nú þegar og nú sé það stjórnenda deildarinnar að ráða í þær stöður sem þeir telji brýnastar. Tillaga um einkamerki á bílum HEIMILT verður að setja regl- ur um sérstök skráningar- merki á bíla, samkvæmt laga- frumvarpi sem dómsmálaráð- herra hefur lagt fram á Al- þingi. Fyrir slíkt einkamerki þyrfti að greiða 50 þúsund krónur samkvæmt frumvarp- inu. Þar er gert ráð fyrir að eig- endur bíla geti, gegn gjaldi, valið sér samstæðu bókstafa og/eða tölustafa á skráningar- merkin í stað þeirra bókstafa og tölustafa sem skráningar- merkið myndi að öðrum kosti bera. Hafa slík skráningar- merki verið heimiluð í ýmsum löndum, m.a. í Danmörku og Svíþjóð. Gjald fyrir einkamerkið á, samkvæmt frumvarpinu, að renna til Umferðarráðs og er í greinargerð lagt til að því verði varið til að efla umferð- aröryggi í landinu. Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokks lagði á síð- asta ári fram þingsályktunar- tillögu á Alþingi um að heim- ila einkanúmer en tillagan var ekki afgreidd. Þjófur í gæslu- varðhald EINN þriggja manna, sem handteknir voru sl. mánudag á Hávallagötu, hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 21. febrúar nk. Hinum mönn- unum var sleppt eftir yfir- heyrslur. Lögreglan í Reykjavík var um eittleytið á mánudag kölluð í Landsbankann í Austurstræti þar sem var maður með fals- aða ávísun. Farið var með manninn í hús við Hávalla- götu, þar sem hann hefur að- setur. Þar voru þrír vinir hans á tveimur bifreiðum. í annarri bifreiðinni fannst mikið þýfi, m.a. tvær ávísanir að upphæð 70 þúsund krónur og mikið magn af tóbaki. Þetta var tal- ið vera þýfi úr innbroti í versl- unina Straumnes við Vestur- berg aðfaranótt mánudags. Einnig fannst mikið góss í íbúðinni við Hávallagötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.