Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Uigfræðlálit Eirlks Tómassonar kom í gær: Biskup hefur úr- skuroarvaldíð í Langholtsdeilunni Já.já, númáherrabiskuplátaþáhafaþaðóþvegiðílagannanafni . . Frumvarp um veit- ingu prestakalla Skylt að aug- lýsa laus prestaköll SKYLT verður að auglýsa laus prestaköll til umsóknar, samkvæmt nýju lagafrum- varpi sem kirkjumálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Kjörmönnum prestakalla verður, samkvæmt frumvarp- inu, því aðeins heimilt að kalla presta til starfa, að enginn hafi sótt um prestakallið. í núgildandi lögum er gert ráð fyrir að kjörmenn geti valið prest úr hópi umsækj- enda um prestakall. Einnig sé hægt að kalla tiltekna presta til starfa án auglýsing- ar ef '/4 kjörmanna séu ein- huga um það. Þá geti 25% atkvæðisbærra sóknarbarna farið fram á almennar kosn- ingar milli umsækjenda hafi staðan verið auglýst. Samkvæmt nýja lagafrum- varpinu á biskup að auglýsa prestakallið laust til umsókn- ar og senda viðkomandi pró- fasti síðan skrá yfir umsækj- endur. Með fylgi umsögn biskups um umsækjendur, sem byggist á mati sérstakrar stöðunefndar, sem skipa á samkvæmt frumvarpinu. Endanlegt val á presti er síðan í höndum kjörmanna presta- kallsins eins og nú er og áfram er gert ráð fyrir því að 25% atkvæðisbærra sóknarbarna geti óskað eftir almennri kosningu um um- sækjendur. Frumvarpið var samið af nefnd, sem kirkjumálaráð- herra skipaði í sumar til að endurskoða gildandi lög, sem eru frá 1987. Það var kynnt á Kirkjuþingi á síðasta ári sem lagði til nokkrar breytingar. Gísli Jónsson les Passíusálma séra Hallgríms í útvarpinu Eins og flatur físka- steinn andspænis fjalli ÉG þekki Passíusálmana nokkuð vel og hef miklar mætur á þeim, en finn til vanmáttarkenndar gagnvart því verkefni að lesa þá upp. Sálmarnir eru afskaplega vandlesnir og ýmis álitamál hafa komið upp um framburð tiltek- inna orðmynda, meðal annars vegna þess að í eiginhandarritum Hallgríms Péturssonar er ekki fullt samræmi í stafsetningu," segir Gísii Jónsson, fyrrverandi menntaskólakennari á Akureyri. Lestur hans á Passíusálmum séra Hallgríms Pét- urssonar hefst í Ríkis- útvarpinu 5. febrúar. Gísli segir að þeir, sem hafi lesið sálm- ana í útvarp hingað til, hafi ekki leyst álitamál um framburð á einn veg og það verði heldur aldrei gert. „Framburður getur farið eftir rím- inu. Stundum notar Hallgrímur skothent rím og í sumum dæm- um er ekki hægt ann- að en lesa það eins og það er. í öðrum dæmum kann að vera að hann haf i stundum borið tilteknar orðmyndir fram öðru- vísi en endranær. Handritin bera það með sér. Hann lætur til dæmis nyögríma á móti ég-eða vegog hefur þá vafalítið borið orðið fram tnjeg. Sá framburður er í samræmi við það sem ég þekki úr minni bernsku, þegar talað var um að klukkan væri fjegur. Sömu sögu er að segja af eignarfornafninu vor, sem Hallgrímur hefur í viss- um samböndum borið fram vór." Gísli segir að hann hafi þó lent ¦ hvað mestum vandræðum með staðaratviksorðið fram, því Hall- grímur láti orðið oft ríma á móti hebreskum orðum sem enda á -am, en nú væri fram lesið eins og væri það ritað með tveimur Gísli Jónsson m-um. „Þetta eru aðeins nokkur dæmi um mýmörg vandamál, sem verða á vegi þess sem les Passíu- sálmana," segir Gísli. Enginn getur lesið svo öllum líki Gísli segir að enginn geti lesið Passíusálmana svo öllum líki. „Ég Iagði áherslu á að lesa þá með ákveðnu hljómfalli og hrynjandi, því þetta eru nú sálmar. Þetta var gríðárlega skemmti- legt verkefni, en mér datt nú reyndar stundumíhugþað sem Hallgrímur segir sjálfur í 41. sálmi: Raust og málfæri minnkar mér." Gísli kveðst ekki geta lagt dóm á sálm- ana sjálfa, því til þess skorti hann kunnáttu í guðfræði. „Ég nálg- ast verk Hallgríms Péturssonar með auð- mýkt, aðdáun og virð- ingu og gagnvart Passíusálmunum finnst mér stundum sem ég sé flatur fiska- steinn andspænis fjalli." Gísli segir að hann vilji ekki láta hjá líða að þakka Ríkisút- varpinu samvinnuna og þá upp- tökumönnunum Árna Jóhanns- syni og Birni Sigmundssyni fyrir einstaka alúð og aðstoð við lestur- inn. „Þeir fylgdust með mér og gættu þess að ég læsi ekki skakkt. Eg vil líka gjarnan þakka Óskari Þór Kristinssyni, sjómanni á Skagaströnd, sem var hér á Akur- eyri nokkurn þann tíma sem ég var að æfa mig við að lesa sálm- ana. Hann hlustaði á þessar æf- ingar mínar af mikilli þolinmæði og var fyótur að finna hvar feitt var á stykkinu. Það var eins og hann skynjaði öldugang hafsins í þessum miklu sálmum," segir Gísli Jónsson. Kettir helstu astmavaldar Fimm prósent barnaundir 14 ára með astma BJÖRN Ándal hefur unnið mikið starf gegn astma í bömum M því hann sneri tfl Islands úr sérfræðinámi fyrir 19 árum. Hann er formað- ur Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna og á þriðjudag flutti hann fyrirlestur um ofvirkni í lungnapípum og bamaastma á vegum Samtakagegn astmaog omæmL -Hvað er asana algengur sjúkdómur í bömum? Talið er að um 5% barna undir 14 ára aldri séu með astma. Við erum nú að vinna að rannsókn á tíðni astma. 179 eins og hálfs árs gömul börn voru tekin og reyndust 7% hafa vægan astma og 7% slæman eða 14% alls. Sami hópur var mældur á aldrinum þriggja og hátfs árs til fjögurra ára og þá náðust 161 barn og reyndust 8% haldin vægum astma og 8% slæmum eða 16% alls. Astma má rekja bæði til veirusýk- ingar'og ofnæmis.- Hann er algeng- astur á aldrinum eins og hálfs til fjögurra ára og þá kveður einnig meira að astma af völdum veiru- sýkingar. - Hvernig lýsir astma sér? Astma er sjúkdómseinkenni, sem lýsir sér í andþyngslum, eink- um við útöndun. Ástæðan er fyrst og fremst sú að slímhimnur, sem hylja minnstu lungnapípurnar, verða sollnar af bjúg og bólgu og óeðlilega mikið slím myndast innan í gangi lungnapípnanna. Vöðvalag, sem umlykur lungnapípurnar, dregst saman og allt þetta þrengir loftganginn. Utöndunin verður löng og oft hvæsandi og það má heyra pípandi hljóð. Einkenni eru oft breytileg, allt frá því að vera mjög væg, til dæmis smá hósti, í það að vera svo slæm að sjúkling- urinn hefur veruleg andþyngsli. Til er að alger öndunarbilun verði. Astma er fyrst og fremst bólgu- sjúkdómur. Fyrir kom að astma í börnum var greint sem bronkítis. Bronkítis er hins vegar sjúkdómur fullorðinna og má oft rekja hann til reykinga. Krakkar eru ekki stórreykingamenn. Þeir eru annars konar einstaklingar en fullorðnir og það á ekki að vefjast fyrir mönnum. Við bronkítis eru gefm sýklalyf, en veirur valda astma og veiru- sjúkdómar svara ekki sýklalyfja- meðferð. Röng greining og með- ferð var helsta vandamálið fyrir um tveimur áratugum, en nú er fátítt að astma sé vangreint. - Hvað veldur astma? Oft er það tóbaksreykur. Börn fá kvefpest og það er reykt í kringum þau. Áreynsla, einkum úti í köldu lofti, getur valdið sjúkdómnum og lang- hlaup og skíðaganga ¦""""""¦¦"" hafa áhrif á hann. Það á hins veg- ar ekki við um íþróttagreinar, sem reyna minna á þol og meira á spretthörku og við hvetjum börn með astma til að stunda íþróttir. Hlutur ofnæmis eykst eftir því sem 'börn verða eldri. Greining felst í að kanna söguna. Kettir eru algengasta vandamálið. Hafí barn ofnæmi fyrir köttum getur návist við kött valdið bólgu í lungnapípum og gert þær ofvirkar. Kötturinn þarf ekki einu sinni að vera inni á heimilinu. Hann getur verið í íbúð á stigagangi eða i eigu skóla- félaga. Hundar, hestar, frjókorn og rykmaurar geta einnig valdið ofnæmi. Björn Árdal ? BJöRN Árdal læknir er sér- fræðingur í ofnæmis- og ónæm- isfræði. Hann hefur starfað á Barnaspítala Hringsins og eigin læknastofu og verið stunda- kennari í barnaofnæmisfræði og -astma við læknadeild Há- skóla íslands frá 1977. Björn fæddist í Reykjavík 24. janúar 1942. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1962, stundaði nám í efna- fræði í Miinchen í Þýskalandi 1964-1965, lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla ís- lands 1970 og var aðstoðar- læknir á Landspítalanum og stundaði læknisstörf á ísafirði og Súgandafirði næstu tvö árin. Björn var við nám í barnalækn- ingum við University of Connecticut í Hartford í Banda- ríkjunum 1972-1974 og hélt þaðan til McGilI University í Montreal í Kanada þar sem hann hafði ofnæmis- og ónæm- isfræði að sérgrein. Eiginkona Björns er Kolbrún Sæmundsdóttir píanókennari og eiga þau þrjár dætur og tvö barnabörn. Fyrst og f remst bólgu sjúkdómur -Hvað er helst til ráða þegar barn fær astma? Undirstaðan er bólgueyðandi meðferð þar sem eru notaðir inn- öndunarsterar. Einnig er beitt berkjuvíkkandi lyfjum, en það er svipað og að gefa magnyl við tannpínu og er ekki gert eingöngu nema einkenni séu mjög væg. Hér er um að ræða innöndunarlyf af ýmsum gerðum. Hjá yngstu börn- unum er sprautað úr úðara í hólk, sem borinn er að vitum þeirra. - / hugum margra er astma viðvarandi ástand. Er það rétt? Batahorfur hjá börn- um eru yfirleitt góðar og losna flest við astma með aldrinum. Horfur byggjast á því hvort barn hafi ofnæmistilhneigingu, sem má meta með fjölskyldusögu og of- næmisrannsóknum. Mörg börn eru laus við astma áður en skólaganga hefst ef þau hafa ekki ofnæmistil- hneigingu. Sumum hættir þó til að fá einkenni með kvefi og áreynslu, einkum ef kalt er í veðri. - Hverjir standa að Samtökum gegn astma og ofnæmi? Samtökin eru rúmlega 20 ára. Astma- og ofnæmisskjúklingar stofnuðu samtökin og í þeim eru nú 1.500 til 1.700 félagar. Ég tel að samtökin hafi unnið þarft verk. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.